Morgunblaðið - 12.09.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 12.09.2002, Síða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 19 drífðu þig Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 0 8 0 2 / L JÓ S M Y N D : B R IA N S W E E N E Y AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Það er óviðjafnanleg upplifun að sjá og heyra Sinfóníuhljómsveit Íslands. Veislan er að hefjast og sala áskrifta stendur sem hæst. Áskrift að grænu röðinni kostar frá 9.265 krónum sem er ekki mikið verð fyrir fimm framúrskarandi tónleika: söngleikjatónlist, klassískar perlur, Vínar- tónleika, óperutónleika og síðast en ekki síst sígilda tónlist ABBA. Með Regnbogaskírteini getur þú valið ferna, sex eða átta tónleika sem falla best að þínum smekk. Verð frá 8.950 krónum. Hringdu núna í 545 2500 eða skoðaðu sinfonia.is og tryggðu þér sæti í vetur. Ekki missa af veislunni. www.ef.is Skoðaðu þessa frábæru pönnu! Fást grunnar eða djúpar og sem grillpönnur. 24-26-28-30 sm. Feitislaus steiking. Hagstætt verð! 3 viðurk enningar „Frábær“ hjá þýskum neytenda samtöku m Besta steikarpannan í Evrópu.... samkvæmt dómi þýskra neytendasamtaka Glæsileg gjöf! Súkkulaði-, krydd- og piparkvarnir frá WILLIAM BOUNDS NEMENDUR, kennarar og annað starfsfólk Hamarsskóla í Vest- mannaeyjum fögnuðu 20 ára af- mæli skólans 4. september sl. En á þeim degi árið 1982 var fyrsti áfangi Hamarsskóla, nýs grunn- skóla, tekinn í notkunn. Þáver- andi bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, Ólafur Elísson, afhenti skólann og séra Kjartan Örn Sig- urbjörnsson, prestur við Landa- kirkju, blessaði bygginguna og skólastarfið. Þá flutti Sigurður Helgason, fulltrúi í menntamálaráðuneytinu, Eyjamönnum hamingjuóskir og kveðju frá menntamálaráðherra. Aðalhátíðahöldin fóru fram í íþróttamiðstöðinni við Brimhóla. Þar lék Lúðrasveit Vestmanna- eyja og Ingi Sigurðsson bæjar- stjóri ávapaði samkomuna, en þetta var hans fyrsta opinbera embættisverk frá því hann tók við starfi bæjarstjóra 1. ágúst sl. Þá var ýmislegt til gamans og skemmtunar gert, fimleika- og danssýning sem tókst vel. Rúsínan í pylsuendanum var þegar Hreimur úr hljómsveitinni Landi og sonum tók lagið og leiddi söng nemendanna. Nemendur og starfsfólk gengu síðan í halarófu frá íþrótta- miðstöðinni vestur í Hamarsskóla þar sem beið þeirra 400 manna terta sem Vilberg kökuhús hafði bakað í tilefni dagsins. Þá var af þessu tilefni gefin út starfs- mannahandbók Hamarsskóla og von er á blaði þar sem gamlir nemendur og nýir segja frá skólastarfinu og minningum frá því. Stærsta afmælisgjöfin fyrir skólastarfið verður samt afhent um áramót þegar ný álma við skólann verður tekin í notkun. Með tilkomu hennar verður skól- inn einsettur í fyrsta sinn og er það ánægjulegur áfangi. Núverandi skólastjóri, Halldóra Magnúsdóttir, hefur gengt því starfi frá upphafi, en aðstoð- arskólastjóri er Sigurlás Þorleifs- son. Hamars- skóli 20 ára Vestmannaeyjar Morgunblaðið/Sigurgeir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.