Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ - 2 5 Á R A O G T R AU S T S I N S V E R Ð Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík · S: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri sími: 466 1600 FRAMSÓKNARFLOKKURINN bætir mestu fylgi við sig sam- kvæmt nýrri raðkönnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið, sem greint var frá í gær. Flokkurinn bætir við sig 3,4 prósentustigum frá fyrri könnun Gallups en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin standa nánast í stað en fylgi Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins dalar. Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 16,1%, Sjálfstæðisflokkurinn 34,4%, Frjálslyndi flokkurinn 8,4%, sem er 0,8 prósentustigum minna en í fyrri könnun, Samfylkingin fengi 33% og Vinstri grænir fengju 7,1%, sem er 1,2 pró- sentustigum minna en í síðustu könnun. T-listi Kristjáns Pálssonar og óháðra í Suðurkjördæmi fengi 0,8% og Nýtt afl 0,3%. Könnunin er fjórða af svo- nefndum raðkönnunum Gallups og var gerð á þriðjudag og mið- vikudag. Úrtakið samanstóð af 800 manns hvorn dag, þar af var helmingurinn nýtt úrtak. Svarhlutfall var 67%; 82% gáfu upp hvað þau ætluðu að kjósa, rúm 2% ætluðu að skila auðu eða kjósa ekki, rúm 4% voru óákveð- in og tæp 11% neituðu að svara.     +   %&&'   6    = .1 >? @# 1A >? @# 13 >? @# 34           &  $ %  "#  $ %      $ %     ("  + )*  '(   /#01 '/#&1 &#21 %3#31 3#21 #&1 &#%1 0#41 '2#1 #'1 %0#1 #31 #1 &#'1      , /#21 '0#1 3#1 %0#01 &#1 #41 &#41 %#21 '4#1 #%1 '%#21 3#'1 #41 &#1 >? @# 4B 0#1 '4#41 3#41 ''#&1 2#1 &#'1 &#31 = C 3B 3#/1 '0#1 2#01 %3#/1 3#41 &#1 5 Fylgi Framsóknar eykst JÚRÍ A. Reshetov, fyrr- um sendiherra Rúss- lands á Íslandi og for- maður Íslandsvina- félagsins í Moskvu, er látinn 67 ára að aldri. Hann var á ferðalagi í Barcelona á Spáni þegar hann lést af völdum hjartaáfalls í fyrradag. Júrí gegndi starfi blaðafulltrúa sendiráðs Sovétríkjanna á Íslandi frá 1964–1966 og var jafnframt fréttaritari sovésku fréttastofunnar Tass. Hann kom aftur til starfa á Íslandi árið 1992 og gegndi starfi sendiherra Rússlands til ársins 1998. Júrí var Íslendingum löngu kunn- ur fyrir störf sín og sérstakan áhuga á íslenskri menningu og þjóðmálum. Hann talaði afbragðsgóða íslensku og kom oftsinnis fram opinberlega hér á landi. Júrí ólst upp í Nishní Novgorod við Volgubakka. Hann fluttist til Moskvu þar sem hann innritaðist í diplómataháskóla, lagði stund á lög- fræði og útskrifaðist með doktors- gráðu í þjóðarétti. Hann starfaði lengi í utanríkisþjónustunni, bæði í Moskvu og erlendis, stundaði kennslustörf og starfaði með alþjóð- legum nefndum, einkum á sviði mannréttindamála. Eftir að hann lét af embætti sendiherra árið 1998 flutti hann til Moskvu og veitti meðal annars forystu félaga- samtökum sem endur- reist voru í Moskvu í apríl á síðasta ári til efl- ingar vináttu og gagn- kvæmum samskiptum þjóða Rússlands og Ís- lands. Þá var hann með- limur í ráði Sameinuðu þjóðanna um afnám kynþáttamisréttis ásamt því sem hann sinnti kennslustörfum. Júrí var sæmdur stórriddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu og var heiðurs- félagi í MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands. Hann kom síð- ast hingað til lands í október í fyrra og hélt þá erindi um Rússland í dag. Hann hafði ráðgert að koma hingað aftur í heimsókn á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ninu Reshetovu, og son, Alexei. Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum og vinur Júrís til margra ára, segir þetta um störf Júrís í fyrri dvöl hans hér á landi sem blaðafulltrúi sendiráðs Sovét- ríkjanna 1964–66: „Eitt af hans föstu verkum alla morgna var að byrja að lesa Morg- unblaðið og merkja við þær greinar sem þurfti að þýða fyrir sendiherr- ann. Hann talaði alltaf mjög vel um Morgunblaðið.“ Útför hans fer fram í Moskvu hinn 12. maí næstkomandi. Andlát JÚRÍ A. RESHETOV HALLDÓR J. Kristjáns- son, bankastjóri Lands- banka Íslands, segir að það sé bankakerfinu og fjár- málalífinu algjör nauðsyn að stöðugleiki sé í því laga- umhverfi sem starfsemi þess byggist á. Morgun- blaðið spurði Halldór, Bjarna Ármannsson, bankastjóra Íslandsbanka, og Sólon Sigurðsson, bankastjóra Búnaðarbanka Íslands, hvaða áhrif þeir teldu að það myndi hafa innan fjármálakerfisins ef svo- nefnd fyrningarleið yrði farin til þess að ná fram gjaldtöku í sjáv- arútvegi, í stað veiðigjaldsleiðar- innar, sem nú hefur verið lögfest. