Morgunblaðið - 12.09.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.09.2002, Qupperneq 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 17 EXTRAVAGANT HÁRNÁKVÆMUR MASKARI SEM MARGFALDAR AUGNHÁRIN. MÖGNUÐ AUGNHÁR, ÞÉTT, LÖNG OG AÐSKILIN. Helena Rubinstein er sérfræðingur í augnháralitum. Þú getur líka verið með löng og þétt augnhár - þetta snýst bara um að nota rétta maskarann! w w w .h el en ar ub in st ei n. co m Bylgjan Kringlan sími: 5334533 í dag og föstudag Við bjóðum alla velkomna á kynningu þar sem sérfræð- ingar Helena Rubinstein munu veita faglega ráðgjöf varðandi notkun snyrtivara. Hamraborg 14a sími: 5642011 Í dag, föstudag og laugardag YFIR fimmtíu nemendur stunda nú fjarnám á háskólastigi hjá og í tengslum við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Háskólanemunum hefur fjölgað ár frá ári. Kennsla í fjarnámi háskólanema er hafin fyrir nokkru. Níu nem- endur eru á þriðja ári í hjúkr- unarfræði við Háskólann á Akur- eyri, fjórtán á öðru ári í leik- skólakennarafræðum og tuttugu nemendur á 1.–3. ári á viðskipta- og rekstrarbraut. Þá hafa ellefu nem- endur sem eru í fjarnámi við Kenn- araháskóla Íslands nú vinnuaðstöðu í húsnæði MSS og hittast þar tvisv- ar í viku, að sögn Skúla Thorodd- sen forstöðumanns. Miðstöðin hefur nú gefið út og látið bera í öll hús á Suðurnesjum bækling um námskeið á haustmiss- eri. Þar er boðið upp á um 80 nám- skeið sem skiptast í ýmsa flokka. Skúli nefnir námskeið til að auka persónulega hæfni einstaklinga og starfstengd námskeið, tómstunda- nám fyrir einstaklinga, stjórnunar- og samskiptanámskeið fyrir at- vinnulífið og þjónustu og sölunám- skeið fyrir atvinnulífið. Hann vekur athygli á því að auk- in áhersla sé nú á símenntun sjó- manna. Það komi í framhaldi af því að sjómannasamtökin og samtök út- vegsmanna hafi myndað fræðslu- sjóð til að standa straum af kostn- aði við slík námskeið. Miðstöð símenntunar með 80 námskeið á haustmisseri Yfir 50 komnir í fjarnám á háskólastigi Suðurnes FJÖLDI starfsmanna varnarliðsins og verktaka og stofnana sem annast þjónustu við það hefur haldist stöð- ugur á undanförnum árum. Varn- arliðið hefur sent frá sér eftirfar- andi athugasemd: „Undanfarið hafa birst í fjölmiðl- um ummæli verkalýðsleiðtoga á Suðurnesjum þess efnis að störfum á vegum varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli hafi stórlega fækkað á síðastliðnum árum. Ummæli þessi virðast á misskilningi byggð enda hefur heildarfjöldi starfsmanna varnarliðsins og verktaka og stofn- ana sem annast þjónustu við varn- arliðið haldist stöðugur um 1.650 starfsmenn að jafnaði á síðustu 8 ár- um. Þannig voru starfsmenn alls 1.668 um síðastliðin áramót. Ávallt er eitthvað um sumarstörf en fjöldi þeirra er ekki afgerandi í þessu sambandi, enda tímabundin. Þá hafa orðið tilfærslur á milli verktaka eins og gera má ráð fyrir en slíkar til- færslur hafa ekki haft áhrif á heild- artölu starfa á vegum verktaka á svæðinu.“ Fjöldi starfs- manna stöðugur Keflavíkurflugvöllur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.