Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 Messur Arbœjarklrlga: Guðsþjónusta í safnaö- arheímili Árbæjarkirkju kl. 11. Engin guðs- þjónusta verður sunnudaginn 30. ágúst. Prestamir. Áskirkja: Safnaðarferð Safnaðarfélags og Kirkjukórs Áskirkju i Hreppa og Bisk- upstungur. Farið frá Áskirkju kl. 9. Messa i Skálholtskirkju kl. 11. Kvöldverður snæddur á Laugarvatni. Ámi Bergur Sig- urbjömsson. Breiðabólsstaðarkirkja í Vesturhópi: Messa kl. 14. Altarisganga. Kór Víði- dalstungukirkju syngur. Sr. Kristján Bjömsson kveður söthuð sinn. Sóknar- prestur. Breiðholtskirkja: Messur falia niður til ágústloka. Bent er á guðsþjónustur í öðr- um kirkjum i prófastdæminu. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta k). 11. Páimi Matthiasson. Digraneskirkja: Kvöldsamvera kl. 20.30 með altarisgöngu. Lofgjörðarhðpur leiðir safnaðarsöng. Prestur dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson. Dómkirkjan: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Sr. Kjartan Öm Sigurbjömsson. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Siguröur Amarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Prestamir. Grensáskirkja: Guösþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja: Laugardagur: í tilefni af menningarnótt í Reykjavík verður sam- felld dagskrá í HaUgrímskirkju frá kl. 17 og lýkur með miðnæturguðsþjónustu kl. 23 í umsjón presta kirkjunnar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjóm Harð- ar Áskelssonar. Sunnudagur: Messa og bamasamkoma kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Orgeltónleikar kl. 20.30. Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Að messu lokinni er boðið upp á kvöldkaffi í safnaðarsal kirkj- unnar. Prestamir. Hvammstangakirkja: Kvöldmessa kl. 20. Altarisganga. Kirkjukór Hvammstanga syngur. Sr. Kristján Bjömsson kveður söfn- uð sinn. Að lokinni messu, um kl. 21, verð- ur sameiginlegt kirkjukaffi og kveöjuhóf í Félagsheimili Hvammstanga. Sóknarprest- ur og sóknamefndir. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta fellur niður vegna sumarleyfa og framkvæmda við kirkjuna. Landspítalirm: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Fermdur verður Hlynur Fannar Baldvinsson, Sólheimum 34. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Fé- lagar úr kór Langholtskirkju syngja. Laugardælakirkja: Fermingarguðs- þjónusta kl. 14. Fermdur verður Magnús Þór Bjamason, Úthaga 8, Selfossi. Kristinn Á. Friðfinnsson. Laugameskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Samvera með bömum meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Prest- ur sr. Bjami Karlsson. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Lögmannshliðarkirkja: Kvöldmessa kl. 21. „Komið og njótið kyrröar í helgi- dómi Guðs." Sr. Gunnlaugur Garöarsson. Ncskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Halldór Reynisson. Óháði söfnuðurinn: Fermingarmessa kl. 14. Fermdur verður Unnar öm Rós- inkarsson, Krummahólum 6. Guösþjónusta kl. 20U0. Ólafur Þórisson guðfræðingur prédikar. Selfosskirkja: Messa kl. 10.30. Morgun- bænir þriðjudag-föstudags kl. 10. Sóknar- prestur. Seljakirkja: Messur falia niður fram til 30. