Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU árin hefur átt sér stað kraftmikil uppbygging í mörgum þétt- býliskjörnum Suðurkjördæmis. Unga fólkið snýr aftur heim að námi loknu og vill búa hér. Á suðursvæðinu er nálægð við höfuðborgarsvæðið og þokkaleg atvinna í sumum greinum. En þetta er hinsvegar láglaunasvæði og það vantar fjölbreytni og farveg fyrir ný- sköpun og menntaðan mannafla. Það skortir markvissa uppbyggingu fjölbreytilegra atvinnutækifæra sem fjölgar tækifærum til nýsköpunar atvinnulífsins. Í uppbyggingu öflugrar háskólamenntunar eða stofnun háskóla Suður- kjördæmis felast slík tækifæri. Sérhæfður háskóli og Fræðslunetið Sú háskólamenntun sem þegar er til staðar hefur leitt af sér bylting- arkenndar breytingar á högum og aðgangi fólks að frekara námi. Fræðslu- net Suðurlands er glæsilegt dæmi um það. Í gegnum það markvissa mennt- astarf sem þar er innt af hendi leitar fjöldi fólks sér aukinnar menntunar og þar af leiðandi nýrra tækifæra. Fólkið skapar tækifærin fái það vett- vang og farveg til að afla sér nýrrar þekkingar. Þennan vettvang eigum við að skapa á næstu árum og gæti stofnun sérstaks háskóla í kjördæminu verið lykilatriði í því máli. Háskólinn í Suðurkjördæmi gæti t.d. byggt á ferðamannaiðnaði, matvælaframleiðslu, landbúnaði, tæknimenntun, þroskaþjálfun og hjúkrun, sjávarútvegi og kennara- og fóstrumenntun. Á þessum þáttum hvíla meginstoðir svæðisins og þar liggur verðmæt sér- þekking. Háskólinn í Suðurkjördæmi gæti orðið sú lyftistöng sem til þarf til að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og hækka launastigið til samræmis við það sem best gerist á höfuðborgarsvæðinu. Öflugra atvinnulíf Með stórbættri menntun og háskóla yrði brautin rudd fyrir þróttmikið atvinnulíf og öfluga byggðastefnu. Háskólinn á Akureyri er sönnun þess. Þetta eigum við að leika eftir hér. Kraftmikil og markviss menntastefna þar sem öllum eru tryggð jöfn tækifæri og jafn aðgangur að námi er hin eina sanna byggða- og jafnaðarstefna. Með því að gefa öllum jöfn tækifæri til að þroska kosti sína og stuðla markvisst að því að allir nýti tækifæri sín er verið að virkja okkar mikilvægasta auð: mannauðinn. Nýtt tækifæri til náms Við eigum að setja á kort menntamálanna metnaðarfulla hugmynd um nýtt tækifæri til náms. Samfélagið skuldar þeim sem hafa horfið frá námi eða vilja bæta við menntun sína að dyrnar séu opnaðar fyrir þá til að bæta við menntun sína eða nema eitthvað nýtt til að öðlast fleiri tækifæri á vinnumarkaði. Nýtt tækifæri í menntun á að byggjast á aðgengilegu grunnnámi, framhaldsnámi, starfsnámi eða námstilboðum fyrir þá sem vilja bæta við sína fyrri menntun eða hasla sér völl á nýjum sviðum. Þannig jöfnum við tækifærin og búum til öfluga veitu inn í atvinnulífið. Þeirri deyfð og kyrrstöðu sem ríkt hefur í stjórnartíð Sjálfstæðis/Framsókn- arflokks verður að ljúka. Þeir hafa setið of lengi og skaðað íslenska menntakerfið og uppbyggingu atvinnu og hálaunastarfa í héraði til mikils tjóns. Róttæk og markviss menntabylting með háskóla í héraði er svarið við metnaðarleysinu. Stofnun háskóla í Suðurkjördæmi Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. MIKILVÆGT skref til að styrkja búsetu um allt land er að tryggja að íbúar á landsbyggðinni eigi greiðan að- gang að menntun á öllum skólastigum. Dýrt er að sækja framhaldsnám fjarri heimabyggð og mikill kostnaður hefur áhrif á skólasókn unglinga af lands- byggðinni. Skólastyrkir, almennings- samgöngur, skólaakstur og nám í heima- byggð til 18 ára aldurs eru þættir sem leggja verður ríka áherslu á til að bæta stöðu unglinga um allt land til frekari menntunar. