Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 T>V nn Verðlaun fyrir fjöldauppsagnir „Ef viðsemjendur taka það sem góða og gilda aðferö i kjarabar- áttu að verðlauna fjöldauppsagnir með kjarabótumf til þeirra sem þeim beita fram yfir aðra, þá er það væntanlega eitthvað sem hinn almenni launamaður hlýtur að fara að taka mið af í baráttu sinni." Halldór Björnsson, form. Dags- brúnar, í DV. Hjálparlaus Keikó „Að setja hann (Keikó) í opið | haf og láta hann sjá um sig sjálf- ' an er eins og að senda borgar- f ungling vestur á Homstrandir \ og láta hann hafa ofan af fyrir J sér á eigin spýtur án allrar hjálpar." Ingvar Emilsson haffræðingur, í Morgunblaðinu. Heilsuspillandi þingflokkur „Ég verð að segja það alveg 1 eins og er að það | var mikill léttir | fyrir mig að segja \ skilið við þing- ! flokk Kvennalist- ans eftir allan vitleysisganginn f þar. Veran varf beinlínis orðin I heilsuspillandi." Kristin Ástgeirsdóttir alþingis- maður, i Degi. | Skítabransar „Ef ég hefði ekki farið út íf kvikmyndagerð hefði ég likleg-1 ast farið út í tónlistina þótt það sé sami skítabransinn, enda- laust hark.“ 1 Dagur Kári Pétursson, í DV. Eðlilegur íslendingur „í vetur verð ég bara eölileg- ur íslendingur á * ný, stunda mína vinnu og æfi \ körfubolta í frí- f tímanum." } Herbert Arnarsson, i kominn heim úr atvinnumennsk- unni, i DV. Skemmtilegastur... „Mér fannst þetta skemmti- C legasti landsleikur sem ég heff séð lengi.“ 1 Bjarni Sigurðsson knattspyrnu- maður, um landsleik íslands og Lettlands. ..leiðinlegastur „Þetta var sennilega leiðin- 1 legasti landsleikur sem ég hef ? farið á.“ | Andri Sigþórsson knattspyrnu- maður, um sama leik, i DV. 11 StGALOAR- RENOUR í ElWSöfr ÉG-SR&ÐI Í m ffTÚM W EHVfE1<T WHFfFrr FYRKEN NQR6MENW EfD BÚNIR RÐ MÓR FYRIf?(KKOR ÖþRUVÍSl SlÚJni? TIL Hi/RLVEJÐÐR EN SKUTLRNR SFM DETR WOTR TIL HVfiLVEIPff DV, Vesturlandi: „Þau ummæli Erich Hoyt sem greint var frá fyrir skömmu í DV, að stórhvalamiðin út af Snæfells- nesi væru með þeim bestu í heimi og þau bestu í Evrópu, sýna ótví- rætt að við erum á réttri leið. Vissu- lega eykur það manni bjartsýni að fá jafnjákvæða og afgerandi hvatn- ingu frá jafnþekktum aðila og Erich Hoyt, en hann er meðal þekktustu og virtustu hvalasérfræðinga í heimi. Það verður að viðurkennast var í Svanborg Siggeirsdóttir, forstjóri Eyjaferða: Stórtækifæri í stórhvalaskoðun skortir oft bæði skilning og þolin- mæði fiármagnseigenda til þess að sjá árangurinn koma i ljós. Við munum í lok þessa sumarúthalds vinna að því að kynna ýmsum aðil- um hugmyndir okkar og framtíðar- möguleika, sem eru stórkostlegir, með það í huga að velja okkur áhugasama meðeigendur." Áhugamálin eru fiölmörg, en vissulega taka ferðamálin drjúgan tíma. Svanborg er kennaramenntuð og stundaði kennslu í Stykkishólmi i nokkur ár en hefur verið formað- ur ferðamálanefndar Stykkishólms- bæjar um langt skeið. Enn fremur hefur hún setið í stjóm Ferðamála- samtaka Snæfellsness og um tíma í Ferðamálaráði íslands. Hún hefur tekið þátt í fiölmörgum stefnumark- andi verkefnum á sviði ferðamála. „Stykkishólmur og allt svæðið hér í kring hefur upp á alveg óþrjótandi möguleika að bjóða fyrir ferðafólk og fiölskyldur. Ég brenn alveg í skinninu með að vinna að því að koma einhverju af þvi á koppinn og er alltaf tilbúin til skrafs og ráða- gerða ef einhverjir röggsamir vilja spreyta sig. Vissulega hefði ég ekki komist svona langt án aðstoðar fiöl- skyldunnar og þá sérstaklega eigin- mannsins sem er aðalhugmynda- smiður að mörgu því sem við höfum verið að gera, enda innfæddur Breiðfirðingur. Þau hjónin eiga fiögur börn. Syn- ina Ágúst og Siggeir og dæturnar Unu Kristínu og Lám Hrönn. Böm- in hafa öll tekið þátt í þessu ævin- týri en mismikið. Sérstaklega hefur Siggeir unnið með þeim en hann er nú aðalskipstjóri Siggeirsdóttir. Eyjaferða ásamt Birgitta. foður sínum. -DVÓ nú að nokkur glímuskjálfti okkur er við ákváðum að bæta við þessum þætti inn í okkar annars rótgróna rekstur sem er , skoðunarferðir um eyjasund frá Stykkis- hólrni," segir Svanborg Sig- geirsdóttir, for- stjóri Eyjaferða í Stykkishólmi. Svanborg og eig- inmaður hennar, Pétur Ágústsson skipstjóri, stofnuðu og hafa rekið Eyjaferðir óslitið frá 1986, en þá ákváðu þau hjónin að reyna við ferðaþjónustu á þessu sviði