Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 33

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 33
Voru verkföll III nauðsyn? Verkalýðsbaráttan var mjög hörð á árum áður. Stundum stóðu allsherjarverkföll vikum saman. Var þetta nauðsynlegt til þess að tryggja lífskjörin? Það er reyndar ekki rétt að saga verkalýðsbaráttunnar á Islandi sé ein samfelld verkfallssaga þótt einstakar deilur, eins og Nóvudeilan og gamaslagurinn og svo tiltekin verkföll á stríðsárunum og síðan á sjötta og sjöunda áratuginum, sitji í fólki á okkar aldri eins og samfelldur slagur. Samskiptin á milli aðila voru þó harkalegri á árum áður en nú og traust á milli aðila minna. Þjóðfélagsbaráttan var öll grimmari og ég held þess vegna að deilumar hafi verið óhjákvæmilegur fylgifiskur aðstæðna. Nú er vitað að verkföll valda þjöðhagslegum skaða, hvers vegna beittu menn þeim af slíkri hörku sem raun ber vitni? Var um að kenna óbilgirni atvinnurekenda eða óraunhæfum kröfuni verkalýðsins? Eflaust hefur hvort tveggja komið til en ég held, eins og ég sagði áðan, að skýringin sé almenn harka í þjóðfélagsbaráttunni og skortur á trausti á milli aðila. A árununi eftir 1970 byrjuðu hagfræðingar að vinna hjá verkalýðssamtökunum og atvinnuveitendum. Iíngu að síður voru sanmingarnir á árunum 1970 til 1990 yfirleitt upp á tuga prósenta hækkun launa og veröbólgan var 40 til 60% áruni saman. Hvernig stóð á þessu? Þetta tímabil einkenndist af miklum sveiflum í efnahagslíftnu og það má segja að aðstæður hafi ekki boðið upp á annað en gagnkvæma hörku. Verkalýðshreyfingin knúði fram kauphækkanir og stjómvöld tóku þær til baka með gengisfellingum og verðbólgu. Það skorti traust og samstöðu milli aðila til að rjúfa þann vítahring. Það að hagfræðingar komu til starfa hjá samtökunum breytti þessu ekki í sviphendingu en ég held þó að það megi segja að jreir haft stuðlað að því að gefa aðilum sameiginlegar viðmiðanir og færa umræðuna að samhengi einstakra þátta. Ráðning þeirra endurspeglar vilja samtakanna til að ná skýrari yfirsýn og styrkja þekkingu samtakanna á stöðu og samhengi efnahagsmála. Að því leyti er ráðningin tákn um breytingar í þjóðfélagsumræðunni og breyttar áherslur. Það er hins vegar út í hött að ímynda sér að það eitt að ráða hagfræðinga til starfa mundi umsnúa öllum vinnubrögðum. Spillti pólitikin fyrir? Árið 1976 hafði verðbólga lækkað nokkuð frá árunum þar á undan. Eftir sólstiiðusamningana 1977, sem leiddu til tugprósenta launahækkunar, rauk hún upp aftur og var komin yíir 100% þegar loks náðist eitthvert taumhald á henni árið 1983. Hvers vegna gátu menn ekki náð saman um aðgerðir til þess að ná verðbólgunni niður? Þetta voru miklir umbrotatímar í efnahagsmálum og þegar ég horfi til baka held ég að menn hafi einfaldlega ekki haft nein ráð til að fara aðrar leiðir. Til að rjúfa vítahringinn þuifti allsherjar samstöðu sem náðist einfaldlega ekki fyrr en árið 1990 og við þær sviptingar sem gengu yfir efnahagsmálin á þessum tíma hefði verið mjög erfitt að ná þessari samstöðu og samskipti aðila voru ekki nógu traust til |ress að til slíkrar tilraunar gæti komið. Verkalýðshreyfingin var mjög pólitísk á þessum árum. Gat það spillt fyrir árangri í kjaramálum að menn vildu beita lienni til þess að klekkja á stjórnvöldum? Samfélagið allt var miklu pólitískara á þessum ámm en