Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 14

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 14
I Vilhjálmur telur að merkustu ákvarðanir í peningamálum þjóðarinnar hafi komið inn bakdyramegin á Alþingi hafi þœr verið rœddar þar yfirhöfuð. Mynd: Páll Kjartansson. Þáttur Iðnaðarbanka í frelsinu Með heimild til að verðtryggja fjárskuldbindingar gátu lánastofnanir loks keppt við verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs, sem voru fram til þessa eina brjóstvöm sparifjáreigenda. Iðnaðarbankinn gaf út verðtryggð skuldabréf í skiptum fyrir skuldabréf með fasteignaveði. Vaxtakjörá skuldabréfum Iðnaðarbankans vom eins og Seðlabankinn heimilaði, svo og fasteignaveðskuldabréfin, en þar sem þau vom gefin út af þriðja aðila, ekki móttakanda verðtryggðu skuldabréfa bankans, var hægt að reikna út aðra ávöxtunarkröfu en samkvæmt nafnvöxtum bréfanna. Handhafi verðtryggðu bankabréfanna seldi þau til lífeyrissjóðs eða annarra með svipuðum útreikningum, þannig að í viðskiptunum fólust markaðsvextir án afskipta Seðlabanka. Stjómvöld stóðu frammi fyrir því að ákæra sparifjáreiganda fyrir að okra á banka sem hefðu einungis verið broslegir tilburðir til að verja úrelt kerfi sem var orðið skaðlegt fyrir efnahagslífið. Skömmu síðar hófu verðbréfasjóðir Kaupþings h f. og Verðbréfamarkaðar Fjár- festingafélagsins hf. starfsemi sína. Allt vom það heiðvirðir menn, sem stóðu að þessum viðskiptum. Aður var slíkum viðskiptum lýst í kvæði Tómasar Guðmundssonar, Hótel Jörð: Þá verður oss Ijóst, að jramar ei jrestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls sem lífið lánaði, dauðinn krefst, í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. S/cýring: Metúsalem og Pétur; fjármálamenn í Reykjavík. Vaxtafrelsi án lagasetningar í lögum um Seðlabankann frá 1961 sagði: „Seðlabankinn hefur rétt til að ákvarða hámark og lágmark sem innlánsstofnanir mega reikna af innlánum og útlánum.“ Með sameiginlegri ákvörðun starfandi forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem þá var utan ríkisstjómar, og bankastjómar Seðlabankans í ágúst 1984 var innlánsstofnunum falið að ákvarða eigin vexti í viðskiptum sínum. Forsætisráðherra var í fríi þegar ákvörðunin var tekin. Seðlabankinn hafði heimild til íhlutunar ef vextir keyrðu úr hófi og yrðu langt umfram það sem gerist í viðskiptalöndum Islands. Aldrei kom til slíkrar íhlutunar. Með því var komið vaxtafrelsi og starfskilyrði sett íyrir virkan fjármálamarkað. Ákvörðunin var ekki talin þurfa frekari lagastoð. Hugsanlega hafa einhverjir þingmenn talið nauðsynlegt að breyta lögum um Seðlabankann. í raun var vaxtafrelsi komið á, án þess að slík ákvörðun væri rædd á Alþingi en víst er að afleiðingamar voru ekki fyrirsjáanlegar. Seðlabankinn stofnaði „kaupþing", Verðbréfaþing Islands, árið 1985 en þar vom skráð spariskírteini. Verðbréfaþing er í dag Kauphöll Islands hf. Kaupþingsstarfsemi var þó meðal lögbundinna verkefna Seðlabanka Islands í lögunum frá 1961. Með því að afnema hömlur á erlendum lántökum og síðar frelsi í fjármagnsflutningum komst endanlega á forsenda fyrir markaðsvöxtum sem tóku mið af vöxtum erlendis. Fyrsta skerf inn í nútímann: Alþjóðagjaldeyrissjóö- urinn og Alþjóðabankinn Rétt er að minna á þær alþjóðastofnanir, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann, sem tryggðu stöðugleika í gjaldeyrismálum heimsins á áranum eftir síðari heimsstyrjöldina. Sáttmálar þessara stofnana vora samþykktir af fulltrúum þeirra þjóða sem töldu sig verða í sigurliði síðari heimsstyrjaldarinnar. Samkomustaðurinn var í Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum. Sáttmálamir voru lagðirfyrir Alþingi til staðfestingar haustið 1944. ÓlafurThors forsætisráðherra mælti fyrir staðfestingu í neðri deild Alþingis og Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri og fúlltrúi á Bretton Woods fundinum, mælti fyrir staðfestingu í efri deild Alþings. Sáttmálamir vora staðfestir umræðulaust og án mótatkvæða. Ályktun: Alþingi rœður ekki við peningaókvarðanir Afþvísemaðframanersagtmádragaeinameginályktun.Peningamál og gengismál og stórar ákvarðanir varðandi þá málaflokka vora ekki eðlilegt verkefni Alþingis á síðustu öld. Alþingi stóð oftar en ekki andspænis orðnum hlut án þess að geta haft áhrif á ferlið. Einhverjum kann að þykja gott að þróun hafi átt sér stað undir sveigjanlegri löggjöf. Það er hins vegar verra ef evra verður gjaldmiðil! okkar án þess að Alþingi taki um það formlega ákvörðun. Atvinnulíf í landinu getur ekki lengi búið við það að sveiflur í gengi krónunnar gagnvart erlendri mynt séu 10-15% innan árs. Einstök fyrirtæki geta nú tekið erlenda mynt sem bókfærslumynt. Ekki er vitað hve stór hluti landsframleiðslu er færður í erlcndri mynt en það mun aukast frá því 14 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.