Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 Neytendur DV kannar verð á skólavörum: Lítill verðmunur Það fer senn að hausta sem þýðir að skólamir fyllast af lífi að nýju. Sumir eru að fara í skóla í fyrsta skipti. Þeir þurfa aö fara með mömmu og pabba út í búð að kaupa pennaveski, blýanta, stílabækur og náttúrlega skólatösku. Þeir eru að hefja sérstakan kafla í lífi sínu. Hin- ir, sem hafa þegar einhverja reynslu af skólagöngu, þurfa líka að endur- nýja birgðimar, eða a.m.k. hluta þeirra. Það kostar sitt að vera í skóla en er auðvitað dýrara þegar í fram- haldsskóla og háskóla er komið. Þar vega kennslubækumar þyngst. Neytendasíðan fór einn morgun- inn í nokkrar verslanir í Reykjavík. Þær em Eymundsson í Austur- stræti, Mál og menning á Laugavegi og Hagkaup í Skeifunni. Þótt enn sé rúm vika þar til skólabjallan hring- ir í fyrsta skipti á þessu hausti eru hillur fullar af skólavörum og at- hygli vekur hve kassaskólatöskum- ar eru skrautlegar. Þær heilla marg- ar litlar sálir. Það er úr mörgu að velja og var verð athugað á eftirfarandi vörum: Þunn plastmappa, þykk plastmappa, Ball Pental-penni (þessi græni), Art Line-penni, blýantur með strokleðri (þessi guli), áherslupenni, 20 sm glær reglustika, 100 stk. línustrikuð blöð, stályddari og harmonikuydd- ari, skólataska, A4 stílabók með gormi og A4 stílabók án gorms, 4 hringja mappa og 2 hringja mappa og loks var athugað á hvaða veröi pennaveskin em í þessum verslun- um. í flestum tilfellum fengust sömu vörurnar í verslununum. Þó ber að geta þess að ekki er um sömu tegund- irnar í áherslupennum að ræða. í Ey- mundsson fást pennar frá Schneider, í Máli og menningu frá Faber Castell og í Hagkaupi frá Stanger. Skólatösk- umar, sem eru svokallaðar kassa- töskur, era ekki allar eins. Það má líka geta þess að í Máli og menningu var tekið mið að A4 stílabók með gormi merkt „Studien Block“ en í hinum verslununum var hún merkt „Mennt er máttur". Eins og þegar hefur komið fram er áberandi hversu kassatöskurnar I skólanum, í skólanum... Eftir rúma viku fyllast skólarnir af lífi. Þá þurfa allir að vera búnir að fá stílabækur, blýanta, penna... DV-mynd margar hverjar era skrautlegar. Starfs- maður í einni versluninni sagði að það væri einmitt það sem yngstu börnin vildu. Hann sagði að margir væru hrifmir af töskum þar sem væra myndir af persón- um úr Disney- myndum. Sum pennaveskin gefa kassatöskunum ekkert eftir hvað varðar skrautleg- heit. Starfsmaður- inn sagði hins veg- ar að glysgjamari töskur og bakpokar höfðuðu til ung- linganna. Svo má finna skrautlega blýanta, möppur og margt fleira. Það er ekki hægt að segja annað en að úrvalið í ritfangaverslunum og -deildum sé mikið. -SJ 250 kr. 200 150 100 Skólavörur könnun á nokkrum skólavörum - Eymundsson Mál og menning Hagkaup Ball Pentel- pennl Art llne- pennl MM Blýantur með strokleðri Aherslu- Stalyddari penni Harmoniku- A4 stílabók yddari með gormi Vöruheiti Eymundsson Mál og menning Hagkaup Plastmappa, þunn 9 8 3 M Plastmappa, þykk 22 18 Ball Pentel penni 95 99 105 Art Line penni 90 99 95 Blýantur með strokleðri 19 20 18 Áherslupenni 89 60 49 20 sm reglustika (glær) 32 30 29 100 stk. línustr. laus blöð 158 149 149 Stályddari 39 49 35 Harmonikkuyddari 168 235 167 Scout-skólataska 5.990 6.395 Amaro-skólataska 4.149 6.395 Radiant-skólataska 2.349 1.995 Herlitz-skólataska 5.195 A4 stílabók með gonni 168 165 159 A4 stílabók án gorms 189 195 139 Mappa, 4 hringja 364 250 332 Mappa, 2 hringja 299 199 274 Pennaveski 267-2.223 99-2.995 99-1.998 Gjald í guðshús Nýlega heyrði umsjónarmaður neytendasíðunnar sögu af eldri borgurum sem ætluðu að skoða kirkjuna að Hólum í Hjaltadal. Hóp- urinn kom að læstum dyrum og hafði því samband við starfsmann á staðnum