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Bendum á guðsþjónustur í öðmm kirkjum prófastdæmisins. Bænastundir era i kirkj- unni alla miðvikudaga kl. 18. Sóknarprest- ur. Scltjamameskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Skálholtskirkja: Messa verður kl. 11. Sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson prédikar. Sr. Egiil Hallgrimsson þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Tjarnarkirkja á Vatnsnesi: Laugar- dagur: Messa kl. 16. Aitarisganga. Kirkjukór Vesturhóps og Vatnsness syng- ur. Sr. Kristján Bjömsson kveður söfnuð sinn. Aðalsafnaðarfundur eftir messu Sóknarprestur og sóknamefnd. Afmæli Kristinn Ó. Magnússon Kristinn Óskar Magnússon, bæj- arverkfræðingur í Hafnarfirði, Kjarrhólma 14, Kópavogi, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Kristinn fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi frá fimm ára aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968, prófi í byggingarverkfræði frá HÍ 1974 og stundaði framhalds- nám í skipulagsfræðum við CTH í Gautaborg og lauk þaðan prófum 1975. Kristinn var verkfræðingur hjá Reykjavíkurborg 1975-86, var fram- kvæmdastjóri Verkfræðingafélags íslands 1987-88, aðstoðarbæjarverk- fræðingur í Hafnarfirði 1989-95 og er bæjarverkfræðingur þar frá 1995. Kristinn var bæjarfulltrúi í Kópa- vogi 1988-90 og formaður skipulags- nefndar í Kópavogi 1986-90. Fjölskylda Kristinn kvæntist 2.9. 1972 Mar- gréti B. Eiríksdóttur, f. 29.6. 1954, framkvæmdastjóra Norrænu ferða- skrifstofunnar. Hún er dóttir Eiríks Alexanderssonar, útibússtjóra ís- landsbanka í Keflavík, og Sigríðar E. Jónsdóttur, kennara lengst af í Reykholti en hún lést 1997. Böm Kristins og Margrétar eru Berglind María Kristinsdóttir, f. 3.8. 1977, nemi; Katrín Jóna Kristins- dóttir, f. 27.9. 1983, nemi. Systkini Kristins eru Brynhildur Steinunn Magnúsdóttir, f. 8.2. 1950, leirkerasmiður í Svíþjóð; Svanhvít Guðrún Magnúsdóttir, f. 8.2. 1950, leirkerasmiður í Hafnarfirði; Þór- fríður Magnúsdóttir, f. 23.7. 1952, þroskaþjáifi í Reykjavík; Magnús Ámi Magnús- son, f. 14.3. 1968, heim- spekingur, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Kristins; Magnús Bæringur Krist- insson, f. 9.10. 1923, d. 20.7. 1995, skólastjóri á Laugum í Þingeyjar- sýslu, og k.h., Guðrún Sveinsdóttir, f. 23.7. 1927, kennari. Ætt Magnús var bróðir Áma Garðs, auglýsingastjóra Morg- unblaðsins. Magnús var sonur Kristins Ágústs, járnsmiðs í Hjarð- arholti á Skagaströnd, Ásgrímsson- ar, b. á Hamri og í Dæli í Fljótum, Sigurðssonar, b. á Hamri, Pálsson- ar, b. i Miklaholti, Sigfússonar, b. í Dæli, Rögnvaldssonar. Móðir Ás- gríms var Guðný Bjamadóttir, b. í Sigríðarstaðakoti, Þorleifssonar, og Helgu Guðmundsdóttur, b. í Sigríð- arstaðakoti, Helgasonar. Móðir Kristins Ágústs var Sigurlaug Sig- urðardóttir, b. á Minni-Þverá í Austur-Fljótum, Sigmundssonar, b. á Krossi á Akranesi, Snorrasonar. Móðir Sigurðar var Guðriður Þor- leifsdóttir frá Hæli, systir Helgu, ömmu Þorbjöms þorskabíts. Móðir Sigurlaugar var Ingiríður Gríms- dóttir, pr. á Barði í Fljótum, Gríms- sonar, græðara á Espihóli, Magnús- sonar. Móðir Ingiríðar var Sigur- laug Jósefsdóttir, b. í Ytra-Tjamar- koti, Tómassonar, bróður Jónasar, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Magnúsar var Pálína El- ísabet Árnadóttir, b. í Brandaskarði í Vindhæl- ishreppi, Sigurðssonar