Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 Fréttir Sóknarnefndarformaður Möðruvallasóknar líkir ástandinu við Langholtsdeiluna: Heiðarlegast af þeim að hætta - segir séra Torfi Hjaltalín Stefánsson um sóknarnefnd sína „Þetta er afskaplega erfitt mál, það virðist ekkert vera hægt að gera. Við erum óánægðir með aö kirkjuyfirvöld skuli ekki geta gert neitt í okkar mál- um. Þeir sáu sig tilneydda til að láta fyrrverandi Langholtsprest víkja og sköffuðu honum starf sem kostar ríkið milljónir á ári. En ég tel að þetta mál hjá okkur sé engu minna. Við erum bara lengra frá stjómvaldinu og við erum færri en ástandið er ekkert betra,“ segir Magnús Stefánsson, for- maður sóknamefndar Möðruvalla- sóknar, um ástandið í sókninni. Möðmvailasókn komst í sviðsljósið fyrir rúmlega tveimur árum þegar ut- anaðkomandi prestur framkvæmdi hjónavígslu utandyra við kirkju sókn- arinnar vegna mótmæla séra Torfa Hjaltalíns Stefánssonar sóknarprests. markaðshyggjunni eða hvort hún ætl- ar að byggja það á því grundvaUar- skipulagi sem kirkjan er byggð upp á,“ segir Torfi. Ekki á förum Hann segir að sóknamefnd eigi lög- um samkvæmt að vinna með presti sinum. „Lögum samkvæmt eiga sóknar- nefndarmenn að vera samstarfsmenn sóknarprestsins og þeir eiga að vinna saman að eflingu kirkjulegs starfs. En ef þeir sjá sér ekki fært að starfa með sóknarprestinum er langheiðarlegast af þeim að hætta. Ef íslendingar færu að venja sig á það að fara eftir lögum væri það sjálf- Persónulegt missætti Séra Torfi segir málefnalega mis- klíð hafa þróast yfir í persónulegt mis- sætti og að sóknarnefndin gangi nú fram hjá sóknarpresti sínum í prests- verk. Sem dæmi nefnir hann hjóna- vígslu sem áætlað er að séra Svavar A. Jónsson, prestur á Akureyri, fram- kvæmi á Möðruvöllum um helgina. Að sögn Torfa Hjaltalíns tjáði hann þó séra Svavari óánægju sína með það fyrirkomulag að prestar komi í næstu sóknir til að framkvæma prestsþjón- ustu. Aðspurður hvort herra Karl Sig- urbjömsson biskup hafi átt hlut að máli segist séra Torfi ekki vilja tjá sig þar um. Sr. Torfi segist ekki ætla að neita neinum um aðgang að kirkjunni enda taki hann fullt tillit til úrskurðar siða- nefndar Prestafélagsins þar sem fram kom að presti væri ekki stætt á að banna öðram prestum að framkvæma prestsverk í kirkjum sínum. „Þetta er skipulagsmál kirkjunnar og það væri skemmtilegt að sjá hvað kirkjan ætlar að gera í þeim, hvort hún ætli að humma það fram af sér áfram, að láta þetta vera í frelsinu og Samkeppni leikur Flugleiöir grátt: Tapa 1,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins Flugleiðir tilkynntu í gær, fimmtu- dag, um tap af reglulegri starfsemi fé- lagsins upp á 1.557 miEjónir króna. Á sama tímabili í fyrra var tap fyrirtæk- isins 922 milljónir króna. Hafa stjóm- endur Flugleiða ákveðið að grípa til aðgerða til þess að bregðast við rekstr- arvanda félagsins. Þrátt fyrir gott gengi nú í sumar gerir yflrstjórn fé- lagsins ekki ráð fyrir því að hagnaður verði á rekstri félagsins þegar árið ,1998 verður gert upp. Meðal annars hyggst félagið hætta við áform um frekari aukningu um- svifa i alþjóðaflugi, selja eina Boeing 737-400 þotu, hætta við flug dótturfé- lags síns Flugfélags íslands tO Húsa- víkur, hætta að fljúga til Lúxemborgar í janúar og hætta eigin stöðvarrekstri á Kennedyflugvelli. Flugleiðir ætla einnig að skera niður í rekstrarkostn- aði um 400 milljónir króna. í tilkynningu frá félaginu segir að hörð