Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 17 íþróttir Bland í poka Nýliöar 1. deildar liös Selfoss í handbolta hafa gert samninga viö tvo sterka leikmenn. Þaö eru Ármann Sigurvinsson línumaður, sem kemur úr Fram, og Robertas Pauzuolis, lit- háíski landsliðsmaöurinn sem spilaði með iBV síðasta vetur. Þorkell Guöbrandsson, handknatt- leiksmaður úr Aftureldingu, leikur með þýska 2. deildar liðinu Cottbus í vetur. Christian Dailly, skoski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu, var í gær seldur frá Derby County til Black- bum fyrir 600 milljónir króna. Hann á að leysa af hólmi Colin Hendry sem er kominn til Glasgow Rangers. Blackburn reyndi líka að kaupa enska landsliðsmanninn Sol Camp- bell frá Tottenham og bauð 1.200 mill- jónir króna. Christian Gross, stjóri Tottenham, hafnaði boðinu og sagði að Campbell væri ekki til sölu. Tottenham hefur hins vegar mikinn hug á að kaupa Ole Gunnar Sol- skjcer frá Manchester United. Líklegt er taliö aö Solskjær veröi leyft aö fara eftir að United keypti Dwight Yorke í gær. Colin Cooper fór í gær frá Notting- ham Forest til Middlesbrough fyrir 300 milljónir króna. Johan Mjallby, sænskur landsliðs- maöur hjá AIK, er undir smásjánni hjá Liverpool sem er tilbúið til að borga 240 miUjónir fyrir hann. Ronaldo hinn brasilíski mætti í morgun á sína fyrstu æfmgu hjá Int- er á ítallu eftir heimsmeistarakeppn- ina. Hann kom frá Brasilíu í gær og sagðist hafa átt sitt besta frí á ævinni. Heerenveen vann Twente, 1-0, í opn- unarleik hollensku úrvalsdeildarinn- ar i knattspymu í gærkvöld. Fjórtánda umferó úrvalsdeildarinn- ar í knattspymu er leikin um helg- ina. Á morgun kl. 16 leika Grinda- vík-ÍA og Valur-ÍBV og á sunnudag kl. 17 mætast ÍR-KR og Leiftur-Þrótt- ur. Á sunnudagskvöld kl. 20 mætast síðan Fram og Keflavík. -ÓÓJ/VS . DEILD KARLA Breiðablik 14 11 0 3 28-11 33 Víkingur 13 7 4 2 23-14 25 Fylkir 14 7 3 4 25-19 24 KA 14 6 3 5 16-19 21 FH 13 6 2 5 19-14 20 Skallagr. 14 5 4 5 25-25 19 Stjaman 14 5 4 5 12-14 19 KVA 13 5 3 5 16-14 18 Þór 14 2 2 10 14-25 8 HK 13 1 1 11 16-39 4 í kvöld lýkur 14. umferð með tveimur leikjum. Vikingur og HK leika í Vik- inni og KVA mætir FH á Reyðarfirði. 2. DHLP KARLA Víðir-Fjölnir ...............5-0 Grétar Einarsson 3, Hlynur Jóhanns- son, Sigmar Scheving. Leiknir R.-Selfoss ..........2-2 Óskar Alfreðsson, Amar Halldórsson - Njörður Steinarsson, Tómas Ellert Tómasson. Ægir-Völsungur...............3-4 Erlendur Þór Gunnarsson 2, Ólafur H. Ingason - Arngrimur Amarson 2, Baldur Aðalsteinsson, Hallgrímur Guðmundsson. KS-Tindastóll................0-0 Víðir 15 14 0 1 46-13 42 Leiknir R. 15 8 3 4 27-18 27 Dalvik 14 7 4 3 22-16 25 KS 15 6 5 4 20-22 23 Tindastóll 15 6 3 6 26-22 21 Völsungur 15 6 2 7 28-30 20 Ægir 15 6 0 9 32-34 18 Selfoss 15 3 3 9 27-36 12 ReynirS. 14 3 2 9 25-32 11 Fjölnir 15 2 2 10 16-46 11 Dalvik og Reynir mætast á Dalvik kl. 14 á morgun, laugardag. - glæsilegur síðari dagur Jóns Arnars, nema kringlukastið sem felldi hann af verðlaunapalli Frækin barátta Jóns Arnars Magnússonar í 1500 metra hlaupinu dugði honum ekki til að komast á verðlaunapall í tugþrautinni á Evr- ópumeistaramótinu í Búdapest í gær. En hann hafnaði i íjórða sæti sem er besti árangur íslands á EM frá árinu 1958 þegar Vilhjálmur Einarsson fékk bronsið i þrístökki. Jón Arnar átti harðan slag við Lev Lobodin frá Rússlandi um bronsið og þurfti