Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 31

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 31
Innréttingamar - árið 1752. Á tímabilinu milli Ingólfs Amarsonar og Skúla Magnússonar fógeta virðist fátt vekja athygli á Reykjavík umfram aðra staði á landinu. Raunar vom sögulegar tilvísanir ekki ofarlega í huga Skúla þegar hann valdi Reykjavík til þess að verða verksmiðjuþorp. Það má til dæmis marka af því að þeirri hugmynd var al varlega velt upp að endumefna Reykjavík í höfuðið á Danakonungi og kalla Kristjánsvík. Sá fyrsti sem vildi draga söguna til vitnis um að örlögin hefðu ráðið upphefð Reykjavíkur þegar í upphafi landnáms var Eggert Olafsson í Mánamálum sínum. Hann var auk þess einn sá fyrsti sem sá fyrir sér borg með hellulögðum strætum - höfuðborg íslands, en það er önnur saga. Skúli hafði fyrst og fremst hagræði í huga: Reykjavík vantaði virðuleika. Um þetta liafði Skúlifógeti ekki hugsað í fyrstu eða ekki tekið eftir því. Hans sjónarmið var hið hagnýta sjónarmið, að láta bceinn vera vel í sveit settan til atvinnurekstrar og láta Itann liggja vel við gömlum höfuðbólum,fyrst ogfremst sínu eigin höfuðbóli, Viðey. (Vilhjálmur Þ. Gislason 1936) Þau höfuðból sem Skúli miðaði við vom Bessastaðir, Viðey, Hólmur og Nes. Þessir staðir hafa vitaskuld ekki lengur sömu þýðingu og þeir höfðu á átjándu öld. Þess vegna er ekki fráleitt að varpa þeirri spumingu frant hvort upphefð Reykjavíkur sé aðeins tilviljun - ákvörðun byggð á persónulegu mati eins manns, Skúla fógeta, sem fékk óvæntan aðgang að fjárhirslum konungs og miðaði við aðstæður sem vom gjörólíkar þeim sem nú þekkjast. A dögum Skúla fógeta skorti Reykjavík virðuleika. A þessari myndfrá 1930 hefur yfirbragðið breyst mjög til hins betra. Mynd: Karl Chr. Nielsen. „Allt til Reykjavíkur" Eins og kunnugt er fóm Innréttingar Skúla fógeta á hausinn ein af annarri, jafnvel þó að konungur verði miklum fjámiunum í að halda þeim á floti. Það virðist í raun einsýnt að ef þessi iðnstarfsemi hefði verið það eina sem hóf Reykjavík yfir aðra staði hefðu þær dugað skammt sem þéttbýlisvaki. Landnámsjörð Ingólfs hefði þá endað sem áhugaverður staður í vegahandbókum með nístum og ef til vill einhverri byggð en alls ekki höfuðstaður. Sú varð þó ekki raunin. Staðreyndin er sú að lukka Reykjavíkur var sígandi og það tók áratugi fyrir bæinn að festa sig í sessi sem höfuðstað. Bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1786 og þá vom þar 302 íbúar. Þeirn fækkaði heldur á næstu áram og vom ekki nema 291 árið 1792. En smám saman fóm æðstu embættismenn landsins að safnast þar fyrir og stjómsýslukjami tók að myndast. Landfógeti settist þar að 1792, Landsyfirréttur er settur þar niður 1800 eftir að Alþingi er lagt niður á Þingvöllum og upp úr aldamótunum flytja stiftamtmaður og biskup lil staðarins. Landlæknir kemur 1833 og árið 1836 er skipuð sérstök bæjarstjóm. Um þessa þróun segir í norðlenskum húsgangi: Höfðingjar og heiðurskrans héðan burtu Jykur, æðst embœtti innanlands, allt til Reykjavíkur. Upphefð Reykjavíkur kom hœgt og bítandi Upphefð Reykjavíkur sem höfuðstaðar var hæg og bítandi og hófst raunar ekki fyrr en eftir að tilraunir Skúla fógeta vom um garð gengnar. Þar sem Island var undir dönskum yfirráðum og Danir sáu um stjómsýslu og verslun hérlendis, var stór liluti af upphaflegum íbúum staðarins danskrar ættar. Árið 1805 vom þeir 63 af 879 rnanns í Reykjavíkursókn. Þessi danski svipur bæjarins varð ekki til þess að vekja sérstaka ást hjá þjóðinni til höfuðstaðarins. Það sést rneðal annars á því að Fjölnismenn vildu láta setja Alþingi á Þingvöllum en alls ekki í Reykjavík. Hafi aðrir staðir hentað betur sem höfuðstaður hefði verið hægðarleikur að beina uppbyggingunni þangað jregar atvinnulíf og stjómsýsla fór að færast til nútímahátta - en það gerðist ekki. Ástæðan er einfaldlega sú að staðsetning Reykjavíkur, sem miðstöðvar verslunar, þjónustu, iðnaðar og stjómsýslu, var kjörin. Þar er góð höfn, laus við hafís, sem liggur vel við siglingum til og frá landinu. Þaðan er einnig stutt til margra af bestu fiskihöfnum og ftskimiðum landsins. Reykjavík er líka staðsett á ská við Vesturland og Suðurland og lá vel við landsamgöngum til tveggja stærstu og frjósömustu landbúnaðarhéraða landsins. Bærinn hafði því sérstöðu vegna þess að þar var þríþættur aðgangur að höfn, fiskimiðum og landbúnaðarsvæðum sem aðrir staðir höfðu ekki. Það var því engin tilviljun að Danir kusu að setja niður stjómstöð sína á Bessastöðum, eða að kajrólska kirkjan skyldi stofna klaustur í Viðey, og ekki heldur að Hólmurinn skyldi vera helsti verslunarstaðurinn við innanverðan Faxaflóa. Sá staður sem veitti Reykjavík helstu samkeppni var Hafnarfjörður en fyrir daga Innréttinganna stungu ýmsir upp á honum sem höfuðstað og án efa hefði sá staður getað gegnt því hlutverki með sórna. Því má segja að jörðin Reykjavík hafi átt upphefð sína fmmkvæði Skúla að þakka. Þótt Skúli hefði ekki komið til sögunnar hefði höfuðstaðurinn samt sem áður ckki legið ýkja fjarri Reykjavík og nær ömgglega innan jreirra jréttbýlismarka sem nú em kennd við höfuðborgarsvæðið. Það er því ekki hægt að fallast á að upphefð Reykjavíkur sent höfuðstaðar sé nema að litlu leyti tilviljun, hvað sem líður öndvegissúlum Ingólfs. VÍSBENDING I 31

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.