Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 4
JÓLAKVÆÐI TRÚLEYSINGJANS LJÓÐ: STEPHAN G. STEPHANSSON StiO LÍTIL FSÉTT m FCfllMOi HAMS L,óifclSKph“G' s,'ph“ Am Om Am Om I É zjTf - J j r J lt i'^~i Svo lít - il frétt va-ar fæð- ing hans í fjár - hús jöt - u -u hirð - ingj - ans að 5 F Dm Am S7 E7 É r J ir r r =p- 'r r r ^ dag og ár- tal eng - inn reit, um ald - ur hans ei 9 Am Dm Am E7 Am nokk - ur veit. Um É É ald - ur hans ei nokk - ur sál a veit. Og jafnvel samtíð okkar enn sér ekki sína bestu menn, en bylting tímans birtir allt og bætir sumum hundraðfalt. Og bætir sumum aftur hundraðfalt. Því mótmælt hefði hans eigin öld, að afmælið hans sé í kvöld, og tengt þann atburð ársins við, að aftur lengist sólskinið. Að aftur fer að lengja sólskinið. En alltaf getur góða menn, og guðspjöll em skrifuð enn. Hvert líf er jafnt að eðli og ætt sem eitthvað hefur veröld bætt. Sem eitthvað hefur veröldina bætt. Stephan G. Stephansson var trúleysingi en hafði þaullesið biblíuna og kunni hana öðrum mönnum betur. Hann sendi jólakvœði f nýársblað Heimskringlu árið 1899. f því er viss þversögn að trúleysingi yrki jólakvœði enda kom á daginn að kvceðið var ekkert sérstaklega jólalegt. Hann nefndi það Eloi lamma Sabakhtani! en þetta eru orð Krists á krossinum: „Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?" Stephani finnst þessi orð eins geta átt við sig. Enda er umfjöllunin um boðskap Krists og hliðstœðuna við skáldið og bóndann, Með laginu hér að ofan em gefin fjögur erindi og þannig gæti það í sjálfu sér staðið sem jólakvæði við jólalag. Þess ber að geta að lagsins vegna var bætt við einni línu neðst sem er heldur lengri endurtekning á síðustu línu Stephans. Kvæðið byrjar sakleysislega á fæðingu frelsarans, litlum og hversdagslegum atburði sem enginn veitti athygli á þeim tíma. Strax í öðm erindi er vísun í samtímann: ,,[S]amtíð okkar enn sér ekki sína bestu menn.“ Stephan var farinn að nálgast fimmtugt og fannst líklega að samferðamennimir veittu honum ekki þá eftirtekt sem vert væri. Eins og trúleysingja er háttur minnir hann á að jól voru haldin hátíðleg í heiðnum sið. Hér em birt fyrst þrjú erindin og fyrsta erindi þriðja hluta. Alls er kvæðið 27 erindi. Smám saman verður Stephan beittari: „Um okurkarl og aurasöfn hans orð ei vóm gælunöfn.“ í næsta erindi segir: „Og bókstafs þræl og kredduklerk hann kærði fyrir myrkraverk.“ Undir lokin víkur hann að hlutskipti skáldsins: Og skáldið hreppir hlutfall það, sem hversdagslífíð þrengir að, sem hnígur undir önn og töf með öll sín bestu Ijóð í gröf. 4 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.