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf Örugg atvinna og fjölbreytt atvinnuumhverfi er for- senda blómlegrar byggðar. Hver landshluti hefur í ald- anna rás byggt á þeirri auðlegð sem liggur í viðkomandi svæði, hvort sem litið er til landbúnaðar, fiskveiða, þjón- ustu eða annarra þátta. Hvernig og hvort við nýtum staðbundna kosti til að skapa atvinnu og virðisauka í hagkerfinu er undir okkur sjálfum komið. Möguleik- arnir liggja ekki síst í mannauðnum og menntunarstigi á viðkomandi svæði. Aðstöðumunur mótdrægur landsbyggðarfólki er þó víða og birtist helst í menntunarmöguleikum, sam- göngum, fjarskiptum, flutningskostnaði, orkuverði, heil- brigðisþjónustu og annarri almannaþjónustu. Lánsfé til nýsköpunar eða til að efla fyrirtæki sem þegar eru í rekstri vantar sárlega og kemur það enn harðar niður á frumkvöðlum og athafanamönnum sem búa utan höf- uðborgarsvæðisins. Atvinnuþróunarfélögin eru í lykilaðstöðu til að styrkja frumkvöðla og efla atvinnulíf, atvinnulíf sem byggist á hugviti heimamanna og aðstæðum á viðkomandi svæði. Það kostar fjármagn að stuðla að atvinnuuppbygg- ingu en það skilar sér margfalt til baka ef vel er staðið að málum og skiptir sköpum að efla atvinnu og skila arði inn á viðkomandi svæði í stað þess að draga sem mest inn á höfuðborgarsvæðið. Menntun á efri skólastigum Aðstaða til náms á efri skólastigum, rannsóknir á ýms- um sviðum atvinnulífs, náttúru og menningarverðmæta eru einnig lykilþættir í að byggja upp fjölbreytt og öfl- ugt atvinnulíf. Staða sérskóla hefur verið að styrkjast og eru fleiri að komast á háskólastig. Verkmenntun hefur aftur á móti hrakað af ýmsum ástæðum, ekki síst hefur viðvarandi fjárskortur haft áhrif á nemendafjölda. Við munum glata verkþekkingu og mikilvægum atvinnu- greinum úr landi ef við snúum ekki við blaðinu og stór- eflum verknám á næstu árum. Verið er að vinna að stofnun háskóla- og rann- sóknaseturs á Egilsstöðum og er Fræðsluneti Austur- lands (FNA) ætlað að halda utan um starfsemina á svip- uðum grunni og það starfar í dag þ.e. að vera samstarfsvettvangur margra skólastofnana, atvinnulífs og sveitarfélaga, mynda tengingu og miðla námi frá sem flestum menntastofnunum í gegnum fjarnám. Starfsemi FNA hefur sýnt að mikil eftirspurn er eftir námi á há- skólastigi og símenntun fullorðinna á fjölmörgum svið- um. Til framtíðar litið má ætla að fyrirhugað háskólaset- ur geti orðið grunnur að frekari háskólanámi í fjórðungnum. Verði þessi hugmynd að veruleika gefst um leið mikilvægt tækifæri til að styrkja nám og auka möguleika á fjölbreyttari starfsemi, m.a. á sviði rann- sókna. Gildi háskólastofnana á landsbyggðinni Austfirðingar þurfa á því að halda að rennt verði stoð- um undir frekari háskólamenntun í fjórðungnum eins og gert hefur verið í flestum öðrum landshlutum. Nægir þar að minna á Háskólann á Akureyri, menntastofnanir á Bifröst, Hvanneyri, Hólum og nú síðast Garðyrkjuhá- skólann í Hveragerði. Öllum ber saman um hvílík lyfti- stöng fræðamiðstöðvar og skólasetur eru fyrir viðkom- andi landshluta og um leið fyrir landið allt. Austurland má ekki verða afskipt í þessari þróun. Á Austurlandi væri t.d. skynsamlegt að þróa, í samráði við heimamenn, háskólanámsbrautir á sviði ferðaþjónustu, umhverf- isfræða og tengdra greina, svo sem landnýtingar, gróð- ur- og jarðvegsverndar og skógræktar. Slíkar náms- brautir tengdust vel vísinda- og fræðastarfi sem þegar fer fram í fjórðungnum, t.d. við