Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 25

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 25
Um slíkar hugmyndir, sem Skipulagsnefnd atvinnumdla (Rauðka) gerði tillögur um drið 1937, náðist þó ekki samkomulag á milli þeirra flokka sem að ríkisstjórninni stóðu. Gullfœtinum fórnað Þegar Englandsbanki hvarf frá gullinnlausn 20. september 1931 tók gengisnefnd þá ákvörðun að halda föstu gengi gagnvart sterlingspundi. Um þetta var ekki ágreiningur, hvorki innan nefndarinnar né utan hennar, og var málið ekki lagt fyrir Alþingi. Gerði formaður nefndarinnar, Asgeir Asgeirsson, sem nú hafði tekið við embætti fjármálaráðherra, grein fyrir því í blaðagreinum hversu mikilvægt pundið væri í utanríkisviðskiptum landsins og hversu áríðandi væri að rjúfa ekki þau tengsl sem verið hefðu á milli krónunnar og pundsins. Komst hann svo að orði að sterlingspundið væri hinn eiginlegi gullfótur krónunnar sem tryggði velgengni hennar og festu. Með þessari ákvörðun gengisins töldu stjómvöld þó ekki nóg að gert. Sama dag og hið nýja gengi kom til skráningar, hinn 2. október, gaf fjármálaráðherra út reglugerð á gmndvelli laganna um gengisskráningu og gjaldeyrismál frá 1924 þar sem komið var á skilaskyldu gjaldeyris og bönkunum tveimur, sem annast skyldu öll gjaldeyrisviðskipti, var falið að takmarka sölu á gjaldeyri til kaupa á ónauðsynlegum vamingi. Þessu var enn frekar fylgt eftir síðar í október með annarni reglugerð um bann við innflutningi á óþarfa vamingi sem sett var á grundvelli laga frá 1920. Var þetta gert samkvæmt ósk Landsbankans sem óttaðist að hann gæti ekki staðið við erlendar skuldbindingar sínar síðar á árinu. Var þar með gengið í garð það tímabil hafta sem stóð í nærfellt þrjátíu ár. Hversu eðlileg sem sú ákvörðun var að halda tengingunni við pundið óbreyttri haustið 1931, hefði hún þurft að takast til endurskoðunar von bráðar. Önnur Norðurlönd reyndu fyrst að halda fast við gullfótinn. Þegar það reyndist ókleift, leyfðu þau genginu að fljóta, en það var talið samsvara best þörfum atvinnulífsins. Leiddi jretta til lækkunar gengis gagnvart gulli sem í öllum löndunum var nokkm meiri en gengisfall sterlingspundsins. Hér á landi var sá kostur að taka upp sveigjanlega gengisskráningu hins vegar ekki ræddur. Um þann kost segir Jóhannes Nordal : „Með því að láta gengið breytast eftir markaðsaðstæðum, eins og gert var upp úr 1922, hefði það leitað nýs jafnvægis og hægt hefði verið að koma í veg fyrir óhóflegt útstreymi gjaldeyris án þess að taka upp gjaldeyrishöft." 0 Afkoma sjávarútvegsins batnaði til muna árin 1933 og 1934. Þrátt fyrir þetta var hert mjög á innflutnings- og gjaldeyrishöftum þegar ný ríkisstjóm, „stjórn hinna vinnandi stétta“, tók við taumunum árið 1934. Ætlast var til að beiting hafta kæmi í stað stjómar gengis- og peningamála í samræmi við þær skipulagshugmyndir sem þá vom Tveir ungir menn sem áttu eftir að setja mark sitt á Island sjást hér á myndfrá 1937. Sigurbjörn Einarsson biskup og Benjamin Eiríksson hagfrœðingur. Benjamin hafði á síðari árum meiri áhuga á trúmálum en hagfrœði. í tísku meðal jafnaðarmanna í Evrópu. Um slíkar hugmyndir, sem Skipulagsnefnd atvinnumála (Rauðka) gerði tillögur um árið 1937, náðist þó ekki samkomulag á milli þeiira flokka sem að ríkisstjóminni stóðu. A sama tíma fór hagur útgerðarinnar versnandi að nýju, ekki síst vegna styrjaldarinnar á Spáni og erfiðleika á öðmm mörkuðum. Fonnælendur gengisfestu áttu sterk ítök hér á landi allan fjórða áratuginn, líkt og verið hafði áratuginn á undan, ekki síst innan verkalýðssamtaka og meðal verslunarmanna. Hins vegar þrýstu fomiælendur útflutningsgreina á gengisbreytingu, í fyrstu einkum fulltmar bænda í nýstofnuðum Bændaflokki, en síðar forsvarsntenn útgerðar með vaxandi þunga. Hagfræðingurinn Gunnar Viðar, síðar bankastjóri Landsbankans, gerði glögga grein fyrir kostum gengisbreytingar og skaðsemi innflutningshaftanna í blaðagreinum haustið 1936, um það leyti sem Frakkar hurfu frá gulltryggingu. Tveimur ámm síðar birtist svo hið víðkunna rit Benjamíns Eiríkssonar, Orsakir erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismálum, þar sem sýnt var fram á að gjaldeyrisskorturinn stafaði af mótsögn í gengismálum og pcningamálum, annars vegar föstu gengi, hins vegar lánsfjárþenslu. Úr þessu gætu innflutningshöft ekki bætt, enda ekki öðm líkari en stíflugarði á floti. "Jóliannes Nordal: „Mótunpeningakerfisinsjyrir og efiir 1930", Frá kreppu til viðreisnar, Hið íslenska bókmenntafélag, 2002, bls. 78. Gleðileg jól og farsœlt komandi ár! NÓISÍRÍUS VÍSBENDING I 25

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.