sem vissulega var nokkuð óhefðbundin á þessum árum. Þau höfðu rekið hefðbundna útgerð um langt árabil, en með tilkomu kvóta- kerfisins skorti verkefni yfir sumar- Maður dagsins tímann, því var ráðist í að kanna hvemig feröamenn tækju þeim möguleika að fá tækifæri í skipu- lögðum skoðunarferðum til þess aö skoða þá undraver- öld sem Breiðafiaröareyj- ar em. „Að vera eina fyr- irtækið sem rís undir því að standa undir nafni sem stórhvalaskoðunar- fyrirtæki á íslandi ásamt því að geta boðið bestu skip hefur vissulega kostað miklar fómir. Við erum að vissu leyti komin frEim úr okkur sjálfum og höfum því ákveðið að finna okkur sam- starfsaöiia eða meðeigendur til þess að létta róðurinn og klára málið á þann hátt sem til er stofnað. Það er því miður svo að í þessu sem og mörgu öðru frum- kvöðla- starfi Svanborg DV-mynd Sigríður Aðalsteinsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson halda tónleika á Akureyri f kvöld. eftir Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Schubert, Schu- mann, Brahms, Mozart og Rossini. Sigríður Aöalsteinsdóttir hefur stundað nám við óp- erudeild tónlistarháskólans í Vín. í haust mun Sigriður syngja hlutverk Chembinos i Brúðkaupi Fígarós í upp- færsiu háskólans í Vín. Hulda Björk Garðarsdóttir * ■ ■■ Myndgátan Tvær söngkonur Tónlelkar Sigríður Aðalsteinsdóttir messósópran og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Kristinn Öm Kristinsson halda tónleika í Deiglunni á Akureyri i kvöld kl. 20.30. Á tónleikunum verður flutt blönduð dagskrá með þekkt- um íslenskum og erlendum sönglögum og óperuaríum lauk námi við Royal Academy of Music í vor. Næsta vor mun Hulda Björk syngja hlutverk Danae í Die Liebe der Danae eftir Ric- hard Strauss hjá Garsington Opera Company. Kristinn Öm Kristinsson píanóleik- ari starfar við tónlistarskóla Suzuki-sambandsins. Vaskleika drengir Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. KR og Valur, sem á myndinni eig- ast við f bikarkeppninni, eru efst og jöfn f meistaradeild kvenna. Fjórir leikir í kvenna- boltanum Mikil spenna er komin í meist- aradeild kvenna þar sem KR og Valur eru efst og jöfn að stigum. Þau eiga bæði leik í kvöld þegar heil umferð fer fram í meistara- deild kvenna. KR á heimaleik gegn Stjömunni og Valur fer til Hafnarfiarðar og leikur gegn Haukum. Líklegt verður að telja að bæði Valur og KR sigri. Aðrir leikir era Breiðablik-Fjölnir, sem fram fer i Kópavogi, og ÍA-BV sem fram fer á Akranesi. íþróttlr Tveir leikir em í 1. deild karla í kvöld, á Reyðarfiarðarvelli leika KVA og FH og verða FH-ingar að vinna ætli þeir að gera sér vonir um setu í úrvalsdeildinni næsta ár. Víkingur, sem er í ööru sæti deildarinnar, leikur á heimavelli gegn HK. í kvöld eru einnig þrír leikir í 1. deild kvenna. í Grinda- vík leika Grindavík-FH, á Akur- eyri ÍBA-Hvöt og á Dalvik Leift- ur/Dalvík-Tindastóll. Allir leikir kvöidsins hefiast kl. 19. Bridge Franski unglingalandsliðsspilar- inn Julien Geitner sýndi skemmti- leg tilþrif í vöminni gegn fiórum hjörtum í árlegri tvímennings- keppni í Biarritz í síðasta mánuði. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og enginn á hættu: 4 10843 4* D4 4- 86 * ÁK653 * 976 44 K8 * G1095 * 10984 4 KG2 4» ÁG10652 -f ÁD43 * - Suður Vestur Norður Austur Cronier Geitner Koume. Fonten. 1M pass 1 * pass 2 ♦ pass 2 »4 pass 4 v p/h Geitner valdi að spila út trompi í upphafi og sagnhafi setti drottning- una í blindum. Hann yfirdrap síðan kóng austurs á ásinn og tók tromp- in af andstöðunni. Austur henti spaðasexunni í þriðja trompið (frá- vísun). Þá spilaði sagnhafi spaða- gosa sem fékk að eiga slaginn! Sagnhafi spilaði næst spaða- kóngnum sem Geitner drap á ás, tók slag á drottninguna og spil- aði tígulkóngnum! Sagnhafi gat ómögulega komist inn i blindan til þess að taka þar frislagina í laufi og varð að gefa tvo slagi á tígul í lokin. Ef vestur fellur í þá freistingu að drepa spaðagosa á drottningu, verð- ur hann að spila sig út á tígli. Sagn- hafi er þá með vinning í spilinu ef hann drepur þann slag, gefur einn slag á tígul, drepur þriöja tígulinn og spilar spaðakóngnum. Vestur verður þá endaspilaður, hvort sem hann drepur strax eða síðar á spaðaásinn. ísak Örn Sigurðsson * AD5 44 973 4 K72 * DG72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.