Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Þvargið um hvalveiðar hefur staðið á Alþingi í áratug: Sjávarútvegsráð- herra á bremsunni líkur á að hvalveiðar hefjist að nýju minnka með hverju árinu Undai endalaus vai verið á Alþingl vegna hvalveiðimálsins. Á meðan liggja hvalskipin bundin í Reykjavíkurhöfn engum til gagns. leg rök séu fyrir því. Ákvörðun um veiðar megi ekki verða sprott- in af þörf til að lýsa yfir sjáifstaeði. Hún segir komu Keikós vissulega vera innlegg í það að láta ógert að veiða. „Ég hef ekki trú á því að hvalveiðar verði hafnar á næstu á rum og ég sé enga skynsemi í því,“ segir Kristín. Á næstu mánuðum mun Alþingi þurfa að taka ákvörðun um það í þeim stjömubjarma sem umlykur Keikó hvort eigi að veiða hvali við íslandsstrendur. Trúlega verður lending- in í málinu sú að þæfa áfram og komast þannig hjá því að taka afstöðu í málinu. Á meðan verð- Sagan endalausa ’S Ummæli Þorsteins Pálssonar irsteinn Pálsson þann 3. maí 1991: _ mun leggja áherslu á aö vlö fáum alþjóölega viöurkenningu á rétti okkar til aö nýta hvalastofnana.“ þorsteinn Pálsson þann 12, júní 1992: „Þaö er stefna okkar aö hefja hvalveiöar aö nýju. Viö höfum miöaö allan okkar málatilbúnaö viö þaö.“ Þann 12. nóvember: ...forgangsvcrkefni í þessu efnl veröur aö hefja veiöar á hrefnu.“ hef ekki viljaö lofa því aö veiöar veröi| heimilaöar í sumar en ég vil heldur ekki útiloka þaö.“ -Pann 11. maí 1993; .Viö munum einfaldlega halda áfram aö ' undirbúa þaö aö geta hafiö hvalvelöar og\ geta framfýlgt okkar stefnu.“ í þlngrœöu 1995: _ er þeirrar skoöunar aö þaö sé mjög almennur vilji til aö taka upþ hvalveiöar aö nýju.” Þann lO. júH 1996: .Hins vegar hetur veriö seft á stotn nefndl' sem vlnnur aö undlrbúningi þingsályktunar| tillögu ... í framhaldi af því veröur trúlega unnt aö taka ákvaröanir.“ fynr Þann 5. maí 1997:__________. „ . .... eSlilegt ab 'Iáta hvaIvei6í’má115”vTkja úi sinn og bíöa meöan viö værum aö sjá * endann á þessum umfangsmiklu verkefnum ...” Þann 7,.maí.l997: .Máliö er margslungiö og staöa okkar gagnvart kröfunni um rétt til veiöa veikist\ eftir því sem lengra líöur." JÞjann29^QKtáþeU.997j_______________ „Alþjóöahvalveiöiráöiö er aö missa tökin.\ Þaö hefur ekki veriö tekin ákvöröun um tímasetningu.“ iJanftatlðSSL Tillaga um aö hvalveiöar veröi hafnar\ væntanlegaefidurflutt. Hvalveiöum í atvinnuskyni tímabundiö hætt samkvæmt ákvöröun Alþjóöa hvalveiöi- ráðsins. Fjögurra ára rannsókna- áætlun um vísindaveiöar hefst. 1988- 1989; Sighvatur Björgvins- son og Skúli Alexandersson leggj a fram þingsályktunar- tillögu um aö hrefnuveiöar veröi hafnar strax. 89: í maí: Tillagan sofnar í nefnd. ... ... ö; VísindaveiÖum og þar meö^öllum hval- veiöum viö ísland lýkur. 1989- 1990: Sama tillaga endur- flutt. Tillagan sofnar í nefnd. ^1990rl991; Enn þingsályktunar- tillaga um aö veiöar á hrefnu veröi hafnar. Nú meö þeirri viöbót aö einnig megi veiöa langreyöi. Meirihluti beggja sjávarútvegsnefnda flytja tillöguna. ,1991;____Um-yoriö; Tillagan sofnar í nefnd. Alþjóöa hvalveiöiráöiö hafnar á ársfundi sínum tillögu íslendinga um aö hefja hvalveiöar samkvæmt stjórnkerfi sem ráöiö haföi sjálft lagt til. ,1992-1993; Matthías Bjarnason og Guöjón Guömundsson leggja til í þingsályktunar- tillögu aö hvalveiöar hefjist þegar sumariö 1992. Islendingar segja sig úr Alþjóöa hvalveiöiráöinu. JLaorll; íslendingar, Færeyingar, Grænlendingar