Morgunblaðið - 12.09.2002, Page 14

Morgunblaðið - 12.09.2002, Page 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Norðurlandsdeild SÁÁ boðar til aðalfundar miðvikudaginn 18. september kl. 20.30 á Glerárgötu 20, efri hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillaga stjórnar um að leggja niður Norðurlandsdeild SÁÁ. Stjórnin. KNATTSPYRNUMENN og konur í Íþróttafélaginu Þór sjá fram á betri tíð á næsta ári en þessa dagana eru að hefjast framkvæmdir við upp- byggingu grasvalla á félagssvæð- inu, þar sem áður var malarvöllur félagsins og þar í kring. Einnig verður lýsing endurbætt og malbik- aður göngustígur frá Glerárskóla og að Hamri, félagsheimili Þórs. Heildarkostnaður við framkvæmd- irnar er áætlaður 23 milljónir króna. Sá kostnaður mun hins veg- ar verða eitthvað lægri, þar sem fé- lagsmenn í Þór ætla að sjá um sjálfa þökulagninguna. Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið ganga sam- kvæmt áætlun en ekki er gert ráð fyrir að húsið verði tilbúið til notk- unar fyrr en í byrjun febrúar á næsta ári. Stór hluti af grassvæði félagsins fór undir fjölnota íþróttahúsið og var jarðvegur úr grunni fjölnota- hússins færður yfir á malarvöllinn og hann þannig hækkaður upp. Þórsarar hafa því aðeins haft einn grasvöll til æfinga á félagssvæðinu í sumar og hafa allir flokkar, jafnt karla og kvenna, einnig þurft að leita annað eftir æfingaaðstöðu, bæði innanbæjar og á Eyjafjarð- arsvæðinu. Vegna álags er grasvöll- urinn sunnan við Hamar, félags- heimili Þórs, farinn að láta verulega á sjá. Svæðið sem þökulagt verður er alls um 16.500 fermetrar og þar verður hægt að koma fyrir tveimur völlum, þvert á grasvöllinn sunnan við Hamar, 68x100 metrar og 69x90 metrar, eða einum enn stærri, 68x105 metrar, samsíða núverandi grasvelli. Ekki hægt að leggja efnin nema við ákveðið hitastig Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið ganga samkvæmt áætl- un en stefnt er að því að ljúka við að klæða og loka húsinu um miðjan næsta mánuð. Verktakinn, Íslenskir aðalverktakar, á að skila verkinu af sér hinn 22. desember nk. Liðirnir gervigras og búnaður voru teknir út úr tilboði ÍAV og eru á könnu bæjarins. Að sögn Guðríðar Frið- riksdóttur, framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar, er ráð- gert að vinna við lagningu gervi- grassins og hlaupa- og stökkbrauta hefjist í lok þessa árs. Það ráðist þó alfarið af veðurfari, þar sem ekki sé hægt að leggja efnin nema við ákveðið hitastig. Fjölnotahúsið verður einangrað en ekki upphitað. Guðríður sagði að ekki væri gert ráð fyrir að húsið yrði tilbúið til notkunar fyrr en í byrjun febrúar á næsta ári. „Við getum ekki lofað neinu en það væri frábært ef sú tímasetning gengi eftir.“ Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Vinna við byggingu fjölnota íþróttahúss á félagssvæði Þórs gengur samkvæmt áætlun og eins og sést á þessari loftmynd er nú verið að klæða þak húss- ins. Þá er að fara í gang vinna við að þökuleggja malarsvæðið sunnan við fjölnota húsið. Lagning gervigrass á að hefjast í lok ársins. Uppbygging grasvalla fyrir 23 milljónir króna að hefjast á félagssvæði Þórs Fjölnota íþrótta- húsið tilbúið í byrjun febrúar ÞVERT á spár manna fyrir um ári, eftir árásirnar á Bandaríkin hefur ferðaþjónusta í vestnorrænu löndun- um þremur, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi ekki dregist saman. Fram kom í máli ferðamálafulltrúa landanna þriggja á fundi á Akureyri í gær að þrátt fyrir að menn hefðu á liðnu ári óttast samdrátt í ferðaþjón- ustu í kjölfar árásanna hefði tekist að snúa vörn í sókn á ýmsum sviðum. Þegar hefði verið brugðist við til að lágmarka áhrifin í ferðaþjónustunni og það hefði tekist. Raunar meir en það því ferðamönnum hefði fjölgað í umræddum löndum og lýstu ferða- málastjórarnir ánægju með það. Vestnorræna ferðakaupstefnan, Vest-Norden hófst í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær og lýkur henni síð- degis í dag, fimmtudag. Þetta er í 17. sinn sem kaupstefnan er haldin, en hún er sérstaklega ætluð aðilum í ferðaþjónustu. Markmiðið er að kynna fólki