Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 57 Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Ný sending frá Buxur - jakkar bolir Glæsilegt úrval af yfirhöfnum frá Við viljum sem minnst óþægindi fyrir viðskiptavini okkar sem eiga rétt á sjúkraþjálfun Nýjar reglur tryggingaráðs um endurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar taka gildi í dag. Þær gilda þar til samningar nást milli samninga- nefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Samkvæmt nýju reglunum eiga örorkulífeyrisþegar og börn með umönnunarkort rétt á 20 skiptum í sjúkraþjálfun eftir 1. mars. Þurfi þeir á frekari sjúkraþjálfun að halda geta þeir sótt um styrk til Tryggingastofnunar. Með umsókn um styrk skal fylgja vott- orð læknis (Beiðni um þjálfun). Þeir sem hafa fengið samþykkta sjúkraþjálfun sl. 10 mánuði og þeir sem njóta örorkulífeyris eða eiga í gildi umönnunarkort þurfa þó ekki að leggja fram vottorð frá lækni nema þess verði sérstaklega óskað. Allir aðrir þurfa að sækja um styrk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Tryggingastofnunar, www.tr.is, svo og í þjónustumiðstöð og hjá umboðum TR. Skilyrði fyrir styrkveitingu: Tryggingastofnun tekur þátt í að greiða sjúkraþjálfun ef afleiðingar alvarlegra, langvinnra sjúkdóma eða slysa valda verulegri skerðingu á færni til athafna daglegs lífs, göngugetu eða vinnufærni. Slík sjúkraþjálfun þarf samkvæmt niðurstöðum vísindalegra rannsókna og reynslu að vera líkleg til að bæta færnina verulega. Starfsfólk þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar veitir alla aðstoð og frekari upplýsingar. Síminn þar er 560 4460. Nýjar reglur tryggingaráðs um þjálfun eru á heimasíðu okkar, www.tr.is. Athugið! Ofangreint á aðeins við um þá sem eru í sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfurum sem eru án samnings við Tryggingastofnun. www.tr.is Í ÞVÍ falli að mönnum hafi sézt yfir frétt í Morgunblaðinu 21. febrúar síðastliðinn um viðskipti Uffe Elle- mann Jensens og Royal Greenland er hér útdráttur: Téður Úffi var stjórnarformaður hjá „flaggskipinu í grænlenzku at- vinnulífi“, Royal Greenland. Fyr- irtækið hefur upp á síðkastið verið rekið með gríðar- legu tapi. Grænlendingar gerðu sér lítið fyrir á stjórnarfundi og ráku Úffa og sömuleiðis hina Danina tvo, sem í stjórn sátu (eigendur Lands- símans, athugið!). Þremenningarnir eru allir fyrrverandi ráðherrar. Það gustar sumstaðar um fjallahnjúka! Royal Greenland tapaði í ár leið litlum þrjú þúsund þrjú hundruð þrjátíu og sex milljónum íslenzkra króna, og Grænlendingar eru afar óhressir með það, þegar svo ofaná bætist, að starfslokasamningar við fyrrverandi stjórnendur eru, vægt til orða tekið, höfðinglegir. Auk þess gaukaði fyrirtækið að fráfar- andi Óla framkvæmdastjóra gjafar- korni uppá eitt hundrað og þrjátíu milljónir íslenzkar, en Lars aðstoð- arforstjóri fékk aðeins sextíu millj- ónir að gjöf, báðar sporzlurnar að sjálfsögðu greiddar með tapi fyr- irtækisins (sbr. fjármagnstekju- skattinn, sem sparifjáreigendur greiða nú af vöxtum undir verð- bólgu). Úffi fær ámæli fyrir þessar gjafir. Þar sem hann settist í stjórn 1993, varð varaformaður 1995 og lauk klifrinu með formennsku 1999, er hann