Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar Jjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kostur á uppstokkun Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfis- ráðherra hefur tekið þá ákvörðun að hætta í stjórnmál- um. Það kemur ekki á óvart enda hefur lengið gengið sá orðrómur að hann hugsaði sér til hreyfings. Þegar á síð- asta ári þóttust menn sjá það fyrir að breytingar yrðu á ríkisstjórninni, með brotthvarfi Friðriks Sophussonar íjármálaráðherra og Guðmundar Bjarnasonar. Ráðherra sem láta af störfum bíða gjarnan feit emb- ætti. Þá þýðir lítið fyrir aðra að sækja um störfin. Svo var það í tilfelli Friðriks Sophussonar. Allir virtust vita það, nema ráðherrann þáverandi, að forstjóra- staða í Landsvirkjun biði. Það var enda svo að starfið var ekki einu sinni auglýst. Stjórnarformaður stofnun- arinnar viðurkenndi að hræsni hefði verið að gera það. Starfinu var löngu úthlutað. Guðmundur Bjarnason sótti aftur á móti um starf forstjóra hins nýja íbúðalánasjóðs ásamt fjölda ann- arra. Aðrir umsækjendur urðu að una því að eiga ekki möguleika. Ráðherrann gekk fyrir. Val stjórnar íbúðalánasjóðs í gærmorgun var aðeins formsatriði. Það eru leikreglur sem þróast hafa í skjóli valdsins og ekkert fær breytt. Friðrik Sophusson og Guðmundur Bjarnason eru nýjustu dæmin um þetta fyrirkomulag. Aðrir stjóm- málamenn í svipaðri stöðu fá eða hafa fengið, sendi- herraembætti, bankastjórastöður eða önnur feit emb- ætti sem til úthlutunar eru á vegum ríkisins. Aðrir umsækjendur eru fýrirfram útilokaðir. Menn sem lengi hafa setið á þingi og í ríkisstjórn hafa auðvitað öðlast dýrmæta starfsreynslu og ráð- herrar ekki síst stjórnunarreynslu. Þeir kunna því að vera heppilegir í fyrrgreind stjórnunarstörf. Það er þó ekki gefið í öllum tilvikum og fráleitt að þessi ákveðni starfsferill útiloki möguleika annarra sem eftir störf- unum sækjast. Brotthvarfi ráðherra úr ríkisstjórn fylgja hræringar. Aðrir þingmenn viðkomandi stjórnarflokks sækjast að vonum eftir vegtyllunum. Svo mun verða nú. Þingflokk- ur Framsóknarflokksins velur arftaka Guðmundar Bjamasonar formlega en Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, ræður því hver hreppir hnossið. Þingflokkur- inn fer að vilja hans. Þar sem stutt er eftir af kjörtíma- bilinu, þingkosningar verða næsta vor, kemur einnig til greina að skipan nýs ráðherra verði frestað. Þá skiptust ráðherraembætti Guðmundar Bjarnasonar á þá sem þegar gegna ráðherraembættum fyrir flokkinn. Það er val Framsóknarflokksins hvor leiðin verður farin. Brotthvarf Guðmundar úr ríkisstjórninni gefur mönnum þó tækifæri til þess að stokka upp. Það tæki- færi ætti að nýta. Ráðherraembætti þau sem Guð- mundur gegnir, landbúnaðar- og umhverfis, em afar ólík. Þar er hætta á hagsmunaárekstrum. Það má aug- ljóst vera að erfitt er fyrir sama manninn að takast á við þau verkefni. Nefnd hafa verið dæmi um slíkt og hið nýjasta er umdeild leyfisveiting umhverfisráð- herra að heimila æðarbændum notkun svefnlyfs í bar- áttu gegn vargi í varpi æðarbænda. Verkefni umhverf- isráðuneytisins verða æ þýðingarmeiri en hagsmunir þess hafa orðið að víkja í skiptum við gróin atvinnu- málaráðuneyti. Skipti