í ferðaþjónustu úti í heimi sem selja ferðir til landanna þriggja það helsta sem í boði er í löndunum á sviði ferðaþjónustu. Um 500 manns sækja kaupstefnuna að þessu sinni og koma þeir frá ríflega 20 þjóðlöndum. Í hópnum eru um 290 aðilar sem bjóða vöru eða þjónustu til sölu í löndunum þremur, um 150 manns sem selja ferðir til þeirra auk fjölmiðlamanna og opinberra gesta. Ferðamálaráð Íslands skipulegg- ur Vest-Norden ferðakaupstefnuna og er það stefna ráðsins að dreifa við- burðum á þess vegum sem víðast um landið eftir því sem aðstæður leyfa. Því er kaupstefnan ekki alltaf haldin á sama stað í hverju landi. Þetta er í þriðja sinn sem kaupstefnan er hald- in á Akureyri. Færeyingar horfa mjög til þess að með tilkomu nýrrar Norrönu á næsta ári muni skapast nýir mögu- leikar í ferðaþjónustu og ferða- mannastraumur til eyjanna muni aukast. Þá má nefna að Grænlend- ingar hafa miklar væntingar um far- sælt samstarf við Íslendinga á sviði ferðaþjónustu, einkum varðandi áætlunarflug milli landanna. Þess er vænst að flug milli Nuuk og Reykja- víkur geti hafist í júní á næsta ári og um það verði gerður þriggja ára samningur milli landanna. Um 500 manns á ferðakaupstefnu Morgunblaðið/Kristján Stefán Kristjánsson og Juliane Brigitte Kauertz frá Pólarhestum í Grýtubakkahreppi kynna starfsemi sína á ferðakaupstefnunni. Vöxtur í ferða- þjónustu allra landanna Framrúðuklukkur í bíla í stað gjaldmæla Á skiltinu sést á hvaða tímum nota skal klukkurnar og hversu lengi má vera á stæðinu í einu. GUÐMUNDUR Jóhannsson formað- ur umhverfisráðs Akureyrarbæjar kynnti á fundi ráðsins nýlega hug- myndir um „framrúðuklukkur“ til notkunar á bílastæðum í miðbæ Ak- ureyrar. Guðmundur sagði að þarna væri um að ræða nýja aðferð við að takmarka og stýra stöðu bifreiða á bílastæðum á Akureyri. Hann sagði um algjöra byltingu að ræða, enda kerfið einfalt og ódýrt. Með þessari breytingu yrði frítt í öll bílastæði í bænum í ákveðinn tíma og að aðeins yrði um að ræða sektir ef menn virtu ekki tímamörk. Með tilkomu framrúðuklukkna heyrðu stöðumælar og miðamælar sögunni til og ökumenn þyrftu þá ekki að nota peninga. Áfram þyrfti mann- skap til þess að fylgjast með því að tímamörk væru virt og skrifa sektir ef menn gerðust brotlegir. Guðmundur sagði að forsvarsmenn fyrirtækja í miðbænum hefðu kvartað mikið undan skorti á bílastæðum, auk þess sem mörg bílastæði væru upp- tekin allan daginn af fólki sem starf- aði í miðbænum. Með þessari breyt- ingu gæti fólk lagt frítt í ákveðinn tíma, t.d. í 15 mínútur, hálfa klukku- stund, eina klukkustund eða jafnvel lengur. Guðmundur sagði að þetta kerfi væri notað víða erlendis með góðum árangri. Hann sagði klukk- urnar fjöldaframleiddar úr pappa og oftast kostaðar af fyrirtækjum. Þær yrði hægt að nálgast á bensínstöðvum og víðar. Ökumenn sektaðir ef tímamörk eru ekki virt Kerfið er sem fyrr segir einfalt. Ökumaður sem kemur í bílastæði kl. 14.00, þar sem leyfilegur biðtími er t.d. 15 mínútur, stillir klukku sína á kl. 14 og setur hana fram á mælaborðið í bíl sínum. Hann þarf svo að vera far- inn 15 mínútum síðar en á að öðrum kosti á hættu að lenda fyrir bíla- stæðaverði, sem myndi umsvifalaust sekta viðkomandi fyrir að hafa ekki virt tímamörk. Guðmundur sagði að það myndi kosta eitthvað að skipta úr núverandi kerfi, auk þess sem tekjur bílastæða- sjóðs myndu minnka. Tekjurnar kæmu einungis frá sektargreiðslum, sem reyndar gætu orðið meiri í upp- hafi, svona rétt á meðan notendur væru að venjast kerfinu. Hann sagði að núverandi kerfi væri til að stýra stöðu bifreiða en ekki sem tekjustofn bæjarsjóðs. Hann sagði jafnframt nausynlegt að fram fari ítarleg kynn- ing á þessari breytingu, ef af verður. Umhverfisráð samþykkti á fundi sínum að skipa starfshóp til að endur- skoða og koma með tillögur að breyttu fyrirkomulagi að gjaldtöku á bílastæðum í miðbænum. Umhverfis- ráð tilnefndi Guðmund formann og Jón Inga Cæsarsson sem fulltrúa sína í starfshópinn en fulltrúi bæjarráðs er Jakob Björnsson. Frítt yrði í öll bíla- stæði í bænum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.