Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Ráðherra endurráði Guðmund LÍKT og aðrir hluthafar hef ég áhyggjur af enda- lausum uppákomum, vand- ræðagangi og mistökum varðandi stjórnun og rekst- ur Landssíma Íslands hf. Nú er sú tíðin að lands- feður okkar telja nauðsyn- legt „að losna við“ og selja fyrirtæki í eigu ríkisins, allrar þjóðarinnar, sem betur eru komin í höndum dugmikilla forstjóra einka- fyrirtækjanna, verða að sæta stífu aðhaldi eigenda sinna við stjórnun þeirra. Þegar Landssíminn var í eigu allrar þjóðarinnar skil- aði hann dágóðum arði í ríkiskassann þrátt fyrir að honum væri stjórnað af mönnum sem gerðu sér að góðu þau laun sem kjara- dómur skammtaði þeim. Þeir sáu ekki ástæðu til að stofna einkafyrirtæki til að geta aukið eigin tekjur og til að lækka tekjuskatt- inn hjá sér. Sá sem var síðasti for- stjóri Símans áður en hon- um var breytt í hlutafélag var Guðmundur Björnsson. Hann var síðan settur á eft- irlaun. Ég vil nú skora á samgönguráðherra að ráða Guðmund að nýju. Þar með fengi Landssími Íslands hf. sinn fyrri sess meðal þjóð- arinnar og fyrirtækið losaði sig undan skyldum vegna starfslokasamnings Guð- mundar, auk þess þyrftu stjórnendur fyrirtækisins ekki að falast eftir ráðgjöf hjá misstórum einkafyrir- tækjum til að vera fær um að halda skammlaust um stjórnartaumana. Því eiga allir að geta orð- ið sáttir með þessa niður- stöðu. Hluthafi í Landssíma Íslands hf. Sýnum samstöðu Í MORGUNBLAÐINU sl. sunnudag var grein sem fjallaði um íslenska konu, Guðríði og Hebu dóttur hennar, og lífsreynslu þeirra en fyrrum eiginmað- ur Guðríðar svipti dóttur þeirra frelsinu og hugðist gifta hana í Egyptalandi. Langar mig að biðja ís- lenskar konur að sýna þeim mæðgum stuðning sinn og láta í sér heyra vegna þessa máls. Þessi maður á ekki að hafa leyfi til að dveljast hér í landi því hann er ógnun við dóttur sína. Eins vil ég koma því á framfæri að mér líkaði vel hvernig Davíð kom fyrir í Kastljósi sl. þriðjudag og að mér líkar ekki stefna Halldórs Ásgrímssonar í utanríkismálum. Anna Kristjánsdóttir. Eigenda leitað ÞESSI mynd fannst í tösku sem var meðal annarra muna í dánarbúi. Taskan var eign Svövu Sigurðar- dóttur. Í töskunni eru ýms- ir persónulegir munir og gamlar innrammaðar myndir. Sú sem fann tösk- urnar vill koma þeim til réttra eigenda og eru þeir beðnir að hafa samband við Steinunni í síma 555 3489. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... HÉR á landi hafa ýmsir bariztgegn því að skattskrár séu gerðar opinberar og liggi frammi á skattstofum í nokkrar vikur á ári. Ungir sjálfstæðismenn hafa t.d. verið duglegir að færa rök að því að upplýs- ingar um skattgreiðslur – og þar með um tekjur fólks – séu persónuupplýs- ingar, sem sjálfsagt sé að leynt fari. Svo eru aðrir, sem segja að birting skattskránna sé sjálfsagt aðhald og þáttur í skattaeftirliti; hvatning til að telja rétt fram og reyna ekki að skjóta tekjum eða eignum undan skatti. Vegna þess hvað málið er umdeilt hér á landi brá Víkverja dálítið í brún þegar hann var að rápa á Netinu og rakst á heimasíðu norska blaðsins Bergens Tidende á leitarvél, þar sem hægt er að leita í norsku skattskránni eins og hún leggur sig; fletta upp hverjum einasta norskum skattgreið- anda og skoða hvað hann hefur haft í skattskyldar tekjur á síðasta ári og hver eignarskattstofn hans er. Norð- menn eru ekki síður en Íslendingar uppteknir af persónuvernd, en með þessu eru persónuupplýsingarnar orðnar nokkurn veginn eins aðgengi- legar og hugsazt getur. Blaðið tekur fram að hin rafræna skattskrá sé fengin frá yfirvöldum. Hvað ætli fólki fyndist í okkar agnarlitla samfélagi ef hægt væri að fletta tekjum þess upp á Netinu með samþykki yfirvalda? x x x VÍKVERJA hefur ekki fundiztsérstaklega mikið til um að taka eigi upp atriði í næstu James Bond- myndina hér á Íslandi. Af lestri norska blaðsins Verdens Gang mætti hins vegar ætla að Íslendingar ættu að vera bæði stoltir og glaðir af því að Jökulsárlón skuli hafa orðið fyrir val- inu sem tökustaður. Blaðið birti á dögunum frétt um að framleiðendur myndarinnar hefðu fallið frá hug- myndum um að taka upp atriði í Jostedalen í Luster. Fulltrúi fram- leiðendanna er þráspurður í fréttinni hvernig standi á þessu en gefur ekki