Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ blaðamanns sé þar að veði. Ég tel nauðsynlegt að setja lög sem vernda slíka menn. Það hugsa nefnilega fleiri eins og núverandi stjórnendur Landssímans.“ sagði Reynir. Gagnkvæmt traust blaða- manns og heimildarmanns Agnes Bragadóttir, fréttastjóri á Morgun- blaðinu, sagði mikilvægt að ræða stöðu heimild- armanna í framhaldi af ákvörðun Landssímans að segja heimildarmanni DV upp störfum. „Tengsl blaðamanns og heimildarmanns eiga alltaf að vera vernduð fyllsta trúnaði. Sá sem lætur okkur í té upplýsingar í trúnaði og vill ekki að nafn hans komi fram í tengslum við heimildir sínar; upplýsingar sem við teljum það þýðingarmiklar eða merkilegar að þær eigi er- indi á prent eða í ljósvakann, verður að vera viss um að hans nafni sem persónu verði algerlega haldið utan við fréttaumfjöllunina og hann eigi ekki á hættu að málið springi beinlínis í andlitið á honum. Það leggur okkur þær skyldur á herðar að nota heimildirnar sem heimildarmað- ur lætur okkur í té á afar varfærinn hátt, þannig að við gerum aldrei neitt eða segjum sem kunni að leiða til þess að heimildarmaður okkar verði í uppnámi,“ sagði Agnes. Agnes rifjaði síðan upp fréttaskýringar sem hún skrifaði árið 1995 um endalok Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, en skrifin urðu til þess að Rannsóknarlögregla ríkisins krafðist þess að hún upplýsti um heimildarmenn sína. Hún hafn- aði þeirri kröfu. Héraðsdómur tók undir kröfu RLR, en Hæstiréttur sneri dómnum við. „Þar með var staðfestur sá grundvallarréttur blaða- manna að vernda heimildarmenn okkar, réttur sem er í lýðræðisríkjum um allan heim. Að mínu viti var þessi úrskurður Hæstaréttar því mikill sigur fyrir frjálsa blaðamennsku á Íslandi og í Í SÍÐUSTU viku sagði Landssíminn upp starfsmanni sem játaði að hafa veitt DV upplýs- ingar úr bókhaldskerfi Símans. Hörð viðbrögð hafa orðið við þessari uppsögn. Blaðamanna- félag Íslands efndi til fundar í fyrradag um rétt- indi og stöðu heimildarmanna. Á fundinum voru frummælendur Reynir Traustason, ritstjórnar- fulltrúi á DV, Agnes Bragadóttir, fréttastjóri á Morgunblaðinu, og Þór Jónsson, varafrétta- stjóri á Stöð 2. „Að mínu mati eru þetta skilaboð um að upp- ljóstrarar, sama hvað réttlætanlegar upplýsing- ar þeir bera á borð, eiga ekki neins staðar að eiga skjól. Boðskapurinn er að það er ljótt að segja frá. Verði þessi sjónarmið ofan á í sam- félaginu mun það valda okkur öllum óbætanleg- um skaða í framtíðinni,“ sagði Reynir Trausta- son um uppsögn Halldórs Arnar Egilssonar, sem var heimildarmaður hans að frétt um við- skipti Símans við fyrirtæki Friðriks Pálssonar, stjórnarformanns Landssímans. Heimildarmenn í lykilhlut- verki í máli Árna Johnsen Reynir sagði að heimildarmenn DV meðal starfsmanna BYKO hefðu gegnt lykilhlutverki við að upplýsa um hvernig Árni Johnsen, fyrr- verandi alþingismaður, hefði misfarið með fjár- muni skattborgaranna. „Ég fullyrði að ef starfs- menn BYKO hefðu ekki sagt frá þessu væri þingmaðurinn enn á Alþingi og kannski um það bil að fá ráðherrastól. Fyrstu vísbendingar um málið komu frá starfsmanni BYKO sem sagði að þingmaðurinn hefði breytt merkingum á byggingarefni fyrir framan starfsmenn fyrirtækisins. Hann horfði á þetta gerast og ofbauð,“ sagði Reynir. Reynir sagði að þessi starfsmaður BYKO hefði brotið trúnað við fyrirtækið með því að koma papírum um þessi viðskipti þingmannsins til DV. Málið væri því sambærilegt við mál Hall- dórs Arnar Egilssonar sem farið hefði í bókhald Landssímans til að ná í gögn sem sönnuðu að fyrirtæki í eigu stjórnarformanns Landssímans hefði átt viðskipti við Símann. Reynir sagði að fyrir skömmu hefði DV feng- ið upplýsingar um að eitthvað væri að í starf- semi Þjóðmenningarhúss. Blaðið hefði ekki fengið upplýsingar um hvað hefði gerst heldur að Ríkisendurskoðun hefði krafið fjölda starfs- manna hússins um upplýsingar. Í framhaldi af því hefði DV hafið upplýsingasöfnun sem leiddi til þess að skrifuð var frétt um málið. Uppljóstr- arar hefðu því einnig í þessu máli gegnt lyk- ilhlutverki í því að upplýsa um málið. „Ég er ekki sannfærður um að stjórnvöld hafi ætlað sér að upplýsa almenning um málið. Ég get ekki fullyrt það en ég held að það hafi verið ætlunin að afgreiða málið í kyrrþey með einhverjum hætti. Ríkisendurskoðun gerir fjölda úttekta á málum sem aldrei fara lengra en til viðkomandi stjórnvalda,“ sagði Reynir. Reynir sagði að DV hefði átt frumkvæði að því að hafa samband við Halldór Örn Egilsson, starfsmann Landssímans, og lagt hefði verið að honum að nálgast upplýsingar sem sönnuðu greiðslur til Friðriks Pálssonar stjórnarfor- manns. „Ég leitaði Halldór uppi og var í nokkr- ar vikur að sannfæra hann um að það sem hann vissi ætti erindi við þjóðina.