að vera sekúndu á undan honum í hlaupinu til að ná settu marki. Jón Amar bætti sig um hvorki meira né minna en 9 sekúndur í hlaupinu, hljóp á 4:32,23 mínútum. Þaö var ekki nóg, Lobod- in náði að koma á undan honum í mark og nældi í bronsið. Erki Nool írá Eistlandi vann glæsilegan sigur í þrautinni og Eduard Hamalainen frá Finniandi fékk silfrið. Jón Amar fékk 8552 stig og var 21 stigi frá íslandsmeti sínu, en að- eins 19 stigum á eftir Lobodin. Það var fyrst og fremst kringlukastið sem eyöilagði fyrir Jóni. Þar náði hann aðeins einu gildu kasti sem var einungis 39,34 metrar. Tvö köst upp á 46 til 47 metra vora hins veg- ar naumlega ógild hjá honum. Með þeim gildum hefði silfrið verið hans og gullið skammt undan. Frábær síðari dagur fyrir utan kringluna Jón Amar náði góðum tíma í 110 metra grindahlaupinu, jafnaði besta árangur sinn í stangarstökk- inu, var við sitt besta í spjótkastinu og bætti sig rækilega í 1500 metmn- um. Frábær síðari dagur, ef kringl- an er undanskilin. Hún var hans banakringla. Vondur þegar kastið var dæmt ógilt „Ég er vissulega svekktur með aö hafa misst af verðlaunasæti. Með kringluna í lagi hefði ég verið í slag um gullið. Langstökkið og hástökk- ið hefðu líka mátt fara betur. Aftur á móti get ég verið mjög ánægður með 1500 metrana og 400 metrana, og með að hafa í þriðja skipti kom- ist yfir 8500 stigin á þessu ári,“ sagði Jón Arnar í samtali við DV í gærkvöld. „Fyrsta kastið í kringlunni var bara misheppnað. Síðan klúðraði ég öðra kastinu en þriðja kastið hélt ég aö væri gilt. Ég vissi ekki af því að ég hefði stigið rétt aðeins á brúnina og varð fokvondur þegar kastið var dæmt ógilt. En mynd- bandið tók af allan vafa, þetta var réttur úrskurður." Besta 400 m hlaup í 30 ár „Ég er hins vegar afar stoltur af 400 og 1500 metrunum. Tíminn sem ég náði í 400 metrunum er sá besti sem 8000 stiga maður hefúr náö í 30 ár, eða síðan Bill Tomey hljóp á betri tíma í þunna loftinu í Mexíkó 1968. í 1500 metrunum var gaman að vera loksins ekki í hópi síðustu manna heldur með þeim fremstu í flokki. Lobodin var bara sterkari en ég hélt svo þetta var ekki nóg. Nú er bara að búa sig undir loka- þraut ársins, í Talance í Frakklandi í september," sagði Jón Amar Magnússon. -VS Yorke mættur á Old Trafford Framhaldssagan um Dwight Yorke, knattspyrnumanninn snjalla frá Trínidad og Tobago, tók loks enda í gær. Hann skrifaöi þá undir fimm ára samning viö Manchester United sem greiöir Aston Villa 1.400 millj- ónir króna fyrir hann. Hann er þar með dýrasti leikmaöurinn í sögu Manchester United. Á myndinni skartar Yorke búningi félagsins í fyrsta skipti en hann fékk afhenta treyju númer 19. Mynd Reuter Vésteinn Hafsteinsson, landsliösþjálfari í frjálsum: Getur slegið heimsmetið - aödáunarverö frammistaöa Jóns á lokasprettinum Arnar aftur á bekkinn? Enskir fjölmiðlar gera því skóna að Amar Gunnlaugsson þurfi að setjast á varamanna- bekk Bolton á ný þegar liðið mætir Bradford i 1. deildinni í knattspymu á sunnudag. Arnar hefur verið í byrjun- arliðinu tvo síðustu leiki, spil- að á miðjunni og þótt með bestu mönnum. Nú er hins vegar Scott Sellars orðinn heill eftir meiðsli og reiknað er með að hann fari í sína gömlu stöðu á miðjunni, í stað Amars. -VS Byrjað gegn Finnum í Kópavogi Leikdagar íslands í undan- keppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik liggja nú fyrir. ísland byrjar gegn Finnum í Smáranum í Kópavogi 23. sept- ember og mætir þeim í Helsinki 26. september. Næst er leikið við Sviss i Aarau 21. október og í Laugardalshöll 25. október. Loks er leikið viö Ungverjaland í Laugardalshöllinni 25. nóvember og í Nyiregyháza 29. nóvember. -VS Vonlaust hjá Þór - eftir 1-3 tap gegn Skallagrími DV, Akureyri: 1-0 Örlygur Þór Helgason (8.) 