Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 Spurningin Hver er uppáhalds- kvikmyndin þín? Stefán H. Steingrímsson: Papillion. Vilborg Borgþórsdóttir: Lethal Weapon 4. Sandra Ólafsdóttir: Anastasia. Símon Ólafsson: Armageddon. Ólafur Mikaelsson: Armageddon. Sonja Ólafsdóttir: Titanic. Lesendur Heyra má ég biskups boðskap Jörmundur Ingi skrifar: Biskup hinnar íslensku þjóð- kirkju lýsti því yfir á Hólum um sl. helgi, að þjóðin stæði nú í fyrsta sinn í þúsund ár andspænis raun- verulegu vali milli kristni og heiðni. Ásatrúarmenn eru hér hjartanlega sammála biskupi. í fast að níu hundruð ár nutu íslendingar ekki trúfrelsis. í nær fimm hund- ruð ár voru íslendingar skikkaðir til kaþólsku og til lútersku í meira en þrjú hundruð ár. Þeir sem nálg- uðust um of hina fomu heiðríkju voru brenndir eða höggnir. Þá var ekkert val, en nú stendur íslensk þjóð i fyrsta sinn í þúsund ár and- spænis vali, raunverulegu vali milli kristni og heiðni, kristinna og heið- inna lífsviðhorfa. Eigum viö að halda áfram á þeirri braut sem við höfum fylgt svo sorglega lengi, eða taka upp aft- ur hinar fornu dyggðir; heiðarleika, umburðarlyndi, drenglyndi, hug- prýði og virðingu fyrir náttúrunni og öllu því sem lifir? Við stöndum frammi fyrir raunvemlegu vali og nú í fyrsta sinn í þúsund ár leyfist oss að velja. Við skulum ekki vera í nokkmm vafa um það hvort við viljum sjá varða veg bama okkar og niðja. Þegar kristnir menn og heiðnir gerðu sitt sögulega samkomulag árið 999 treystu menn sér ekki til að STAUPA STEINN VERNDARI HVALFJARÐARGANGA Skiljanlegt að forráðamenn Spalar leiti til hinna fornu vætta, segir m.a. í bréfinu. - Staupa-Steinn, verndarvættur Hvalfjarðar- ganga velja á milli kristni og heiðni en fóm þann milliveg sem hinn heiðni lögsögumaður lagði til, með þó nokkrum tilslökunum. - Það versta var þó að hið forna trúfrelsi var afnumið um leið og kirkjunni óx fiskur um hrygg. Ekki var þó allt jafh viturlegt í ræðu biskups. Álfasögur og trölla eru honum dýrmætur arfur úr viskubrunni genginna kynslóða, en um leið varar hann sterklega við þeim. Einnig varar hann landsmenn við landvættum. Hann segir okkur að íslensk þjóð hafi ver- ið vemduð og signd af guði og og englum hans í öllum þeim hörmungum sem yfir oss hafa gengið undanfarin þúsund ár. í ljósi þessa verður það enn skiljanlegra að forráðamenn Spalar leiti til hinna fornu vætta, til að halda vemdar- hendi yfir Hvalfjarðargöngun- um. Allt gerir þetta okkur svo auðveldara um vik í því vali sem biskup hvetur nú til. P.S. Samkvæmt mínum sögu- bókum em 942 ár síðan ísleifúr Gizurarson stofnaði kirkju í Skálaholti, ekki þúsund ár eins og biskup virðist halda. En hvað munar um einn kepp í sláturtíðinni? Stjórnarskrá Banda- ríkjanna meingölluð? Kristinn Sigurðsson skrifar: Forseti Bandaríkjanna hefur nú þurft að vitna í réttarsal um hvort hann hafi verið of vinsamlegur við starfsstúlku Hvíta hússins. Ofstæk- isfúllur lögmaður, Kenneth nokkur Starr, hefur ofsótt forseta Banda- ríkjanna og atað hann auri um nokkuma mánaða skeið. Hann og aðrir ógeðfelldir lögmenn þar vestra nota óvönduð meðul til að ofsækja borgarana. Stjómarskrá Bandaríkj- anna hlýtur (þrátt fyrir allt og allt) að vera meingölluð þegar í slíku lýðræðisríki sem Bandaríkin era kemur upp slíkur ófögnuður og með það að leiðarljósi að vekja upp óhug hjá þjóðinni. Ég vona að Bandaríkin, þetta mikla ríki, beri gæfu til að breyta stjómarskrá þannig að forsetinn sem og aðrir þegnar þeirra séu vemdaðir gegn gjömingaveðri því er varað hefúr að undanfömu. Er gagnagrunnur nauösynlegur? Nokkrir læknar hafa harðneitað að láta nokkur gögn af hendi um sjúklinga sína, segir m.a. í bréfinu. Konráð Friðflnnsson skrifar: íslensk erfðagreining er fyrirtæki sem hefur ratt sér til rúms hér á landi á furðu skömmum tíma. Fyr- irtækið hefur á milli 200 og 300 manns í vinnu og veltir milljörðum króna á ársgrandvelli. Starfssviðið eru rannsóknir margs konar er lúta að heilsu manna. - Efasemda er far- ið að gæta hjá almenningi. Er það í sjálfú sér skiljanlegt. Fólk almennt séð er ekki með það alveg á hreinu hvað þarna er á ferðinni. Töluvert hefur veriö rætt um það af talsmanni íslenskrar erfðagrein- ingar að gera þurfi gagnagrann fyr- ir íslensku þjóðina. En fyrst þurfi þó að fara fram umfangsmiklar rannsóknir á „genum“ manna og öðra álíka til að gera verkið heil- steypt, og þvi nauösynlegt að kom- ast yfir gögn sem heilbrigðisgeirinn geymir. Læknar, margir hverjir, hafa tek- ið fremur dræmt í þessa málaleitan. Sumir reyndar harðneitað að láta nokkur gögn af hendi um sjúklinga. Allt til þessa hafa spekingamir ein- vörðungu spjallað saman. Þeir hafa m.