Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 31
KONSERT fyrir strengjakvartett og Túskildings-svítan ber hæst á tónleikum Blásarasveitar Reykja- víkur og strengjaleikara, sem haldnir verða í Salnum á morgun, laugardag, kl. 17. Strengjakvartett- inn er skipaður fiðluleikurunum Hildigunni Halldórsdóttur og Mar- gréti Þorsteinsdóttur, víóluleik- aranum Herdísi Jónsdóttur og sellóleikaranum Sigurði Halldórs- syni. Konsertinn er eftir tékkneska tónskáldið Erwin Schulhoff (1894- 1942), saminn árið 1930 fyrir strengjakvartett og blásarasveit og er um að ræða frumflutning hér- lendis. Einnig verður á efnisskránni hin sívinsæla svíta úr Túskildingsóper- unni eftir Kurt Weill, blásaraþættir úr Skálholtskantötu Victors Urban- cic ásamt 3 kátum mörsum eftir Ernst Krenek. Stjórnandi er Kjartan Óskarsson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 800 kr. fyrir nemendur og eldri borg- ara. Morgunblaðið/Kristinn Blásarasveit Reykjavíkur ásamt strengjakvartett. Strengir og blásarar í Salnum LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 31 afsláttur af öllum vörum Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, sími 551 0081 20% Föstudagur 1. mars Kl. 08.00 Laugardalslaug: Vatnsleikfimi undir stjórn Lovísu Einarsdóttur. Boðið upp á kaffi við kertaljós. Kl. 10.00–17.00 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: Fjölbreytt dagskrá. Kl. 10.00–17.00 Garðskáli Grasagarðs Reykjavíkur: „Ekkert líf án ljóss“. Mynda- og veggspjaldasýning í samstarfi við skólastofnanir í nágrenni Laugardals. Kl. 16.00–20.00 Skautahöllin. Skautadiskó fyrir börn og unglinga. Kl. 19.00–24.00 Foss í Aðalstræti, verðlaunaverk eftir Jón Sæmund Auðarson: Orkuveita Reykjavíkur varpar mynd af íslenskum fossi á framhlið Aðalstrætis 6 með tilheyrandi fossnið. Íslistamaður formar skúlptúr úr ís með ljósum á Ingólfstorgi. Kl. 20.00 Hitt húsið flytur í nýtt húsnæði: Skrúðganga frá Aðalstræti 2 að Pósthússtræti 3–5. Götuleikhús, eldblásarar, dansarar og trumbusláttur. Kl. 20.00 Kvöldvaka í Ráðhúsinu: Kvæðamannafélagið og Þjóðdansa- félagið. Bjarni Harðarson segir draugasögur og Árni Björnsson flytur erindið „Skemmtilegt er myrkrið“. Vinabandið, hljómsveit eldri borgara, leikur. Kl. 20.00–21.00 Kirsuberjatréð við Vesturgötu: Draugasögur við kertaljós. Kl. 20.00–22.00 Sundhöll Reykjavíkur: Ljósatónleikar á bólakafi. Tónlist, DJ og sundstuð fyrir unglinga á aldrinum 13–16 ára. Kl. 20.30–22.00 Opnunarhátíð í nýja Hinu húsinu. Draugagangur í kjallaranum, ljósberar og rokk á háalofti. Kl. 21.00 Via Dolorosa – píslarganga: Vegur Krists að krossinum, verðlaunaverk Guðlaugs Valgarðssonar. Gengið frá Lækjartorgi að Hallgrímskirkju undir leiðsögn séra Halldórs Reynissonar. Kl. 21.00–23.00 Tónleikar á Kaffi Reykjavík: Guitar Islancio leikur djassaða útgáfu af íslenskum þjóðlögum. Kl. 21.00 Djasstónleikar í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Agnar Már Agnarsson og Kristjana Stefánsdóttir. Kl. 21.00–24.00 Aðalbygging Háskóla Íslands skiptir litum og birt eru skilaboð til borgarbúa. Kl. 22.00 Tónleikar í Hallgrímskirkju: Camerartica flytur tónlist, m.a. eftir Mozart, við kertaljós. Vilborg Dagbjartsdóttir les ljóð og Hrafnkell Egilsson flytur einleik á selló úr 5. svítu eftir Bach. Kl. 22.00 Kaffi Romance: Lis Gammon frá Wales leikur af fingrum fram á píanó. BIKSVART naut á blóðrauðum silkibakgrunni gaf andrúmstóninn í vetrardagskrá SÍ við „rauðu“ tón- leikana í gærkvöld. Á boðstólum voru fjögur suðræn og seiðandi verk eftir höfunda sem allir kunnu dável með liti að fara á sinfónísku breið- tjaldslérefti, og rúmlega það. Að- sóknin var eftir því; húsið sneisafullt út úr dyrum. Pini di Roma, verk Respighis um fjóra staði í borginni eilífu í jafn- mörgum samtengdum þáttum, er út frá svipuðu „konsepti“ og eldra verk hans um gosbrunna borgarinnar; í alla staði litskrúðug og glæsileg smíð. E.t.v. áhrifamest í síðasta þætti, þar sem fornrómverskar leg- íónur ganga taktsperrtar eftir App- íusarvegi, eins og sjónvarpsáhorf- endur kannski muna eftir frá spurningardæmi í fyrstu Kontra- punktskeppninni í Osló 1990. Tilvilj- un eða ekki, þá kveður alltjent hér, líkt og með sumt í Carmina