1-1 Freyr Bjarnason (39.) 1-2 Hilmar Hákonarson (51.) 1-3 Sjálfsmark (64.) Þórsarar eiga nú aðeins töl- fræðilega von um að halda sér í 1. deild eftir 1-3 tap fyrir Skalla- grími í botnslag á Akureyri í gær- kvöld. Þórsarar byrjuðu leikinn fjör- lega og virtist hreint um einstefnu að ræða á mark Skallagríms, sem þó átti líka sín færi. Staðan í hálfleik var 1-1 og hefðu Þórsarar alveg getað skorað fleiri mörk og héldu því menn að þeir myndu klára þetta í seinni hálfleik. Allt púður var hins vegar úr Þórsurum og náðu Skallagríms- menn að skora strax eftir sex min- útur og heldu þeir áfram einstefn- unni á mark Þórsara. Það var eins og Þórsarar hefðu gefist upp. Þeir fengu þó upplagt tækifæri til að minnka muninn þegar Elmar Eí- ríksson lét verja hjá sér víti á 74. mínútu. Sigurjón Magnússon, þjálfari Þórsara, var rekinn upp í stúku á 65. mínútu fyrir orðbragð sem samkvæmt heimildum DV er ekki hafandi eftir. En Bragi Bergmann átti eftir að spjalda fleiri. Haraldur Hinriksson, Skallagrimi, var rek- inn út af með tvö gul spjöld á 72. mínútu. Alls vom gefin ellefu spjöld í leiknum, þar af tvö rauð. „Ég er mjög ánægður með þetta, mínir menn spiluðu vel og ekkert vandamál." sagði Ólafur Jóhann- esson, þjálfari Skallagríms, sem tók á ný við liðinu í vikunni. Maður leiksins: Bjöm Val- geirsson, Skallagrími. -JJ „Það er ekki annað hægt en að lýsa aðdáun á Jóni eftir þessa þraut. Eftir misheppnað kringlu- kast og nær vonlausa stöðu í kjöl- farið sýndi hann gífurlegan vilja og kraft í síðustu þremur greinunum og var aðeins 19 stigum frá brons- inu þegar upp var staðið. Að ná 8552 stigum með 39 metra í kringlu- kasti er ótrúlegt, nánast út i hött,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, lands- liðsþjálfari í frjálsum íþróttum, í samtali við DV í gærkvöld. „Þetta var, þrátt fyrir kringluna, ákveðin gegnumbrotsþraut hjá Jóni. Hans Akkilesarhæll hefur verið 1500 metra hlaupið, eins og reyndar hjá mörgum tugþrautar- mönnum, en nú kom það hjá hon- um og það boðar gott fyrir næstu tvö árin. Við Gísli Sigurðsson, þjálfarinn hans, emm komnir að þeirri niðurstöðu að Jón Amar hafi nú getuna til þess að slá heimsmetið á góðum degi. Ef hann nær því út úr sér sem hann getur í einni góðri þraut er raunhæfur möguleiki á að hann nái þvi ótrú- lega marki," sagði Vésteinn. í baráttu um gullið með gildum köstum Hann sagði að bæði ógildu köstin hjá Jóni í kringlukastinu hefðu verið á bilinu 46-47 metrar. „Með þau gild hefði silfrið verið í höfn og Jón hefði veitt Erki Nool harða keppni um gullið. Þetta var afskaplega naumt, við kærðum ógildinguna á lokakastinu til vonar og vara en töpuðum kærunni. Hann fór ekki fram fyrir hringinn, heldur upp á kantinn fyrir aftan, sem hefði verið í lagi ef kringlan hefði ekki verið enn í loftinu. Þetta var því eins hárfint ógilt og hugs- ast getur. Kringlan er mikil tækni- grein, það má lítið út af bregða, og Jón spennti sig of mikið. Hann var að reyna meira en hann réð við.