“ Reynir sagði að viðbrögð Landssímans við fréttum um viðskipti fyrirtækisins hefðu verið allt önnur en BYKO. Síminn hefði lagt áherslu á að finna uppljóstrarann. Þegar upplýst hefði verið um viðskipti Símans við Góðráð ehf. hefði leitin að uppljóstraranum verið hert. Reynir sagði að það hefði verið áfall fyrir sig þegar Halldóri var sagt upp störfum. Hann hefði hins vegar sjálfur tekið þá ákvörðun að koma fram undir eigin nafni. „Niðurstaða mín er sú að þau þrjú mál sem ég hef rakið væru ekki á vitorði almennings ef heimildarmenn hefðu ekki staðið sig og þar af leiðandi gert fjölmiðlum kleift að segja frá þeim. Það snýr að okkur að standa vörð um heimild- armennina og sjálfur tel ég að heiður minn sem reynd trygging fyrir því að við gætum áfram starfað með eðlilegum hætti að því meginhlut- verki okkar að miðla upplýsingum til almenn- ings um hvað eina sem máli skiptir og varðaði almannahag.“ Agnes sagði að gagnkvæmt traust þyrfti að ríkja milli heimildarmanns og blaðamanns. Blaðamaður yrði að hafa traust á sínum heim- ildarmanni og þar reyndi á reynslu, þekkingu og dómgreind hans. Blaðamaður þyrfti einnig að vinna sig upp í það að njóta óskoraðs trausts heimildarmannsins þannig að heimildarmaður- inn þyrði að sýna blaðamanninum þann trúnað sem nauðsynlegur væri. Agnes sagði að allir blaðamenn lentu í því að reynt væri að misnota eða afvegaleiða þá af heimildarmanni í þeim til- gangi að koma höggi á andstæðing eða ljúga sig út úr vandræðum. Það gerðist hins vegar ekki nema einu sinni því að þar með hefði viðkom- andi glatað trausti okkar. En það væri ekki síð- ur mikilvægt að blaðamaður passaði vel upp á heimildarmenn sína. Vinnubrögð hans mættu ekki verða til þess að upp um þá kæmist. Hún sagðist ekki sjá betur en einhver klaufaskapur hefði valdið því að upp komst um „litla Lands- símamanninn“. Lög sem vernda heimildarmenn Þór Jónsson, varafréttastjóri á Stöð 2, fjallaði í erindi sínu m.a. um lög sem setta hafa verið í öðrum löndum í þeim tilgangi að vernda heim- ildarmenn. Hann vísaði þar til Bandaríkjanna, Bretlands og Svíþjóðar. „Þessi brottrekstur Landssímamannsins sýnir okkur glögglega að það sé þörf á einhvers konar heimildavernd. Þetta brýnir okkur í Blaðamannafélaginu til að gera kröfur um slíka vernd og að hún nái ekki bara til stjórnsýslu rík- is og bæja heldur á hún líka að ná til stofnana og fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu ríksins,“ sagði Þór. Þór sagði að í Bandaríkjunum færi nú fram umræða um að gildandi lög um vernd heimild- armanna yrðu gerð víðtækari. Ástæðan væri ekki síst Enron-málið. Margir væru þeirrar skoðunar að lögin ættu líka að ná til starfs- manna í slíkum fyrirtækjum, en þau næðu í dag einvörðungu til þeirra sem störfuðu hjá hinu op- inbera. Rök þeirra sem sett hefðu fram slíkar hugmyndir væru m.a. þau að ef heimildarmenn sem byggju yfir upplýsingum um lögbrot eða misfellur nytu ekki verndar væri hætta á að fjárfestar töpuðu sparifé sínum og lífeyri. Þór sagði að í bandarísku lögunum væri sett sú almenna regla að það væri bannað að leita heimildarmenn uppi eða að refsa þeim sem veittu upplýsingar um lög- eða reglugerðarbrot, valdníðslu, óráðsíu með opinbert fé o.s.frv. „Hvað átti „litli Landssímamaðurinn“ að gera? Átti hann að kvarta við Friðrik Pálsson, eða átti hann að fara ofar og kvarta við Sturlu Böðvarsson, eða átti hann að fara til Ríkisend- urskoðunar? En eins og menn vita höfðu þessir ágætu herrar hringt í Ríkisendurskoðun til að fá stimpil á þennan gerning. „Litli Landssíma- maðurinn“ hafði allar ástæður til að vantreysta þessum yfirmönnum sínum og því kemur hann máli