Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 15 Viðskiptaséní á þingi „Það er ekkert sem segir aö einstakir aöilar veröi aö eiga tugi prósenta til aö tryggja þaö sem nefnt er kjölfesta". Slík kjölfesta" er t.d. ekki í íslands- banka hf. en gengur rekstur hans þó prýöilega." Vafalaust þykir mönnum það tilviljun að ýmis hneykslismál hafa skotið upp kollin- um innan ríkisbank- anna að undanfomu. Laxveiði, utanlands- ferðir, veisluhöld, íbúð- ir í erlendum stórborg- um, umdeild veð í stjómmálaflokkum vegna flokksblaða o.s.frv. En er það tilvilj- un að þessi mál koma upp nú þegar ákveðið hefur verið að einka- væða bankana? Nú sjá ýmsir fram á að geta ekki lengur makað krókinn lengur og sjálf- sagt að standa upp og benda á það sem miður hefur farið í rekstri bankanna undanfama áratugi. Jafnvel Jó- hanna Sigurðardóftir, sá ráðherra og þingmaður sem hvað ötulast hefur varið ríkisbankakerfið, sló sig til riddara með því að gagn- rýna þetta sama kerfi og hún hef- ur staðið vörð um ámm saman. Vitranir um samruna Þótt ákveðið hafi verið að selja ríkisbankana er ekki þar með sagt að pólítíkusamir séu hættir að skipta sér af þeim. Nú hafa æði margir þeima miklar meiningar um hvaða banka beri að sameina. Er engu líkara en að allir helstu sérfræðingar landsins um sam- mna fyrirtækja hafi fyrir tilviljun verið kosnir á þing í síðustu kosn- ingum. Halldór Ásgrímsson vill sameina þessa banka, Finnur hina, Guðni Ágústson enn aðra að ógleymdum Steingrími Sigfússyni sem einnig hefur fengið vitran um hvaða sameining sé best fyrir íslenskt viðskiptalif. Það segir sig sjálft að ef allir okkar bestu menn í banka- rekstri eru á Al- þingi verða lands- menn að sameinast um að fella þessi viðskiptaséní út af þingi í næstu kosn- ingum. Viðskiptalíf- ið getur vart án þeirra verið! Aliir fái tækifæri Einkavæðing bank- anna verður um- fangsmesta einka- væðingin sem fram hefur farið. Flestar einkavæðingar hingað til hafa verið gagnrýndar fyrir að verið sé að afhenda ákveðnum að- ilum fyrirtækin á silfurfati. Þeir sem hafa haldið þessu fram hafa þó ekki nefht nema eins og eitt dæmi máli sínu til stuðnings. Engu að síður er ástæðulaust til að gefa þeim minnsta færi á að slengja þessu fram. Við einkavæð- ingu bankanna á að gefa öllum tækifæri til að eignast hlut. Það er ekkert sem segir að einstakir aðil- ar verði að eiga tugi prósenta til að tryggja það sem nefnt er „kjölfesta". Slik „kjölfesta" er til dæmis ekki í ís- landsbanka hf. en gengur rekst- ur hans þó prýði- lega um þessar mundir. Sömu gagn- rýnendur hafa jafnvel notað það gegn einkavæðingunni að rekstur fyrirtækjanna batnaöi og þau fóm að skila hagnaði! Er það þó jafnan talið einn meginkostur einkavæð- ingar að rekstur fyrirtækjanna batnar og skattgreiðendur þurfi ekki lengur að ala önn fyrir jpeim. Rikisbankamir hafa til dæmis ekki verpt neinum gulleggjum fyr- ir ríkið. Þvert á móti. Skemmst er að minnast 4 milljarða ríkisstyrks til Landsbankans. Ekki er mikið lengra síðan Útvegsbankinn kost- aði skattgreiðendur sitt. Úr pólitísku skömmtunarkerfi Margar aðferðir koma til greina við einkavæðinguna. Það mætti gefa landsmönnum lítinn hlut og gefa þeim kost á að kaupa annan hlut. Eða gefa mönnum kost á kaupum á vægu