Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 27

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 27
þegar stjómmálaumskipti höfðu orðið í landinu, að sjóðurinn lýsti sig reiðubúinn til stuðnings við alntenna og róttæka stefnubreytingu í efnahagsmálum. Þegar fulltrúi hans, Norðmaðurinn Rolf Evensen, kom til landsins í nóvember 1959 til þess að kynna sér umfangs- miklar fyrirætlanir nýrrar ríkisstjómar flutti hann þau skilaboð að Islandi stæði til boða hækkun á kvóta sínum úr 1 milljón í 11 milljón dollara. Treysti landið sér hins vegar ekki til róttækra umbóta og vildi halda sér við ríkjandi kerfi, myndi sjóðurinn ekki geta léð því samþykki. Svo fór að hin auknu dráttarréttindi urðu bakhjarl þeirra víðtæku umbóta sem gengu undir nafninu viðreisn. Höfðu þá liðið fimmtán ár frá því að ísland gerðist aðili að sjóðnum, án þess að landið færði sér í nyt þá kosti sem aðildin gat veitt til að endurheimta frjáls viðskipti. Afdrifarík mistök Á fyrri hluta tuttugustu aldar slógu íslensk stjómvöld því þrisvar sinnum á frest að laga gengismál landsins að breytingum sem orðið höfðu í umheiminunt. I fyrsta skipti stafaði drátturinn einna helst af ágreiningi um hækkun gengisins, enda þótt samstaða væri um sjálfa tenginguna við gull. I annað skiptið, þegar gullfóturinn brast árið 1931. var haldið fast við tengingu við sterlingspundið en ekki leitað eftir jafnvægi á grundvelli hreyfanlegs gengis, eins og gert var á öðmm Norðurlöndum. Þriðja sinnið, á ámnum eftir síðari heimsstyrjöld, var látið undir höfuð leggjast að fylgja þeim reglum um ákvörðun gengis sem fólust í Bretton Woods kertlnu sem íslendingar höfðu gerst aðilar að um leið og því var komið á fót árið 1944. Telja má að drátturinn í lok þriðja áratugarins hafi ekki skipt sköpum vegna þess að skeið gullfótarins hafi hvort eð er verið á enda runnið. Eigi að síður hefðu áherslur í stjóm efnahagsmála tvímælalaust orðið aðrar en var hefði eindregið verið stefnt að tengingu við gull á þessum tíma. Styrking gjaldeyris- og gullforða hefði þá haft forgang umfram aukningu opinberra framkvæmda og landið verið betur undir heimskreppuna búið en raun varð á. Það fer á hinn bóginn ekki milli rnála hversu alvarlegar afleiðingar sú gengisstefna hafði sem tekin var 1931 og fylgt allt fram til 1939. Kreppan hér á landi varð dýpri og langvinnari en annars hefði orðið, og landið festist æ meir í haftakerfi sem erfítt reyndist að brjótast undan. Hið sama gerðist að styrjöldinni lokinni, að dráttur á aðlögun að nýjum kringumstæðum varð til þess að Islendingar flæktust í æ margbrotnara hafta- og styrkjakerfi, sem haldið var uppi með erlendri efnahagsaðstoð, á sama tíma og nágrannar þeitra nutu góðs af vaxandi viðskiptum og frjálsara athafnalífi. Það væri fljótræði að draga þá ályktun tif þessari reynslu fyrri tíma að mestu skipti að laga stjóm gengis- og peningamála sem fyrst að stefnu umheimsins, hver sem hún kynni að vera. Nokkur tími getur liðið áður en ljóst er hver sú stefna raunverulega sé, og ekki er víst að hún henti landinu í öllu tilliti. Það skiptir hins vegar miklu að fyrir hendi sé sú umgjörð stofnana þar sem unnt sé að meta aðstæður sem best og leggja á ráð um stefnuna og framkvæmd hennar, en því var ekki að heilsa á fyrri hluta tuttugustu aldar þegar sjálfstæðum seðlabanka hafði ekki verið kontið á fót. Þá er ekki síður mikils um það vert að stjómmálamenn og stjómmálaflokkar einskorði sig ekki við afstöðu sem þeir geta trauðla horfið frá þegar vísbendingar leiða til nýrra átta. Heimildir: Við þessa samantekt hefur verið stuðst við ritgerðir eftir þá Bjarna Braga Jónsson, Jóhannes Nordal, Jónas H. Haralz og Magnús Svein Helgason í bókinni: Frá kreppu til viðreisnar, Hið íslenska bókmenntafélag 2002. Enn fremur er stuðst við grein Hannesar H. Gissurarsonar: Gengishœkkunin 1925 í Landshagir, Landsbanki íslands 1986, og við grein þeirra Jóhannesar Nordals og Ólafs Tómassonar: Frá floti til jlots í Klemensarbók, FVH, 1985. Kreppan hér á landi varð dýpri og langvinnari en annars hefði orðið, og landið festist œ meir í haftakerfi sem erfitt reyndist að brjótast undan. Hið sama gerðist að styrjöldinni lokinni, að dráttur á aðlögun að nýjum kringumstœðum varð til þess að íslendingar flœktust f œ margbrotnara hafta- og styrkjakerfi ,0/e()f'/eyjó/ (HjJer/viœ/t fomanc/l ár «PöA’Á’/f/ff of(L'/fj)tf// á á/'f/ft/ 'S'e/n er acf /t(fa Gutenberg ehf. I Suðurlandsbraut 24 I 108 Reykjavík I Kt: 440734 0149 I Sími: 545 4400 Fax: 545 4401 Glltenberg VÍSBENDING I 27

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.