Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 29 LAGERHREINSUN á L a u g a v e g i Ótrúleg verð Ekki missa af þessu L A U G A V E G I 9 5 - 9 7 DAREEN Abu Aisheh, 21 árs palestínsk kona, sprengdi sjálfa sig í loft upp skammt frá ísr- aelskri varðstöð á Vesturbakk- anum á miðvikudagskvöldið. Nokkrir ísraelskir hermenn særðust. Á þessari mynd er Abu Aisheh með borða um höfuðið sem á stendur Izzedine al Qua- sam-herdeildin, sem er hernaðar- armur Hamas-samtakanna. Hún heldur á hníf í annarri hendi en með hinni sýnir hún merkið „einn“ með vísifingri, sem skírskotar til guðsins Allah. Abu Aisheh var nemi í enskum bókmenntum við Najah-háskóla í bænum Nablus á Vesturbakkanum. Hún er önnur palestínska konan sem fremur sjálfsmorðssprengjuárás síðan Pal- estínumenn hófu uppreisn gegn hersetu Ísraela í september 2000. AP Sprengdi sig í loft upp KENNETH Lay og Jeffrey Skill- ing, fyrrverandi yfirmenn banda- ríska orkusölufyrirtækisns Enron, æfðu starfsfólk fyrirtækisins í að líta út fyrir að hafa mikið að gera, í von um að sannfæra fulltrúa fjár- málafyrirtækja á Wall Street um að mikil starfsemi færi fram í orkusöludeild Enron. Þetta kom m.a. fram í viðtali Reuters-frétta- stofunnar við fyrrverandi yfir- mann orkusöludeildarinnar, og breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Enron varð gjaldþrota í desem- ber sl., en var eitt sinn meðal stærstu orkufyrirtækja í heimin- um. Verið er að rannsaka kring- umstæður gjaldþrotsins og eru fyrrverandi yfirmenn Enron, þ. á m. Lay og Skilling, grunaðir um að hafa falið stórfellt tap og villt þannig um fyrir fjárfestum. Fyrir fjórum árum reisti Enron stjórnstöð fyrir orkusöludeildina, Enron Energy Services (EES), og þegar fulltrúar fyrirtækjanna á Wall Street komu til Houston, þar sem aðalstöðvar Enron eru, var starfsfólkinu í stjórnstöð EES gert að þykjast vera upptekið við að ná samningum og ræða við við- skiptavini, að því er Joseph Phel- an, fyrrverandi framkvæmdastjóri EES, tjáði Reuters. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem fyrrverandi starfsmenn Enron greina frá því að þeim hafi verið gert að þykjast uppteknir í vinnu þegar gestir komu í háhýsi Enron í miðborg Houston. Svo fór, að EES skilaði miklum hagnaði, en þegar þetta var, 1998, voru starfsmenn deildar- innar aðeins örfáir og við- skiptavinirnir lítið fleiri. Hugmyndin var, að EES myndi taka að sér, fyrir fast gjald, að sjá um að orkuþörf stórfyrirtækja væri uppfyllt. Voru þessi viðskipti talin lofa góðu. Phelan sagði að starfs- fólk hefði verið flutt af öðrum hæðum í höfuðstöðvunum og inn í stjórnstöð EES. Símhring- ingar þangað inn voru skipulagðar til að láta líta út fyrir að mikið væri á seyði. Allt var þetta svið- sett af mikilli kostgæfni til þess að útsendurum Wall Street sýndist líf vera í tuskunum. Yfirmenn Enron svið- settu mikil viðskipti Fyrrverandi yfirframkvæmdastjóri Enr- on, Jeffrey Skilling, er sagður hafa kennt starfsfólki að þykjast upptekið við vinnu. AP ALRÍKISDÓMSTÓLL í Banda- ríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkumálaráðuneyt- inu beri að láta af hendi 7.500 blað- síður af gögnum er tengjast störf- um sérstaks verkefnishóps sem Dick Cheney varaforseti stjórnar. Úrskurður dómstólsins gæti leitt til þess að í fyrsta sinn yrðu op- inberaðar nákvæmar upplýsingar um áhrif yfirmanna í orkuiðnaðin- um og ýmissa annarra aðila á stefnu stjórnar Georges W. Bush forseta í orkumálum. Samkvæmt dómnum, sem kveð- inn var upp á miðvikudaginn, ber orkuráðuneytinu að afhenda fyrir 25. mars gögn um tengsl fjölda ráðuneyt- isstarfsmanna, sem voru í verkefnishópi Cheneys, við utanað- komandi aðila. Úr- skurður dómstólsins kom í kjölfar máls- höfðunar náttúru- verndarsamtakanna Natural Rescources Defense Council (NRDC) og tengist ekki málshöfðun alrík- isendurskoðunar Bandaríkjanna á hend- ur Cheney. Krefst skrifstofa alríkisend- urskoðunar upplýs- inga um tengsl utan- aðkomandi aðila og embættismanna í öll- um ráðuneytum og í Hvíta húsinu er voru í verkefnishópnum. Umhverfisvernd- arsamtökin lögsóttu orkuráðuneytið, því að þeim er lögum samkvæmt ekki heimilt að höfða mál á hendur Hvíta hús- inu. Orkuráðuneytið hefur þegar afhent alríkisendurskoðuninni sum af þeim gögnum sem NRDC fer fram á, en endurskoðunarskrifstofan hefur ekki gert þau opinber. Fulltrúi ráðuneytisins segir að far- ið verði að dómsúrskurðinum. Náttúruverndarsamtökin telja að umbeðin gögn muni sýna fram á, að fulltrúar ríkisstjórnar Bush hafi átt leynilega fundi með fulltrúum orkuiðnaðarins. Komi í ljós að svo hafi verið, segir lögmaður samtak- anna, hefur stjórnin brotið lög sem kveði á um að slíkir fundir skuli vera opnir almenningi og nákvæm- lega skuli skrá allt sem fer fram á þeim. Dómstóll í Bandaríkjunum úrskurðar í máli verkefnishóps Dicks Cheneys Orkuráðuneytinu gert að birta gögn The Washington Post. Dick Cheney EITT barn lét lífið og 30 önnur særð- ust í gær þegar sprengju var skotið á barnaskóla í bænum Sarobi, vestan við Kabúl. Afganskir embættismenn kenndu talibönum og liðsmönnum al- Qaeda, samtaka Osama bin Ladens, um árásina. Bærinn er undir stjórn stríðsherra, sem studdi talibana en gekk til liðs við Norðursambandið þegar það náði Ka- búl á sitt vald í nóvember. Fórnarlömb árásarinnar voru á aldrinum 11-13 ára. Embættismaður í afganska innanríkisráðuneytinu sagði að ekki væri vitað hverjir skutu að skólanum en benti á að talibanar og liðsmenn al-Qaeda vildu grafa undan afgönsku bráðabirgðastjórninni. Þeir lægju því undir grun. Árás á barnaskóla Kabúl. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.