Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 43 Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ✝ Páll StephensenHannesson fædd- ist á Bíldudal 29. júlí 1909. Hann lést á Landspítala, Foss- vogi, 21. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar Páls voru Sigríður Pálsdóttir, f. 15.2. 1887, d. 29.11. 1966, og Hannes B. Steph- ensen kaupmaður á Bíldudal, f. 26.8. 1878, d. 23.12. 1931. Móðurforeldrar voru hjónin Arndís Pétursdóttir Egg- ertz og séra Páll Ólafsson prestur á Prestsbakka í Hrútafirði og síðar í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Föðurforeldrar voru hjónin Þórey Kristín Ólína Pálsdóttir og Bjarni Þórðarson bóndi á Reykhólum. Páll var elstur níu systkina. Af þeim eru þrjú á lífi: Arndís, f. 30.6. 1917; Jón f. 19.9. 1921; og Erla f. 4.5. 1923. Látin eru: Kristín, f. 1.10. 1910, d. 11.8. 1999; Bjarni, f. 30.5. 1912, d. 6.3. 1968; Theodór, f. 16.11. 1913, d. 23.10. 1916; Agnar, f. 12.4. 1916, d. 12.10. 1916; Þórey, f. 27.6. 1919, d. 14.12. 1994. Páll kvæntist Báru Kristjáns- dóttur frá Húsavík, f. 27.12. 1910, d. 9.8. 1989. Bára fæddist á Borg- fermingaraldri, fyrst á skútum föður síns frá Bíldudal en fór síðar á vertíðir suður til Reykjavíkur og var einnig eina vertíð á Norðfirði. Hann var háseti á varðskipinu Ægi sumarið 1930 en réð sig til Eim- skipafélagsins þá um haustið á fyrsta Lagarfoss. Á því skipi var Páll næstu níu árin sem háseti og síðar stýrimaður eftir að hann lauk farmannaprófi. Páll stundaði útgerð á Bíldudal frá 1940 til 1943 er hann keypti línubátinn Úðafoss frá Akranesi og sigldi honum vest- ur á Bíldudal daginn sem Bretar hernámu Ísland, 10. maí 1940. Páll hætti sjómennsku 1943, hóf þá störf hjá Gísla Jónssyni, fv. alþing- ismanni, og gerðist síðar umboðs- maður Eimskipafélagsins og Rík- isskipa á Bíldudal, en þeirri stöðu gegndi hann til 1984 er hann flutti til Reyjavíkur. Páll var hreppstjóri Suðurfjarðahrepps í tuttugu ár, sat í hreppsnefnd og var oddviti hreppsins í átta ár. Hann sat í sýslunefnd V-Barðastrandarsýslu í mörg ár, var í sóknarnefnd Bíldu- dalskirkju og meðhjálpari í tæp tuttugu ár og gegndi fjölda ann- arra trúnaðarstarfa fyrir sitt sveitarfélag. Einnig gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og átti meðal annars sæti um tíma í kjördæmisráði flokksins fyrir vestan. Páll var fréttaritari Morgunblaðsins á Bíldudal um árabil. Útför Páls fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. um í Grímsey en flutti kornung til Húsavík- ur. Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Sigurgeirssonar sjó- manns í Grímsey og síðar á Húsavík, f. 6.7. 1875, d. 15.7. 1944, og Þuríðar Björnsdóttur, f. 8.9. 1869, d. 22.3. 1949. Barn Páls og Báru er Sigríður Stephensen bankarit- ari, f. 4.7. 1938, búsett í Reykjavík. Maki hennar var Pétur Val- garð Jóhannsson, út- gerðarmaður og skipstjóri á Bíldu- dal, f. 17.8. 1935, d. 25.2. 1980. Börn Sigríðar og Péturs eru: 1) Páll Ægir, f. 16.7. 1959, og eru börn hans og Helgu Báru Karls- dóttur Sigríður Stephensen, Pétur Valgarð og Aldís Bára. 2) Kristín, f. 12.2. 1965, maki Helgi Þór Jón- asson og eru börn þeirra Hinrik og Martha Sunneva. 3) Hannes Sig- urður, f. 2.5. 1970. 4) Pétur Val- garð, f. 17.9. 