Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 8

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 8
í Eimreiðarhópnum voru á annan tug manna. Þeirra á meðal voru Magnús Gunnarsson, Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Geir H. Haarde, Kjartan Gunnarsson, Jón Ottar Ragnarsson (sonur Ragnars í Smára), Hrafn Gunnlaugsson, Baldur Guðlaugsson, Brynjólfur Bjamason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Gunnlaugur Claessen, Þór Whitehead og Þráinn Eggertsson. Þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson var ráðinn blaðamaður Eimreiðarinnar að tillögu Kjartans Gunnarssonar haustið 1973, bættist hann í hópinn. Næstu tvö árin komu út nokkur Eimreiðarhefti, sem vöktu mikla athygli, meðal annars með viðtölum við Ragnar Jónsson í Smára og Sigurð Lfndal prófessor. Eimreiðarmenn voru allir virkir í starfi Sjálfstæðisflokksins og fjölmenntu á þing Sambands ungra sjálfstæðismanna á Egilsstöðum haustið 1973, þar sem þeir studdu Bjöm Bjamason til formanns, en Friðrik Sophusson varð þá hlutskarpari. Enginn málefnaágreiningur var þó milli Eimreiðarhópsins og Friðriks og stuðningsmanna hans, en Friðrik var einn helsti forystumaður annars hóps, sem hittist líka reglulega í hádeginu þessi árin og löngum síðar, og vom þar meðal annarra Birgir ísl. Gunnarsson, Olafur B. Thors, Ragnar Kjartansson, Björgólfur Guðmundsson, Páll Bragi Kristjónsson, Pétur Sveinbjamarson, Ellert B. Schram, Jón Magnússon og Valur Valsson. Höfðu margir úr þeim hópi haslað sér völl í atvinnulífinu. Eimreiðarmenn höfðu sumir unnið á Morgunblaðinu, til dæmis þeir Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson, og vom allir stuðningsmenn Geirs Hallgrímssonar í baráttu hans við Gunnar Thoroddsen um forystuhlutverk í Sjálfstæðisflokknum eftir óvænt fráfall Bjama Benediktssonar sumarið 1970. Fór sú barátta þó aðallega fram á bak við tjöldin. Geir sigraði Gunnar í varaformannskjöri á Iandsfundi 1971 og varð formaður Sjálfstæðisflokksins 1973, þegar Jóhann Hafstein missti skyndilega heilsuna. Eftir kosningasigur Sjálfstæðisflokksins sumarið 1974 myndaði Geir ríkisstjóm. Það olli gremju Eimreiðarmanna og raunar fiestra ungra sjálfstæðismanna, að stjómin hreyfði lítt við ýmsum verkum vinstri stjómarinnar 1971- 1974. I stjórnarandstöðu höfðu sjálfstæðismenn til dæmis gagnrýnt harðlega svonefnda Framkvæmdastofnun, en í stað þess að leggja stofnunina niður var einn þingmaður flokksins, Sverrir Hermannsson, gerður að forstöðumanni hennar ásamt fulltrúa Framsóknarflokksins, og hóf hann að úthluta þaðan fé í þvf skyni að halda lífi í illa reknum fyrirtækjum. Skömmu eftir myndun stjómarinnar gagnrýndi Þorsteinn Pálsson þetta harðlega á fjölmennum fundi á Hótel Esju, þar sem nú er Nordica Hotel. Sverrir var til andsvara, og tfðkuðust þar hin breiðu spjótin. Eimreiðarhópurinn beitti sér óspart fyrir framboði Davíðs Oddssonar f prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjómarkosningar 1974. Tók hann níunda sæti listans, vann það í kosningunum og gerðist strax ötull og harðskeyttur borgarfulltrúi. Þegar Þorsteinn Pálsson var ráðinn ritstjóri Vísis 1975, gengu þeir Sveinn R. Eyjólfsson og Jónas Kristjánsson út og stofnuðu Dagblaðið. Hætti Eimreiðin að koma út í kjölfarið, enda