og Guðlaugar Jónsdóttur. Bróðir Guðrúnar var séra Guðmundur Sveinsson, skólameistari FB. Guðrún er dóttir Sveins Óskars, múrarameistara í Reykjavík, Guðmunds- sonar, stýrimanns í Reykjavík, Sveinssonar. Móðir Sveins Óskars var Guðrún Guðmundsdóttir, b. á Staðarhóli i Andakíl, Runólfssonar, b. á Innri- Skeljabrekku, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Ástríður Jónsdótt- ir. Móðir Guðrúnar var Halldóra, dóttir Gamalíels Sigurðssonar á Grjóteyri í Andakíl og Ingibjargar Halldórsdóttur. Móðir Guðrúnar var Þórfríður, systir Einars yfirverkstjóra, afa Eincirs G. Jónssonar, pr. á Kálfa- fellsstað. Þórfríður var dóttir Jóns, b. í Saurhaga á Völlum, bróður Hjörleifs á Undirfelli, fóður Einars Kvaran rithöfúndar. Jón var sonur Einars, pr. í Vallanesi, Hjörleifsson- ar, pr. á Hjaltastöðum, Þorsteins- sonar, bróður Guttorms, prófasts á Hofi, langafa Þórarins á Tjöm, foð- ur Kristjáns Eldjáms forseta. Móðir Jóns í Saurhaga var Þóra, dóttir Jóns, vefara á Kórreksstöðum og ættfóður Vefaraættarinnar, Þor- steinssonar. Móðir Þórfríðar var Guðlaug Einarsdóttir, b. i Firði í Mjóafirði, Halldórssonar og Önnu Jónsdóttur, b. á Urriðavatni, Áma- sonar í Löndum, Torfasonar. Kristinn er að heiman. Kristinn Óskar Magnússon. Kristbjörg A. Nikulásdóttir Kristbjörg Anna Niku- lásdóttir húsmóðir, Bakkavegi 23, Þórshöfn, er áttræð í dag. Starfsferill Kristhjörg fæddist að Núpi í Öxarfirði og ólst þar upp. Fimmtán ára fór hún í vinnu á Kópaskeri til læknishjónanna Jóns Árnasonar og Valgerðar Sveinsdóttur einn vetur. Þaðan fór hún til Akur- eyrar og lærði þar sauma- skap í tvo vetur hjá Aðalheiði Hall- dórsdóttur saumakonu. Hún var sið- an einn vetur á Húsavik hjá Sigríði Ingvarsdóttur myndasmið og Þór- ami Stefánssyni en flutti til Þórs- hafnar 1938 þar sem hún hefúr átt heima síðan. Kristbjörg hóf búskap 1939 en auk húsmóður- starfa vann hún hjá Þórs- hafnarhreppi í tuttugu og sjö ár. Þá starfaði hún hjá Heilsugæslustöð Þórs- hafnar i tuttugu ár og hjá Pósti og síma í níu ár. Auk þess starfaði hún hjá Hraðfrystistöð Þórshafn- ar. Fjölskylda Eiginmaður Kristbjargar var Her- mann Þorvaldsson, f. 10.1. 1916, d. 12.5. 1984. Hann var sonur Þorvalds Pálssonar, f. 23.1. 1882, d. 17.3. 1969, og Ástríðar Vigfúsdóttur, f. 27.4. 1893, d. 2.6. 1978. Böm Kristbjargar og Hermanns eru Hugrún Selma Hermannsdóttir, f. 3.1. 1940, búsett á Raufarhöfn, gift Friðriki Bjömssyni og eiga þau fjög- ur böm; Jón Hermannsson, f. 24.11. 1940, búsettur í Reykjavík, kvæntur Gunnhildi Heiðu Axelsdóttur; Ásta H. Hermannsdóttir, f. 4.4. 1955, bú- sett á Bakkafirði, gift Halldóri Hall- dórssyni og eiga þau tvö börn. Foreldrar Kristbjargar vom Nikulás Vigfússon, f. 6.4. 1857, d. 29.11. 1946, bóndi að Núpi í Öxar- firði, og Sigrún Tryggvadóttir, f. 13.12. 