Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 34

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 34
Samfelld velta kauphœkkana, gengisfellinga og verðbólgu ógnaði rekstrarforsendum fyrirtœkja og þar með atvinnuörygginu. sviðum þjóðlífsins legðist á eitt. Um þó nokkum tíma höfðu ASI og VSI haft gagnkvæman vilja til að finna leiðir til að brjótast út úr vítahringnum. Sérstaklega vil ég nefna samningana 1986, sem gengu hins vegar ekki eftir, fyrst og fremst af tveimur ástæðum. Það var of miklu velt á ríkisfjáimálin og það komu ekki aðrir að málum en ASI og VSÍ. Það skorti sem sagt breidd. Hafði það áhrif að atvinnuleysi var orðið nokkurt á þessum árum? Atvinnuleysi var reyndar ekki mikið þegar þjóðarsáttarsamn- ingamir vom gerðir. Það var hins vegar verulegur uggur í fólki um atvinnuöryggið. Samfelld velta kauphækkana, gengisfellinga og verðbólgu ógnaði rekstrarforsendum fyrirtækja og þar með atvinnuörygginu. Margir voru vantrúaðir á það að hægt væri að viðhalda þeim árangri sem náðist árið 1990 því að áður höfðu náðst áfangasigrar í baráttunni við verðbólguna sem svo glutruðust niður síðar. Sumir segja að aðgerðir stjórnarinnar árið 1991 hafi riðiö baggamuninn. Hvað skipti mestu máli um að varanlegur árangur náðist? Það er rétt að það vom margir vantrúaðir á að þjóðarsáttin mundi skila sér. Háskólahagfræðingamir vom til dæmis nokkuð samhljóða í því að ekkert mundi breytast. Um vorið sýndi Gallup-könnun að almenningur var vantrúaður á að verðbólga mundi hjaðna. Það sem réð úrslitum var tvímælalaust að samstaða um aðgerðir var breið. ASÍ og BSRB vom fullkomlega samstiga við samningsgerðina og bændasamtökin komu líka að henni. Samtök atvinnurekenda vom einnig einhuga, sem og bæði stjómarflokkamir og stjómarandstaðan. Það var eindreginn vilji til að fylgja málum eftir og það var í mörgum atriðum gert með handafli. Bankamir lækkuðu vexti í trausti þess að verðbólgan færi niður og verslunarfyrirtæki lækkuðu álagningu í trausti þess að þau þyrftu ekki að leggja til hliðar fyrir vöxtum og gengisbreytingum eins og áður. ASI og VSI unnu vel saman í því að ná þessum árangri og lögðu Mynd: Páll Stefánsson. sameiginlega að lyrirtækjum að vinna með aðgerðunum. Það var sterkur meðbyr með þessari tilraun til að rjúfa vítahringinn og það vildi enginn láta standa sig að því að hann gerði ekki sitt. Það skipti líka miklu að jarðvegurinn hafði verið vel undirbúin. Þegar áttin hafði verið mörkuð stöðvaði ég samningaviðræður í mánuð til að færi gæfist til að fara yfir málin með stjómum félaga og félagsmönnum ASÍ. Þessi ákvörðun var umdeild því að margir vildu keyra samningana í gegn strax. Ég er hins vegar viss um að ákvörðunin var rétt. Félagsmennimir komu að undirbúningi og vom íyrir fram meðvitaðir um að verið væri að gera tilraun og umræður sýndu að þeir vildu gera tilraunina. Þeir vildu láta á það reyna hvort hægt væri að rjúfa vítahringinn. Á samráðsfundum eftir samningagerðina og við framlengingu þcirra um haustið 1990 var viljinn enn eindreginn. Á árunum 1990 til 1995 skertist kaupmáttur frá því scm samið var um í þjóðarsáttinni. Hvers vegna vildi verkalýðshreylingin ekki beita afli til þess að reyna að rétta sinn hlut? Á þessu tímabili var verið að festa árangurinn í sessi. Það var samstaða um að treysta undirstöðumar til frambúðar. Síðan 1995 hefur kaupmáttur styrkst ár frá ári og er nú um 50% betri en þá. Verkföll á almennum vinnumarkaði hafa ekki verið mörg eða Iöng á þessum tíma. Þýðir þetta að baráttan á árum áður hafi verið á röngum forsendum? Ég held að það segi hvorki eitt eða neitt um baráttuna á árum áður. Það endurspeglar aftur á móti þá víðtæku samstöðu sem var um að rjúfa vítahringinn 1990 og nýta þann ávinning sem þjóðarsáttin gaf. Voru einhver tækifæri á þessum árum sem menn misstu af? Var hægt að ná sambærilegum árangri fyrr? Auðvitað misstu menn af mörgum tækifærum en það þurfti of margt að breytast til að viðsnúningur gæti orðið. Það þurfti að leita leiða og ná samskiptum á breiðum grundvelli og það tókst 1990. Það tókst ekki fyrr. Við verðum Ifka að muna að óhrif bœði verkalýðshreyfingar og samtaka atvinurekenda hafa alltaf verið fyrst og fremst bundin við þau atriði sem beint snúa að vinnumarkaðsmólum og kjörum. Þannig sýnist mér til dœmis að stórar og endurteknar yfirlýsingar verkalýðshreyfingarinnar um herinn hafi aldrei skipt sköpum. 34 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.