Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 Fréttir n Að sögn Magnúsar Sædals Svavarssonar, byggingarfulltrúa Reykjavíkur, er borgin orðin uppiskroppa með land í Grafarvogi og uppbygging í íbúðarhúsnæði mun nú beinast að Grafarholti. Þrátt fyrir það eru nú byggðar fleiri íbúð- ir í Kópavogi en Reykjavík. DV-mynd S Uppsveiíla í byggingarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu: Kópavogur springur út - Reykjavík stækkar örar en rólegheit á landsbyggðinni „Það hefur orðið alger sprenging síðustu tvö árin í byggingarstarf- semi innan Kópavogs," segir Gísli Nordal, byggingarfulltrúi Kópavogs- bæjar. Uppbygginguna þakkar Gísli m.a. mjög góðu byggingarlandi í Kópavogi, staðsetningu þess og lóða- framboði. „Svo er stjómkerfi Kópa- vogs afar sveigjanlegt, lipurt og nú- tímalegt og hefur mjög góða eigin- leika til að mæta snöggum breyting- um. Bæjarskipulagið hefur fallið í sérstaklega góðan jarðveg sem er ekki algengt á íslandi," segir Gísli. Samkvæmt skýrslu sem Reykja- víkurborg vinnur að um þessar mundir var á árinu 1997 hafin bygg- ing á fleiri íbúðum í Reykjavík en nokkru sinni áður síðustu sjö ár á undan. „Það er greinilegt að verulegur uppgangur er í byggingariðnaði," segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborg- ar, varðandi mikla fjölgun á nýjum íbúðum í borginni. Að sögn Magnúsar skýrist það af þvi að byggingariðnaðurinn er að koma upp úr kreppu og var botnin- um náð árið 1995. Segir hann enn fremur byggingariðnaðinn vera á uppleið um þessar mundir og að ekkert bendi til þess að uppgangin- um sloti. Nú er svo komið að Grafarvogur er fullnýttur sem íbúðabyggingar- svæði og segir Magnús upphaf íbúðabygginga við Grafarholt vera 1 deiglunni. Ástæður núverandi uppgangs í íbúðabyggingu telur Magnús m.a. vera eðlilega fjölgun og enn fremur þann mikla brottflutning sem orðið hefur frá landsbyggðinni til borgar- innar. En að sögn Magnúsar er það ekki einungis Reykjavík sem tekur við fólksfjölguninni. „Við verðum líka að horfa til þess að það hefur verið mjög öflug byggingarstarfsemi í Kópavogi. Ekkert byggðarlag á höfuðborgar- svæðinu hefur verið með eins mik- inn fjölda íbúða í byggingu," segir Magnús. Enginn uppgjafartónn í okk- ur Landsbyggðin fer þó enn varhluta af uppganginum. í ísafjarðarbæ hafa verið reistar þrjár fokheldar byggingar á þessu ári, þó engin þeirra í Skutulsfirði. Að sögn Stef- áns Brynjólfssonar, byggingarfull- trúa ísaijarðarbæjar, má þar mest- megnis kenna um skorti á bygging- arlandi sem útskýrist af útbreiddri snjóflóðahættu. Á Egilsstöðum hefur byggingar- starfsemi staðið í stað síðustu þrjú árin en frá árinu 1989 til 1995 dróst hún töluvert saman. „Byggingarum- svif hér voru lengi vel yfir meðaltali á landsbyggðinni en upp á síðkastið hefur þetta verið að réttast af. Á meðan ekkert gerist sem kallar á þenslu breytist lítið. Þó eru ákveðin áform um stórframkvæmdir í ná- grenninu og menn telja að það muni hafa áhrif hér. En við erum ekki fallnir í neitt volæði og það er alls enginn uppgjafartónn í okkur,“ seg- ir Björn Hafþór Guðmundsson, bæj- arstjóri Egilsstaða. Salatostur • Létt-Brie Kastali Bónda-Brie • Gráðaostur Feta með tómötum og ólífum Gouda 11% • Dala-Brie Óðalsostur • Gouda 17% Maribo Gouda 26% Stóri Dímon • Feta í kryddolíu Lúxusyrja • Dala-yrja Camembert Hvítlauksbrie Salaíostur erðra íbúða - íbúðir í Kópavogi - '95 '96 '97 í salatið! Kitlaðu bragðlaukana! Ferskt, nýsprottið salat með grænmeti og osti er endurnærandi sumarmáltíð sem þú setur saman á augabragði. Taktu lífinu létt í sumar - og njóttu þess í botn! Ostnr í allt sumar Nykaup ÍSLENSKIR /ffl OSTAR í AlLT SuMaR www.ostur.is PV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.