önnur svör en þau að Jostedalen sé ekki lengur til umræðu. Blaðamaður- inn getur engan veginn leynt von- brigðum sínum; kallar svörin sem hann fékk „nedslående“, þ.e. eitthvað sem veldur depurð eða hugsýki. Það fylgir sögunni í frétt VG að Skotar séu álíka daprir og Norðmenn yfir því að Pierce Brosnan muni ekkert eltast við vonda kalla í þeirra fagra landi, en slíkt hafði víst verið nefnt sem mögu- leiki og vakið miklar vonir í brjósti skozku þjóðarinnar. Það er gott að Ís- lendingar hafa a.m.k. val á tökustöð- um fyrir James Bond til að gleðjast yfir í skammdeginu og fyllast þjóð- arstolti. x x x ÞEGAR textavarp Ríkissjón-varpsins hóf göngu sína fyrir nokkrum árum varð mikil rekistefna vegna þess að ekki réðu öll sjónvarps- tæki við að birta séríslenzka bókstafi eins og broddstafi, æ, ð og þ. Nú er það vandamál væntanlega að mestu úr sögunni eftir því sem sjónvarps- tækjakostur landsmanna hefur end- urnýjast. Textavarpið er hins vegar líka orðið aðgengilegt á Netinu og þá bregður svo við að á forsíðu texta- varpsvefjarins eru séríslenzkir stafir að þvælast á víð og dreif þar sem þeir virðast alls ekki eiga heima; á milli lína og undir texta. Þetta gerir upp- hafssíðuna dálítið undarlega útlits og aflestrar. Fyrr má nú rota en dauð- rota, segir Víkverji bara. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 brumhnappar, 8 hefja upp, 9 brotna, 10 mánað- ar, 11 haldist, 13 pílára, 15 karlfugl, 18 sundfugl- ar, 21 bein, 22 slöngvuðu, 23 mjúkan, 24 geðslag. LÓÐRÉTT: 2 garm, 3 þurfalingur, 4 tekur, 5 kjánum, 6 feiti, 7 hrun, 12 móðurlíf, 14 greinir, 15 síðast af öllu, 16 rengdu, 17 grasflöt, 18 styrkir, 19 dútla, 20 brún. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 búbót, 4 nýtur, 7 lokið, 8 göfgi, 9 ala, 11 skap, 13 gata, 14 ostra,15 fúlt, 17 tólf, 20 bar, 22 gifta, 23 ábata, 24 niðra, 25 apana. Lóðrétt: 1 belgs, 2 bukka, 3 taða, 4 naga, 5 tafla, 6 reika, 10 litla, 12 pot, 13 gat,15 fegin, 16 lyfið, 18 óraga, 19 flasa, 20 bala, 21 ráma. K r o s s g á t a Í DV fyrir nokkrum dögum var sagt frá því að Pétur Blöndal og Katrín Fjeldsted ætluðu að leggja fram tillögu á þinginu um niðurfell- ingu skattaafsláttar sjó- manna. Ef þau leggja fram þessa tillögu skrifa þau sig út af borði íslenskra stjórn- mála. Allir sjómenn á Ís- landsmiðum fengu að vita af þessari vænt- anlegu tillögu þeirra. Sjómenn og fjölskyldur þeirra fylgjast grannt með. Pétur og Katrín. Það eru sjómenn sem leggja sig í lífshættu hvern einasta dag til að halda þjóðinni á floti. Und- anfarið hefur sjórinn höggvið stórt skarð í raðir íslenskra sjó- manna, eiginkonur, börn, heilu byggð- arlögin syrgja. Sjómenn eru langdvölum frá fjöl- skyldum sínum.Væri ykkur ekki nær að hjálpa sjómönnunum okkar að ná fram ýms- um kröfum sínum? T.d ef að bátur ferst og sjó- menn bjargast fá þeir engin laun frá útgerð- inni frá þeim degi er bátur ferst, ekki krónu. Það er ótrúlegt hvað sjómenn þurfa að ganga í gegnum til að fá stöðu sína metna að verð- leikum. Þegar þing- menn missa sjónar af lífi fólksins í landinu, hafa ekki hugmynd um um hvað það snýst, er kominn tími til að að þeir dragi sig í hlé. Sjómannaafslátturinn Skipin Reykjavíkurhöfn: Laug- arnes kemur í dag, Mánafoss og Árni Frið- riksson fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Plato kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 13-16.30 opin smíðastofan. Allar upplýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9-12 bókband, kl. 9-16 handavinna, kl. 10- 17 fótaaðgerð, kl.13 frjálst að spila og gler- list. Félagsvist kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13-16.30, spil og fönd- ur. Kóræfingar hjá Vor- boðum, kór eldri borg- ara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17-19. Jóga á föstudögum kl. 11. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014, kl. 13-16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8-16. Félagsstarfið Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9-16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 9 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Bingó í Gullsmára 13 kl. 14. Opið hús verður í Gjábakka laugardaginn 2. mars kl. 14. Á dag- skrá er upplestur, dans- sýning o.fl. