Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 26

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 26
Afleit og versnandi staða útgerðarinnar leiddi til þess vorið 1938 að milliþinganefnd var skipuð til að kanna þá stöðu og gera tillögur til úrbóta. Um haustið það ár rofnaði stjómarsamstarf Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og tók Framsóknarflokkurinn þá forustu um myndun nýrrar ríkisstjómar og gengisbreytingu sem náði fram að ganga vorið 1939, án þess þó að tök reyndust á að létta um leið af innflutningshöftum. Undirbúningur þess máls fór að öllu leyti fram á vegum stjómmálaflokkanna allt til þess að hið nýja gengi var samþykkt af Alþingi. Nýskipan gjaldeyrismóla í síðari heimsstyrjöldinni miðri hófu Bretar og Bandaríkjamenn undirbúning að nýskipan alþjóðlegra gjaldeyrismála. Ekki var í jjetta skipti haft í huga að endurreisa gullfótinn heldur að koma á fastgengiskerfi sem tengdist gulli en hefði jafnframt til að bera nokkum sveigjanleika umfram það sem gullfóturinn hafði haft. Var íslendingum boðin þátttaka í undirbúningi þessara tillagna, og þegar kom að stofnfundi hinna nýju samtaka, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, sem haldinn var í Bretton Woods í Bandaríkjunum í júlí 1944, sendu íslendingar þriggia manna nefnd á vettvang. Vom það þeirMagnús Sigurðsson,bankastjóri Landsbankans, sem varformaður nefndarinnar, Ásgeir Ásgeirsson, þá bankastjóri Útvegsbankans, og Svanbjöm Frímannsson, aðalbókari Landsbankans. Samkvæmt stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skyldi sjóðurinn ákvarða stofngengi hvers lands, sem ekki mátti breyta nema til leiðréttingar á grundvallarmisræmi (fundamental disequilibrium), og þá aðeins með samþykki sjóðsins. Enn fremur skuldbundu aðilar sjóðsins sig til að leyfa frjálsar greiðslur vegna viðskipta með vömr og þjónustu, en eftirlit átti að haldast með fjármagnsflutningum. Til þess að auðvelda aðlögun að viðskiptafrelsinu og verjast áföllum síðar meir skyldi aðildarlöndum vera heimilt að kaupa erlendan gjaldeyri af sjóðnum gegn eigin mynt samkvæmt kvóta er hverju landi var úthlutað. Gátu kaup er námu allt að einum fjórða kvótans, en það svaraði til upphaflegs framlags landsins í gulli og gjaldeyri, farið fram án samþykkis sjóðsins, en slíkt samþykki þurfti til frekari nýtingar. Magnús Sigurðsson, bankastjóri Landsbankans, varfonnaður nefndar sem fór utan á stofnfund nýrra samtaka, Alþjóðagjal deyrissjóðsins og Alþjóðabankans, sem haldinn var í Bretton Woods í Bandaríkjunum I júlí 1944. Með honum i nefndinni voru Asgeir Asgeirsson, bankastjóri Utvegsbankans, og Svanbjörn Frímannsson, aðalbókari Landsbankans. Ekki var í þetta skipti haft í huga að endurreisa gullfótinn heldur að koma d fastgengiskerfi sem tengdist gulli en hefði jafnframt til að bera nokkurn sveigjanleika umfram það sem gullfóturinn hafði haft. Hvorki íslenska sendinefndin né íslensk stjórnvöld virðast hafa litið svo á að þátttaka í gjaldeyrissjóðnum gæti orðið gmndvöllur að festu í gengismálum samfara ífelsi í viðskiptum hér á landi. Taldi nefndin ráðlegt að halda kvóta íslands sem lægstum og var hann ákveðinn 1 milljón dollara, í stað 3,5 milljóna sem stóð til boða. Aðrar þjóðir sóttust hins vegar eftir sem hæstum kvóta til þess að tryggja betur gjaldeyrisstöðu sína. I skýrslu nefndarinnar, og enn frekar í flutningi málsins á Alþingi, var þátttaka Islands fyrst og fremst réttlætt með því að hún myndi greiða fyrir útílutningi til landa þar sem ella þyrfti að koma til vömskipta. Það var með öðmm orðum litið á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem „clearing-sjóð“. Starfsemi hans var þó ekki við þetta niiðuð, heldur við það að sérhvert land kæmi gengismálum sínum og fjármálum svo fyrir að viðskipti gætu orðið frjáls við önnur lönd. í útvarpserindi sem einn nefndarmanna, Ásgeir Ásgeirsson, hélt í mars 1946, í tilefni af því að stofnanimar vom að taka til starfa, kemur þó fram dýpri skilningur en þctta. Bendir Ásgeir á það hlutverk þeirra að veita aðilum sínum upplýsingar og ráðleggingar þegar vanda beri að höndum. Gætu íslendingar notið góðs af þessu nú þegar alvarlegir erfiðleikar steðji að, og þeim ætti ekki að vera vandara um að þiggja ráð en öðmm sem stærri séu og voldugri. Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók til starfa í árslok 1946 reyndust samskipti Islands við hann bæði lítil og stirð. Vildi sjóðurinn taka stofngengi íslensku krónunnar til endurskoðunar Iíkt og gengi annarra landa sem raskast hefði á styrjaldarárunum, en jtessu tóku íslensk yfirvöld fjarri. Sömuleiðis var hugmyndum sjóðsins um breytta stefnu í efnahagsmálum með öllu hafnað af íslands hálfu iirið 1948. Um svipað leyti gerðist landið aðili að Marshall-aðstoðinni, en þar með féllu samskipti við sjóðinn niður að sinni. Á sjötta áratugnum fylgdist sjóðurinn með þróun efnahagsmála hér á landi og gagnrýndi þau atriði í stefnu stjómvalda sem hann taldi brjóta í bága við gildandi reglur. Það varhins vegarekki fyrren undir lok áratugarins, 26 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.