Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 9 Utlönd Sprengjutilræðið á Norður-írlandi: Þremur grunuðum var sleppt eftir yfirheyrslur Lögreglan á Norður-írlandi hefur sleppt þremur mönnum sem hún hneppti i varðhald vegna sprengju- tilræðisins í Omagh á laugardag þar sem 28 týndu lífi og á þriðja hundrað slasaðist. Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar. „Tveir menn eru enn að aðstoða lögregluna við rannsóknina," sagði talsmaður lögreglunnar. Laganna verðir skýrðu frá því í gær að þeir teldu sig geta lýst loka- ferð bifreiðarinnar sem flutti sprengjuna á áfangastað. „Framburður sjónarvotta hefur gefið okkur vísbendingar um að tveir menn sáust stíga út úr bílnum fyrir sprenginguna," sagði talsmað- urinn. Breskir fiölmiðlar skýra frá því að tveir menn hafi farið úr bílnum um fiörutíu mínútum áður en sprengjan sprakk. Lögreglan vildi ekki gefa neinar frekari upplýsingar um leit sína að lýðveldissinnunum sem viður- kenndu að hafa komið sprengjunni fyrir. Tony Blair. „Við erum enn að fara yfir gögn. Almenningur hefur brugðist ákaf- lega vel við,“ sagði háttsettur lög- regluþjónn við fréttamann Reuters í Omagh. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að stjóm hans væri að koma saman tillögum um hertar aðgerðir gegn skærulið- um, i ætt við það sem írsk stjóm- völd skýrðu frá á miðvikudag. Blair sagði að til þess yrði séð að tilræðismennimir yrðu teknir úr umferö. Monica bar aft- ur vitni hjá Starr í gær Monica Lewinsky, fyrrum lær- lingur í Hvíta húsinu, bar vitni í annað sinn í gær fyrir ákæm- kviðdómi sem rannsakar sam- band hennar við Bill Clinton Bandarikjaforseta. Clinton viður- kenndi fyrir þjóðinni á mánu- dagskvöld að hann og Monica hefðu gert sitthvað sem þau hefðu ekki átt að gera. Ný skoðanakönnun sem Fox sjónvarpsstöðin gerði sýnir að 65 prósent Bandaríkjamanna telja að forsetinn hafi ekki sagt allan sannleikann um sambandið við Monicu í sjónvarpsávarpi sínu. Fregnir í gær hermdu að Kenn- eth Starr saksóknari hefði fengiö í hendur lífsýni úr Clinton, sem gætu hugsanlega sannaö að for- setinn hafi átt í kynferðissam- bandi við Monicu Lewinsky. Ör stækkun bílaflota veldur áhyggjum: Búrmískur námsmaður heldur á kröfuspjaldi og kallar slagorð gegn herforingjastjórninni í Burma þar sem hann var staddur í Sidney í Ástralíu í morgun ásamt hópi landa sinna. I dag rennur út frestur sem Aung San Suu Kyi, leiötogi stjórnarandstööunnar, gaf herforingjastjórninni til að kalla saman rétt kjörið þing landsins. Símamynd Reuter Einn milljarður bíla eftir 30 ár Sérfræðingar spá því að eftir 30 ár muni um einn milljarður bíla aka um götur og vegi jarðarinnar. Afleiðingarnar verði muri meiri loftmengun en við þekkjum nú með tilheyrandi gróðurhúsaáhrifum og veðurfarsbreytingum. Er þvi spáð að fiölgun bOa verði sérstaklega mikil í þróunariöndun- um og í löndum þar sem efnahags- þróunin er afar ör. Er bent á lönd í Asíu, t.d. Indland og Kína. Er spáð afar alvarlegu ástandi í umhverfismálum heimsins verði bíllinn almenningseign í þessum iöndum. Fjölgun bíla hefur í fór með sér meiri útblástur koltvíoxíðs, loftteg- undar sem ríki heims hafa reynt að ná samkomulagi um að halda í skefium. Svartsýnustu menn spá gríðarlegri loftmengun og dauðsföll- um af völdum hennar, að viðbætt- um dauðsföllum vegna umferðar- slysa. I danska dagblaðinu Aktuelt er haft eftir Henrik Guðmundssyni að Kínverjar hafi þegar undirbúið stór- fellda bílaframleiðslu í samvinnu við Bandaríkin. Kínverjar hvetji til fiölgunar einkabíla en þeir sjái bíl- inn sem tálkn fyrir almenna velferð í samfélaginu. Ráðherrar Evrópusambandsland- anna munu koma saman i október. Þeir ætla að ræða hvort gengið sé nógu langt í samningi milli ESB og bíliðnaðarins í Evrópu um fram- leiðslu spameytnari bíla. Umhverf- isverndarsamtök hafa gagnrýnt samninginn harðlega þar sem í hon- um séu ekki séu gerðar nægilegar kröfur um spameytni nýrra bíla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.