Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 7 Vestfirskur kandídat Meðal félaga Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum er eindreg- inn stuðningur við sameiginlegt framboð. Þingmaður flokksins, Kristinn H. Gunnarsson, hefur hingað til ekki lýst yflr mikilli hrifn- ingu með þau áform. Hins vegar er ekki hörguli á sterk- um frambjóð- endum og á ísa- flrði munu æ fleiri Alþýðu- bandalagsmenn vilja sjá Smára Haraldsson, kennara við MÍ og fymun bæjarfulltrúa, við hlið Sighvats Björgvinssonar á sameiginlegum lista. Smári er talinn ekki fráhverfur framboði ef þær aöstæður skapast... Álfasögur Mikill meirihluti íslendinga trúir á álfa og huldufólk eins og kannanir DV hafa sýnt. Á vegum Álfaskólans, sem Magnús H. Skarphéðinsson rekur, er nú unn- ið að söfhun sagna um bæði álfa og huldufólk sem ætlunin er að gefa út fyrir næstu eða þarnæstu jól. Magnús skóla- stjóri er um þessar mundir á ferðalagi um landið til að safna sögum og mun hafa orðiö vel ágengt... Vestfirskt ráðherraefni Á Vestfjörðum óttast sjálfstæð- ismenn að framboð Sverris Her- mannssonar geti leitt til þess að annar þingmaður þeirra tapist. Þeir telja að besta leiðin til að kveða Sverri í kútinn sé að á landsfundi flokksins verði dregið úr ein- dregnum stuðningi flokksins við óbreytt kvótakerfi og að tekin verði af tvimæli um að skipt verði um sjávarútvegs- ráðherra eftir kosningar. í stað Þorsteins Pálssonar hafa þeir sjálfir sterkan kandídat. Einar K. Guðfinnsson er vaxandi stjama og Vestfirðingar telja að væri hann opinber kandidat í embættið myndi það rústa fylgi Sverris og tryggja kjör Einars Odds Kristjánssonar í öðru sætinu... Þorvaldur í sigtinu Innan raða stuöningsmanna Sverris Hermannssonar gerast raddir æ háværari um að Þor- valdur Gylfason, prófessor í hagfræði við Há- skóla íslands, verði fenginn til liðs við hreyf- ingu þeirra. Margir telja víst að með Þorvald innan- borðs geti framboðið teflt fram sterkum manni Reykjavík og ljóst er að ýmsir væm tilbúnir að Ijá honum at- kvæði sitt. Enn sem komiö er hefur Þorvaldur ekki gefið mikið út á slíkar hugleiðingar opinber- lega en hugmyndir hans um fisk- veiðistjórn þykja mjög áþekkar þeim sem Sverrismenn hafa teflt fram ... Umsjón Kjartan B. Bergþórsson Netfang: sandkorn @ff. is Fréttir Kom ekki gæludýrunum sínum heim: Dýrin koma á réttum tíma Ég er auðvitað mjög ánægður með að þetta mál leystist," segir Arnar Gunnarsson sem átti í mikl- um erfiðleikum með að koma gælu- dýnmurn sínum heim frá Ítaiíu þar sem hann var i námi síðasta vetur. Sagt var frá því í DV í siðasta mán- uði að Arnar sæi fram að bíða í hálft ár eftir að komast heim þar sem ekkert laust pláss væri fýrir tvo boxer-hunda hans og tvo ketti hjá einangrunarstöð gæludýra í Hrisey. í dag hafa málin hins vegar leyst á þann veg að Amar kemst heim eins og hann ætlaði sér og þarf engar áhyggjur að hafa af gæludýrunum sínum. „Hundamir komast heim í ágúst í stað desem- ber og kettimir komast heim tveim- ur mánuðum fyrr en ætlað var. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem komu að þessu máli og ég vil einnig koma því á framfæri að Stef- án, sem sér um gæludýrastöðina í Hrísey, var einkar hjálplegur,“ seg- ir Amar. Hann sagði nauðsynlegt að setja öll þessi mál i endurskoðun og margir hefðu nefnt möguleikann á því að setja upp sóttkví á milli Reykjavíkur og Keflavíkur svo ekki þyrfti að þvælast með dýrin yfir allt landið til þess að koma þeim í ein- angrun. Boxer-hundarnir komast heim á réttum tima. Mál hafa þvf farið á betri veg en á horfðist. FLÖSSER BÍLAPERUR! 2.290. VINTERSPORT ÞlN FRfSTUNO - OKKAR FAG BlLDSHÖFÐA - Bíldshöfða 20 - Slmi: 510 8020 Einangrunarstöðin í Hrísey: Styttri biðtími Stefan Bjömsson, rekstrarstjóri ein- angrunarstöðvar gæludýra I Hrísey, sagði að biðhstinn hefði styst nú frá því sem var. „Ástæðan er einfóld. Fólk læt- ur skrifa sig á biðlista og hættir svo við þegar kemur að því,“ segir Stefán. Núna væri biðlisti ffarn í janúar og hann hefði því styst um einn til tvo mánuði. Hund- amir hans Amars gætu því komist heim fyrr en ætlað var í fyrstu. „Það hefur komið fyrir að búr hafi verið tóm héma vegna þess að fólk hefur skráð sig af lista með skömmum fyrirvara." Stef- án segir að eftir mánuð verði starfsemi einangrunarstöðvarinnar tekin til end- urskoðunar hjá landbúnaðarráðuneyt- inu og vonaðist eftir farsælli lausn þeirra mála. Vinnuskóli Reykjanesbæjar: Færri nemendur vegna góðæris DV, Suöurnesjum: Ragnar Öm Pétursson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjanesbæjar, lagði fram nýlega tölulegar upplýsingar um skrán- ingu nemenda í skólann og helstu verk- efni sem nemendur hafa unnið að. Tölu- verð fækkun er á nemendum í ár miðað við sumarið 1997. Alls er 115 nemendum færra í sumar en í fyrra. Ragnar Öm telur að þessi fækkun sé fyrst og fremst vegna góðs atvinnu- ástands á svæðinu. Ragnar Öm segir enn fr emur að í haust yrði gerð könnun meðal nemenda þar sem spurt yrði með- al annars hvar þau hafi fengið vinnu í sumar og hve lengi. Reykjanesbær hefur tekið stakka- skiptum á undanfómum árum hvað varðar græn svæði og hjárækt í sveitar- félaginu. Nemendur skólans vinna að fegrunarframkvæmdum sveitarfélagsins á ýmsan máta og gera það vel. -ÆMK Sótt 16" m/t\’eim áleggsteg. aðeins 940 kr. t'f sáliar *v«r 16" [iziitt fm*.t 2S9 *». afslittur. 18" mlt\>eim áleggsteg. aðeins 1080 kr. EJ séttar *r« tvarr 18," fiziitr fnrst iQQ kr. u u k a afs I á 11 ur TZetfkjapik 5Ó8 4848 ■KzKLifnazfjötdut 56? 157? 18" m/þrem áleggsteg. 12" hvítlauksbrauð, 21. Coke og hvítlauksolía aðeins 1890 kr. 16" mlþrem áleggsteg. aðeins 1280 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.