1974, maki Friðborg Jónsdóttir og er barn þeirra Eygló Anna. Páll stundaði nám við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan farmannaprófi vorið 1934. Hann stundaði sjómennsku frá Með nokkrum orðum langar mig að kveðja þig, afi minn, og þakka þér fyrir einstaka vináttu og vænt- umþykju frá því ég man eftir mér. Ég verð að segja að mér finnst svo- lítið skrítið að geta ekki lengur komið við hjá þér á Hrafnistu í Reykjavík þar sem þú hafðir búið í hartnær fimmtán ár, bara í stuttan tíma eins og ég var vanur og spjall- að við þig. Það var ósköp notalegt því ég bjó svo nálægt þér, gat geng- ið til þín eins og á Bíldudal forðum. Þú varst hafsjór af fróðleik, hafðir lifað mestu umbrotatíma Íslands- sögunnar, tekið þátt í þeim og séð breytingar sem engan óraði fyrir, þegar þú varst ungur, að gætu orð- ið, jafnvel á langri ævi. Yfirleitt gafstu þér tíma til að tala við mig í heimsóknum mínum en það gat komið fyrir að þú svaraðir mér í stuttum setningum ef þú varst að fylgjast með því sem var að gerast niðri á þingi eða að horfa á Schuma- ker í Formúlunni. Ekki mátti raska ró þinni ef landsliðið í handbolta var að leika, þá þýddi yfirleitt ekkert að tala við þig. Þá drakk ég kaffiboll- ann afskiptalaus inni hjá þér, kvaddi og fór og undraðist hvað svona fullorðinn maður gæti haft mikinn áhuga á íþróttum. Stundum hringdir þú í kjölfarið og skamm- aðir mig fyrir að koma aldrei í heim- sókn. En þetta er nú allt sagt í gríni, afi minn, það vitum við báðir. Þú varst að mörgu leyti sérstæður maður, heimsmaður með létta lund, hvers manns hugljúfi en þó skoð- anafastur í meira lagi. Ekki væri rétt að segja að þú hefðir verið há- vaðalaus, sérstaklega ef landsmálin eða önnur þér hugleikin mál voru til umfjöllunar. Það var gaman að ræða við þig um allt milli himins og jarðar; um liðna tíma vestur á fjörð- um og horfna atvinnuhætti, lífið í Kaupmannahöfn á millistríðsárun- um því þú hafðir mikið dálæti á þeirri borg, eða bara hvað sem var. Ég man eftir einni ferð sem við fór- um saman í bíl fyrir nokkrum árum frá Húsavík til Reykjavíkur. Landið þitt þekktir þú svo vel að flestum misfellum í landslaginu sem bera einhver nöfn kunnir þú skil á. Mér þótti þetta ágætt og fræðandi í upp- hafi ferðar en ég verð að játa það fyrir þér að ég var búinn að taka mér athyglishlé þónokkru áður en við komum í Húnavatnssýslu. Ekki síst vegna þess að þú lést ekki nægja að segja mér ógrynni kenni- leita heldur raktir jafnharðan ættir fólks sem bjó á bæjum sem við keyrðum fram hjá. Þá varst þú í essinu þínu og líkur sjálfum þér. Minnið þitt var ótrúlegt fram á síð- asta dag og þú fylgdist svo vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Ég minnist þess ekki að neitt frétt- næmt málefni hafi farið fram hjá þér. Það kom fyrir að við vorum ekki sammála, en þú sast alltaf fast við þinn keip og hvorki ég né aðrir högguðu þínum skoðunum, það var eitt af því sem mér varð ljóst mjög ungum. Þú varst elstur níu systkina, misstir tvo bræður á barnsaldri og föður þinn langt um aldur fram, er þú varst aðeins 22 ára. Þá varst þú nýbyrjaður í siglingum og átti sjó- mennskan og störf sem henni tengj- ast eftir að verða hluti af lífi þínu í langan tíma. Þú tókst af fullum krafti þátt í atvinnulífinu á Bíldudal í tæpa hálfa öld og gegndir marg- víslegum trúnaðarstörfum á staðn- um enda atorkusamur og duglegur. Þitt vinnulag var að gera hlutina