Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 29 Edda Erlendsdóttir og Sigrún Eö- valdsdóttir eru meöal úrvals tón- listarmanna sem leika á Kirkju- bæjarklaustri um helgina. Kammertónlist á Klaustri Hinir árlegu kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri hefjast í dag. Það er Edda Erlendsdóttir pí- anóleikari sem að venju er list- rænn stjórnandi tónleikanna, en með henni eru Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, sópran, Selma Guð- mundsdóttir, píanó, Sigrún Eð- valdsdóttir, fiðla, Sigurlaug Eð- valdsdóttir, fiðla, Helga Þórarins- dóttir, víóla, og Richard Talkov- sky, selló. Tónleikar Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld kl. 21, þá verður flutt dúó fyrir fiðlu og víólu eftir Mozart, fimm ljóð eftir Hugo Wolf, sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Janacek og Ameríski strengjakvartettinn eftir Dvorák. Á laugardagskvöld kl. 21 verður meðal annars flutt píanótríó eftir Schubert, slavneskir dansar fyrir fiðlu og píanó eftir Dvorák og sex ljóðasöngvar eftir Rachmaninoff. Á sunnudagstónleikunum, sem hefjast kl. 17, verða meðal annars fjórir ljóðasöngvar eftir Pál ísólfs- son og fjórir ljóðasöngvar eftir Karl 0. Runólfsson, þá verður sónata fyrir selló og píanó eftir Debussy og þeim tónleikum lýkur með pí- anókvintett eftir César Franck. Erró fyrir framan verk sín. Konur um konur Á sunnudaginn lýkur sýningu á verkum Errós sem opnuð var á Listahátíð í maí og ber yfirskriftina Konur. Sýningin er í ófullgerðu hús- næði Listasafns Reykjavíkur í Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu. Um leið og sýningin er skoðuð gefst borgar- búum tækifæri til að skoða framtíð- ar höfuðstöðvar safnsins en það verður opnað í endanlegri mynd árið 2000 þegar Reykjavík verður ein af menningarhöfuðborgum Evrópu. í tilefni menningarnætur aðfaranótt sunnudags verður safiiið opið til kl. 24 og verður umfiöllun um sýning- una undir yfirskriftinni Konur um konur. Munu Kolbrún Bergþórsdótt- ir og Rósa Ingólfsdóttir skoða sýn- inguna með sýningargestum og ræða um kvenímyndirnar sem birtast í verkunum. Kl. 22 flytur Andrea Gylfadóttir nokkur lög í boði Reykja- víkurhafnar og kl. 23 fremur mynd- listarmaðurinn Sara Björnsdóttir gjöminginn: Konur eru líka menn og aliir menn eru hinsegin. Sýningar Listasafh Reykjavíkur mun einnig á morgun kl. 15.30 standa fyrir göngu sem hefst við Hallgrímskirkju. Geng- ið verður um Skólavörðuholt og byggingar Guðjóns Samúelssonar skoðaðar. Göngunni lýkur með því að skoðaðar verða nokkrar teikninga Guðjóns sem settar hafa verið á sýn- ingu í Hallgrímskirkju. Nú fer hver að verða síðastur að komast á tónleika með Sálinni þetta sumarið því aðeins eru þrjár helgar eftir. Á fóstudagskvöldið leikur Sál- in að Borg í Grimsnesi en þetta eru fyrstu og einu 16 ára tónleikar Sál- arinnar fyrir austan fiall í sumar. Með í Grímsnesinu verður hljóm- sveitin Ofl. frá Selfossi sem hefur getið sér gott orð á Suðurlandi í Skemmtanir sumar. Einnig verður