“ Grátlegt en framtíðin er björt „Það er oft sagt að 4. sætið sé leiðinlegasta sætið vegna þess hve sárt það sé að missa af verðlaun- um. Það er mikið til í því en þegar maður hugsar málið betur er ekki hægt annað en vera ánægður með þátttöku Jóns hér í Búdapest. Það er reyndar grátlegt að hann skyldi ekki komast á verðlaunapall því getan var svo sannarlega til staðar, en framtíðin er björt hjá honum,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson. -VS Yala sagt upp hjá KA KA hefur sagt upp samn- ingnum við Karim Yala, alsírska hand- knattleiks- manninn sem lék með félag- inu síðasta vetur. Yala samdi til tveggja ára við KA fyrir síðasta tímabil. Hann var annar markahæsti leikmaöur liðsins í fyrra með 96 mörk í 1. deildinni en þótti mistækur. „Yala nýttist okkur ekki sem skyldi og því ákváðum viö að láta hann fara. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað við geram í staðinn," sagði Páll Alfreðsson, formaður hand- knattleiksdeildar KA, við DV í gærkvöld. -VS Fylkir pressar - vann Stjörnuna og sækir að Víkingi 0-1 Ómar Bendtsen (7.) 0-2 Mikael Nikulásson (25.) 1-2 Reynir Bjömsson (víti) (33.) 1- 3 Ómar Bendtsen (51.) 2- 3 Reynir Björnsson (viti) (81.) Fylkir gerði góða ferð í Garðabæ- inn í gærkvöld og sótti þrjú mikil- væg stig er liðið lagði Stjömuna að velli, 3-2. Með sigi'inum hafa Fylk- ismenn nú sett pressu á Víkinga i toppbaráttu 1. deildar, eru aðeins einu stigi á eftir í þriðja sæti, en Víkingur á leik til góða á móti HK í kvöld. Möguleikar Stjörnunnar á sæti í efstu deild að ári eru hins vegar hverfandi. Leikurinn í gær var jafn en leik- menn Fylkis vom mun hættulegri í sóknaraðgerðum sínum. í raun átti Stjarnan ekki færi í leiknum að heita mætti, mörkin hennar tvö komu eftir að varnarmenn Fylkis höfðu brotið klaufalega af sér inn- an vítateigs og gáfu heimamönn- um því tvær vítaspyrnur sem þeir nýttu. Leikmenn Fylkis vom hins vegar klaufar að bæta ekki við fleiri mörkum í seinni háifleik og fóm illa með nokkur dauðafæri. Spenna færðist hins vegar í leikinn undir lokin eftir að Stjaman skor- aði úr seinna víti sínu. Kristinn Tómasson átti góðan leik fyrir Fylki og mataði samherja sína með hættulegum sendingum og lagði hann upp 2. og 3. mark Fyikis. Ólafur Þórðarson var traustur sem aftasti maður og Ómar Bendtsen var ögrandi í sókn- inni. Hjá Stjörnunni var það helst Veigar Páll Gunnarsson sem átti góða spretti. Maöur leiksins: Kristinn Tóm- asson, Fylki. -ben Úrslitin á EM Tugþraut Erki Nool, Eistlandi....... 8667 Eduard Hamalainen, Finnlandi 8587 Lev Lobodin, Rússlandi .... 8571 Jón Arnar Magnússon, íslandi . 8552 Tomas Dvorak, Tékklandi .... 8506 Roman Sebrle, Tékklandi.... 8477 Sigurinn hjá Erki Nool er sögulegur því þetta eru fyrstu gullverðlaunEist- lands á Evrópumóti i 60 ár. 1500 m hlaup karla Reyes Estevez, Spáni.....3:41,31 Rui Silva, Portúgal......3:41,84 Fermin Cacho, Spáni .....3:42,13 800 m hlaup kvenna Jelena Afanasjeva, Rússlandi 1:58,50 Malin Ewerlöf, Sviþjóö....1:59,61 Stephanie Graf, Austurriki .. 2:00,11 10 km ganga kvenna Annarita Sidoti, Ítalíu.. 42:49,05 Erica Alfredi, Ítalíu...42:54,00 Susanna Feitor, Portúgal ... 42:55,00 Kúluvarp kvenna Viktoria Pavlysh, Úkraínu .. . 21,69 Irina Korzjanenko, Rússlandi . 19,71 Janina Koroltsjik, Hv-Rússlandi 19,23 Prístökk kvenna Olga Vasdeki, Grikklandi .... 14,55 Sarka Kasparkova, Tékklandi . 14,53 Tereza Marinova, Búlgaríu .. . 14,50 400 m grindahlaup karla Pawel Januszewski, Póllandi . . 