strax og fylgdi því stundum nokkur fyrirgangur ef þér fannst menn standa eitthvað í vegir fyrir skoð- unum þínum eða áætlunum. En það risti ekki djúpt því þín létta lund einkenndi oftast þitt háttalag. Þeg- ar ég var að alast upp fannst mér þú vera hluti af staðnum og staðurinn hluti af þér og ef ég hugsa vestur á firði kemur þú alltaf upp í huga mér eins og ég man þig í gamla daga. Skip var að koma með vörur eða að sækja frosinn fisk og þú varst að ráða flokk manna í vinnu og nokkra vörubílstjóra. Hróp og köll heyrðust frá bryggjunni sem iðaði af lífi í þá daga og alltaf heyrðist hæst í þér. Þú stjórnaðir og vildir að allir létu að þinni stjórn hvort sem þeir voru í vinnu hjá þér eða ekki. Það var í þínu eðli að hafa mannaforráð. Þú barst hlýjar tilfinningar til Bíldu- dals og vildir staðnum allt það besta. Stolt þitt af uppruna þínum leyndi sér ekki og þér rann í skap er þú ræddir um fólksflóttann undan- farinn áratug frá Vestfjörðum. Hvers kyns brask og nútíma stjórn- unarhættir í sjávarútvegi áttu ekki upp á pallborðið hjá þér, þú skildir ekki þessa hagfræði og ég á frekar bágt með að skilja hana líka, þótt hálf öld skilji okkur að. Erfitt er að tala um þig, afi, í langan tíma án þess að minnast á ömmu. Hún var stór hluti af lífi þínu og þú syrgðir hana svo sárt er hún lést fyrir rúmum tólf árum. Amma var ekki minna sérstök en þú og hún hafði yfirleitt afskaplega sterk- ar og ákveðnar skoðanir. Mér fannst amma alltaf falleg og tign- arleg en geðrík var hún og duldi sjaldan skoðanir sínar. Fyrir kom að sveið undan orðum hennar því sumir þola illa hreinskilni og stund- um lét hún þjóta í pilsum eins og séra Jakob frændi minn Hjálmars- son sagði er hann jarðsöng hana. Þá gustaði af henni og hún kom því rækilega til skila sem segja þurfti við hvern sem var og hvar sem var. En ekkert aumt mátti hún sjá, það þoldi hún ekki og ófáar voru ferð- irnar sem hún sendi mig með bakk- elsi og fleira til þeirra sem minna máttu sín. Hún var alin upp við kröpp kjör norður í landi og það mótaði hana eflaust. Ég held hins vegar, afi, að þú hafir ekki verið að „spökulera“ svo mikið í þessu. At- vinnulífið fangaði hug þinn allan, þar vildir þú vera með puttana, amma stjórnaði hins vegar heim- ilinu ykkar, Staðarhóli og það gerði hún með miklum krafti. Á Bíldudal leið henni vel og þar átti hún sínar sælustu stundir með þér. Á Stað- arhóli var gestagangur mikill og höfðuð þið yndi af að taka á móti fólki. Í afmælisdagabók ykkar eru nöfn a.m.k. þriggja forsætisráð- herra ásamt öðrum fyrirmönnum þjóðarinnar sem heimsóttu ykkur og var amma snillingur í að seiða fram dýrindis rétti með stuttum fyrirvara. Þar var hún á heimavelli og slógu fáir þeirri gömlu við í þeim efnum. Ég var ekkert að þvælast fyrir henni þegar svo stóð á, betra að halda sig í hæfilegri fjarlægð, en annars var ég yfirleitt með annan fótinn á Staðarhóli sem barn. Árið 1984 fluttuð þið til Reykjavíkur ásamt móður minni og yngri bræðr- um mínum. Amma undi hag sínum illa í Reykjavík en þið bjugguð á Laugarnesvegi í þrjú ár. Síðan flutt- uð þið í þjónustuíbúð í Jökulgrunni við Hrafnistu í Reykjavík. Eftir að hún dó fluttir þú í stórt og gott her- bergi á Hrafnistu, þar leið þér vel og þar var vel um þig séð. Þú þekkt- ir alla og allir þekktu þig. Það er landsbyggðarbragur á lífinu