verði. Ríkisstjórn- in hefur einstakt tækifæri til að gefa landsmönnum ölium tækifæri til þátttöku í viðskiptalífmu. Ef það tækifæri er vel nýtt tökum við stórt stökk úr pólitísku skömmt- unarkerfi yfir í einkarekin al- menningshlutafélög. Glúmur Jón Bjömsson Kjallarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræöingur „Þaö segir sig sjálft að ef allir okkar bestu menn i bankarekstri eru á Alþingi verða landsmenn að sameinast um að fella þessi við- skiptaséní út af þingi i næstu kosningum. Viðskiptalífið getur vart án þeirra verið.“ Þjóðkirkja og trúfrelsi Að undanfómu hefur nokkur umræða verið uppi um samband ríkis og kirkju á síðum Morgun- blaðsins og er það vel. Upphaf málsins er grein Hjálm- ars Ámasonar alþingismanns (26. júlí 1998) þar sem hann spyr hvort þjóðkirkjuskipan á borð við þá sem hér ríkir samræmist nútíma lýðræði, jafhréttishugsjónum og trúfrelsi. Tilefnið er skýrslu sem unnin hefur verið á vegum Evr- ópuráðsins um tengsl trúarbragða og stjómmála og stefnt er gegn kynþáttahatri og fordómum. Mismunun trúfélaga Það er ljóst að ákvæði stjórnar- skrárinnar um að hér á landi skuli evangelísk-lúthersk kirkja vera þjóðkirkja felur í sér mismunun trúfélaga. Þar er þó einvörðungu um sk. jákvæða mismunun að ræða þar sem ekki er tekin afstaða gegn öðrum trúhópum eins og Hjálmar Ámason bendir á. í framhaldi af grein hans væri þó vert að ræða af fullri alvöra hvort sú útfærsla sem þjóðkirkju- fyrirkomulagið fær í nýjum lögum um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar feli á einhvern hátt í sér neikvæða mismunun trúhópa eða geti leitt til slíkrar mismununar. Þá þarf og að greina hvort þær að- stæður sem hér ríkja réttlæti ekki enn sem komið er þá mis- munun sem í þjóðkirkjuskip- aninni felst. Áhorfsmál Víða í Evrópu háttar svo til að trúarbrögð ásamt þjóðerni hafa skipað íbúum einstakra landa og ríkja í fylkingar sem tek- ist hefur misjafnlega að búa sam- an í sátt og samlyndi. Má í því sambandi nefna lönd á Baikanskaga enda er líklegt að ástand mála þar sé ekki síst tilefni þeirrar umræðu sem oröið hefur í Evrópuráðinu. Hér á landi era að- stæður hins vegar allt aðrar. Hér hefur aðild alls þorra þjóðarinn- ar að sömu kirkju- deild - fyrst þeirri rómversku og síðar hinni lúthersku - þjónað sem sterkt sameiningarafl í 1000 ár. Þessu hlutverki gegnir þjóðkirkjan í stóram dráttum enn þrátt fyrir starf ým- issa annarra trúfé- laga síðustu 100 árin og vaxandi fjölda ný- búa í allra síðustu árum. Af þessum sökum væri miður ef við á gagnrýnislausan hátt semdum okkur að annars brýnni stefnu- mörkun Evrópuráðsins í fyrr- greindu efni. Væri þá raunar áhorfsmál hvort pólitík væri ekki tekin að hafa óæskileg áhrif á trú- ariðkun en einmitt við slíku vill Evrópráðið sporna. Talsmaöur „hins minnsta bróður“ Með þessu er ekki sagt að á ís- landi ríki bestu hugsanlegu að- stæður í trúarefnum. Að vísu munu vandfundin stjómarskrár- eða lagaákvæði sem hefta trúfrelsi. Allt um það er víst að skammt er í trúarlega fordóma okkar á með- al og hætt er við að mörgum sem tilheyra minnihlutahópum finnist að trúariðkun sinni þrengt. Hér er þó ekki við þjóðkirkjuskipanina að sakast heldur ligg- ur skýringin fremur í því hversu einsleitt íslenska samfélagið er í