Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 23

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 23
AÐ VERA EÐA EKKI ÍSLENSK GENGISMÁL Á FYRRI HLUTA TUTTUGUSTU ALDAR --------------- JÓNAZ H. HARALZ ------- Jónas Haralz þekkir öðrum mönnum betur þróun hagsögunnar á Islandi á 20. öld. A siðari hluta aldarinnar kom hann mikið við sögu efnahagsmála þjóðarinnar. Hér rekur hann mikilvœgan þátt í sögu fyrri hluta aldarinnar. í þeim umræðum um gengismál, sem staðið hafa hér á landi undanfarin ár hefur athygli lítt verið vakin á því að á fyrri hluta síðustu aldar hafí íslendingar oftar en einu sinni orðið að taka afstöðu til tengingar krónunnar við gull eða erlendar myntir og til þátttöku í alþjóðlegu samstarfí í peningamálum. í því yfirliti sem hér fer á eftir er sjónum beint að þeim ágreiningi sem uppi var um þessi mál og ástæðum þess og afleiðingum að dráttur varð á því að ákvarðanir væru teknar um þau. í upphafi aldarinnar var verðmæti íslensku krónunnar hið sama og annarra króna innan nonæna myntsambandsins og svaraði til ákveðins þunga gulls samkvæmt myntlögum, eins og tíðkaðist innan alþjóðlegs kerfis gullfótarins. Við upphaf styrjaldarinnar 1914 riðlaðist þetta kerfi, er hvarvetna í Evrópu þurfti í skyndi að hverfa frá gullinnlausn. Að styrjöldinni lokinni var um það einhugur á alþjóðavettvangi að endurreisa skyldi gullfótinn sem menn töldu hafa verið grundvöll blómlegra alþjóðaviðskipta á árunum fyrir styrjöldina. Þetta var þó hægara sagt en gert þar sem miklar almennar verðhækkanir höfðu orðið á styrjaldarámnum, mismunandi miklar í hinum ýmsu löndum. Mikill ágreiningur var um það hvort hverfa skyldi aftur til fyrra gullgengis frá |ni í upphafi styrjaldar, eða ákveða nýtt gengi í samræmi við það verðlag sent orðið var. Um miðjan þriðja áratuginn varð niðurstaðan sú í næstu nágrannalöndum okkar, Bretlandi og þrentur Norðurlandanna, að fyna gullgengi varð fyrir valinu, en Finnland og ýmis önnur lönd Evrópu kusu að ganga skemmra. Hér á landi hafði verðlag á styrjaldarámnum hækkað mun meira en í sambandslandinu Danmörku. Jafngildi íslensku krónunnar við þá dönsku gat því ekki staðist, og tóku bankamir upp sjálfstæða skráningu íslensku krónunnar í júní 1922 eftir að gjaldeyrisútstreymi hafði orðið og gjaldeyrisviðskipti færst út fyrir bankana tvo sem þá störfuðu hér á landi. Var gengið í fyrstu breytilegt eftir mati bankanna á aðstæðum, án beinna afskipta af opinben i hálfú. Tveimur ámm síðar, í júní 1924, voru hins vegar sett lög um gengismál þar sem skráning gengisins var falin þriggja manna VÍSBENDING I 23

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.