Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 29

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 29
Móðirin var vön svöram af þessu tagi. Jafnvel þótt hún teldi þau fjarstæðukennd með öllu rakti hún þau til þess andlega ójafnvægis sem dóttirin bjó við allt frá því hún hafði mátt þola skæða mislinga og hitasótt sem fylgdi í kjölfarið. Þar að auki vissi hún að á stundum sem þessum var vísara að spyrja einskis frekar til að koma í veg fyrir vandræði. Hún lét sér því nægja vangaveltur urn að bergmynta væri stórkostleg juit, gersamlega vanmetin í eldamennsku. - Engum hefur hugkvæmst að setja hana í eftirrétti, sagði hún stundarhátt, eins og til að enda mál sitt. - Mikið dansar hún Clemencía vel, sagði maðurinn við hlið hennar til að hefja samræður. Þegar unnustinn, sem Clemencía frænka hafði gefist í matarbúrinu, vildi ganga að eiga hana kvað hún það ómögulegt. Svar hennar var þrangið slíkri alvöru að hann hélt sig hafa misboðið henni, því í stað þess að biðja hennar fyrr hafði hann í heilt ár verið aðnjótandi að mörgum duldum ilminum meðan hann kom bakaríum sínum á fót uns þau vora orðin sex talsins; bakarí þar sem fengust bæði brauð og sætabrauð, og tvö til viðbótar þar sem seldar vora teitur og ávaxtahlaup. En það var ekki ástæðan fyrir höfnun Clemencíu frænku. Þær vora margar og hún hafði einfaldlega aldrei haft tíma eða þörf fyrir að útskýra þær. - Ég hélt að þú hefðir skilið |retta fyrir löngu, sagði hún. - Skilið hvað? spurði hann. - Að það var aldrei ætlun mín að gifta mig, ekki einu sinni þér. - Ég skil ekki, sagði unnustinn sem var bara ósköp venjulegur maður. - Viltu vera hóra allt lífið? Þegar Clemencía frænka heyrði þessi orð sá hún á augabragði eí'tir hverri stund, hverju síðdegi og kvöldi sem hún hafði gefið þessum ókunna manni. Hún hafði ekki einu sinni skap í sér til að móðgast. - Viltu ekki fara núna, sagði hún, - áður en ég rakka þig um fúlguna sem þú skuldar mér. Hann varð skelkaður og lét sig hverfa. Skömmu síðar kvæntist hann dóttur innflytjanda frá Astúrías, skírði sex böm og minningamar máðust með tímanum þar til þær urðu fúlar líkt og staðið vatn við brúnir á gosbrunni. Hann varð ákafur vindlareykingamaður, fékk sér alltaf í staupinu síðdegis, vissi ekki hvað hann átti af sér að gera þegar hann lá andvaka í morgunsárið og þreyttist seint á að hafa uppi á nýjum leiðum í viðskiptum. Hann var fámáll, átti tvo vini sem hann fór með í skotklúbbinn alla laugardaga; meiri trúnað gat hann ekki sýnt þeim en þá bamalegu reiði sem lamaði hann þegar hann hæfði ekki tvær eða fleiri dúfur. Honum sárleiddist. Þriðjudagsmorgun einn, nítján árum eftir að hann fórá mis við ilm og varirCIemencíú frænku, kom til hans maður ættaður frá Yucatán og vildi selja honum matvöruverslun sem var með hvað fjölbreyttast úrval í borginni. Þeir héldu af stað til að skoða verslunina. Þeir fóra inn urn bakdymar, gegnunt risastóra víngeymslu sem var full af fræjum, hveiti og sykursekkjum. korni, súkkulaði, kryddjurtum, chflepipar og öðru sem oftast er í matarbúram. Samstundis fann hann til óróleika um allan líkamann. Hann dró upp ávísanaheftið og hugðist kaupa allt saman án þess að hafa litið það augum, borgaði sölumanninum fyrsta uppsetta verðið, stökk út og hljóp að húsinu með görðunum þremur þar sem Clemencía frænka bjó enn. Þegar