Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 Sviðsljós I>V Sophia útskrifuð Leikkonan Sophia Loren hefur verið útskrifuð af spítala en hún var lögð inn vegna hjartsláttar- truflana. Þær mátti síðan rekja til mikils álags og streitu. Gekkst hún undir rannsóknir á hjartslætti en óreglulegur hjart- sláttur getur verið lífshættulegur. Blaðafulltrúi leikkonunnar sagði að hún mundi dvelja í New York i um mánuð og hvíla sig. Eiginmaður Sophiu, kvik- myndaframleiðandinn Carlo Ponti, sem dvelur í Los Angeles, sagði að kona sín hefði verið orð- in leið á spítalanum og fegin að komast aftur heim. Hún hefur ávallt verið talin fremur heilsu- hraust.Læknar ráðlögðu Sophiu að fljúga ekki næsta mánuðinn. Alvanalegt er að fólk leigi límúsínu eða annan eöalvagn þegar brúðkaup er á dagskránni. En Jórdaninn Emad Ali Mohammad og brúður hans, Mayssa al-Abed, fóru sínar eigin leiðir þegar þau voru gefin saman í Amman í gær. Komu þau sófa fyrir í skreyttri skurðgröfuskóflu, skreyttu hana með hvítu og létu aka sér þannig frá brúðkaupinu. Símamynd Reuters Ákærður fyrir manndráp Mykelti Williamson, sem lék rækjuunnandann Bubba í mynd- inni Forrest Gump, hefur verið ákærður fyrir mann- dráp og mun mæta fyrir rétti á næst- unni. Willi- amsson mun hafa stungið vin fyrrverandi eiginkonu sinnar með hnífi í janúar. Fyrrum eigin- kona bar fyrir rétti að William- son hefði orðið mjög reiður þegar útlit var fyrir að hann gæti ekki hitt dóttur sína. Kapalstjarna Steven Seagal finnur heldur betur fyrir þvi að það eru breytt- ir tímar í kvik- myndabrans- anum. Hann hefur orðið að víkja fyrir yngri og nett- ari karlmönn- um sem sést best á því að nýjasta kvik- mynd hans, Patriot eða Föður- landsvinur, verður frumsýnd á kapalkerfum í Bandaríkjunum. Stóru kvikmyndaverin vildu ekki leggja út í hefðbundimi kostnaö við frumsýningu á breið- tjaldi. ueia með - cf þú actlar að vera í hópi þeirra 300 heppnu sem fá í hendumar Toyotalykil og þar meS möguleika á því að keyra í burtu á þessum glæsilega Toyota Corolla C6 sem sést á myndinni. Til að vera með þarf aðeins að fara inn á www.vuir.b á Internetinu, smella á Toyotalykilinn 09 skrá sig til leiks. Á hádegi 31. ágúst naestkomandi lýkur sbáningu og 300 manns verða dregnir úr pottinum. 5. september, kl. 13.30, koma þeir sem dregnir verða út í DV-húsið og fá lykil að Toyotabifreið í hendumar. Einn lyklanna gengur að trylli- taekinu Toyota Corolla C6 og sá sem þann lykil hefur undir höndum keyrir heim á nýjum og stórglaesilegum bíl! * *AJUr nánarl upplýdngar o£ reglur Uiksins er sð flnns á www.vUJr.Js. ® TOYOTA DeVito fluttur inn við hlið Madonnu Leikarinn Danny DeVito er ekki hár í loftinu, mælist 153 sm á hæð. En hann hefur stóra og sterka sjálfsmynd og er alveg ófeiminn að hafa sig i frammi hvar sem er og hvenær sem er. DeVito á stórt og mikið hús í út- jaðri Los Angeles en hefur lengi ver- ið á höttunum eftir góðri íbúð í New York. Hann vill ekki vera eftirbát- ur annarra Hollywoodleikara sem eiga íbúðir bæði á vestur- og austur- strönd Bandaríkjanna. Hann hafði leitað um stund þegar honum bauðst að flytja í íbúð á Manhattan. Og ekki spUlti það gleðinni að ná- granni hans í stigaganginum er eng- in önnur en söngkonan Madonna. DeVito er kvæntur Staupasteins- leikonunni Rheu Perlman og á með henni þrjú börn. Þau eru hamingjusöm saman og því ólíklegt að DeVito líti meira á Madonnu en hver annar. En kunngir segja að hann muni örugglega nýta nálægðina við Madonnu sér til framdráttar. Hópur atvinnuljós- myndara hangir sifellt fyrir utan nýju íbúðina hans á höttunum eftir myndum af Madonnu. En DeVito veit að þeir munu einnig smella af Danny DeVito. sér og er afar sáttur við það. Þannig kemst hann oftar í blöðin og á möguleika á fleiri hlutverkum í kvikmyndaborginni. Fylgir föngum í rafmagnsstólinn Tom Hansk er önn- um kafínn. Eftir að hafa bjargað fótgönguliðan- um Ryan í mynd Stevens Spielbergs hef- ur hann tekið til hönd- inni við annað hlut- verk. Nú leikur hann fangavörð í suður- ríkjafangelsi semhefur það hlutverk að fylgja dauðadæmdum fóngum til aftöku í rafmagns- Tom Hanks. stólnum. Mörgum þykir þetta hlutverk ekki dæmigert fyrir Tom Hanks en haft er eftir honum að handritið hafi heillað sig svo mikið að hann hafi ekki getað sagt nei. Frank Dara- bont er höfundur hand- rits og leikstýrir. Sá leikstýrði annarri fang- elsismynd, The Shaws- hank Redemption.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.