sínu eðlilega til fjölmiðla,“ sagði Þór. Sambærileg mál? Að loknum framsöguerindum urðu nokkrar umræður á fundinum um hvort eðlismunur væri á BYKO-málinu og máli Landssímamannsins. Agnes Bragadóttir taldi að eðlismunur væri á þessum tveimur málum. Annars vegar hefði starfsmaður BYKO haft frumkvæði að því að koma frétt á framfæri við DV, en hins vegar hefði blaðið átt frumkvæði að því að hvetja starfsmann Landssímans til ólöglegs athæfis, þ.e. að brjótast inn í tölvukerfi Símans og rjúfa þannig trúnað við fyrirtækið. Hún sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að stjórnendur Símans hefðu klúðrað málum og að þeir ættu að fara frá. En þó að hún væri þeirrar skoðunar að þessar upplýsingar hefðu átt erindi til almenn- ings hefði hún efasemdir um aðferðafræðina. Reynir Traustason mótmælti þessu og sagði að málin væru af sama toga. Þeir Halldór Örn hefðu verið sammála um að þarna væri um að ræða upplýsingar sem almenningur ætti rétt á að fá. Hann sagði að að í BYKO-málinu hefði fréttaöflunin einnig byggst á upplýsingum sem komu úr bókhaldi fyrirtækisins. Munurinn á málunum fælist fyrst og fremst í því hvernig yf- irmenn fyrirtækjanna, þ.e. BYKO og Lands- símans, hefðu tekið á málunum eftir að frétt- irnar voru birtar. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri DV, sagði að þessi tvö mál væru sambærileg. Blaða- menn væru á hverjum einasta degi að leitast við að nálgast sannleikann í hverju máli. Hann gagnrýndi harðlega framkomu Símans í þessu máli og skoraði á stjórn Blaðamannafélagsins að bregðast strax við til að auka vernd heimild- armanna. Borgar sig ekki að tjá sig Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur sagði að þetta mál hefði tvær hliðar. Í fyrsta lagi væru blaðamenn verndaðir fyrir því að gefa upp heimildarmenn. Slík vernd væri til staðar í rétt- arframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. „Vernd uppljóstrara er hins vegar ekki til stað- ar, en það má leita hennar. Slíkt mál hefur ein- faldlega ekki komið fyrir dómstólana. Það má hins vegar túlka lög á þann hátt að þessi vernd sé til staðar,“ sagði Herdís. Herdís sagði að stöðugt væri verið að reyna að senda út það sem hún kallaði „frystiskila- boð“. „Það er reynt að koma þeim skilaboðum til fólks að það borgi sig ekki að tjá sig. Fólk veit aldrei hverjar afleiðingarnar geta orðið.“ Herdís sagði að ef mál „litla Landssíma- mannsins“ færi fyrir Mannréttindadómstólinn myndi dómstóllinn spyrja, hvaða lög braut hann? Einnig yrði spurt, þjónaði brottvikning mannsins lögmætu markmiði? Var brottvikn- ingin nauðsynleg í lýðræðislegu samfélagi? „Réttur almennings til að fá upplýsingar er grundvallarréttur samkvæmt 73. gr. stjórnar- skráinnar og samkvæmt 10. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu,“ sagði Herdís. Halldór sýndi trúnað og hugrekki Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamanna- félags Íslands, sagðist ekki gera greinarmun á BYKO-málinu og Landssímamálinu. „Starf blaðamanna er að bera sig eftir fréttum og upp- lýsa mál. Í máli Landssímamannsins er það ljóst í mínum huga að hann rauf ekki trúnað við einn eða neinn. Hann sýndi trúnað. Það er kjarni málsins. Ég er ósammála fullyrðingum um að Landssíminn geti ráðið og rekið hvern sem er. Það er alveg fráleitt að þessi maður skyldi vera rekinn fyrir að sýna trúnað og sýna meira siðferðilegt hugrekki en aðrir,“ sagði Hjálmar. Fjölmenni á fundi Blaðamannafélags Íslands um réttindi og stöðu heimildarmanna Heimildarmenn þurfa á aukinni vernd að halda Réttindi og staða heimildar- manna var til umræðu á fundi Blaðamannafélags Íslands í fyrrakvöld. Á fundinum kom fram sú krafa að lög yrðu sett sem vernduðu heimildarmenn. Morgunblaðið/Kristinn Frummælendur á fundinum voru Reynir Traustason, ritstjórnarfulltrúi á DV, Agnes Braga- dóttir, fréttastjóri á Morgunblaðinu, og Þór Jónsson, varafréttastjóri á Stöð 2. Fundarstjóri var Arna Schram blaðamaður á Morgunblaðinu. Agnes Bragadóttir er í ræðustól. Blaðamenn fjölmenntu á fund Blaðamannafélagsins þar sem réttindi og staða heimildar- manna var til umræðu og voru umræður líflegar að loknum framsöguerindum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.