varð ritstjórinn, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs 1976 og oft bundinn erlendis við verkefni. Bákniö burt! Friðrik Sophusson átti, sem formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1973-1977, frumkvæði að því, að þeir Davíð OddssonogÞorsteinnPálssonunnuásamtþeimEinariK.Guðfinnssyni og Vilhjálmi Egilssyni tillögur um úrbætur í atvinnumálum, sem kynntar vom 1975 undir kjörorðinu Báknið burt. Þar var lagt til, að ýmis fyrirtæki ríkisins yrðu seld. Þótt þessar hugmyndir þættu nú eflaust ekki ganga langt, vöktu þær þá mikla athygli. Ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar framkvæmdi þó engar þeirra. Friðrik Sophusson sat í útvarpsráði og stuðlaði að því, að Hannes Hólmsteinn Gissurarson var fenginn til að sjá um vikulegan útvarpsþátt í Ríkisútvarpinu árin 1976-1977. Ky nnti Hannes þar kenningar ýmissa frjálshyggjumanna, svo sem Karls Poppers, Ludwigs von Mises, Friedrichs von Hayeks og Roberts Nozicks, og ræddi við Ólaf Bjömsson prófessor og fleiri íslenska frjálshyggjumenn. Réðist dagblað sósíalista, Þjóðviljinn, harkalega á Hannes fyrir vikið og kallaði hann meðal annars „taðkvöm íbyggðasafni". Hannes skrifaði síðan frá 1977 og í nokkur ár vikulega um stjómmálahugmyndir í Morgunblaðið. Friðrik Sophusson náði góðum árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins íyrir þingkosningamar 1978. Þegar hann var kominn á þing, beitti hann sér fyrir margvíslegum umbótum, til dæmis afnámi ríkiseinokunar í útvarpsrekstri, en áður hafði Guðmundur H. Garðarsson tekið það mál upp. Hlaut það þó ekki brautargengi að sinni. Herfilegur ósigur Sjálfstæðisflokksins í tvennum kosningum sumarið 1978, íyrst í íi 1 • ii I þrítugsafmœli Hannesar 19.febrúar 1983 komu forystumenn í stjórnmálum. Hér eru Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstœðisflokksins, Vilmundur Gylfason, formaður Bandalags jafnaðarmanna, og afmœlisbarnið. borgarstjómarkosningunum, þar sem hann missti meiri hluta sinn, og síðan í þingkosningunum, varð mörgum ungum sjálfstæðismönnum umhugsunarefni. Eftir harða baráttu við Júlíus Hafstein var Kjartan Gunnarsson kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, haustið 1977. Má segja, að það hafi verið upphafið að áhrifum Eimreiðarhópsins í Sjálfstæðisflokknum. Að frumkvæði Kjartans hélt Heimdallur sögulegan fund um framtíð Sjálfstæðisflokksins suntarið 1978, þar sem Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson fluttu framsöguræður. Hvöttu þeir báðir til þess af miklum eldmóði, að Sjálfstæðisflokkurinn markaði skýrari frjálsræðisstefnu. í pallborðsumræðum, sem [teir Geir Hallgrímsson og GunnarThoroddsen tóku þátt í, kom í fyrsta skipti fram opinberlega sú togstreita, sem hafði verið milli þeirra árin á undan. Kjartan Gunnarsson ákvað árið 1979 að gefa ræður þeirra Davíðs og Friðriks á Heimdallarfundinum út í bók ásamt greinum eftir nokkra aðra unga sjálfstæðismenn. Náðist ekki samkomulag um, að Heimdallur gæfi bókina út, þar sem andstæðingar Kjartans (og stuðningsmenn Jóns Magnússonar, sem var orðinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna) vom í rneiri hluta í stjóm. Akvað Kjartan þá að gefa bókina út sjálfur, og sá Hannes Hólmsteinn 8 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.