þarna og það kunnir þú að meta. Systkini þín, Addý, Jón og Erla voru dugleg að heimsækja þig og auðséð hvað kært var á milli ykkar allra. Eins heimsóttum við systkinin og mamma þig mikið í gegnum tíðina og er ekki hægt annað en að dást að móður minni hvað hún sýndi þér mikla ræktarsemi alla tíð. Það er ekki auðvelt að vera einbirni eins og hún, ef eitthvað var að þá hringdir þú eingöngu í hana og hún leysti þín mál fljótt og vel. Sem fyrrverandi kennari gæfi ég þér ágætis einkunn fyrir að vera afi og ekki síður langafi. Börnin mín komu mikið til þín en þó einkum yngri dóttir mín, Aldís Bára, og allt- af passaðir þú þig að eiga eitthvað fyrir Aldísi þína. Á milli ykkar var einstaklega kært og henni var mikið í mun að sjá þig sem oftast. Ég veit að amma beið eftir þér þegar þú fórst frá okkur og hefur trúlega slegið upp mikilli veislu eins og henni var lagið, þar hefur ekki skort veitingarnar og þú sem mikill matmaður ert trúlega ágætlega haldinn í dag. Ég veit að þú ert sátt- ur og þú mátt vera það eftir langa og viðburðaríka ævi. Takk fyrir allt og allt, afi. Páll Ægir Pétursson. Elsku langafi. Okkur þykir svo leiðinlegt að þú skulir vera farinn frá okkur en við vitum að núna líður þér vel og ert ekki lengur veikur í hjartanu þínu. Nú ert þú kominn til Guðs og englanna á himnum og þar er enginn veikur. Mamma segir okkur að þú sért líka hjá okkur þótt líkaminn sé sofnaður og vakni ekki aftur. Við skiljum ekki alveg þetta með líkamann og sálina, ekki ennþá. Við eigum örugglega eftir að skilja það þegar við stækkum, eins og svo margt annað. Það var alltaf svo gott að koma til þín á Hrafnistu og þú varst alltaf svo glaður að sjá okkur. Þú fórst alltaf beint í ísskápinn til að finna eitthvað gott að gefa okkur, kex, súkkulaði og ávexti, og sendir okkur alltaf heim með nesti í poka. Elsku langafi, við þökkum þér fyrir stundirnar sem við áttum sam- an og biðjum Guð að vera með þér og passa þig að eilífu. Hinrik og Martha Sunneva. Okkur bræðurna langar að minn- ast afa okkar, Páls Hannessonar, með nokkrum orðum en hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. febr- úar sl. Það tekur tíma að átta sig á því að afi skuli ekki vera með okkur lengur, því að hann var alltaf fastur punktur í lífi okkar. Maður upplifði afa aldrei sem gamlan mann, fyrir okkur var hann alltaf eins, og þó að líkaminn hafi verið farinn að gefa sig nokkuð síðusti misserin var afi andlega hraustur alveg fram í and- látið. Hann var stálminnugur og fylgdist af áhuga með því sem var að gerast í kringum hann, hvort sem það var líf og störf okkar í fjöl- skyldunni eða þjóðfélagsmálin al- mennt. Þær eru ótalmargar minningarn- ar tengdar afa og ömmu frá bernskuárum okkar fyrir vestan. Það var alltaf jafn gott að koma á Staðarhól. Amma átti jafnan eitt- hvað gott í gogginn og alltaf mátti maður leika sér inni á skrifstofu- herberginu hans afa, við að teikna eða eitthvað annað, því afi var ein- staklega barngóður maður. Inni í þessu herbergi var stórt skrifborð, skjalaskápur, hillur fullar af ýmis- konar pappírum og annað spenn- andi dót, að ógleymdum skrifborðs- stólnum góða, sem við bræður nefndum Réttstólinn og var jafnan nokkur keppni um að ná. Einnig komum við oft á hreppstjóraskrif- stofuna hans á efstu hæð í Jónsbúð- inni, því alltaf hafði afi tíma til að