Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 11

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 11
hann sér fyrir margvíslegum umbótum í ríkisfjármálum og naut þá aðstoðarmanns síns, Geirs Haardes. Þessi árin varð líka til vr'sir að kvótakerfr í sjávarútvegi fyrir frumkvæði útgerðarmanna og með lögum frá Alþingi. Hafði Hannes H. Gissurarson þegar vorið 1983 skrifað um það í breska tímaritið Economic Affairs, að slíkt kerfi væri íslendingum nauðsynlegt. Skömmu eftir að Milton Friedman fór frá íslandi haustið 1984, skall á hart verkfall opinberra starfsmanna. Féllu þá niður útsendingar Ríkisútvarpsins, bæði hljóðvarps og sjónvarps. Um sama leyti fóru prentarar í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust um skeið. Þá hófu þeir Kjartan Gunnarsson og Hannes H. Gissurarson ásamt öðm áhugafólki útsendingar á útvarpsefni. Kölluðu þeir útvarpsstöð sína Frjálst útvarp. Þeir vildu með því mótmæla einokun ríkisins í útvarpsrekstri, gegna eðlilegu öryggishlutverki útvarps og tryggja lýðræðislega skoðanamyndun í fjölmiðlalausu landi. Á fréttastofú Frjáls útvarps störfuðu meðal annarra þau Bjöm Bjamason og Elín Hirst. Einnig sendu nokkrir blaðamenn DV út efni frá annarri stöð. Eftir útsendingar í átta daga lokaði lögreglan útvarpsstöðvunum tveimur 10. október 1984. Það vakti mikla gremju í röðum sjálfstæðismanna, og gerðu þeir það að skilyrði fyrir áframhaldandi stjómarsamstarfi, að einkíuéttur ríkisins til útvarpsreksturs yrði afnuminn. Hafði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra forystu í rnálinu, en aðstoðarmaður hennar, lnga Jóna Þórðardóttir, vann einnig að því. Margir framsóknarmenn greiddu þó atkvæði gegn frumvarpi að nýjum útvarpslögum og einnig ýmsir stjómarandstæðingar, en þó ekki þingmenn Bandalags jafnaðarmanna. Höfðað var opinbert mál gegn þeint Kjartani, Hannesi Hólmsteini og Eiríki Ingólfssyni fyrir hlut þeirra að ólöglegum útvarpsrekstri (en af einhverjum ástæðum ekki gegn forráðamönnum hinnar útvarpsstöðvarinnar), og vom þeir sakfelldir í Sakadómi og Hæstarétti. Ekki þótti brot Kjartans þó ámælisverðara en svo, að hann var skipaður fýrsti formaður útvarpsréttamefndar, sem framfylgja átti nýjum útvarpslögum. Hóf fyrsta einkaútvarpsstöðin, Bylgjan, útsendingar snemma árs 1986, en fyrsta einkasjónvarpsstöðin, Stöð tvö, þá um haustið. Formannskjör 1991 Það var frjálslyndu fólki í Sjálfstæðisflokknum lyftistöng og hvatning, að þessi árin stjómaði Margrét Thatcher Bretaveldi og Ronald Reagan Bandaríkjunum, en bæði höfðu þau lært margt af Hayek og Friedman og fylgdu þeiiri hægri stefnu, sem best verður lýst með lágum sköttum og traustum vömum. En Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði vorið 1987, þegar Albert Guðntundsson gekk úr honum og stofnaði Borgaraflokkinn. í þingkosningunum þá um sumarið galt flokkurinn afhroð. Geir Haarde settist á þing það ár og skipaði sér þar óðar á bekk með frjálshyggjumönnunum Þorsteini Pálssyni og Friðrik Sophussyni. Misjafnlega tókst þó til í ríkisstjóm þeirri, sem Sjálfstæðisflokkurinn myndaði undir forystu Þorsteins með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki sumarið 1987, og hrökklaðist hún frá eftir eitt og hálft ár. Eitt umdeildasta verk stjómarinnar var, þegar Birgir Isl. Gunnarsson menntamálaráðherra skipaði Hannes Hólmstein Gissurarson, sem þá var kominn til Islands með doktorspróf í stjómmálaffæði frá Oxford-háskóla, lektor í stjómmálaffæði í félagsvísindadeild Háskóla íslands þvert á vilja deildarmanna. Myndaði Steingrímur Hermannsson ríkisstjóm Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Aljtýðubandalags og Borgara- flokks haustið 1988. Davíð Oddsson borgarstjóri vann á sama tíma góðasigraíborgarstjómarkosningunum 1986 og 1990. Hanngafkost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1989, og dró Friðrik Sophusson sig til baka. Margir sjálfstæðismenn höfðu áhyggjur af því, að flokkur jseirra yrði áfram áhrifalaus og utan stjómar, og skomðu á Davíð að taka að sér formennsku í flokknum á landsfúndi 1991. Hann ákvað effir nokkra umhugsun að gefa kost á sér, og var kosið milli hans og Þorsteins Pálssonar á landsfundinum. Davíð var kjörinn formaður og Friðrik Sophusson varaformaður. Leiddu þeir Uokkinn til sigurs í þingkosningunum vorið 1991, og myndaði Davíð ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, þar sem Friðrik varð fjármálaráðherra og Þorsteinn sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra. Hófst þá hið langa umbótaskeið, sem enn stendur. Höfðað var opinbert mál gegn þeim Kjartani, Hannesi Hólmsteini og Eiríki Ingólfssyni fyrir hlut þeirra að ólöglegum útvarpsrekstri (en af einhverjum ástœðum ekki gegn forráðamönnum hinnar útvarpsstöðvarinnar), og voru þeir sakfelldir í Sakadómi og Hœstarétti. VÍSBENDING I 11

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.