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær lét Halldór þau orð falla í erindi á aðalfundi Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja í fyrradag að samtökin þyrftu að beita sér fyrir stöðugleika í laga- umhverfi fjámálafyrirtækja varð- andi veðsetningar og veðandlög. Óvissa leiðir af sér að veðhæfi greinarinnar myndi rýrna verulega „Ég vil ekki á nokkurn máta blanda mér í stjórnmálalegar um- ræður í landinu,“ segir Halldór. „Ég minnti á þau mikilvægu sannindi í inngangserindi mínu á aðalfundi Samtaka banka og verð- bréfafyrirtækja að bankaviðskipti byggjast á trausti og langtíma- sjónarmiðum. Það er bankakerf- inu og fjármálalífinu algjör nauð- syn að stöðugleiki sé í því lagaumhverfi sem það byggist á. Út frá viðskiptasjónarmiðum, og ég tala alfarið út frá viðskipta- sjónarmiðum, gefur það augaleið að ekki er hægt að lánsfjármagna með sama hætti eignir í sjávar- útvegi ef ekki er langtíma vissa um verðmæti þeirrar eignar, sem fjármálafyrirtækin taka veð í við lánveitingar. Það var tekin um það ákvörðun á sínum tíma að heimila veðsetningu kvóta með skipum og verðmæti skips ræðst að verulegu leyti af því hvað skip- ið má afla mikið úr takmarkaðri auðlind á afskriftartíma fjárfest- ingarinnar, sem oft er 12 til 15 ár. Hugmyndir sem gera ráð fyrir að tekjuhæfi tiltekinnar eignar sé sett í óvissu á einhverjum tíma þýða að veðhæfi viðkomandi eign- ar og veðhæfi greinarinnar myndi rýrna verulega. Það segir manni aftur að möguleikar fjármálafyr- irtækjanna til að fjármagna ný- sköpun, nýfjárfestingar til endur- nýjunar og allt það sem á þarf að halda fyrir áframhaldandi framþróun greinarinnar, verður mun afmarkaðri sem þeirri óvissu nemur. Þetta eru einföld sannindi og út frá viðskiptasjónarmiðum er það festan og öryggið sem hefur gert bönkunum fært að auka svo mjög við- skipti við greinina og sem hefur umbreytt mörgum sjávarútvegsfyrirtækjunum úr taprekstri í arðbæran fjárfestingarkost á markað- inum. Það þarf að umgang- ast þetta með mikilli varúð og ekki að setja þessa miklu viðskiptahagsmuni í neina hættu. Hafa ber í huga að auk bankanna hafa fjölmargir ein- staklingar og lífeyrissjóðir fjár- fest verulega í atvinnugreininni,“ segir Halldór. Leiðir til veikari greiðslu- getu sjávarútvegsfyrirtækja „Núverandi fiskveiðistjórnun- arkerfi hefur stuðlað að verulegri hagræðingu í íslenskum sjávarút- vegi á undanförnum árum,“ segir Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka. „Það er afar mik- ilvægt að stöðugleiki sé í fisk- veiðistjórnun fyrir greinina í heild. Fyrning aflaheimilda leiðir eðli málsins samkvæmt til veikari greiðslugetu fyrirtækja í sjávar- útvegi,“ segir Bjarni. Sólon Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, segir að honum hafi ekki gefist tóm til að kynna sér til hlítar umræðuna að undanförnu um fyrningarleið í sjávarútvegi. „Ég hef þó gert mér grein fyrir því, að hún hefði ekki góð áhrif á útgerðirnar í landinu og þar af leiðandi held ég að þetta hefði slæm áhrif á lánveitendur þessara útgerða, það er að segja á bankana,“ segir Sólon. Bankastjórar viðskiptabankanna um áhrif fyrningarleiðar í sjávarútvegi Neikvæð áhrif á greiðslugetu útgerða og lánveitendur Bjarni Ármannsson Halldór J. Kristjánsson Sólon Sigurðsson MBL.IS hefur í samvinnu við síma- fyrirtækin Símann og Og Vodafone boðið upp á fréttir og upplýsingar í SMS-formi. Notendur hafa ýmist getað fengið sendar fréttir í GSM- síma eða sótt með valmyndum sem símafyrirtækin leggja til í GSM-sím- um. Þegar fréttir eða upplýsingar eru sóttar er hægt að velja um eft- irfarandi þjónustu: Almennt frétta- yfirlit, innlendar og erlendar fréttir, fólk í fréttum og stjörnuspá. Í íþrótt- um er hægt að fá fréttayfirlit, al- mennar fréttir og formúlufréttir. Í viðskiptum er hægt að sækja frétta- yfirlit, almennar fréttir, vísitölur, gengi, mestu viðskipti, mestu hækk- un og mestu lækkun. Hvert skeyti kostar 14. kr. Nú hafa verið gerðar nokkrar breytingar á valmynd er tengist þjónustu mbl.is. Núverandi notendum hafa verið send SMS- skilaboð með leiðbeiningum um hvernig sækja á nýjar valmyndir, en breytingarnar tengjast valmyndun- um mbl.is og mbl. íþróttir. Í apríl voru sótt tæplega 18 þúsund skila- boð og send voru rúmlega 32 þúsund. Breytingar á SMS- fréttaþjónustu mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.