Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 Utlönd LOFTARASiR BANDARIKJANNA A AFGANISTAN OG SUDA Bandaríkin skutu stýriflaugum aö því sem Biil Clinton forseti kaliaöi „stöövar hryöjuverkamanna" í Afganistan og Súdan á fimmtudag Skotmörkin voru verksmiðja í Súdan og bækistöðvar hópa sem taldir eru tengjast meintum hryðjuverkaforingja, Osama Bin Laden Hvernig stýriflaug finnur skotmarkiö Ratsjárhæðarmælir fer í gang þegar flaugin nálgast ströndina Kortaskráningin reiðir sig á hæðarmis- mun í landslaginu Tomahawk slýriflaug a Þyngd: 1.193 kg a 1.100 km drægi 5,6 m löng a 450 kg oddur a Kostar1,2 m dala É|) Krókaleið ætlað að rugla varnir á jörðu niðri í ríminu Kortið verður nákvæmara eftir því sem nær dregur i Myndavél leitar að skotmarkinu oa ber saman við mynd. Flugskeytið veröur virkt og steypist niður á skotmarkið Heimild: Jane's Information Group Clinton fyrirskipaði flugskeytaárásir á Afganistan og Súdan: Bandaríkin búa sig undir hefndarárásir Bandaríkjamenn um heim allan búa sig nú undir hugsanlegar hefndarárásir í kjölfar flugskeyta- árása bandaríska hersins á skot- mörk í Afganistan og Súdan. Ráðist var á búðir hryðjuverkamanna í hefndarskyni fyrir sprengjutilræðin við bandarísku sendiráðin í Keníu og Tansaníu undir því yfirskyni að nýjar árásir væru yfirvofandi. Bin Laden saklaus Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að sádí-arabísku auðkýfingur- inn Osama Bin Laden og fylgismenn hans hefðu staðið að sprengjutilræð- unum við sendiráðin. Bin Laden vís- aði aftur á móti í gær á bug öllum slíkum staðhæfingum í símtali til dagblaðs í Pakistan, aðeins nokkrum klukkustundum áður en Bandaríkja- menn létu til skarar skríða. Hann hvatti múslíma engu að síð- ur til að halda áfram heUögu stríði sínu gegn gyðingum og Bandaríkja- mönnum, að því er pakistanska blaðið skýrði frá í morgun. Flugskeyti Bandarikjamanna eyðilögðu lyfjaverksmiðju í súd- Súdanska sjónvarpiö sýndi myndir af æstum múg viö bandaríska sendiráöiö í höfuöborginni. önsku höfuðborginni Khartoum sem stjómvöld í Washington sögðu að hefði verið að framleiða efni í banvænt taugagas. Að minnsta kosti sjö manns slösuðust í árásinni á verksmiðjuna. Reiður múgur þusti að mannlausu sendiráði Bandaríkjanna í Khartoum eftir árásina og skeytti skapi sínu á byggingunni. Fimmtán manns að minnsta kosti týndu lífi í árásinni á austurhluta Áfganistans, að sögn afganskrar fréttastofu í Pakistan. Jákvæð viðbrögð Æðstu embættismenn Banda- ríkjamanna, þar á meðal Clinton forseti, Cohen landvarnaráðherra og Albright utanríkisráðherra komu fram opinberlega til að rétt- læta árásirnar. I Hvíta húsinu var ekki útilokað að fleiri árásir yrðu gerðar. Clinton lagði áherslu á að reiði sín beindist að þeim sem hefðu sagt Bandaríkj- unum heilagt stríð á hendur, ekki að fylgismönnum íslamstrúarinnar. Fyrstu viðbrögð við sprengjuárás- unum voru jákvæð og sendu þing- menn forseta sínum stuðningsyfir- lýsingar. Ýmsir urðu þó til að velta fyrir sér hvers vegna árásirnar hefðu verið gerðar einmitt nú, að- eins nokkrum dögum eftir að Clint- on játaði fyrir alþjóð að hafa átt í óviðurkvæmilegu sambandi við Monicu Lewinsky. Engin pólitík Cohen landvamaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali að hann mundi segja af sér ef hann teldi að Clinton hefði fyrirskipað árásirnar af póli- tískum ástæðum. Áttatíu prósent Bandaríkjamanna studdu flugskeytaárásirnar og tveir af hverjum þremur höfnuðu þeirri fullyrðingu að Clinton hefði fyrir- skipað árásirnar til að beina athygl- ina frá Lewinsky-málinu, að því er fram kom í skoðanakönnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Búist er við að síðar í dag muni Clinton fljúga aftur til Martha’s Vineyard þar sem hann hefur verið í fríi. Hann gerði sér sérstaka ferð til Washington í gær vegna flug- skeytaárásanna, meðal annars til að hringja í aðra þjóðarleiðtoga. Stuttar