1890, d. 1.5.1926, húsmóðir. Kristbjörg verður stödd að Furu- lundi lla á Akureyri á afmælisdag- inn. Kristbjörg Anna Nikulásdóttir. Þórdís Elín Jóelsdóttir Þórdís Elín Jóelsdóttir myndlist- armaður, Brekkuseli 10, Reykjavik, er fimmtug í dag. Starfsferill Þórdís fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við VÍ 1963-67, við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, listasvið, 1982-85 og við Myndlista- og handíðaskóla íslands, grafikdeild, 1985-88. Þórdís var ritari hjá Brunabótafé- lagi íslands 1967-70, var einkaritari borgarlæknis 1970 -72, ritari hjá Fé- lagi íslenskra stórkaupmanna 1974-76, læknaritari hjá Heilsu- gæslustöðinni Asparfelli 1982-85, varð löggiltur læknaritari 1991 og var læknaritari hjá Heilsugæslu- stöðinni i Mjódd 1991-94. Hún starfar í dag sem myndlistar- maður, var einn af stofnendum myndlistarhópsins Áfram veginn, 1988, starfrækir, ásamt sex grafík- listakonum, grafikfélagið, Áfram veginn, sem er opin vinnustofa og gallerí að Laugavegi 1, bakhúsi, og er meðlimur í félaginu íslensk graf- ík og SÍM. Þórdís hefúr haldið sex einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Fjölskylda Þórdís Elín giftist 20.11. 1971 Gunnari Gunnars- syni, f. 27.6.1946, lögfræð- ingi. Hann er sonur Gunnars Gíslasonar, prests og alþm. í Glaum- bæ í Skagafirði, og k.h., Ragnheiðar Margrétar Ólafsdóttur, húsfreyju og safnvarðar. Böm Þórdísar Elínar og Gunnars em Gunnar Gunnarsson, f. 16.11. 1972, nemi i lögfræði við HÍ, búsett- ur í Reykjavík en kona hans er Bar- bara Bjömsdóttir, nemi í lögfræði við Hl, og er sonur þeirra Eiður Rafh Gunnarsson, f. 5.4. 1996; Helga Kristín Gunnarsdóttir, f. 30.6. 1976, vefmeistari hjá Gæðamiðlun ehf., búsett í Reykjavík; Arnór Gunnars- son, f.15.7. 1978, nemi í viðskipta- fræði við Viðskiptaháskólann, bú- settur í Reykjavík. Bróðir Þórdísar er Jón Jóelsson, f. 3.3. 1942, trésmiður í Reykjavík. Foreldrar Þórdísar Elín- ar: Jóel Jónsson, f. 10.9. 1922, trésmiður í Reykja- vík, og Kristín Bóel Nóa- dóttir, f. 8.7. 1923, d. 21.9. 1989, húsmóðir. Ætt Foreldrar Jóels voru Jón Steingrímsson, verka- maður í Reykjavík, og El- ín Anna Halldórsdóttir, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Kristínar Bóel- ar vora Nói Kristjánsson, skrifstofu- maður í Reykjavík, og Anna Guð- björg Jónína Ágústsdóttir, húsmóð- ir í Reykjavík. Þórdís verður með litla afmælis- sýningu á heimasíðu sinni undir heitinu Boðið til veislu. Slóöin er: http://www.gm.is/thordis. Þórdís og Gunnar taka á móti gestum á heimili sínu milli kl. 17.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Þórdís Elín Jóelsdóttir. Tll hamingju með afmælið 21. ágúst 95 ára Sigríður Helgadóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. 85 ára Jóhannes Hannesson, Egg, Rípurhreppi. 80 ára Hjalti Eymann, Ofanleiti 11, Reykjavik. Margrét Hallgrímsdóttir, Suðurgötu 14, Keflavík. 75 ára Þorgerður Sigurjónsdóttir, Stekkjarbergi 1, Hafnarfirði. 70 ára Gústaf Helgason, Urðarstíg 6a, Reykjavik. Margrét Ásgeirsdóttir, Gyðufelli 14, Reykjavík. Þórarinn Sveinbjömsson, Sólvöllmn 8, Stokkseyri. 60 ára Magnús Guðmundsson, Baldursgarði 3, Keflavík. Sesselja Ólafía Einarsdóttir, Miðhúsum 6, Reykjavík. Tómas Þórhallsson, Þinghólsbraut 25, Kópavogi. 40 ára Ágústa Sigurbjörg Ingólfsdóttir, Hólmagrand 1, Sauðárkróki. Ágústa Þorkelsdóttir, Grandavegi 41, Reykjavík. Áslaug Helga Daníelsdóttir, Álfheimum 30, Reykjavík. Jóhanna M. Steindórsdóttir, Birtingakvísl 58, Reykjavík. Jón Alberts Kristjánsson Lyng, Fífuseli 9, Reykjavík. Magdalena Helga Óskarsdóttir, Hjallavegi 15, Reykjavík. Sigríður Heiða Bragadóttir, Otrateigi 28, Reykjavík. Svanhildur Benediktsdóttir, Borgarvegi 40, Njarðvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.