samkeppni hafi verið félaginu erfið og eigi það við um rekstur Flug- félags íslands, fraktstarfsemi félagsins og á Norður-Atlantshafsflugleiðum. Sömuleiðis segir í tilkynningunni að verkfall á Kaupmannahafnarflugvelli á tímabilinu hafi verið félaginu erfitt. Einnig er hækkandi launakostnaður nefndur, hann er sagður hafa hækkað um tíu prósent eða um 600 milljónir á milli ára vegna kjarasamninga á síð- asta ári. Hvað varðar afkomu félagsins á sumarmánuðum var 850 milljóna króna hagnaður á starfsemi félagsins í júlí en það er 370 milljónum króna meiri hagnaður en í sama mánuði í fyrra. Sömuleiðis hafa bókanir fyrir ágústmánuð gengiö vel. -JHÞ Mööruvallasókn komst í fréttir þegar aökomuprestur gifti brúöhjón utandyra þar sem kirkjan var læst. Enn er ólga f söfnuöinum og trúnaðarbrestur virðist vera milli sóknarnefndar og prests. a.m.k. I bili, að koma mér í burtu. Þegar það tekst ekki þá tel ég að sókn- amefndarmennirnir eigi að segja af sér. Ég er ekkert að fara og hef ekkert gert af mér sem réttlætir brottrekstur. Sóknarnefnd og sóknarprestur verða að starfa saman til þess að tryggja eðlilegt starf i kirkjunni. Ef menn geta ekki starfað saman verður að leysa það á annan hátt. Annað- hvort með því að færa sóknarprest til ef hann vill það, eða þá að sóknar- nefndin fari og gefi öðrum kost á að vinna með prestinum. Annars leysist ekkert og það verður alltaf sama stífn- in.“ Torfi vitnar i grein laga frá 1985 þar sem svo segir: „Sóknamefnd er sóknarpresti og starfsfólki sóknarinn- ar til stuðnings í hvívetna." „Það eru sumir menn sem er af- skaplega erfitt að vinna með. Þetta eru mætir menn að mörgu leyti en þeir kunna ekki þessi mannlegu samskipti sem þarf. Það er ekki síst erfitt fyrir prest að kunna þau ekki,“ segir Magn- ús Stefánsson. -jtr gert að menn segðu af sér ef þeir geta ekki starfað með sóknarprestinum sínum. Það er búið að fullreyna það, „Sóknarnefndln veröur aö finna þaö hjá sjálfri sér, hún þekkir lög um sóknarnefndir og veit hvaö er eöli- legt aö gera í sambandi viö svona lagaö," segir séra Torfi Hjaltalfn Stefánsson, sóknarprestur Mööru- vallasóknar. Staða framkvæmdastjóra íbúðalánasjóös: Guðmundur ráðinn „Á fundi undirbúningsnefndarinnar í morgun var okkur Áma Gunnars- syni, aðstoðarmanni félagsmálaráð- herra, falið að ræða við Guðmund Bjarnason um væntanlega ráðn- ingu sem fram- kvæmdastjóra. Það verður líklega geng- ið frá málinu í næstu viku,“ sagði Gunnar S. Bjöms- son, húsasmíða- meistari og formaður undirbúnings- nefndar íbúóalánasjóðs. Sjóðurinn tek- ur samkvæmt nýjum húsnæðislögum við hlutverki Húsnæðisstofnunar að stómm hluta þann 1. janúar 1999. Alls sóttu 17 um stöðuna. Þrír óskuðu nafn- leyndar og drógu umsóknir sínar til baka. Einn þeirra er Sigurður E. Guð- mundsson, forstjóri Húsnæðisstofnun- ar. Hann dró umsókn sína til baka síð- degis í fyrradag. Snemma í vor greindi DV frá því að Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefði leitað eftir því við Sigurð E. Guð- mundsson að gera við hann starfsloka- samning. Þetta staðfesti Sigurður í samtali við DV. Eftir að ný húsnæðis- lög vom afgreidd frá Alþingi i vor gaf félagsmálaráðuneytið út fréttatilkynn- ingu um að Húsnæðisstofnun yrði lögð niður. í tilkynningunni var þess jafnframt getið að Sigurður E. Guð- mundsson léti af störfum sem forstjóri og vom honum þökkuð störf hans. Tekið var fram að Sigurður ætti sam- kvæmt lögum rétt til biðlauna þar sem stofnunin yrði lögð niður. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Sigurður í framhaldi af þessu leitað eftir þvi að gerður yrði við hann starfslokasamningur en ráðuneytið ekki ljáð máls á þvi. Hann hafi þá skil- að inn umsókn um framkvæmda- stjórastarf hins nýja íbúðalánasjóðs en, sem fyrr segir, dregið hana til baka í fyrradag. „Það liggur alveg ljóst fyr- ir að við munum gera með okkur starfslokasamnning, ég og ráðuneyt- ið,“ sagði Sigurður í samtali við DV í gær. Hann kvaðst engu vilja svara um hvort hann hefði verið meðal umsækj- enda né þá hvort eða hvers vegna hann hefði dregið umsókn sína til baka. Sigurður sagðist harma að Hús- næðisstofnun verði lögð niður en líta svo á að í raun og veru væri um nafn- breytingu að ræða. Starfseminni yrði haldið áfram. -SÁ Siguröur E. Guömundsson. Stuttar fréttir i>v Útgjöld lægri hér Útgjöld ís- lendinga til fé- lags- og heil- brigðismála em lægri en gengur og gerist á Norðurlöndum. íslendingar fara líka fimm til tíu árum síðar á eftirlaun en aðrir Norðurlandabúar. Þetta kemur fram í nýrri norrænni skýrslu. Minni verðbólga Ný veröbólguspá Seðlabankans gerir ráð fyrir því að verðbólga verði 1,6% á árinu öllu. Síðast spáði bankinn fyrir um ársverð- bólguna í apríl og þá var gert ráð fyrir að hún yrði nokkuð hærri. Hærra gengi íslensku krónunnar síðan í vor veldur mestu um að verðbólguspáin er lægri nú. 50 ára tilraunastöð Tilraunastöð Háskóla islands á Keldum er 50 ára. Stöðin er talin í fremstu röð í rannsóknum á hæggengum veirusýkingum, svo sem riðu og visnu. Rannsóknim- ar tengjast og nýtast m.a. í rann- sóknum á eyðni. Umdeildur vegur Vegagerðin hefur fengið heim- ild til að byrja á umdeildum vegi, Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði. Hann mun kosta um hálfan millj- arð króna. Framkvæmdin hefur tafist mikið vegna deilna við land- eigendur og náttúruverndarsam- tök. Stöð 2 sagði frá Þvælst fyrir Þórólfur Ámason for- stjóri farsíma- fyrirtækisins Tals hf. sakar Landssimann um að þvælast fyrir sam- keppni við Tal með því að hindra að Tal fái að reisa mastur á fjallinun Þorbirni við Grindavík. Tal hf. hefur kvartað undan þessu við Póst- og fjarskiptastofnun. Sveppaþing Norrænir eiturefnasérfræðing- ar koma saman í næstu viku aö undirlagi norræna ráðherraráðs- ins til að ræða hvort vara eigi við ræktuðum ætisveppum, vegna þess að þeir kunni að valda krabbameini og skaöa erfðaefni. RÚV sagöi frá. Óttast svörtu ekkjuna Fjölmargir hafa tilkynnt Nátt- úrufræðistofnun um ýmis eitur- kvikindi eftir fréttir af eiturköng- urló, svartri ekkju sem nýlega fannst í Reykjavík. Ekkjufundur- inn virðist þó vera einsdæmi. Rannsaka starfsskilyrði Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur skipað nefnd sem á að rannsaka starfsskilyrði stjóm- valda og gera tillögur um úrbæt- ur. Nefndin á að kanna hvaða óskráðar reglur gilda þegar skrif- aöar hrökkva ekki lengur til. Sérhæfa sig i krabba Erfðarannsóknafyrirtækið nýja, Urður, Verðandi, Skuld, ætl- ar að einbeita sér að rannsóknum á brjóstakrabbameini og krabba- meinni í blöðmhálskirtli að sögn dr. Bemharðs Pálssonar, eins for- svarsmanna fyrirtækisins í gær. Rétlætanlegt Davíð Odds- son forsætis- ráðherra sagði í fréttum RÚV að honum kæmu loftárásir Bandaríkja- manna á skot- mörk tengd hryðjuverkamanninum Osama Bin Ladin á óvart. Þess konar árásir væru þó réttlætanlegar, hafi þeir sem yrðu fyrir gert sig seka um hryðjuverk. -JHÞ/-SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.