hinn efnilegi „DJ Rokkbitsj" með í for. Sætaferð- Sálin hans Jóns míns veröur á landsbyggöinni um helgina. ir verða frá Select Vesturlandsvegi kl. 22. Einnig verða sætaferðir frá öllum þéttbýlisstöðum á Suður- landi. Á laugardagskvöld verður sveitin í Stapanum í Njarðvík. Þar verður einnig mikið um dýrðir því til stendur að hljóðrita þá tónleika með útgáfu í huga. Stuðmenn á Hótel Sýrlandi Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, hefur gert víðreist að undanförnu og nú um helgina gefst íbúum á höfuðborgarsvæð- inu kostur á að sjá og heyra hljómsveitina ásamt völdum gestasöngvurum og skemmti- kröftum á Hótel Sýrlandi. For- sala aðgöngumiða er í gangi á Hótel Sýrlandi, sem flestir munu kannast betur við sem Broadway á Hótel íslandi. Meðal þeirra sem koma fram með Stuðmönn- um eru Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal, íslenska fiallkonan, rappsveit og breakdansari. Dag- skráin hefst kl. 23 og Stuðmenn mæta á sviðið kl. 24. Sálin í Grímsnesi og í Stapanum Veðrið í dag Skýjað að mestu Næsta sólarhring verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað verður að mestu og smáskúrir um allt land fram eftir morgni. Léttskýj- að verður á Vesturlandi en annars lítils háttar skúrir síðdegis. í nótt verður hæg vestanátt og léttskýjað. Hiti verður 10 til 16 stig, mildast á Suðurlandi, en 4 til 9 stig í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt, skýjað að mestu og smáskúrir fram eftir morgni en síðan norðvestangola og léttskýjað. í dag verður hiti 10 til 14 stig en 7 til 11 stig í nótt. Sólarlag í Reykjavík:23.08 Sólarupprás á morgun:04.01 Síðdegisflóð í Reykjavlk:16.57 Árdegisflóð á morgun:05.23 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri súld 9 Akurnes skýjaö 7 Bergsstaðir alskýjaö 7 Bolungarvík skýjaó 8 Egilsstaóir 7 Kirkjubœjarkl. súld 9 Keflavíkurflugvöllur skýjaó 10 Raufarhöfn alskýjaö 6 Reykjavík súld á síö.kls. 11 Stórhöföi alskýjaö 10 Bergen skýjaö 11 Helsinki rigning 14 Kaupmannahöfn þokumóöa 15 Osló skýjaö 14 Stokkhólmur 14 Algarve heiöskírt 22 Amsterdam rigning og súld 14 Barcelona skýjaö 20 Dublin skýjaó 13 Halifax heiðskírt 15 Frankfurt rign. á síö.kls. 16 Hamborg rigning 16 Jan Mayen rigning 4 London rigning og súld 18 Luxemborg rigning 13 Mallorca léttskýjaö 19 Montreal þoka 16 New York heiöskírt 21 Nuuk skýjaö 8 Orlando hálfskýjaö 25 París rigning 15 Róm þokumóöa 22 Vín skýjaö 19 Washington hálfskýjaö 14 Winnipeg léttskýjað 16 Hálendisvegir færir Færð á landinu er yfirleitt góð. Hálendisvegir eru flestir færir fiallabílum, einstaka leiðir eru þó fær- ar öllum vel búnum bílum. Á nokkrum stöðum eru vegavinnuflokkar að lagfæra vegi, meðal annars á Færð á vegum Snæfelisnesi og Suðurlandsundirlendi, og ber bíl- stjórum að virða merkingar áður en komið er að þeim köflum, þá má búast við steinkasti þar sem nýbúið er að leggja slitlag. ^-Skafrenningur E3 Steinkast 13 Hálka C^) Ófært 0 Vegavinna-aSgát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært (£) Fært fjallabílum Tómas Örn Litli drengurinn sem er með stóra bróður sínum á myndinni hefur fengið nafnið Tómas Örn. Hann fæddist á fæðingardeild Landspítalans 15. júní síð- Barn dagsins astliðinn kl. 2.03. Hann var við fæðingu 3200 grömm og 49 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Katrín Sif Sigurgeirs- dóttir og Sigurður Jónas- son. Bróðir Tómasar Arn- ar heitir Stefán Jakob og er sex ára gamall. tlags'íýji c Mark Wahlberg leikur eitt aöalhlut- verkiö í The Big Hit. Skotmarkið Skotmarkið (The Big Hit), sem Stjörnubíó sýnir, fiallar um fióra unga leigumorðingja sem lenda í ýmsu í starfi sínu. Við fáum að kynnast hvernig daglegt lif þeirra gengur fyrir sig því auk starfsins þurfa þeir að fást við litrík einka- mál. Þeir sem fara með hlutverk leigumorðingjanna fiögurra eru ungir leikarar með mismikla reynslu aö baki. Fyrstan ber að telja Mark Wahlberg, sem sló eftir- minnilega í gegn í Boogie Nights, sá sem kemur næstur Wahlberg að frægð er Lou Diamond Philips sem varð '////////; Kvikmyndir frægur á einni nóttu þegar hann lék söngv- arann Richie Valens í La Bamba. Hefur hann síðan leikið í fiölmörg- um kvikmyndum. Minna þekktir eru Bokeem Woodbine og Antonio Sabato jr. en þeir hafa báðir leikið í nokkrum kvikmyndum á undan- fomum árum auk þess sem Sabato hefur verið eitt af eftirsóttustu herramódelum í nokkur ár. Leik- stjóri Skotmarksins er Che-Kirk Wong sem kemur úr hasarmynda- iðnaðinum í Hong Kong. Nýjar kvikmyndir: Bíóhöllin: Lethal Weapon 4 Bíóborgin: City of Angels Háskólabíó: Dark City Kringlubíó: Armageddon Laugarásbíó: Sliding Doors Regnboginn: Göng tímans Stjörnubíó: He Got Game T- Krossgátan Lárétt: 1 skrýtna, 7 iðni, 8 heydreif- ar, 10 land, 11 átt, 12 nautið, 14 gang- flötur, 16 bein, 18 sefar, 20 geisla- baug, 21 forræði, 22 kindum. Lóðrétt: 1 kisur, 2 hita, 3 bindur, 4 tötra, 5 bjálki, 6 keyra, 9 fifl, 13 nísk, 15 kveinstafi, 17 land, 19 slá. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 rófur, 6 bæ, 8 ágætir, 9 fela, 10 fát, 11 agi, 12 næði, 14 unnir, 16 um, 18 dólir, 20 toll, 21 rit. Lóðrétt: 1 ráf, 2 ógegnd, 3 fælin, 4 utan, 5 rif, 6 bráður, 7 æpti, 11 autt, 13 ærir, 15 ill, 17 mót, 19 ól. Gengið Almennt gengi Ll 21. 08. 1998 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 71,400 71,760 71,490 Pund 116,930 117,530 118,050 Kan. dollar 46,590 46,870 47,570 Dönsk kr. 10,4320 10,4880 10,5130 Norsk kr 9,2890 9,3410 9,4840 Sænsk kr. 8,7520 8,8000 9,0520 Fi. mark 13,0610 13,1390 13,1790 Fra. franki 11,8490 11,9170 11,9500 Belg. franki 1,9259 1,9375 1,9434 Sviss. franki 47,6100 47,8700 47,6800 Holl. gyllini 35,2200 35,4200 35,5400 Þýskt mark 39,7400 39,9400 40,0600 jf. líra 0,040260 0,04051 0,040630 Aust. sch. 5,6450 5,6800 5,6960 Port. escudo 0,3880 0,3904 0,3917 Spá. peseti 0,4680 0,4710 0,4722 Jap. yen 0,499000 0,50200 0,503600 írskt pund 99,580 100,200 100,740 SDR 94,730000 95,30000 95,300000 ECU 78,4400 78,9200 79,1700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.