í dag. Innan verkalýðshreyfingarinnar vom flokksböndin hins vegar byrjuð að rakna upp og það sama á við um samtök atvinnurekenda. Á því tímabili sem þú talar um vom bæði vinstri og hægri stjómir og hvorugt stjómarmunstrið gat tekist á við sviptingamar. Einmitt það var kannski sá lærdómur sem aðilar vinnumarkaðarins drógu af reynslu þessaraára. Stjómarmunstrið varef til vill ekki meginatriði. Samtökin á vinnumarkaði urðu sjálf að ná saman og leggja fram mótaðar Iínur gagnvart stjómvöldum ef vænta átti árangurs. Stjórnvöld hafa oft koniiö að kjarasaniningum með svonefndum félagsmálapökkum. Hvort er þetta gagnlegt eða skaðlegt? Er til einhver hæfileg aðkonia ríkisvaldsins? Eg held að það sé enginn einfaldur leiðarvísir til um aðkomu ríkisvaldsins á hverjum tíma. Ég tel að félagsmálapakkamir hafi skipt miklu máli til að byggja upp gagnkvæmt traust milli aðila vinnumarkaðarins og stjómavalda, auk þess sem þeir fólu í sér ntikinn og varanlegan réttindaávinning. Til að rjúfa margnefndan vítahring vom félagsmálapakkamir einir og sér hins vegar ekki nægilegir. Það varð að takast víðtækari samstaða þar sem tekið væri á efnahagsmálunum í heild. Hér á landi hefur vinnuniarkaðurinn verið tvískiptur, almennur vinnumarkaður og opinber ntarkaður. Þessir markaðir eru ekki alltaf samstiga. Hefði það verið til góðs að söntu reglur giltu unt alla? Já, ég held að það hefði verið auðveldara að tengja samtökin ef forsendur hefðu verið þær sömu. Því má bæta við að munurinn hefur minnkað mjög með ámnum, bæði með auknum réttindum fólks á almennum vinnumarkaði og minni mun á atvinnuöryggi opinbeira starfsmanna og þeirra sem em á almennum vinnumarkaði. I dag sé ég fátt auknu samstarfi til fyrirstöðu og þess vegna sameiningu samtakanna. I franthaldi af síðustu spurningu má segja að unt árabil hafi aöilar vinnumarkaðarins, atvinnurekendur og verkalýður, haft talsverð pólitísk völd. Á síðari árunt virðast þau hafa minnkaö niikið og ntenn velta fyrir sér hvort svona samtök séu nauðsynleg. Hvað hefur breyst? Enn held ég raunar að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda hafi vemleg pólitísk ítök. Hitt er ljóst að með auknum stöðugleika í samfélaginu verða átakaaugnablikin færri og áhrifin verða í meira mæli í daglegunt samskiptum aðila. Við verðum líka að muna að áhrif bæði verkalýðshreyfingar og samtaka atvinurekenda hafa alltaf verið fyrst og fremst bundin við þau atriði sem beint snúa að vinnumarkaðsmálum og kjömm. Þannig sýnist mér til dæmis að stórar og endurteknar yfirlýsingar verkalýðshreyfingarinnar um herinn hafi aldrei skipt sköpum. Hvers vegna varö þjóðarsáttin ekki fyrr? Margir liulda því fram að þjóðarsáttin hafi komið til vegna þess að ákveðnir forystunienn í verkalýðshreyfingunni og hjá Vinnuveitendasamabandinu hafi náö aö byggja upp traust sín á milli. Stjórnmálamenn virtust standa á hliðarlínunni. Er þetta niergurinn málsins og hvers vegna náðist skyndilega að skapa þetta andrúmsloft sent kom verðbólgunni niður? Auðvitað skiptu einstaklingar og gagnkvæmt traust þeirra á milli lykilmáli. Þannig erþað alltaf í mannlegum samskiptum. Þjóðarsáttin spratt hins vegar ekki upp í skyndi og eðli málsins samkvæmt gat hún ekki orðið að vemleika nema mikill fjöldi einstaklinga á ýmsum VÍSBENDING I 33

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.