flokkurinn ráðherraembættunum á þá sem fyr- ir eru er málið leyst. Komi inn nýr ráðherra þá mánuði sem eftir eru til kosninga gefst ríkisstjórninni kostur á að losna frá svo vandræðalegri ráðuneytaskipan. Jónas Haraldsson Æ fleiri láta nú til sín taka landi og náttúru til varnar og vekja á nýstárlegan hátt til umhugsunar um hernaðinn gegn landinu. - Efnt var til Ijóöalesturs á Austurvelli. Hjalti Rögnvaldsson leikari. ímynd lands í húfi valda, og sú athygli get- ur reynst veganesti í baráttuna gegn skemmdarverkum á hálendinu noröaustan- lands. Þar er næsti átakapunktur og þang- að beina nú margir sjðnum. Þar er mikið í húfi. Ekki aðeins þetta óviðjafnanlega svæði, heldur ímynd landsins í heild, sú ímynd ósnortinnar náttúru, sem flestir viija að landið okkar hafi. Við getum ekki bæði haldið og sleppt. Bormenn ókyrrast Víst er við ramman „Staðreyndin er sú að hernaður bormanna gegn landinu er að spilla möguleikum okkar til at- vlnnu og framþróunar, sem byggist á því sem við höfum - ennþá - sérstakt umfram flestar aðrar þjóðir....u Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalista Vel var til fundið hjá forseta lands vors að krossa Ómar Ragnarsson fyrir hans mikil- væga framlag til aukins skilnings á undrum og dýrmæti íslenskrar náttúru. Þar komast fáir með tærnar sem Ómar hefur hælana, enda ekki margir sem geta sameinað kosti og nýtingu lít- illar flugvélar, myndavélar og frá- sagnarhæfíleika og fengið útrás fyrir allt saman í sterkasta fjölmiðli landsins. Skilaboðin hitta i mark. Myndir hans af því ósnortna víðerni við Hágöng- ur, sem nýlega var sökkt á örfáum dög- um, náðu athygli miklu fleiri en að- vörunarorð og greinaskrif margra annarra. Ljóö gegn hernaöi Æ fleiri láta nú til sín taka landi og náttúru til varnar og vekja á ný- stárlegan hátt til umhugsunar um hemaðinn gegn landinu. Það er vel og þannig þarf áfram að halda. Skemmst er að minnast að- gerða Guðmundar P. Ólafssonar, þegar verið var að sökkva hvera- svæðinu við Hágöngur, svo og ljóðalesturs Elísabetar Jökulsdótt- ur og Hjalta Rögnvaldssonar á Austurvelli af sama tilefni. Vissulega gátu slík mótmæli ekki bjargað þessu tiltekna land- svæði. Þau vöktu hins vegar ræki- lega athygli á afleiðingum stór- iðju- og virkjanastefnu stjóm- reip að draga, þar sem er fram- kvæmda- og peningaveldi Lands- virkjunar, dyggilega stutt af stjómvöldum hverju sinni. Þau hafa verið hæg heimatökin hjá slíku veldi með þvílíkan bakhjarl að fara sínu fram, bylta um landi og kaffæra í krafti verkfræðilegra og fjárhagslegra útreikninga, sem hafa því miður sannfært margan um að allt þetta væri víst óhjá- kvæmilegt, ef íslendingar ættu ekki að lokast aftur inni í moldar- kofum með hor í nös. Tilfínninga- leg rök mega sín lítils i slíku sam- hengi. Nú má þó búast við, að bor- mönnum íslands sé orðið nokkuð órótt, því nú er ekki lengur aðeins við fámennt lopapeysulandvamar- lið að etja. Hópur andmælenda stækkar ört, og hann fylla lista- menn, vísindamenn og hagspek- ingar og allt þar á milli, enda svo sannarlega líka veigamikil at- vinnu- og efnahagsleg rök gegn þessum ósköpum. Við þvi verða bormenn að bregðast, þótt þeir telji sig geta afgreitt náttúravemd- ina léttilega. 