Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 13

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 13
gengi. Löggjöfm er dagsett 29. mars 1961. A sama tíma fluttu þingmenn þingsályktunaitillögur unt að Alþingi skyldi álykta um húmark vaxta af afurða- og fasteignalánum í viðskiptum innláns- stofnana. Aður en hálft ár var liðið, þ.e. 3. ágústsamaár,gafforsetilslands,aðtillögu viðskiptaráðherra, út bráðabirgðalög þar sem brýna nauðsyn bar til, þess efnis að Seðlabanka var falið að ákveða gengi gjaldmiðils að fengnu samþykki ríkisstjómarinnar. I rökstuðningi með útgáfu bráðabirgðalaganna var sagt að með jtessu væri fyrirkomulag gengismála fært í svipað horf og hjá öðrum þjóðum. Gengi krónunnar var fellt í kjölfarið, öðm sinni á tveim ámm. Þegar Alþingi kom saman að hausti stóðu þingmenn andspænis orðnum hlut og þingmenn staðfestu hið nýja fyrirkomulag gengismála. Eftir sem áður ákvarðaði Seðlabankinn vexti í viðskiptum innlánsstofnana, en vextir em í raun ein mikilvægasta breytistærðin í samkeppni innlánsstofnana. Þar sem samkeppni með vöxtum kom ekki til, varð samkeppni innlánsstofnana eins konar fegurðarsamkeppni þeirra. Innstæðueigendur greiddu herkostnaðinn, því vextir héldu engan veginn í við verðbólgu. Bankastjóm Seðla- bankans breytti vöxtum mjög sjaldan, þannig var vöxtum breytt tvisvartil þrisvar sinnum frá 1960-1971. Vinstri stjórn samþykkir verðtryggingu Á ámnum sem í hönd fóm fór verðbólga úr böndum og raunvextir urðu stórkostlega neikvæðir með þeim afleiðingum að ff á 1971-1974 rýmuðu innstæður í innlánsstofnunum úr 40% af landsframleiðslu í 26% af landsframleiðslu. Ekki var það af því að innstæðueigendur gerðu áhlaup á innlánsstofnanir með úttektum, heldur rýmuðu innstæður vegna verðbólgu og lágra vaxta. Fólst í því stórfelld eignatilfærsla frá sparifjáreigendum til lántakenda. Viðbrögð Seðlabankans voru smávægi- legar vaxtabreytingar og ein mjög flókin tæknileg útfærsla, sem fólst í fyrirbæri sem hét „vaxtaaukalán". Utfærslan fólst í því að dreifa „verðbótaþætti vaxta“ á eftirstöðvar lánstíma lána. Alntenn verðtrygging innlána var ekki talin ásættanleg fyrir svonefnda undirstöðuatvinnuvegi landsins. Áður en áttundi áratugurinn var liðinn, gaf heldur í verðbólguna, svo mjög að forsætisráðherra þótti nóg um. Vorið 1979 lagði forsætisráðherra í þriggja flokka stjóm, Olafur Jóhannesson, fram umdeilt frumvarp til laga um „stjóm efnahagsmála o. fl.“. Sjöundi kafli fmmvarpsins fjallaði um verðtryggingu fjárskuldbindinga og lánskjaravístölu. Ekki var full samstaða um fmmvarpið innan stjómarflokkanna. Þingmenn stjómarandstöðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins, töldu meginefni fmmvarpsins óþarft, en þó væri kaflinn um verðtryggingu bitastæður. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði: „Allt er málið klætt kerfisbúningi og ofstjómaræði. Engu að síður er það góðra gjalda vert, að stjómarflokkamir allir skuli lýsa yfir stuðningi sínum við verðtryggingu fjárskuldbindinga, enda má segja að það sé kaldhæðni að ganga ætíð á eftir erlendum sparifjáreigendum og biðja þá um að fjármagna íslenskar framkvæmdir með fullri verð- og gengis- tryggingu á sama tíma og íslenskum sparifjáreigendum er það fyrirmunað.1’ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu lagt fram tillögur um að afnema lög um bann við verðtryggingu fjárskuldbindinga og takamarkanir á valdsviði Seðlabankans fyrr á þessu þingi. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi, nr. 13/10. apríl 1979. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn því. Áður en áttundi áratugurinn var liðinn, gaf heldur f verðbólguna, svo mjög að forscetisráðherra þótti nóg um. Vorið 1979 lagði forsœtisráðherra f þriggja flokka stjórn, Ólafur Jóhannesson, fram umdeilt frumvarp til laga um „stjórn efnahagsmála o. fI.". Þrír menn sem komu mikið við sögu efnahagsmála á 20. öldinni. Jónas Haralz, forstöðumaður Efnahagsstofnunar og siðar bankastjóri Landsbankans, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og Steingrimur Hermannsson, forsœtisráðherra og seðlabankastjóri. Steingrímur var forsœtisráðherra þegar vaxtafrelsið komst á en var í frii þegar ákvörðunin var tekin. Mynd: Morgunblaðid. VÍSBENDING I 13

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.