Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 DV 10 menning *★ *----- Mannlíf í Þingeyrarhreppi Komið er út fimmta hefti í ritrööinni Mannlíf og saga í Þingeyrar- og Auðkúlu- hreppum hinum fornu. Meðal efnis má nefna Póstferðir á innanverðum Arnaríirði, eftir Halldór G. Jónsson, Þátt af Guðmundi Ein- arssyni „hvelli“ eftir Þórarin Brynjólfsson, Alþýðuskáldið Njáll Sig- hvatsson, eftir Ólaf V. Þórðarson, Dýrhólar, eft- ir Gunnar S. Hvammdal, Bamaskólinn í Keldudal, eftir Skarphéðin Össurar- son, Þátt af Guðmundi á Horni og Dynjanda, Svip- myndir úr Haukadal, Eft- irminnilegur persónu- leiki: Sigurður Jóhannes- son á Þingeyri og Þegai' Skalli gamli tók niðri þrisvar, eftir Jón Bach. Ritröðin fjallar um þjóðlegan tfóðleik, gamlan og nýjan, og koma út tvö til þrjú hefti á ári. Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri og hægt er að fá ritröðina í áskrift en einnig fæst hún í mörgum bóka- verslunum. ÞftWIojwfnitJUibir <j«iw!ío*jnýr Skín á gull þó í skarni liggi Á sunnudaginn kl.14.00 verður fluttur á rás 1 þáttur í umsjá Kristínar Einarsdóttur um alþýðuskáldið Magnús Hjaltalín Magnús- son en hann var fyrirmynd Halldórs Laxness að ljósvíkingnum Ólafi Kárasyni. Meðal ann- ars verður lesið úr dagbókum Magnúsar sem hann skrifaði öll sín manndómsár. Magnús var afkastamikið skáld og eftir hann liggur mikið magn kveðskapar og nokkrar skáldsögur sem aldrei hafa komist á prent. Magnús skrifaði dagbækur sínar með þaö fyrir augum að sporgöngumenn hans mættu lesa þær og fræðast af þeim. í þættinum verður rætt við Sigurö Gylfa Magnússon sagnfræðing en hann vinnur nú að bókinni Kraftbirtíngarhljómur guðdóms- ins um dagbækur Magnúsar. Umsjón Þómnn Hrefna Lífrænar myndir - málmur og gler Nanna Dýrunn viU ekki nefna ára- fjölda þegar hún er beðin um að segja hvað hún hafi búið lengi í London. Hún segist hafa búið þar lengur en hún kæri sig um að segja frá. Upphaflega fór hún út tU þess að læra myndlist en hafði ekki sjálfs- traust tU þess að sækja um lán eða styrki og gerðist því fyrirsæta um nokk- urra ára skeið. Með miUBendingu í barnauppeldi og fleiri störfúm hefur hún nú hins vegar snúið sér alfarið að myndlistinni og er komin tU íslands til þess að sýna í Perlunni. Annars segist Nanna alltaf koma á hverju ári og heim- sækja vini og vandamenn en hafa lítið sýnt hér. í fyrra tók hún þó þátt í samsýningu með öðrum konum frá London á Seyðisfirði og það varð þess valdandi að fólk fór að hvetja hana tU þess að koma aftur og setja upp einkasýningu. „Það veit enginn hvað ég er að gera þama úti, fólk á íslandi hefur ekki séö verkin mín. Hér með bæti ég úr því.