Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 9

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 9
Gissurarson um útgáfuna með aðstoð þeirra Ingu Jónu Þórðardóttur, SkaftaHarðarsonarogHrcinsLoftssonar. HlautbókinnafniðUppreisn frjálshyggjunnar og kom út á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vorið 1979. Höfundar voru auk [teirra Davíðs, Friðriks og Hannesar þau Jón Steinar Gunnlaugsson, Pétur J. Eiríksson, Geir H. Haarde, Jón Ásbergsson, Þráinn Eggertsson, Baldur Guðlaugsson, Halldór Blöndal, Bessí Jóhannsdóttir, Ema Ragnarsdóttir, Bjöm Bjamason, Þór Whitehead og Þorsteinn Pálsson. Segja má, að tvö meginstef bókarinnar væm takmörkuð ríkisafskipti og traustar vamir. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1979 bar það einnig til tíðinda, að Davíð Oddsson bauð sig fram til varaformanns, en tveir fulltrúar þeirra fylkinga, sem barist höfðu unt völdin í flokknum, voru þá í framboði, þeir Gunnar Thoroddsen og Matthías Bjamason, og báðir við aldur. Þótt Davíð næði ekki kjöri í það skipti, má segja, að með framboði sínu hafi hann rofið það tregðulögmál, sem verið hafði í Hannes sýnir Friedrich von Hayek blaðaskrif umfrjálshyggju á íslandi í heimsókn Hayeks til íslands vorið 1980. gildi, og rutt brautina fyrir það, sem koma skyldi. Um sama leyti, 8. maí 1979, á áttræðisafmæli Friedrichs von Hayeks, stofnuðu nokkrir yngri menn Félag frjálshyggjumanna, sem átti að kynna skipulega hugmyndir og úrlausnir í anda frjálshyggju. Friðrik Friðriksson var fyrsti fonnaður félagsins, en í stjórn voru Auðun Svavar Sigurðsson, Árni Sigfússon, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson og Skafti Harðarson. Geir Hallgrímsson fagnaði Eimreiðarhópnum og frjálshyggjumönnunum ungu, enda hafði hann ríka samúð með sjónarmiðum þeirra, auk þess sem jteir vom flestir stuðningsmenn hans í baráttunni við Gunnar Thoroddsen. Snerust jreir ásamt þorra Sjálfstæðismanna gegn stjómarmyndun Gunnars í ársbyrjun 1980, sem Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag tóku þátt í. Haustið 1980 voru þau Kjartan Gunnarsson og Inga Jóna Þórðardóttir ráðin til að vera framkvæmdastjórar Sjálfstæðisflokksins, en lnga Jóna hvarf til annarra starfa 1984, og var Kjartan eftir það einn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins allt til 2006. Þótt Kjartan beitti sér að sjálfsögðu ekki í innanflokksátökum, lagði hann frjálsræðishugmyndum ómetanlegt lið, á meðan hann sat í framkvæmdastjórastólnum. Það hafði líka sitt að segja, |regar Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna án mótframboðs á ísafirði 1981. Gengu ungir sjálfstæðismenn fram sameinaðir eftir það. Hugmyndir frœðimanna Sumarið 1978 kom út bókin Frjálshyggja og alræðishyggja eftir Olaf Bjömsson prófessor, sem ungur hafði hrifist af kenningum jxiira Ludwigs von Mises og Friedrichs von Hayeks. Skýrði hann þær skilmerkilega í jtessu verki, sem óspart var rætt um, meðal annars í leshringjum Heintdallar. Eftir stofnun Félags frjálshyggjumanna vorið 1979 komu þrír heimskunnir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði á vegum jxss til íslands. Hinn fyrsti var Hayek, sem sótti ísland heim vorið 1980 og flutti tvo fyrirlestra. Annar var um „Miðju-moðið“, þar sem Hayek hélt því fram, að lýðræðisjafnaðarstefna hvíldi á einfaldri hugsunarvillu. Hún væri, að unnt væri í frantkvæmd að gera greinarmun á sköpun verðmætanna og skiptingu þeirra. Hayek sagði, að sú tekjuskipting, sem sprytti upp úr frjálsum viðskiptum, væri ómetanleg leiðsögn um það, hvemig kröftum manna yrði best varið, svo að |reir fullnægðu jtörfum náunga sinna. Án þeirra upplýsinga, sem hún veitti, gæti atvinnulífið ekki vaxið og dafnað. Hinn fyrirlestur Hayeks var um samkeppni gjaldmiðla, sem nauðsynleg var að dómi hans til að tryggja festu í peningamálum. Næstur kom James M. Buchanan haustið 1982. Hann sagði deili á svonefndri almannavalsfræði eða hagfræðilegri greiningu stjómmála. Samkvæmt almannavalsfræðinni verður að gera ráð fyrir, að stjómmálamenn vinni að eigin hagsmunum eins og aðrir. Þess vegna beri að reyna að takmarka vald þeirra svo sem auðið er. Þriðji Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, sem sótti Islaiid heim til að kynna frjálshyggjuhugmyndir, var Milton Friedman, sem Geir Hallgrímsson fagnaði Eimreiðarhópnum og frjálshyggjumönnunum ungu, enda hafði hann rfka samúð með sjónarmiðum þeirra, auk þess sem þeir voru flestir stuðningsmenn hans f baráttunni við Gunnar Thoroddsen kom haustið 1984. Hann hélt blaðamannafund skömmu eftir komu sína. Þar spurði Bogi Ágústsson, þá fréttamaður Sjónvarpsins, hvort Friedntan hefði eitthvert eitt lausnarorð fyrir Island. Friedman kvað já við. Bogi spurði þá, hveit það væri. Friedman svaraði: „Frelsi." Á blaðamannafundinum deildi Friedman meðal annars á einokun í útvarpsrekstri. Friedman kom fram í sjónvarpsþætti föstudagskvöldið 31. ágúst, þar sem háskólakennaramir Ólafur Ragnar Grímsson og Stefán Ólafsson gagnrýndu kenningar hans. Þeir ætluðu að klekkja á honum með því að benda á, að hann væri hlynntur lögleiðingu fíkniefna. En Friedman átti svar við því. „Ef afleiðingamar af því að banna fíkniefni em verri en afleiðingamar af því að leyfa þau, þá er ég hlynntur því að leyfa þau." Þeir Ólafur Ragnar og Stefán vöktu líka máls á því, að selt væri inn á fyrirlestur Friedmans, sem ætti að vera daginn eftir í Háskóla íslands, en fram að þessu hefðu háskólafyrirlestrar erlendra gesta verið ókeypis. Friedman svaraði, að hugtakanotkunin væri röng. Fyrirlestrar væm aldrei ókeypis. Venjulega þyrfti að kosta ferð fyrirlesarans og uppihald, jafnvel greiða honum þóknun fyrir, leigja sal og auglýsa fyrirlesturinn. Spumingin væri sú, hvort þeir, sem sæktu fyrirlesturinn, ættu að greiða fyrir hann eða hinir, sem ekki sæktu hann. Sjálfum fyndist sér eðlilegast, að álieyrendur greiddu fyrir hann, ckki aðrir. Varð fátt um svör. Húsfyllir var á fyrirlestrinum sjálfum eftir þessa skemmtilcgu kynningu. Flutti VÍSBENDING I 9

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.