og Norömenn stofnuöu NAMMCO, Noröur-Atlants- hafssjávarspendýraráöiö. um.vorlö; Tillaga Matthíasar og Guöjóns sofnar í nefnd. J október: Sjávarútvegsráö- herra skipaöinefnd til aö móta stefnu íslendinga um hvalamál. ..27..Qktóþer: Utanríkisráö- herra áréttar þá skoöun sína á Alþingi aö íslendingar eigi aö ganga aö nýju í Alþjóöa hvalveiöiráöiö. _J994rl995; Enn ein þingsályktunar- tillaga flutt þar sem skoraö er á ríkisstjórnina aö gera ráöstafanir til aö hvalveiöar geti hafist á ný. - 25. nóveraber; Ráöherrar utanríkis-og sjávarútvegs- mála skipa hóp sem kanna á hvernig hagsmunum íslendinga á alþjóöavett- vangi meö tilliti til hvalveiöi- mála veröi best borgiö. 'LFjöldi hagsmunaaöila skorar á alþingi í dagblaös- auglýsingu aö hefja strax hvalveiöar. j'Átta stjórnarþingmenn leggja fram þingsályktunar- tillögu um aö hvalveiöar veröi hafnar þegar óriö 1998. SiTillagan dagar uppi í sjávar- útvegsnefnd. 1993;. 1993; 1994; 1994l r»rai Allar götur síðan bann Alþjóða hval- veiðiráðsins við hvalveiðum tók gildi í ársbyrjun 1986 hefúr árviss vandræða- gangur verið með málið á þinginu. Til- tölulega friðsælt var um málið á ára- bilinu 1986 til 1989 á meðan hvalveiðar voru stundaðar sem atvinnugrein í skjóli þess að um vísindaveiðar væri að ræða. Síðan algjört hvalveiðibann tók gildi árið 1990 hefur vandræða- gangurinn á Alþingi íslendinga tekið á sig ýmsar myndir og ófáar vinnu- stundir þingmanna hafa farið í það að leita leiða til að geta hafið nýtingu hvalastofna hérlendis. Langflest þing síðan 1989 hafa verið bomar upp þingsályktunartillögur um að hefja beri veiðar að nýju. Jafnoft hafa af ein- hveijum ástæðum tillögumar sofnað í nefnd og því aldrei náð því flugi og þeim árangri sem þeim var ætlað. Ein kynslóð alþingismanna af annarri hafa tekið upp hvalveiðimálin og borið upp tillögur með ýmsum blæbrigðum um að veiðar verði hafnar strax eða sem fyrst. Matthías Bjamason Vestfjarða- þingmaður var í upphafi ákafur boð- beri þeirrar stefnu að hvalveiðar yrðu hafnar og stóð hann framan af að slík- um tillögum ásamt fleirum. I seinni tíð hefúr Guðjón Guðmundsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks á Vesturlandi, ver- ið einn helsti boðberi þess að veiðar verði hafnar að nýju. Tvö síðustu þing hefur Guðjón borið upp tillögur í þess- um anda sem hafa sofnað. Nú síðast sofnaði tillaga Guð- jóns og sjö annarra stjómar- þingmanna í sjávarútvegs- nefnd. Þar var gert ráð fyrir að veiðar yrðu hainar þegar á þessu ári en það var slegið af. Guðjón og félagar era þó hvergi bangnir og ætla að leggja tillögima fram að nýju í haust. Hvalaskoðun vinsæl Sá vandræðagangur sem verið hefur í kringum málið á sér þær eðlilegu skýringar að stjómvöld hafa óttast að með því að hefja hvalveiðar gegn vilja Alþjóða hvalveiðiráðsins sé meiri hagsmunum fómað fyrir minni. Fram- an af var það óttinn við umhverfis- vemdarsamtök sem hótuðu að skemma markaði erlendis fyrir íslend- ingum. Sá ótti vék þó síðar fyrir þeim rökum sem upp komu varðandi hags- muni þjóðarinnar af hvalaskoðunar- ferðum fyrir útlendinga. Ferðimar hafa verið sívaxandi þáttur í ferða- þjónustu og hvert fyrirtækið af öðm hefur sprottið upp allt í kringum landið. Reiknings- glöggir aðilar innan þeirrar greinar hafa lagt fram út- reikninga þess eðlis að hagn- aðurinn af þvi að sýna þessar stærstu skepnur jarðarinnar sé langtum meiri en að drepa þær og éta. Þessa útreikninga hafa hvalveiðisinnar véfengt og lýst sem hreinni talnaleik- flmi. Talsmenn feröaþjón- ustu hafa jafnframt lýst því að aldrei geti farið saman að sýna hvali og drepa. Aftur á móti segja veiðisinnar að slikt sé firra og þessar greinar geti auðveldlega þrifist hlið við hlið. Milli þessara hópa standa stjóm- völd undir ómældum þrýstingi. