Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 19 I>V Fréttir Ferðamenn í eigin landi DV.Vík: Eva Dögg og Katrín Wagfjörð voru meðal þátttak- enda af hálfu íslands. DV-mynd Njörður „Þetta hefur ver- ið mjög gaman. Við höfum kynnst fólki frá öðrum löndum sem býr við allt aðr- ar aðstæður en við þekkjum - kynnst ólíkri menningu, landslagi og land- búnaði,“ sögðu Eva Dögg Þorsteinsdótt- ir og Katrín Wag- flörð sem hafa tekið þátt 1 verkefninu Ungmenni í Evr- ópu. Þær segjast hafa kynnst vel þeim löndum sem þær hafa heimsótt með krökkunum sem hafa tekið þar á móti þeim og hafa gaman af að sýna erlendum gestum landið sitt. „Við vorum að tala um það í hópnum í dag aö það væri svolítið skrýtið að vera túristi i eigin landi því við erum í rútunni með útlendu krökkunum og horfum kannski á landið öðrum augum en venjulega. Þetta er mjög gaman og þeir mjög spenntir að sjá ísland. Þetta er síð- asta ferðin sem þessi hópur fer sam- an í og ekki eru fleiri ferðir ráðgerð- ar. Við erum búin að ferðast saman til þessara fimm landa en ólíklegt er að við hittumst aftur." -NH Grípum tækifærið Árni Böðvarsson, framkvæmda- stjóri USVS. DV.Vík: „Þetta kom þannig til að Jóhanna hafði samband við okkur eftir að Andy Warren frá Englandi hafði hringt í hana að utan og spurt hvort hún vissi um einhvern hóp sem mundi vOja taka þátt í þessu. Að sjálfsögðu gripum við tækifærið feg- ins hendi,“ sagði Árni Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasam- bands Vestur-SkaftafeUssýslu. USVS hefur verið meðal þátttak- enda i verkefninu Ungmenni í Evr- ópu og er nú að taka á móti 40 er- lendum gestum. „Við auglýstum eftir þátttakend- um og kynntum verkefnið og allir þeir sem voru innan hreyfingarinn- ar og voru á réttum aldri gátu sótt um. Við þurftum ekki að hafna neinum,“ sagði Árni. -NH Hlutir úr vinnustofu Dieters Roths. Stúlkan á myndinni er ekki hluti af listaverkinu heldur gestur á sýningunni. DV-mynd Sýning í Hveragerði: Tileinkuð Dieter Roth DV, Hveragerði: Nú stendur yfir sýning á verkum hóps listamanna sem kallar sig „Projekt" í Listaskálanum í Hvera- gerði. í hópnum eru Bjöm Roth, Daði Guðbjörnsson, Eggert Einars- son og Ómar Stefánsson. Kristján Guömundsson sýnir nú með hópn- um í þriðja sinn. Projekt-hópurinn hóf samstarf sitt með sýningu árið 1980 í Rauða húsinu á Akureyri. Þá sýndi Björn einþrykk af Þingvöllum, sem hann hafði prentað þar og flutt prentvél- ina á staðinn í anda landslagsmál- ara með trönur. Eggert sýndi „uppstaskkuð prent af pylsubréfum með tómat- og sinn- epsklessum, sem vora leifar af mat- seðli hans á leiðinni norður" eins og kom fram í fréttatilkynningu. Daði sýndi málverk og skúlptúra. Sýningin í Listaskálanum nú er með nokkuð öðru sniði, þótt þar kenni ýmissa grasa. Hún er til- einkuð Dieter Roth, sem lést í vor, og á sýningunni er meðal annars verk þar sem uppistaðan er hlutir úr vinnustofu þessa þekkta lista- manns. Sérstakur gestur sýningar- innar er Hermann Nitch frá Aust- urríki sem sýnir nú í fyrsta sinn á íslandi. Sýningin er opin frá kl. 13-18 daglega og henni lýkur sunnu- daginn 30. ágúst. -eh IMI55AIM V....^ Maxima QX kr. 2.619.000,- -—Ingvar siSf! Helgason hf. zi-rr7 Strvarhóföa 2 Simi 525 5000 U’lVll'. ih. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.