talinn hafa vitað um gjafirnar. Hér slær Úffi út trompi: Búið að semja við Óla fyrir 1993 og er reyndar ekkert athugavert, þótt gert sé sæmilega við hann, því hann hafi átt mikinn þátt í uppbyggingu fyrirtækisins og verið yfirmaður þess í mörg ár; hinsvegar sé það hið versta mál, að Lars skyldi gera sinn „óvanalega starfslokasamning“ um milljónirnar sextíu við Óla, „sem hafði ekki fyrir því að segja stjórn- inni frá því. Það er gagnrýnisvert,“ segir Úffi (kannast nokkur við ferlið ef „gjöf“ er lesið sem „starfsloka- samningur“?) Þar sem Lars var fyrrverandi formaður grænlenzku heimastjórn- arinnar, gruna þarlendir hann um að hafa í krafti djobbsins tryggt sér „feita stöðu hjá Royal Greenland og góðan starfslokasamning“. Því mót- mælir Lars og segir, að Úffi, Óli og Óvi, þáverandi stjórnarformaður, hafi legið á sér að koma til starfa hjá fyrirtækinu; segist að vísu hafa samið um eftirlaunin við Óla, en hann botni barasta alls ekkert í hon- um að segja ekki stjórninni frá því! (er þetta nokkuð kunnuglegt?) Royal Greenland hefur lokað fisk- vinnsluhúsum undanfarið, enda voru þau rekin með fjórðungsaf- köstum (sbr. frystihús í sjávarpláss- um umhverfis landið, nýbyggð sum hver eða endurgerð, unnið í ein- hverjum þeirra svona annað slagið en öðrum lokað). Ýmis starfsemi á vegum Royal Greenland „fyrirfannst ekki þegar betur var að gáð“, en kostaði þó fyr- irtækið eitt þúsund og sex hundruð milljónir á síðasta ári (sbr. athafna- manninn, sem sneri út hátt banka- lán. Þegar hann fór á hausinn og bankinn ætlaði að ganga að veðinu fyrir láninu, kom í ljós að „kirkja fyrirfannst engin“, heldur aðeins gamall, kolryðgaður lýsistankur, ekki túskildings virði!) Tap Royal Greenland á „ýmissi starfsemi erlendis“ var sjö hundruð milljónir (sbr. erlendar fjárfesting- ar Landssímans) og „allt hefur gengið á afturfótunum með nýtt tölvukerfi fyrirtækisins“ (sbr. Hús- næðismálastofnun). Útgjöld á síðasta ári vegna „að- keyptrar vinnu ráðgjafa og lögfræð- inga“ (sbr. „Góðráð“ stjórnarfor- manns Landssímans) og vegna starfslokasamninga var fjögur hundruð og sjötíu milljónir (kannast menn við sig „í Kjósinni“?) Því er þetta skrifað að undirrit- aður fær með engu móti séð að af- brot fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Ólafsfirði sé meira eða verra en margt það sem glymur í eyrum og sker í augu landsmanna þessa dag- ana, og hlaut hann þó, sex árum eft- ir brot, tíu mánaða rasphús, skil- orðsbundið í þrjú ár, auk þess að greiða Sparisjóðnum tæpar 22 millj- ónir í skaðabætur að viðbættum áföllnum vöxtum og dráttarvöxtum, og þessutan tvo þriðju af máls- kostnaði. Mér kæmi hreint ekki á óvart, þótt flestir þeir rekstrar- og fjár- málasnillingar, sem nú eru hvað mest í fréttum vegna afglapa sinna, fái stórriddarakross með keðju fyrir störf að fyrirtækjarekstri og fjár- málum í þann mund sem sparisjóðs- stjórinn ólfirski telst hafa afplánað brot sitt, sem var í því fólgið stofna fé Sparisjóðsins í hættu og láta und- ir höfuð leggjast að kynna stjórn- inni allar gerðir sínar. ÞÓRIR JÓNSSON, fv. kennari við Gagnfræðaskólann Ólafsfirði. Barajón og Sérajón Frá Þóri Jónssyni: Þórir Jónsson Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.