menningarefnum og hversu átakalítil trúarsaga okkar er. Fyrir þetta ber vissulega að þakka. Þessar aðstæður hafa hlíft okkur við þjáningum sem ýmsar aðrar þjóðir hafa orðið að líða. Á hinn bóginn leggja þær okkur þá skyld- ur á herðar að vaka yfir því að hér ríki ekki aðeins trúfrelsi í orði heldur einnig i raun. í þeim efnum verður þjóðkirkjan að fara í farar- broddi. Með því að gerast talsmaður „hins minnsta bróður" gerir hún á engan hátt lítið úr eigin trú og játningu heldur rækir þvert á móti köllun sina. Hjalti Hugason „Hér á landi eru aðstæður hins vegar allt aðrar. Hér hefur aðild alls þorra þjóðarinnar að sömu kirkjudeild - fyrst þeirri róm- versku og síðar hinni lúthersku - þjónað sem sterkt sameiningarafí í 1000 ár.u Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor Með og á móti Vegur Staupasteinn að kristní? Ekki hugsað sem árás „Það kom skýrt fram hjá okk- ur fyrir langalöngu að þegar byrj- að var á að setja Staupastein í merki Spalar var það ekki á neinn hátt hugsað sem einhver árás eða andstaða við kirkjuna heldur miklu frekar í þeim anda sem snýr að hinni al- mennu þjóðtrú og þjóðsögum. Það er svo margt í umhverfi okkar sem tengist þessum þjóö- sögum og ýmiss konar þjóðtrú þannig að við teljum að þetta eigi ekki að þurfa að raska ró eins eða neins. Okkur finnst nög komið. Okk- ur finnst menn vera að gera okk- ur og fyrirtækinu upp skoðanh- sem eiga ekki við nein rök að styðjast, enda er kirkjan og kristnin miklu sterkari en svo að hún þurfi að hafa áhyggjur af þessu litla merki sem Spölur hef- ur notað. Kirkjan ætti að halda áfram sínu öfluga starfi á sviði mannúð- ar en ekki gera of mikið úr svona smáatriðum." Gísli Gislason, stjórnarformaöur Spalar. Til skammar „Vemdari þessara Hvalfjarðar- ganga er tekinn úr forneskju og hjátrú fólks og heima í kristnu þjóðfélagi. Þetta er lítilsvirðing við guðstrú í landinu. Maður skyldi ætla að þeir sem að þessu standa væru kristinn- ar trúar, a.m.k. upp að ein- hverju marki, þetta era menn sem era skírðir og fermdir og ættu að bera virð- ingu fyrir trú sinni. Þeir hafa lof- að því að gera Jesú Krist að leið- toga lífs síns en velja siðan Staupastein i staðinn þegar reynir á. Þetta er til háborinnar skamm- ar, bæði fyrir land og lýð. Þessi litilsvirðing við kristni og þetta spark í guðstrúna í land- inu þurfa menn að taka til baka, beygja sig auðmjúkir og biðjast fyrirgefningar og formlega leggja þetta mannvirki í hendur Guðs. Mannvirkið er stórbrotið og við trúum að það sé til blessunar fyr- ir land og lýð til lengdar. Þarna viljum við ekki sjá verða skaða eða óhöpp eða þá að myrku öflin náu þar fram sínum vilja. Til þess að svo sé þarf blessun Guðs að hvíla yfir. Með einfaldri bæn gerist slíkt. Það hefur verið til siðs i landi okkar um langan ald- ur að þegar mannvirki af þessari stærðargráðu era tekin til notk- unar þá biðja menn Guðs bless- unar. Þegar það var byggt hvíldi Guðs blessun yfir, þetta gekk af- skaplega vel og mér skilst að óhöpp hafi verið í algeru lág- marki. En síðan á Staupasteinn að taka við og blessa en ég held að hann ráði ekki við að veita þá blessun sem þarf. -jtr það á alls ekki Gunnar Þorsfelnsson, forstö&umaöur Krosslns. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.