sinna manni. Hann gegndi starfi umboðsmanns fyrir Eimskip og Ríkisskip um árabil og var alltaf mikið um að vera hjá afa þegar strandferðaskipin Hekla, Askja og Esja komu til hafnar á Bíldudal. Afi átti Volvo-bifreið með skrán- ingarstöfunum B-15. Hann hafði mjög gaman af að keyra um landið og fóru þau amma margsinnis norð- ur til Húsavíkur og víðar. Margar sunnudagsferðir voru farnar í Flókalund og fengum við oft að fara með. Á seinni árum hér í Reykjavík, eftir að amma var dáin, fórum við bræðurnir oft með afa í bíltúr en þá hafði dæmið snúist þannig við, að annar okkar keyrði en afi var í hlut- verki farþegans. Það var mjög gam- an að keyra um gamla borgarhluta Reykjavíkur með afa, því þar var hann þaulkunnugur frá fyrri tíð. Í þessum túrum var gjarnan komið við í Kaffivagninum þar sem menn gæddu sér á kaffi og kleinum. Stundum fórum við í bíltúr austur fyrir fjall eða í lengri ferðir, jafnvel alla leið norður til Húsavíkur. Slík ferðalög voru afa jafn ánægjuleg og okkur enda þekkti hann sveitir, byggðir og ættir Vesturlands, Vest- fjarða og Norðurlands einkar vel. Sumarið 1992 fórum við fjölskyldan í ferðalag hringinn í kringum landið á þremur bílum. Gist var við Kirkju- bæjarklaustur í nokkrar nætur og ferðinni síðan haldið áfram og áð í Stafafelli í Lóni, áður en haldið var upp á Hérað, þar sem dvalið var í viku. Hafði afi mikla ánægju af þessu ferðalagi. Eftir að amma dó dvaldi afi í rúmgóðu einstaklingsherbergi á Hrafnistu í Laugarási og leið hon- um þar vel og naut prýðilegrar umönnunar. Viljum við koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Hrafnistu. Auk okkar fjölskyldunn- ar voru systkini hans tíðir gestir hjá honum og hefur hann kunnað vel að meta það. Jafnframt viljum við koma á framfæri kæru þakklæti til starfsfólks deildar B-7 á Landspít- ala í Fossvogi, þar sem afi dvaldi síðustu dagana. Elsku afi, við viljum að lokum þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Guð geymi þig. Hannes Sigurður og Pétur Valgarð Péturssynir. Elsku afi. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allar samverustund- ir sem við áttum með þér á liðnum árum. Við komum oft til þín á Hrafnistu en Aldís þó oftast með pabba. Þú áttir alltaf eitthvað til að gefa okkur og hugsaðir fyrst og fremst um að öllum liði vel sem komu til þín. Þegar við bjuggum á Kjalarnesi komst þú stundum þang- að og heimsóttir okkur því þú varst svo hress þrátt fyrir háan aldur. Þú talaðir mikið um Bíldudal og var greinilegt að þar var hugurinn oft en þú fylgdist líka mikið með öllu þínu fólki, ömmu, pabba og systk- inum hans og okkur barnabarna- börnum þínum sem orðin eru sex. Þú vildir vita hvað hvert okkar væri að gera og þér var í mun að allt gengi vel. Þú tókst nærri þér ef eitt- hvað var ekki eins og það átti að vera því þér þótti svo vænt um okk- ur. Þú varst barngóður og mikill fjölskyldumaður og þess nutum við meðan þú lifðir. Við söknum þín mikið elsku afi en vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna. Elsku afi við viljum þakka þér fyrir umhyggju þína fyrir okkur og biðjum góðan guð að vera með þér. Sigríður Stephensen Pálsdóttir, Pétur Valgarð Pálsson, Aldís Bára Pálsdóttir. PÁLL STEPHENSEN HANNESSON  Fleiri minningargreinar um Pál Stephensen Hannesson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.