án þess að biðja um leið- sögn. Hann opnaði kirkjudyrnar en að sögn kostaði sú þjónusta 200 krónur á mann. Hluti gestanna varð óánægður með að þurfa að borga og fór ekki inn í guðshúsið. Það fylgdi sögunni að enginn hefði verið pen- ingakassinn. Kristín Bjarnadóttir, sem starfar við ferðaþjónustuna á Hólum, segir að viðkomandi leið- sögumaður fari með peningana upp í bændaskóla og stimpli þá þar inn. „Það kostar ef það er leiðsögn, annars ekki,“ segir Kristín. „Leið- sögnin kostar 100 krónur á mann. En það, sem ég gæti trúað að hafl gerst i þessu tilfelli, er að þegar hóp- ar koma bjóðum við upp á pakka því við eram líka með vatnalifssýn- ingu. Og pakkinn, sem í er leiðsögn um kirkjuna og aðgangur á vatna- lífssýninguna, kostar 200 krónur." Annars kostar eingöngu aðgangur á sýninguna 200 krónur. Kristín segir að peningamir séu notaðir til að borga starfsmönnunum sem sjá um leiðsögnina og búa um- hverfi staðarins sem best gagnvart ferðamönnum. Hún segir að lagður sé metnaður í það. „Kirkjan er alltaf höfð læst vegna dýrgripanna sem í henni era. Við fengj- um ekki að hafa þá nema með því skilyrði að hún sé höfð læst.“ Innan veggja kirkjunnar er m.a. að finna frumrit af Guðbrandsbiblíu, mynd af Guð- brandi biskupi, Steinsbiblíu, tvo róðukrossa - að vísu er annar svo þungur að það myndi enginn taka hann - tvær altarisbríkur og ljósakrónur." Kristín segist harma að hópurinn hafi farið óánægður og bætir við að engin formleg kvörtun hafi borist. Breytingar á GSM- þjónustu Landssím- ans GSM-kerfi Landssímans hef- ur nú verið starfrækt í fiögur ár og eru áskrifendur orðnir rúmlega 55.000. í tilefni afmæl- isins verða gerðar breytingar 1. september á GSM-þjónustunni og verðskránni. í fyrsta sinn verður boðið upp á sérþjónustu sem kölluð er Vinir og vandamenn. Hún gerir viðskiptavinum kleift að velja þrjú simanúmer sem þeir hringja mest í og fá 15% afslátt þegar þeir hringja í þau úr GSM-símanum. Númerin verða að vera úr almenna símakerf- inu eða úr farsímakerfum Sím- ans. Stofngjald fyrir þjónust- una er 300 krónur og mánaðar- gjaldið er 100 krónur. Frá sama tima verður tekin upp sekúndumæling á innan- landssímtölum í GSM-kerfinu. Ef talað er í 42 sekúndur er greitt nákvæmlega fyrir þann tíma. Það er þó alltaf tekið gjald fyrir 10 sekúndur í hvert sinn sem hringt er úr farsíma- kerfutn Símans eins og verið hefur. GSM-neytendum er boðið upp á ýmsar nýjungar. Einnig er verið að endur- bæta GSM-kerfið á höfuðborg- arsvæðinu á þann hátt að verið er að taka í notkun senda sem vinna á nýju tíðnisviði, GSM 1800, í þeim tilgangi að fyrir- byggja línuskort og álagstoppa í framtíðinni. Nýir farsímar, sem vinna bæði á 900 og 1800 tíönisviðinu, skipta á milli kerfanna án þess að notandinn verði þess var enda era talgæði þeirr jafngóö og gjaldskráin sú sama. TAL hf. með nýjungar Frá og með 1. september býð- ur TAL viðskiptavinum sinum þá nýjung að geta tengt tölvu við intemet eða tölvupóst í gegnum GSM-síma. Einnig er hægt að senda fax í gegnum tölvu á sama hátt. Þessi þjón- usta gefur viðskiptavinum TALs þá möguleika að vera á ferð og flugi, bæði innanlands og utan, og geta nálgast tölvu- póst, internet og önnur gögn þráðlaust í gegnum fartölvu og GSM-síma. í september mun TAL bjóða þeim viðskiptavinum sem nota tölvupóst í leik eða starfi þá nýjung að fá tilkynningu í formi textaskilaboðs (SMS) á GSM-símann í hvert sinn sem tölvupóstur berst þeim. Á þennan hátt geta viöskiptavin- ir TALs verið víös fiarri tölv- unni en vitað nákvæmlega hvort mikilvægur tölvupóstur bíður þeirra. Þessi þjónusta mun verða virk bæði innan- lands og utan og henta því vel þeim sem ferðast mikið en þurfa stöðugt að vera í sam- bandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.