Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 Fréttir Evrópsk ungmennatengsl styrkt af EB: Fjörutíu ungmenni frá fjórum Evrópulöndum í heimsókn DV.Vík: „Þetta eru alþjóðleg ungmenna- skipti sem byijuðu sem einkafram- tak hjá tveimur mönnum, Englend- ingi og Spánverja. Þeir komu því af stað og spurðu okkur hvort við vild- um vera með. Við vildum það nátt- úrlega og Ungmennasamband V- Skaftafellssýslu ákvað að vera sá að- ili sem yrði með í þessu fyrir ís- lands hönd,“ sagði Jóhanna B. Magnúsdóttir, ferðamálafulltrúi Skaftárhrepps og framkvæmdasijóri ungmennaskiptanna á ísiandi. Nú eru 40 ungmenni frá Englandi, Þýskalandi, Portúgal og Spáni í 10 daga heimsókn hér . Þetta verkefni er styrkt af ungu fólki í Evrópu og Evrópusamband- inu. Frá íslandi eru 8 ungmenni, 16-24 ára, búin að taka þátt í þessu verkefni í tvö ár og er heimsóknin til íslands lokaáfanginn í verkefn- inu. „Við byrjuðum heildarverkefhið í júlí 1996 þegar við fórum til Eng- lands. Þá vorum við búin að auglýsa eftir krökkum á þessum aldri sem hefðu áhuga á umhverfísmálum og landbúnaði. Við ákváðum að þeir sem væru i ungmennafélögum Skemmtun hópsins eitt kvöldið. DV-myndir Njörður gengu fyrir. Það sóttu 8 krakkar um þannig að við þurftum ekki að neita neinum, Fyrst var farið til Englands í júlí 1996 - til Portúgal í apríl '97 og til Þýskalands í ágúst '97 . Síðast til Spánar í apríl '98 og svo erum við núna að fá allan hópinn frá þessum 4 löndum til íslands," sagði Jó- hanna. Þeir krakkar sem íslendingamir hafa hitt erlendis eru komnir hing- að, Nokkrir nýir hafa þó bæst við. Sumir að hittast í fimmta skiptið Verkefnisstjóri í hverju landi byggir upp dagskrána sem fylgt er og þeir finna eitthvað sem er áhuga- vert á sviði verkefnisins, Jóhanna segir að þetta hafi gengið vonum framar og ekki sist á félagslega svið- inu. Þess var líka gætt að hafa ekki mjög langar dagleiðir til að þreyta ekki gestina um of. „Fyrstu nóttina gistum við í Hveragerði og skoðuðum Garð- yrkjuskólann og hverasvæðið. Á leið til Víkur fengum við fræðslu í Gunnarsholti og á Þorvaldseyri. Við höfum farið að Skógum og Dyrhólum - á sveitabæi í Mýrdal og Skaftárhreppi. Þá forum við til Jóhanna B. Magnúsdóttir verkefnisstjóri. Klausturs og í Skaftafell og þjóð- garðurinn er skoðaður,“ sagði Jó- hanna. í Reykjavík verður hópurinn í tvær nætur og þar verður haldinn blaðamannafundur. Ungt fólk í Evrópu er með skrif- stofú í Reykjavík. Þetta verkefni sem nú er að ljúka er langstærsta fjölþjóðlega verkefnið hingað sem styrkt hefur verið. -NH Vildi kynnast ís- lensku illviðri DV.Vík: „Ég hef tekið þátt í þessu verk- efni frá upphafi, 1996, og hef verið með í öll skiptin þegar hópurinn hefur hist,“ sagði Claudia Delgado, portúgölsk stúlka sem er stödd á íslandi vegna tengsla ungs fólks í Evrópu. Hún segist hafa aflað sér upplýsinga um ísland áður en hún kom. „Ég las og reyndi að verða mér úti um upplýsingar en það sem kom mér mest á óvart var lands- lagið sjálft. Það er gerólíkt því sem ég kem frá,. Ég var líka hissa á hve heitt er hér. Ég hélt að það væri miklu kaldara. Flestum portú- gölsku vinum mínum kom á óvart að sjá svarta sandinn ykkar, í Portúgal erum við vön að hafa hvítar sandbreiður en ég hef búið Claudia Delgado frá Portúgal. DV-mynd Njörður á eyju fyrir utan meginlandið. Þar eru eldfjöll svo ég hef séð svona lit- an sand áður. Eg er sú eina sem er ekki undrandi," sagði Claudia. Garðyrkjuskólinn í Hveragerði kom á óvart. „Að sjá þessar hita- heltisjurtir, sem verið er að rækta, sjá banana ræktaða á íslandi, það var gaman.“ Hún segir að verkefnið hafi ver- ið afar fræðandi. „Þetta er mitt eina tækifæri til að komast í kynni við fólk á mínum aldri í ólíkum löndum, ferðalög eru svo dýr að maður ferðast ekki mikið á eigin vegum. Þegar ferðast er á eigin vegum kemst maður ekki í svona gott samband við fólkið í löndun- xnn sem ferðast er til. Maður kynn- ist landi og þjóð mjög vel í svona hópi,“ sagði Claudia. -NH Frábært tækifæri DV.Vík: „Það er áhugavert að kynnast ólíkum landbúnaðaraðferðum i löndunum fimm. Hér á íslandi er þetta gerólíkt því sem ég er van- ur á Englandi, bæði búskapur- inn og einnig landslagið," sagði Sam Birks, enskur strákur sem er á ferð með evrópsku ung- mennunum. Hann sagði að það væri frábært tækifæri að kynn- ast krökkmn frá svona mörgum löndum og þeirri menningu og lifnaðarháttum sem þau byggju við. -NH Sam Birks frá Englandi. DV-mynd Njörður Ferðir erlendis 9* Miðvikudaginn 2. september mun aukablað um ferðir erlendis fylgja DV. Fram undan er skemmtilegur feröavetur meö spennandi möguleikum. í aukablaðinu verður fjallað almennt um þærferðir sem ferðaskrifstofur bjóða íslendingum á næstunni. Umsjón efnis: Margrét Einarsdóttir í síma 550 5000 Umsjón auglýsinga hefur Sigurður Hannesson í síma 550 5728 Auglýsendur, athugið! Síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 27. ágúst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.