Burana Orffs (1937), ákveðin fornaldardýrk- un úr glæstri fortíð föðurlandsins sem féll sem flís við rass að staðar- og tíðaranda tilurðartímans; í tilviki Respighis aðeins ári eftir göngu svartskyrtna Mussolinis til Rómar. Mönnum hættir oft til að ein- skorða orkestrunarfærni við hljóð- færaval, samsetningu þeirra og út- sjónarsemi í undirleiksáferð. Það vill stundum gleymast, að vönduð radd- færsla er öðru fremur það sem ljær heildinni meginfyllingu. Að því leyti er verk Respighis skínandi fyrir- mynd. Víða mátti þrátt fyrir mann- mergð risastórrar hljómsveitar (að viðbættum trompetaflokki á hliðar- gangi í lokaþætti) heyra kontra- punktísk listbrögð, þ.ám. „quodlib- et“, enda ekki ofsagt að útfærsla höfundar hafi birzt hlustendum nán- ast í tærri þrívídd í skínandi meðferð sinfóníuhljómsveitarinnar. Fjöl- breytni stemmninga var auðug með eindæmum, jafnvel í samanburði við meistaraverk Debussys síðast á dag- skrá, og gat m.a.s. vísað fram á eyði- merkurtónlist síðari Holly- woodmeistara við Villta Vestrið. Gaman hefði annars verið að fá upp- lýst hvaðan fuglakvaksupptakan (af bandi eða hljómdiski) var fengin, sem tísti undir með sveitinni í III. þætti (I pini del Gianicolo). Í samanburði við vellblómstrandi Furusvítu Respighis var áferð „Noches en los jardines de España“ (Nætur í görðum Spánar) frekar nakin, og stundum jafnvel hrá. Svít- una samdi Manuel de Falla 1909–15 sem píanóverk, en áður en lauk var hún orðin að sinfónískum píanókons- ert. Hér reyndi öllu meir á rytm- ískan samtakamátt, og vantaði þar nokkuð upp á í fyrsta þætti og byrj- un hins næsta. En það reyndist nán- ast eini fegurðarblettur kvöldsins, enda léku menn eins og klukka í blóðríkum sígaunadanshrynum und- ir fjallshlíðum Cordóbahéraðs í III. og síðasta þætti. Hinn roskni spænski píanóeinleikari átti ekki við ýkja áberandi hlutverk að glíma frá höfundarins hendi, en lék samt af mikilli andagift og listfengri lipurð, ekki sízt átt- undarrúllöðurnar í lokaþættinum, í full- komnu jafnvægi við hljómsveitina. Honum var að vonum tekið með kostum og kynj- um og þakkaði hann fyrir sig með bráðfal- legri Nocturne-etýðu fyrir vinstri hönd eftir Skrjabin við dynjandi undirtektir. Tveir síðustu höf- undar kvöldsins voru aðalmerkisberar franska impress- jónismans. Fyrstur var Maurice Ravel, einhver dáðasti orkestrari 20. aldar, og Alborada del gracioso (Morgunsöngur trúðsins) frá 1918 er án efa eitt samþjappaðasta dæmi um snilld hans í þeim efnum. Aðeins rúmar 6 mín. að lengd, en sannköll- uð rússíbanaferð fyrir stóra hljóm- sveit á neistandi tjáningarteinum rakins snillings frá byrjun til enda, sem SÍ skilaði með eldsnörpum bravúr. Hið stórbrotna La Mer (Hafið) eftir Claude Debussy frá 1905 var síðasta verkið á dagskrá og hefur vafalítið haft gífurleg áhrif á seinni tíma tónskáld, allt frá síðrómantí- kerum að módernistum. Miðað við hvað þessi liðlega 23 mín. langa sjáv- arlýsing í tónum er erfið í samleik, vegna m.a. síbreytilegrar áferðar og eirðarlítilla styrkbreytinga, má segja að hún hafi í flestu tekizt mjög vel, þó að aðalglansnúmer tón- leikanna hafi í mínum huga verið Respighi og Ravel. Rumon Gamba virtist hér sem fyrr vera afar gef- andi hljómsveitarstjóri með næmt eyra fyrir þýðingu smærri atriða innan úr hinum stóra massa og stýrði sínu fólki í örugga höfn af smitandi orku og glöggri yfirsýn. Sannkölluð rússíbanaferð TÓNLIST Háskólabíó Respighi: Furur Rómar. De Falla: Nætur í görðum Spánar. Ravel: Alborado del gracioso. Debussy: La Mer. Joaquín Ach- úcarro, píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Joaquín Achúcarro Rumon Gamba ÚTHLUTAÐ verður 25 milljónum úr Menningarborgarsjóði að þessu sinni til nýsköpunarverkefna á sviði lista, menningarverkefna á lands- byggðinni og verkefna fyrir börn og ungt fólk. Umsóknarfrestur rann út 15. febrúar sl. og bárust sjóðnum 200 umsóknir. Tilkynnt verður um út- hlutun í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi hinn 11. mars nk. Borgarstjóri og menntamálaráð- herra stofnuðu sjóðinn árið 2001 að loknu menningarborgarárinu og út- hlutað verður árlega úr sjóðnum. 200 umsóknir bárust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.