hún heyrði að maður beið hennar við dy mar hraðaði hún sér niður stigann sem lá að blómumprýdda húsagarðinum með öllum fuglunum. Þegar hann sá Clemencíu nálgast, jtessa þrjátíu og níu ára drottningu jafnvægis, langaði hann að kyssa gólfið sem hún gekk eftir. Hann hoifði á hana koma nær og vildi helst hverfa þegar hann hugsaði til þess hve ljótur hann var orðinn og gamall. Clemencía skynjaði óróleika hans og kenndi íbrjósti um hann vegna ístrannarog skallans, sömuleiðis pokanna, sem voru famir að myndast undir augunum, og mæðusvipsins sem hann hefði viljað má af andlitinu. - Við höfurn elst, sagði hún og tilreiknaði sér líka öll ósköpin til að róa hann. - Þú þarft ekki að aumka þig yfir mig. Ég hef verið hreint fífl og ber þess greinileg merki. - Ég elskaði þig ekki vegna gáfnafarsins, sagði Clemencía frænka með bros á vör. - En þú hættir að elska mig því ég var fífl, sagði hann. - Ég hef aldrei hætt að elska þig, sagði Clemencía frænka. - Ég vil bara ekki sólunda neinu. Allra síst tilfmningum. - Clemencía, sagði maðurinn og skalf af undran, - en þú hefur átt tólf unnusta á eftir mér. - Já, og ég elska ennþá alla tólf, sagði Clemencía frænka og losaði af sér svuntuna. - Hvað þá? spurði veslings maðurinn. - Af öllu hjarta, svaraði Clemencía frænka. Þegar hún kom nær fyrrverandi unnustanum fann hún skjálfta hans sem hún ein þekkti. - Komum, sagði hún, tók undir handlegg hans og þau héldu af stað út. Þá hætti hann að skjálfa og fór með hana í ílýti að versluninni sem hann hafði nýfest kaup á. - Slökktu Ijósið, bað hún jregar þau komu inn í víngeymsluna og fann hvemig ilntur bergmyntunnar umlukti þau. Hann teygði handlegginn aftur fyrir sig og þama í dimmunni gerði hann upp tuttugu ára Ijarveru. Byrði líkamans var aflétt. Tveimur stundum síðar, rneðan hann losaði bergmyntuna úrdökkum lokkunum á Clemencíu frænku, bað hann enn á ný: - Gifstu mér. Clemencía frænka kyssti hann rólega og klæddi sig svo í flýti. - Hvert ertu að fara? spurði hann þegar hann sá hana halda í átt að dyranum og veifa í kveðjuskyni. - Út í morguninn, sagði frænkan og leit á úrið. - En þú elskar mig, sagði hann. - Já, svaraði Clemencía frænka. - Meira en alla hina? spurði hann. - Jafnmikið, svaraði frænkan. - Þú ert sannkölluð ... sagði hann, en Clemencía frænka greip frammí: - Gættu tungunnar, því ég tek fyrir og þrjátíu bakarí munu ekki duga til. Sfðan opnaði hún dymar og hvarf án þess að segja orð. Næsta morgun barst Clemencíu Ortega gjafabréf upp á þrjátíu bakarí og eina matvöraverslun. Það kom í umslagi ásamt koili sem á stóð: „Þú ert ntikill þverhaus." Angeles Mastretta (1949) er frá Mexíkó. Hún liefiir starfiað sem blaðamaður og rithöfinndur. Skáldverk hennar Mujeres de ojos grandes (Konur með stór augu) kom út árið 1991. í því eru 37 sjálfistœðir þœttir og er sá sem hér birtist tekinn lír þeirri bók. Hún hefiur einnig gefið út skáldsögurnar Arráncame la vida (Rífiðu úr mér kviku mína, 1985), Mal de amores (Astarsorg, 1996), Ninguna eternidad conto la mía (Engin eilífið líkt og mín, 1999) og greinasafiniö Puerto libre (Fríhöfn, 1993) og El mundo iluminado (Upplýstur heimur, 1998). Nýjasta skáldsaga hennar El cielo de los leottes (Himinn Ijónanna) kom út 2003. Þýðandi: Kristín Guðrún Jónsdóttir VÍSBENDING I 29

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.