“ segir Nanna og bætir viö að hún hafi fengið styrki frá mörgu góðu fólki til þess að koma öllum verkunum heim með sem minnstum lika á svokaUaðar felumyndir sem hún vinnur en á þær setur hún eitt- hvað sem fólk átt- ar sig kannski ekki á en hefur mikið tilfinninga- legt gUdi fyrir hana. Þar má tU dæmis nefna tákn fyrir töluna þrjá en börn Nönnu eru þrjú og henni þyk- ir gott að hafa þau nálægt í listinni sem og í lífinu sjálfu. Hún segist líka hafa trú á þvi að listamenn eigi að mála beint frá hjartanu. Á sýningunni era verk frá ýms- um tímaskeiðum í lífi Nönnu sem listamanns. Hún segir að hún hafi vUjað sýna fólki þráðinn í verkunum, kynna sig fyrir þeim sem þekkja engin verk eftir hana. Henni þykir Perlan góður staður tU þess þar sem margir eigi þangað erindi og meiri líkur á því að almenningur skoði sýn- inguna heldur en ef hún væri sett upp í hefö- bundnu myndlistargaUeríi. „Mér fannst líka sniðugt að hafa málm og gler tU þess að vega upp á móti öUu því lífræna sem ég er að fást við i verkum mínum," segir Nanna Dýrunn að lokum. Sýningunni lýkur eftir helgi. Nanna Dýrunn myndlistarkona sýnir ásamt Mark Dickens í Perlunni. DV-mynd E.ÓI. tUkostnaði. Nanna heldur sýninguna með félaga sín- um Mark Dickens frá London. Hann er líka með myndir frá íslandi sem hann gerði eftir að hann heimsótti landið síðast en bæði era þau Nanna að fást við náttúrana í verkum sínum. Nanna segir verk Marks meira á „al- heimsnótunum“ en sjálf sé hún öU í „arfan- um og rótunum" sem henni finnist afar töfr- andi. Á sýningunni er mikið um náttúru- form en Nanna segir þó að eina og eina fígúra megi finna inni á milli. Hún minnist Haukur fær góða dóma Haukur Tómasson tónskáld fær frábæra dóma í nýjasta hefti tónlistartímaritsins BBC Music Magazine. Geisladiskur hans og Caput-hópsins, Fjórði söngur Guð- rúnar, er tU um- fjöllunar og gefur gagnrýnandinn HUary Finch hon- um fimm stjömur af fimm möguleg- um sem þýðir „ExceUent" eða frábært. Gagnrýn- andinn fagnar því að íslensk tónlist sé loksins farin heyrast í Evrópu, minnist á Jón Leifs og segir að Haukur sé einn af virt- ustu tónskáldum yngri kynslóðarinnar. Áfram með Sex í sveit Vegna fjölda áskorana heíjast sýningar á gamanleiknum Sex í sveit í Borgarleikhús- inu þann 12. september. Verkiö, sem er eftir Marc Comoletti, var sýnt í vor, sýningar urðu þá aUs 33 og sýningargestir 17.000. í kynningu segir að verkið sé „sprenghlægileg- ur gamanleikur sem hefur farið sigurför um heiminn og lagt London, París, Róm og Reykjavík að fótum sér.“ Þýðinguna gerði Gísli Rúnar Jónsson en hann leikur jafíiframt eitt aðalhlutverkanna ácamt M ........ Bimi Inga HUm- arssyni. Ellert A. Ingi- mund- arsyni, Eddu Björg- vins- dótt- ur, Rósu Guð- nýju porsdóttur og HaUdóru Geirharðs- dóttur. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. þjóðlagatónlist, bamatónlist og þungarokk, svo að eitthvað sé nefnt. Hann treður upp fyrir fuUorðna á laugardeginum og fyrir bömin á sunnudeginum. Hann syngur vænt- anlega bæði á grænlensku og dönsku. Svo er það þjóðlagagrúppan Draupner sem sigraði í Music Direkt í Svíþjóð en það eru nokkurs konar músíktilraunir þeirra Svía. Þetta era ungir strákar sem hafa haldið tón- leika víða um Norðurlönd. Þeir era svolítið rokkaðir en halda sig samt við þjóðlagahefð- ina en Svíamir sækja mjög mikið i þessar gömlu hefðir, jafnvel ungt fólk.