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur haft það hlutverk með höndum allar götur að svara þingheimi og fjöl- miðlum um það hvenær veiðar hefjist. Hann er væntanlega orðinn þrautþjálf- aður á því sviði eins og sjá má af graf- inu hér á síðunni. í öU þessi ár hefur hann haldið því fram að veiðar væra alveg að bresta á án þess að neitt hafi síðan gerst annað en það að þingmenn hafa haldið áfram að flytja tiÚögur sem kollegar þeirra hafa svæft jafnóðum. í árdaga hvalveiðibannsins höfðu menn ekki uppgötvað þá gullæð sem liggur í skoðunarferðum á hvalaslóðir. Því var hvalveiðibann í þann tíma fordæmt af miklum þorra þingheims. Síðar hafa stuðningsmenn hvalveiða smám sam- an verið að týna tölunni þó ljóst sé að hvalveiðar njóti enn fylgis talsverðs meirihluta þingheims. Meðal almenn- ings er enn mikill meirihluti hlynntur hvalveiðum eins og sjá má af skoðanakönnun DV fyrr á ár- inu þar sem um 80 prósent aðspurðra vildu að veiðar yrðu hafnar að nýju. Áfall vegan Keikó Alvarlegasta seinnitíma áfall hvalveiðisinna er þó væntanleg koma hins vestur- íslenska Keikós til Vest- mannaeyja. Margir telja að með komu háhymingsins sé úti um þann möguleika að veiðar verði nokkum tímann hafnar á hval við Is- lendsstrendur. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í leiðara norska blaðsins Fiskaren þar sem íslensk stjómvöld era harkalega gagnrýnd fyrir að hlaup- ast undan merkjum og heimila komu Keikós hingað. Þar með séu íslending- ar búnir að svíkja sameiginlegan mál- stað sinn og Norðmanna. Það er mat margra að kæmi til þess að leyfðar verði hvalveiðar hér og áform um að sleppa Keikó í hafið gengju eftir þá yrði efnahagslegur voði vís í hvert sinn sem skepna af svipaðri stærð- argráðu og Keikó yrði drep- in. Þjóðin yrði fordæmd fyrir að drepa með köldu blóði ást- sælan hval sem í kvikmynd- um hefur unnið hylli víða um heimsbyggðina. Þama sé semsagt komið það vopn sem dugi til að halda íslendingum frá hvalveiðum um ófyrirsjá- anlega framtið. Engin áhrif af Keikó Guðjón Guðmundsson al- þingismaður hafnar þessu sjónarmiði og telur að koma Keikós hafi engin áhrif hvað varðar hvalveiðar. Hann segist sannfærður um að Alþingi muni taka af skarið á næsta þingi og heimila veiðar að nýju. „Ég er algjörlega ósammála því að Keikó hafi einhver áhrif. Ég skil ekki hvers vegna við megum ekki veiða hvali þótt einhver Keikó komi hing- að,“ segir Guðjón og bætir við að hann efist um að áhugi heimsbyggðarinnar á háhymingnum sé eins mikill og fjöl- miðlar haldi á lofti. Aðspurður um það hvaða líkur hann telji vera á því að Alþingi taki af skarið í haust eða vetur segist hann vera þess fullviss að sú stund sé að renna upp. „Þingið mun samþykkja hvalveiðar, það er enginn vafi á því,“ segir Guðjón. Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalistans, er á allt annarri skoð- un. Hún segist að vísu ekki hafa nein- ar meiningar um það hvort veiðamar séu af hinu slæma eða ekki. Hún segir að skoða verði efnahagslegan þátt málsins og ekki hafi neina þýðingu að byija veiðar án þess að nein efhahags- ur algjört veiðibann í gildi og það eina sem berst að landi era þeir tugir smá- hvela sem að næturþeli er landað í höfnum á landshyggðinni. Þorsteinn Pálsson mun væntanlega standa áfram á bremsunni enda er á það bent að nú auki það enn á erfiðleika hans að vera fyrsti þingmaður Suðurlands og þar með Keikós sem væntanlega kemur í kjördæmi hans eftir nokkrar vikur. -rt Kristín Halldórsdóttir. Guðjón Guðmundsson. Hlutafjárútboð hjá IS Stjóm íslenskra sjávarafurða hf. hefur ákveðið að nýta heimild til út- gáfu nýs hlutafjár að nafnverði 200 milljónir króna. Reiknað er með að útboðið fari fram í næsta mánuði. Þetta kemur fram í frétt frá félaginu í dag. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Erfið afkoma Á fyrra helm- ingi ársins 1998 varð 137,6 millj- óna króna tap á rekstri íslenskra sjávarafurða hf. og dótturfélaga þess, en áætlan- ir gerðu ráð fyr- ir að reksturinn yrði í jafnvægi. Framkvæmdastjóri ÍS er Benedikt Sveinsson. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Farið að öllum lögum Bylgjan segir að vifta á flutn- ingakassa vörabíls um borð í Norr- önu hafi ekki veriö í gangi þegar komið var að bílnum og níu hross- um sem í honum vora dauðum. Blaðið Dimmalætting í Færeyjum skellir skuldinni á íslenskan eftir- litsmann sem fylgjast átti með hrossunum um borð. Kaupþing græddi Tvö hundruð og sautján milljóna króna hagnaður varð af rekstri Kaupþings fyrstu sex mánuði árs- ins. Þetta er hagnaður fyrir skatta og jókst hann um tiu prósent frá fyrra ári. Bylgjan sagði frá. Skuldadagar Ríki og sveit- arfélög þurfa að greiða nálægt tveimur millj- örðum króna í afskriftir áhvíl- andi lána á fé- lagslegum ibúð- um í landinu. Sveitarfélögin munu væntanlega gera þá kröfú að ríkissjóður beri níutíu prósent af þessum kostnaði þegar félagslega húsnæöiskerfið veröur lagt niður um áramótin og íbúðir, sem staðið hafa tómar, verða boönar til sölu á almennum markaði. Páll Pétursson félags- málaráðherra hafnar því. Stöð 2 sagði frá. Svört ekkja á íslandi Náttúrufræðistofnun hefur í vörslu sinni baneitraða könguló, svarta ekkju. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tegund finnst hér á landi og rannsakar lögregla hvemig hún hafi komist hingað til lands. Feröamenn drjúgir í fréttum Rúv var sagt frá því að tekjur af erlendum ferðamönnum á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefðu verið rúmlega 3,4 milljarðar króna. Það er 10% aukning frá því á sama tímabili í fyrra. Erfitt að selja Sala á 40% hlut ríkisins í Hóla- laxi er enn ekki frágengin. Aðeins barst eitt tfiboð í útboði á dögunum og þótti það ekki ásættanlegt. Gagntilboð ganga nú á milli aðila. Viðskiptavefur Vísis sagði frá Kannski ekta Listaverkasali í Kaupmanna- höfn segir ekk- ert hafa komið fram sem sanni það að 16 mynd- ir eftir Svavar Guðnason sem hann seldi og hefur nú endurgreitt séu falsaðar. Þær séu hins vegar vafasamar og því hafi hann endurgreitt þær. RÚV sagði frá. Uppbætur tii kennara Réttindakennarar við Flúðaskóla í Hranamannahreppi fá hundrað þúsund króna aukagreiðslu í nóv- ember vegna þess að vinnuaðstaða kennara í skólanum er léleg og því þurfi kennarar margir hverjir að vinna heima til að geta sinnt starfi sínu. RÚV sagði frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.