35-40 milljaröa tap! í 30. tbl. Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál, er athyglisverð grein eftir Sigurð Jó- hannesson hagfræðing, sem er i raun andsvar við skýrslu Páls Harðarsonar (fyrir Landsvirkjun) um mat á þjóðhagslegum áhrifum stóriðju á íslandi 1966-1997. Páll telur, að landsmenn hafi hagnast um 92 milljarða króna á stóriðju á þessu árabili. Sigurður kemst bins vegar að þeirri niðurstöðu, að landsmenn hafi tapað 35-40 millj- örðum á því dæmi. Ástæðan er auðvitað mismun- andi forsendur, m.a. varðandi vaxtastig, en einnig í þvi að í skýrslu Páls er reiknað með hreinum launaávinningi og við- bótartekjum í efnahagslægðum á þeim forsendum að ekkert hefði verið aðhafst að öðram kosti! Þá koma glöggt fram mismunandi viðhorf til kostnaðar vegna meng- unar og landspjalla. Athyglisverð skoðanaskipti, sem fólk þarf að kynna sér. Staðreyndin er sú aö hemaður bormanna gegn landinu er að spilla möguleikum okkar til at- vinnu og framþróunar, sem bygg- ist á því sem við höfum - ennþá - sérstakt umfram flestar aðrar þjóðir, þ.e. óbeislaða náttúru, ótrú- legar víðáttur, óvenjulegt lands- lag, ósnortin víðerni. í þessu felast sérstaðan og möguleikarnir. Kristín Halldórsdóttir Skoðanir annarra Raungreinakennsla - undarleg skammsýni „Raungreinakennsla hefur verið vanrækt í ís- lenska skólakerfmu. Þess hafa sést merki í bágri stöði íslenskra nemenda í alþjóðlegum könnunum á raungreinaþekkingu og nú í skorti á fólki með há- skólamenntun í raunvísindum...Þaö er undarleg skammsýni af þessari þjóð að halda að hún hafi efni á að yrkja ekki áhuga og getu ungs fólks til þess að stunda vísindi...Kennarar á öllum stigum skólakerf- isins era láglaunastétt og of litlu fé er varið til grunnrannsókna og rekstrar æðri menntastofnana. Hvenær skyldu íslendingar leiðrétta þessar augljósu tímaskekkjur?" Úr forystugrein Mbl. 20. ágúst. Bílprófsaldur upp „Formaður Ökukennarafélags íslands telur vel koma til álita að hækka bílprófsaldur um eitt ár. Hann vísar til þess að tæknileg þekking og líkamleg hæfni til að aka bíl fari ekki saman við „samfélags- lega ábyrgðartilfinningu" margra ungra ökumanna. Víða í löndum sem við berum okkur saman við er bílprófsaldur hærri en hér á landi. Tölfræðin sýnir að hlutfall óhappa og slysa í umferðinni hækkar eft- ir því sem ökumenn era yngri. Hvaða rök era þá fyr- ir því að færa aldurinn EKKI upp?“ Stefán Jón Hafstein, í Degi 19. ágúst. Leiguliðarnir lifa samt „Frjálsverslunarmennirnir á Vísbendingu eru svo staurblindir að þeir sjá ekki einu sinni að stór hluti útgerðarinnar borgar nú þegar sægreifunum mjög háan auðlindaskatt og dafnar þó...Auðlindaskattur sægreifanna á leiguliðana nemur sem svarar meira en 30 milljarða króna veiðigjaldi á fullar þorskveiðar eða a.m.k. 50 milljarða króna veiðigjaldi á útgerðina. Leiguliðamir lifa samt því þeir era þeir hæfustu og þeir eiga að fá að lifa og dafna so íslenska þjóðin auðgist. Öðru máli gegnir um þau fyrirtæki sem út- tekt Vísbendingar beinist að og ekkert græða þótt þau fái kvótann gefins. Þau afla íslandi ekki neins.“ Einar Júlíusson, í Mbl. 20, ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.