“ Á sunnudaginn leikur fyrir bömin bamatónlistarhópurinn MukaraUa sem unn- ið hefur með tónlist fyrir böm sl. sjö ár. Ár- dís segir að það sé frábært að hlusta á hóp- inn jafhvel þó að maður skUji ekki neitt. Hljóðfæranotkun hans sé mjög skemmtUeg því að auk venjubundinna hljóðfæra sé leik- ið á sagir, mandólín og fieira. „Á sunnudeg- inum verðum við einnig með listræna sam- vinnu bama, fímm ára og eldri. Fólk frá Barnaakademíunni í Gautaborg kemur í heimsókn en það er með ákveðna hugmynda- „Síðast var hér stór- hátíð þegar húsið varð 25 ára og yfirleitt hefur verið haldið upp á af- mælið á fimm ára fresti. Það sem er frá- bragðið núna frá því sem áöur hefur verið er að það er opið hús. AUir tónlistarviðburð- frnir á laugardaginn era gjöf frá mennta- málaráðuneyti þess lands sem í hlut á. TU dæmis senda Norð- menn Sinnikku Lang- eland og bútanska þjóðlagasmiðinn Jigme Drukpa. Norska menntamálaráðuneyt- ið gefur Norræna hús- inu tónlist þeirra i af- mælisgjöf. Án afmælis- gjafanna hefðum við ekki átt nokkum mögvUeika á því að hafa dagskrána svona veglega." Þetta segir Árdís Sigurðardóttir, upplýsingafuUtrúi Nor- ræna hússins, en afmælishátíð hússins stendur aUa helgina og boðið verður upp á ýmsa listviðburði. Á laugardeginum verður meðal annars fjöldi tónleika en á sunnudeg- inum era það bömin sem era í öndvegi. Seinnipart sunnudags er svo lokuð hátíðar- dagskrá sem er einungis fyrir boðsgesti. „Sinnikke Langeland er rúmlega þrítug vísnasöngkona sem sækir efnivið sinn í gamlar hefðir Finna og spUar á borðhörpu sem er hljóðfæri sem leikið hefur verið á í þúsund ár í Finnlandi," segir Árdís. „Hún er mikið aö fást við manninn og náttúrana og hvemig það er að búa á jaðarsvæðum. Svo er þaö Jigme Drukpa sem kemur frá Bhutan en það land er hið eina í heimi sem hefur Ma- hayna búddismi sem ríkistrú. Hann hefúr verið búsettur í Noregi í fimm ár og er þar við tónlistamám. Drakpa spUar á hljóðfæri sem líka svipar tU langspUs og er mjög vin- sæU í Noregi. Tónlist Drakpas endurspeglar trúarskoöanir hans og er afskaplega róandi og faUeg. Grænlendingurinn Juaaka Lyberth er alæta á tónlist. Hann hefur samið og spilað VV'-'A' : Norræna húsið er þrítugt um þessar mundir. Um helgina verður þar mikið um dýröir. fræði sem byggist á þvi að „skapa saman". Börnum gefst því kostur á að koma og mála myndir sem verða 3x4 metrar á stærð en ekki eitt og eitt að kúldrast úti í homi heldur mála þau saman. Síðast en ekki síst má nefna sögutjaldið þar sem bömin sjálf segja sögur sem síðan eru skráðar niður.“ Árdis segir að starfsmenn Nor- ræna hússins séu tUbúnir í slag- inn og helgin verði áreiðanlega eftirminni- leg. Á laugardeginum verður svo gert smáhlé á tónlistarflutningnum og þá gefst fólki kost- ur á að flytja Norræna húsinu afmæliskveðj- ur, hvort sem er í töluðu orði eða sungnu, svona rétt tU þess að brjóta upp dag- skrána.“Svend Asmussens kvartett er svo rúsinan í pylsuendanum," segir Árdís. „Asmussens er frábær fiðlusnUlingur og sá listamaður af þessum hópi sem fólk þekkir best. Hann mun áreiðanlega trekkja mest að.“ Asmussen og Muk- aralla á afmælishátíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.