Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 15

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 15
ARIÐ 2006 í VÍSBENDINGU Margt hefur borið til tfðinda ó sviði efnahagsmála og viðskiptalífs á yfirstandandi ári. Vísbending hefur verið með puttann á púlsinum að venju. Hér tökum við nokkur dœmi. Ef höfundar er ekki getið eru greinar eftir ritstjóra. Eybór ívar Jónsson stýrði nokkrum blöðum og eru tilvitnanir í greinar hans merktar EÍJ. Hugsanir í upphafi árs í upphaH árs ræddi blaöið um þniun á árinu: Rök hníga til þess að jafnvægi sé nú náð og sumir telja jafnvel að þegar íbúðarhúsnæði sem nú er ú leiðinni á ntarkað verði fullbúið gæti húsnæðisverð lækkað á ný. lS.jamíar. Hvað boð'ar nýárs blessuð sól? Jafet Ólafsson spáir því að hlutabréf muni hækka um 25 til 30% í verði á árinu. Sérfræðingartala samt um það að markaðurinn sé nijög hátt metinn ntiðað við alla venjulega mælikvarða. 20 janúar. Þandar taugar. Sagan kennir okkur að það eru örfá til vik þar sem hlutabréf gefa 20% eða hærri árlega raunávöxtun á tíu ára tímabili — þau eru þrjú talsins í rannsókn sem náði lil 17 landa og yfir rúnvlega l(X) ára tímabil. L þessu tilliti er sennilega ástæða til þess að óttast tölfræðina þegar væntingar um ávöxtun innlendra hlutabréfa til næstu 3-5 ára eru settar fram. í.febniar. ‘Alrnar Guðmundsson: Verður vindátl einhvcrn tíma óhagstœð á innlendum hlutabréfamarkaði? Forsœtisráðherra kemur fram og fer, en stjórnin situr Snemnia árs lýsti blaðið yfir ánægju með forsætisráðherra: Halldór Asgrímsson sýndi gott fordæmi með því að segja sína skoðun skorinort á Viðskiptaþingi. Allt of algengt er að stjómmálamenn tali eins og véfréttir og forðist að tala um raunveruleg vandamál. Halldór benti réttilega á að almenningur er yfirleitt ílialdssamur og líklegur til þess að snúast á móti framfaramálum. Hann talaði um erfiðar breytingar sem barist hefur verið um á liðnum ámm, breytingar sem flestir eru nú á að hafi horft til heilla: „Oftast hafa þær mætt harðri gagnrýni og skoðanakannanir sýnt mikla andstöðu. Enn er breytinga þörf og ég horfi með tilhlökkun til að takast á við þær með ykkur og öðrum." Ef Halldór heldur áfram að tala svona geta menn hlakkað til næstu ræðu hans. 17.febrúar. Forsœtisráðherra tekur til máls Hrifningin var minni nokkru seinna: I þeirri krísu sem íslenskt viðskiptalíf hefur þreytt á undanfönum vikum hefúr mátt greina að núverandi forsætisráðherra á erfitt með að átta sig á breyttum aðstæðum. Hann hefur til að mynda fundið þörf fyrir að gerast spámaður um verðbólgu og spáð „verðbólguskoti“ frekar en „verðbólguskriðu". Hann lýsti því yfir að ríkið myndi hlaupa undir bagga með bönkunum ef illa færi og endurskaðaði þannig ríkisábyrgðina sem átti að heyra sögunni til nteð einkavæðingunni. 28. apríl. EIJ: Breyttar áherslur Itins opinbera. Skönimu síðar sagði forsætisráðherra af sér og því langt í næstu ræðu. Ekki urðu þó þáttaskil í stefnumálum ríkisstjórnarinnar við þær breytingar á æðstu stjórn: Af umræðum eftir að skýrslan kom fram að dæma er ekki líklegt að verulegur árangur náist. Kristinn H. Gunnarsson telur að lægra verð á landbúnaðarvörum sé hættulegt fyrir efnahagsh'fið því að þá aukist kaupmáttur og þar með þensla, sem virki þvert gegn aðhaldsstefnu ríkisstjómarinnar. Þessi sjónarmið frá honum koma ekki á óvart. Forsætisráðherra er mjög varkár í umfjöllun unt skýrsluna (Morgunblaðið 19.7. 2006): „En ég vil hins vegar standa vörð um landbúnaðinn, það hefur minn flokkur alltaf gert og stjómarflokkamir em í sjálfu sér ágætlega samstíga um það. 21.júlí. Hvers vegna er dýrt að btía á íslandi? Sagan sýnir okkur þó að í fjárlagagerð em margir veikir punktar og á kosningavetri kalla menn ekki allt ömmu sína. Að gmnni til erþað ágætis regla aðef stjómmálamönnum auðnast ekki að draga saman seglin hjá hinu opinbera í uppsveiflu ætti vöxtur útgjalda aldrei að vera meiri en sem nemur langtíma- framleiðniaukningu hagkerfisins. Ef menn brjóta þá reglu er farið að selja útsæði til að fæða of feita þjóð. 13. október. Halldór Benjaniín Þorbergsson: Bremsan, bensíngjöfin og kúplingin. VÍSBENDING I 15

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.