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 13 „Opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fimmtud. 7 mars kl. 20 Borgarleik- húsið, Íslenski dans- flokkurinn, miðapant- anir í síma 565-6622 eftir hádegi. Föstud. 1. mars kl. 11 dans. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Myndlist og brids kl. 13.30. Sæludagar á Örkinni 3-8 mars. Þátttakendur láti vita um hvort þeir ætli að notna rútuna er fer sunnudaginn 3. mars kl. 16.30 í síma 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10-13. Kaffi, blöðin og matur í há- degi. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ás- garði í Glæsibæ, félags- heimili, söng- og gam- anleikinn „Í lífsins ólgusjó“ – minningar frá árum síldarævintýr- anna. Einnig „Fugl í búri“, dramatískan gamanleik. Sýningar eru miðviku- og föstu- daga kl. 14 og sunnu- daga kl. 16. Miðapant- anir í s: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Árshátíð FEB verður í kvöld í Versölum, Hall- veigarstíg 1, húsið opn- að kl. 19 og borðhald hefst kl. 19.30. Miða- pantanir á skrifstofu FEB. Sími: 588-2111. Námskeið í framsögn og upplestri hefst fimmtudaginn 7. mars kl. 16.15, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Framtalsaðstoð frá Skattstofu Reykjavíkur verður þriðjudaginn 19. mars á skrifstofu fé- lagsins, panta þarf tíma. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9-13 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14. brids. Op- ið alla sunnudaga frá kl. 14-16, blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, myndlist- arsýning Braga Þórs Guðjónssonar stendur yfir. Vetingingar í veit- ingabúð. Mánudaginn 4. mars bankaþjónusta kl. 13.30-14.30. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 rammavefnaður, kl. 13 bókband, kl. 13.15 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 glerlist, bingó kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 14 verður góukaffi, gestur Þuríður Krist- jánsdóttir, sem ræðir um Góuna. Sýndir verða íslenskir bún- ingar. Veislukaffi. Allir velkomnir. Spilað bingó. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9-13 tréskurður, kl. 9-17 hár- greiðsla, kl. 10 boccia. Félagsstarfið er opið öllum aldurshópum, all- ir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9-16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í að- alsal. Laugardaginn 2. mars kl. 20-23 verður opið hús í tilefni vetr- arhátíðar Reykjavík- urborgar Ljós í myrkri. Dagskrá. Róbert Arn- finnsson leikari les ljóð. Guðný Helgadóttir leik- kona kynnir og stýrir einnig fjöldasöng. Guð- laug Erla Jónsdóttir flytur gamanmál. Dans- að við undirleik feðg- anna Inga og Karls Jón- atanssonar. Veitingar. Allir velkomnir. Kl 15 ferðakynning á vegum Úrvals-Útsýnar. Reb- ekka Kristjánsdóttir kynnir vor- og sum- arferðir. Ferðavinn- ingar, pönnukökur með rjóma í kaffitímanum. Dansað við lagaval Sig- valda. Framtalsaðstoð verður veitt mánudag- inn 18. mars, skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaað- gerðir, kl. 12.30 leir- mótun, kl.13.30 bingó. Háteigskirkja aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13-15. Kl. 13.30 teflt, spilað og rabbað, kaffi á eftir. Söngur með Jónu, kl. 13.30 vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16-25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl.15-17 á Geysi, Kakó- bar, Aðalstræti 2. (Gengið inn Vesturgötu- megin.) Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Breiðfirðingakórinn heldur árlega dags- og söngskemmtun í Breið- firðingabúð laugard. 2. mars og hefst kl. 21, Svarfdælingakórinn kemur í heimsókn og tekur lagið. Happdrætti. Vetrarhátíð Reykjavík- ur, Ljós í myrkri. Kvöldvaka í Ráðhúsinu kl. 20. Þjóðdansar, kveðnar rímur, sagðar draugasögur, Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur ræðir um hvað er skemmtilegt í myrkrinu og tekur lagið. Hljómsveitin Vinaband- ið leikur fyrir dansi. Kvæðamannafélagið verður á staðnum. Allir velkomnir. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótekum. Gíró-og kreditkorta- greiðslur. Í dag er föstudagur 1. mars, 60. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sú þjóð, sem í myrkri sat, sá mikið ljós. Þeim er sátu í skuggalandi dauðans, er ljós upp runnið. (Matt. 4, 16.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.