Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 13 Fréttir Eir ehf. heildverslun - Bildshófða 16 •simi 587 6530 •Fax 587 65- Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og byggingafulltrúa Skagafjarðar í vett- vangsferð vegna Þverárfjallsvegar í Laxárdal á Skaga. afsl sttur Fæöingarbær Jóns Sigurössonar, Hrafnseyri: Þar er blandað sam- an nýju og gömlu DV, Vestfjörðum: „Það hefur verið mikil umferð hér í sumar. Það kemur mikill §öldi ferðamanna til að skoða bæði safn Jóns Sigurðssonar og þennan endurgerða fæðingarbæ hans. Við bjóðum upp á kaffi og hinar þekktu Hrafnseyrarvöfflur auk þess sem fólk getur fengið súpu og brauð sem að sjálfsögðu er heima- bakað,“ segir Jóna Sigurjónsdóttir, húsfreyja í fæðingarbæ Jóns Sig- urðssonar á Hrafhseyri við Amar- Qörð. Á undanfórnum árum hefur ver- ið mikið gert til að halda á lofti og heiðra minningu frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar. 1980 opnaði Vigdís Finnboga- dóttir formlega safn Jóns Sigurðs- í hinum nýja fæðingarbæ Jóns Sig- urðssonar á Hrafnseyri er blandað saman gömlu og nýju. Hér er Jóna Sigurjónsdóttir í „gamla eldhús- inu“. DV-mynd Guðmundur sonar og var þá haldin þar mikil hátíð. Á árlegri Hrafnseyrarhátíð 17. júní 1997 var vígður fæðingar- bær Jóns Sigurðssonar. Bærinn er byggður á grunni þess bæjar er Jón fæddist í og var leitast við að hafa hann sem mest í upprunalegri mynd. Þó er blandað þar saman gömlu og nýju. Nýi bærinn er t.d. raflýstur og upphitaður auk þess sem komið hefur verið fyrir eld- húsi að kröfu nútímans til að sinna greiðasölu á staðnum. Bærinn er alveg byggður frá grunni á tóftunum af fæðingarbæ Jóns Sigurðssonar, Það mótaði hér fyrir öllum veggjum. Gamli bær- inn var að öllum líkindum byggð- ur eftir teikningu sr. Gunnlaugs í Vatnsfirði við Djúp. Gunnlaugur var fyrstur til að gera teikningar að burstabænum, eins og við þekkjum hann, strax árið 1791. Sig- urður Jónsson, faðir Jóns.’byggði bæinn hér um aldamótin 1800 og stóð hann allt til ársins 1902 þegar hann var jafnaður við jörðu. Húsa- skipan í nýja húsinu er sú sama og var: Þó er nýja húsið eilítið hærra en gamli bærinn, íslendingar hafa jú að meðaltali hækkað um 20 sm frá þvi að Sigurður byggði hér. Sjálf hef ég búið hér á baðstofuloft- inu í sumar og kann því mjög vel,“ sagði Jóna húsfreyja. -GS Fara í samvinnu: íslensk rækju- verksmiðja í Kanada Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. og Básafell hf. á ísafirði hafa ákveðið að koma upp rækjuverk- smiðju í St. Anthony á Nýfundna- landi, í samvinnu við kanadískt fyrirtæki. FH og Básafell munu eiga um 25% hlutafjár í fyrirtæki sem stofnað veröur um hina nýju verksmiðju. Þaö er sjávarútvegs- fyrirtækið Clearwater sem verð- ur í samvinnu við FH og Básafell. Það er eitt öflugasta sjávarútvegs- fyrirtækið í Kanada, með um 15 milljarða króna veltu. Það gerir út um 30 skip og á níu fisk- vinnslustöðvar í Kanada. Um 1500 manns starfa hjá fyrirtæk- inu. Vorum að taka upp miklð úrval af vörum fyrir austurlenska matargerð t.d. Jasmine hrísgrjón, sósur, núðlur o.fl. Þverárfjallsvegur í Skagafiröi: Styttir leiðina frá Blönduósi til Sauðárkróks um 26 km DV, Skagafirði: Vegagerðin á Sauðárkróki hefur undanfarið unnið að mælingum fyrir nýju vegarstæði fyrir svokailaðan Þverárfjalisveg í Skagafirði og Austur- Húnavatnssýslu. Kynnti Vegagerðin áætlanir sínar fyrir umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðarhéraðs fyrir skömmu. Þó svo að endanleg veglína liggi ekki alveg fyrir er undirbúnings- vinna langt komin og stendur umhverf- ismat vegna þessarar framkvæmdar nú yfir. Standa vonir til að hægt verði að skiia umhverfismati til skipulags- stjóra ríkisins eftir næstu áramót. Þverárfjaiisvegur verður um 36 km langur. Hann nær frá Sauðárkróki yfir Laxárdalsheiði fram Laxárdal yfir Þverárfjall og niður Norðm-árdal og á þjóðveginn milli Blönduóss og Skaga- strandar. Hann mun stytta leiðina milli Sauðárkróks og Blönduóss um 26 kíló- metra og af Króknum til Skagastrand- ar um 40 km. 1 áætlunum sem fyrir hggja er gert ráð fyrir 160 milljón króna fjárveiting- um til vegarins á árunum 1999-2002 og samkvæmt þeim er áformað að fram- kvæmdir geti hafist árið 2000. Ekki hggur enn fyrir endanleg kostnaðar- áætlun fyrir aha ffamkvæmdina en lík- legt að kostnaður liggi á bilinu 500-600 mihj. króna, þá er að sjálfsögðu gert ráð fyrir vegi með tveimur akreinum lögðum bundnu shtlagi. -ÖÞ ^ Takiðþáttí \ krakkapakkaleik Kjörís og DV! Klippið út Tígra og límið á þátttökuseðil sem fæst á næsta sölustað Kjörís krakkapakka. Sendið svo inn ásamt strikamerkjum af krakkapökkum. ^ Nöfn vinningshafa birtast í DV á miðvikudögum. KUPPTU ÚT' af pizzum - taktu með eða snæddu á staðnum Opið 11-23.30 og til 01.00 um helgar 0,51 ákr. 299 Engihjalla 8 Sími 554 6967 Gildlr einungis í Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.