fréttir dv Stunginn til bana ísraelskur landnemi á Vestur- bakkanum var stunginn til bana. Palestínumaður er grunaður um verknaðinn og að hafa kveikt í hýbýlum hins látna. Rafmagnsiaust Höfuðborg Kongó var raf- magnslaus fjórða daginn í röð meöan embættismenn funduðu í von um vopnahlé í borgarastríð- inu. Ný ríkisstjórn Abdusalam Abubakar hers- höfðingi skip- aöi nýja 31 manns ríkis- stjórn Nígeríu. í henni sitja bæði herfor- ingjar og borg- arar og taka við sætum þeirra sem Abacha sálugi hafði rekið úr embætti. Endurreisn Talsmenn Long-Term Credit bankans í Tokyo, sem staðið hef- ur illa vegna tapaðra útlána, sögðust vera með endurreisnará- ætlun tilbúna. Viðræöur Chris Hill, sendimaður Banda- ríkjanna, hélt fundi meö deiluað- ilum vegna Kosovo í tilraun til að koma friðarviðræðum af stað á ný. Þrói nýtt berklalyf Alríkisnefnd í Bandaríkjunum hvatti til átaks í þróun nýrra berklalyfja. Litiö er á berkla sem alvarlega ógnun við heilsufar Bandarikjamanna þó tíðni sjúk- dómsins hafi aldrei verið lægri en um þessar mundir. Vilja Castro allan Háttsettir menn í hreyfingu landflótta Kúbverja ; eiga yfir höfði sér málsókn í Puerto Rico vegna meints ráðabruggs um að ráða Fidel Castro, forseta Kúbu, af dögum. Stormviðvörun Kröpp lægð á Atlantshafi varð að fellibyl sem þeysist nú í átt að Karíbahafi. Hafa stormviðvaran- ir verið gefnar út í Bandaríkjun- um og á Jómfrúareyjum. Fátt er svo með öllu illt Kona, Madame de Sade, sem er hórumamma í Toronto í Kanada, gleðst vegna málaferla gegn sér þar sem þau komu á sambandi hennar við ættmenni sem hún hafði ekki séð í 30 ár. Allt á floti Flóðin í kínversku borginni Harbin náöu hámarki í nótt. Er ekki búist við að þau réni fyrr en á sunnudag. Drápu tvo Hizbollah-skæruliðar drápu tvo ísraelska hermenn í hörðum átökum í Líbanon í morgun. Styrkir stöðu sína Alberto Fpjimori, forseti Perú, rak Nicholas Hermoza Rios, herforingja og einn valda- mesta mann landsins, og lét varnarmálaráð- herrann taka stöðu hans. Þessar hróker- ingar þykja sýna að Fujimori hafi haft afar takmarkaða stjórn á hemum. Barnaníðingur dæmdur 35 ára maður í Tönsberg í Noregi hefur verið dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir að misnota 10 drengi á aldrinum 8-15 ára á 10 ára tímabili. Reuter Neyðarfundur í rússneska þinginu hófst í morgun: Munu skora á Jeltsín og Kirijenko að segja af sér UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri _______sem hér segir:_____ Merkigerði 4, þingl. eig. Þráinn Þór Þór- isson og Berglind Guðmundsdóttir, gerð- arbeiðendur Akraneskaupstaður, Bygg- ingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður sjó- manna, mánudaginn 31. ágúst 1998 kl. 11.00.____________________ SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Neyðarfundur var í morgun settur í neðri deild rússneska þingsins, Dúmunni, þar sem fjallað verður um efnahagskreppuna sem skekur land- ið. Þingmenn, sem kallaðir voru úr sumarfríi, gerðu harða hríð að Boris Jeltsín forseta, og Sergei Kirijenko forsætisráðherra. Á dagskrá var áskorun frá stjómarandstöðunni þess efnis að þeir segðu af sér. Var búist við sérlega hvössum ræðum þar sem sjónvarpað er beint frá þing- fundi. Hins vegar munu ályktanir þingsins, hversu harðorðar sem þær verða, varla skaða leiðtogana þar sem þær eru ekki bindandi. Kirijenko sagði í morgun að nú upplifðu Rússar það ástand sem hann spáði í apríl. Orsök þess væri tekju- samdráttur vegna mikils verðfalls á olíumörkuðum og uppsafnaðar er- lendar skuldir. Gengi rúblunnar og gengi hlutabréfa hefur hríðfallið frá því á mánudag. Gennady Zjúganov, foringi komm- únista, sagði að engin vandamál yrðu leyst af viti nema Jeltsín færi frá. Jeltsín, sem lofað hafði að engar gengisfellingar yrðu á rúblunni, sótti ekki þingfundinn. Hann var viðstadd- ur heræfingar á Kólaskaga. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.