ö.o. ekki lagt efnið fyrir þann sem málið raunverulega snýst um. Ein- staklinginn í landinu. Vill hann láta rannsaka sig frá „A til Ö“, samkvæmt þeim sjúkra- skýrslum sem tilheyra honum? Efniviðurinn snýst nefnilega ekki einvörðungu um tölur í tölvu held- ur fólk sem gengur daglega um göt- ur borga og bæja. Og því þá ekki að spyrja fólkið persónulega þegar um jafn nærgöngul mál er að tefla? Mörgum sinnum á ári berast bæklingar inn um bréfalúgur lands- manna, þar sem verið er að auglýsa „nærbrækur og brjóstahöld". Aug- lýsendur nota þessa leið óspart til að kynna sína vöru. Hví ekki að senda inn á hvert heimili í landinu pésa þar sem menn eru spurðir beint út? Spum- ingin gæti hljóðað eitthvað á þessa leið: Vilt þú að ég (íslensk erfða- greining) kanni sjúkrasögu þína samkvæmt þeim gögnum sem til era um þig í heilbrigðisgeiranum, fyrir gagnagrann? Og á sama blaði á að gefa viðkomandi færi á að tjá sig um málið í fáum orðum, telji hann ástæðu til. Leyfum einstak- lingnum að vera með í allri ákvarð- anatöku í þessu umdeilda máli. JOV Barnaspítalinn stopp Guðbergur hringdi: Maður átti bágt með að trúa þeirri frétt sem nú er viða rædd að bygging nýs bamaspítala tefjiist nú um óákveðinn tíma vegna þess að enn eiga Reykjavíkurborg og ríkið eftir að semja um hvernig að flutningi á Hringbrautinni skuli staðið. Samt er löngu búið að ákveða hvernig færa eigi götuna niður fyrir hús Tannlæknadeildar Háskólans og áfram meðfram Öskjuhlíð aö neðan í átt að Hafn- arfjarðarleiðinni. Auövitað á aö ráðast í þessa framkvæmd strax og loka í leiðinni Reykjavíkurflug- velli, eins hættulegur og hann er með öryggismál á hælunum miðað við alþjóðlega staðla. Ég segi þvi: Upp með barnaspítalann og burt með flugvöllinn. Forseti rýfur friðinn Jón Pétursson hringdi: Ég las tvo leiðara sl. þriðjudag um ræðu forseta íslands. Annan í Mbl., hinn í DV. Ég var í raun sammála báöum þessum skrifum sem voru í tilefni ræðu forseta á nýafstaðinni hátíð á Hólum í Hjaltadal. En þar reifaði forseti ís- lands mál gagnagrunnsins sem senn verður til umfjöllunar á Al- þingi. Auðvitað ber forseta að forð- ast deilur. Gagnrýni forsetans var því röng á þessu stigi málsins. Annaö hvort á forseti landsins að geta verið þátttakandi í opinberri umræðu eða ekki. En þá er emb- ættið líka orðið annað og virkara en það er talið í dag. Forseti hefur áður rofiö friðinn. Það gerði síð- asti forseti er hann var í heimsók í Kína og hastaði á frjáls og sjálf- stæð samtök sem þar funduðu gegn mannréttindabrotum Kín- verja og fleiri þjóða. Nú er friður- inn rofinn á ný og nú af núverandi forseta. Hann verður að gera frek- ari grein fyrir sínum ummælum svo þjóðin viti hvort breytinga sé að vænta á hlutleysi embættisins. Gjaldtöku í Hval- fjarðargöngum senn hætt? Gunnar Sæm. hringdi: Hugmynd FÍB um kröfuna að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöng- um setur marga út af laginu. Suma vegna tilhlökkunar yfir því að þurfa hugsanlega ekki að greiða þarna gjald lengur, aðra vegna grans um að hér búi ef til vill bingó að baki ef svo má að orði komast. Kannski er þetta einmitt að undirlagi forráðamanna við göngin ef þeir telja að umferðin verði ekki sú sem vænst var. Og þá væri náttúrlega gráupplagt að þessi göng yrðu strax hluti af þjóð- vegakerfinu og ríkið sæi um að afla aðgangseyris vegna umferðar um göngin í einhverskonar bif- reiðagjöldum eða þungaskatti. Sannleikurinn er nefnilega sá að mjög margir aka enn fyrir Hval- fjörð, t.d. vörabílstjórar, og koma saman í kaffi á leiðinni og til að rabba saman, halda félagsskapn- um. En fróölegt verður að fylgjast með þróuninni við göngin. Rikisfangelsið og störfin þar Nokkrir vistmenn á Litla Hrauni skrifa: Við, vistmenn eða afbrotamenn á Hrauninu, eram alvarlega þenkj- andi vegna þess að fangaverðir og yfirmenn þessarar stofnunar era orðnir láglaunamenn. Og það boð- ar ekki gott. Við styðjum það að starfsmennirnir fái hærri laun og einhver hlunnindi, geti t.d. verið meira með fjölskyldu sinni. Meiri- hluti fangavarða er jú fjölskyldu- menn. Það þarf að taka á þessum launamálum og kjörum fanga- varða. Hugsum okkur nú ef skylli á verkfall fangavarða á næstunni. Þetta er alvarlegra en sýnist í fljótu bragði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.