48,17 Ruslan Masjtsjenko, Rússlandi 48,25 Fabrizio Mori, ttalíu......48,71 Birgir og Björg- vin iéku best Birgir Haraldsson og Björgvin Sigurbergsson léku best íslend- inganna á fyrsta keppnisdegi Evrópumóts áhugamanna í golfi sem hófst í Bordeaux í Frakk- landi í gær. Þeir voru báðir á 72 höggum og em i 49.-69. sæti af 148 keppendum. Sigurpáll Sveinsson lék á 74 höggum og er í 82.-101. sæti. Þórður Emil Ólafsson lék á 75 höggum og er í 102.-115. sæti, Kristinn Bjamason lék á 76 höggum og er í 116.-124. sæti en Ómar Halldórsson lék á 85 högg- um og vermir botnsætið við ann- an mann. Paddy Gribben frá írlandi var með forystuna að loknum fyrsta keppnisdegi, lék á 67 höggum. Á hæla honum koma tveir Eng- lendingar, Waiesbúi og Frakki sem allir era á 68 höggum. -VS íþróttir Árangur Greln 100 m hlaup Langstökk Kúluvarp Hástökk 400 m hlaup 110 m grind Kringlukast Stangarstökk Spjótkast 1500 m hlaup Heildarstig: 8552. íslandsmet: 8573. Jón Arnar Magnússon mundar stöngina í Búdapest i gær. Hann sýndi mikla seiglu í stangarstökkinu, fór yfir 5 metra í þriðju tilraun, flaug yfir 5,10 metra í fyrstu tilraun og átti góöa tilraun viö 5,20 metra. Mynd Reuter Aftur vann KA - lagði Blika og stöðvaði 8 leikja sigurgöngu 0-1 Niklas Larsson (71.) KA átti góða ferð í Kópa- voginn í gær með því að vinna topplið Blika, 1-0. Blikar eru nánast búnir að tryggja sér sæti í úrvals- deildinni þrátt fyrir tapið en hjá KA skildu endan- lega leiðir með falldraugn- um. Einhverjir sáu örugg- lega eftir því að hafa ekki sett leikinn á Lengjuseðill- inn sinn því stuðullinn var 6,40 á KA-sigur. Fyrri hálfleikurinn var nánast tíðindalaus og svo virtist að hvorugt liðið hefði metnað til að berjast fyrir stigunum þremur sem voru í boði. Blikar byrjuðu betur og fengu þau færi sem eitthvað er hægt aö minnast á. í seinni hálfleik hélt deyfðin áfram en þó mátti sjá batamerki á KA-liðinu sem var byrjað að berjast. Markið kom síðan á mikil- vægum tímapunkti fyrir Akureyringana en það gerði Svíinn Niklas Lars- son með góöu skoti eftir undirbúning Stefáns Þórð- arsonar á vinstri kanti. Blikar náðu ekki að rífa sig upp og í þeim færum sem þeir fengu stóð Eggert Sigmundsson markvörður vaktina vel. Leikurinn flaraði síðan út og annar sigur KA á Blikum í sum- ar var staðreynd í leik þar sem úrslitin vom nánast það eina markverða frá leiknum. KA getur nú státað af því að vera eina liðið sem Blikar unnu ekki í 1. deild í sumar. Blikar höfðu líka unnið 8 deildarleiki í röð fyrir leikinn og alla 6 heimaleiki sína. Þetta var einnig fyrsti sigur KA utan Akureyrar í sumar því 4 af 5 sigurleikj- um höfðu komið á heima- velli og sá fimmti á útivelli gegn nágrönnunum í Þór. Maður leiksins: Niklas Larsson, KA. -ÓÓJ Þór fær sterkan Úrvalsdeildarlið Þórs í körfu- knattleik hefur samið við banda- ríska leikmanninn Lorenzo Orr fyrir komandi tímabil og er hann væntanlegur til Akureyrar eftir viku. -JJ/VS Ekkert Kofíin - enginn hvitur sykur! 7>Í'-VJ*/ A>Ti Ý-í* í h A T< „Eftir að hafa prófað Carbo Lode hleðslu- kolvetni og notað Squeezy gelið í maraþoni erekki aftursnúið" Ingólfur Gissurarson íslandsmeistari í maraþoni 1995, 1996 og 1997 „Úr meðalmennsku á toppinn með orkudrykk frá Leppin" Leppin sport vörurnar fást um allt land i íþróttavöruverslunum, Hagkaupum/Nýkaupum og líkamsræktarstöðvum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.