Náttúrustofu Austur- lands og hjá Skógrækt ríkisins. Ef færa á rannsókn- arsvið Skógræktar ríkisins frá Mógilsá er rétt að athuga vel hvort sú starfsemi ætti ekki tengjast rannsókn- arþætti háskólasetursins að einhverju leyti. Horft til framtíðar VG vill skapa góðan jarðveg fyrir sjálfbært atvinnulíf og hlúa að menntun, hugviti og rannsóknum. Við teljum að atvinnuþróunarfélögin eða þróunarfélögin geti gegnt lykilhlutverki við að styrkja atvinnulíf á landsbyggðinni og að 600 milljóna króna viðbótarframlag til þeirra ásamt stofnstyrkjum og hagstæðum lánum til nýrra fyr- irtækja skili bestum árangri í atvinnumálum. Við teljum það forgangsverkefni að: – koma á samfelldu grunnnámi til 18 ára aldurs í heimabyggð – að auka framlög til rannsókna og vísindastarfsemi – háskólar eða háskólasetur verði í öllum landshlutum – efla verknám þannig að það verði metið til jafns við bóknám. Skólakerfið er á meðal mikilvægustu innviða sam- félagsins. Þess vegna viljum við auka fjölbreytni í skóla- starfi og tryggja fullt jafnrétti til náms óháð efnahag. Jafnrétti til náms dregur úr menningartengdri stétta- skiptingu og styrkir búsetu og atvinnu um allt land og að því eigum við að stefna. Sóknarfæri á eigin forsendum Eftir Þuríði Backman Höfundur er alþingismaður í 2. sæti á U-lista VG í Norðausturkjördæmi. LAGANEMINN Sigþrúður Ár- mann reynir í grein í Morgunblaðinu 7. maí að gera lítið úr Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrv. borgarstjóra og þýðingu þess fyr- ir íslenska jafnrétt- isbaráttu ef hún hlyti stuðning kjós- enda til þess að leiða næstu ríkisstjórn. Unga konan fyllir þann flokk hægri- manna sem ekki viðurkenna og ekki skilja gildi breiðrar samstöðu þegar barist er fyrir auknum réttindum kvenna og jafnrétti kynjanna. Allt er undir einstaklingnum sjálfum komið, hver staða hans er og verður, og því til sönnunar tekur hún dæmi af sjálfri sér. Hún náði síuprófi í al- mennri lögfræði við HÍ „með glæsi- brag“, eins og hún segir sjálf, af því hún ætlaði sér það. Og þannig verð- ur það í framtíðinni. Ekkert mun hindra hana í að ná settu marki, allra síst kyn hennar. Ég vil, get, ætla og skal segir hún og virðist grunlaus um að orðin minna á sænskan baráttusöng kvenna frá áttunda áratug liðinnar aldar sem fyrst hljómaði hér á landi á kvennafrídaginn 24. október 1975. Þá komu 25–30 þúsund konur af öllu landinu saman til baráttufundar á Lækjartorgi til að setja fram jafn- réttiskröfur sínar. Jafnréttisaldan frá ’75 Sá atburður hrinti af stað jafn- réttisöldu sem m.a. fæddi af sér kvennaframboð, forsetaframboð Vigdísar, borgarstjóraframboð Ingi- bjargar Sólrúnar og hefur skolast inn í flesta kima þjóðfélagsins, einn- ig til lögfræðingastéttar landsins. Þar var lengi langt á milli jafnrétt- isáfanganna. Fyrsta konan sem út- skrifaðist úr lagadeild HÍ var Auður Auðuns árið 1936, næst kom Rann- veig Þorsteinsdóttir 1949, þá Auður Þorbergsdóttir 1958. Auður Þor- bergsdóttir var svo fyrsta konan sem hlaut skipun sem borgardómari 1972. Af 38 héraðsdómurum á land- inu öllu eru nú 9 konur. Fyrsti hæstaréttardómarinn af kvenkyni, Guðrún Erlendsdóttir, hlaut skipun sumarið 1986, Ingibjörg Benedikts- dóttir var skipuð 2001. Listinn yfir karlana í dómarasætum er svo lang- ur að hann slær forsætisráð- herralistann 1904–2002 algjörlega út. Móðgun við konur! Samkvæmt kenningu Sigþrúðar ætti það að vera leti og gáfnaskortur sem réði því að svo fáar konur hefðu komist til metorða í lögfræð- ingastétt, kynferðið hefði ekkert með það að gera. Forgöngukonur hennar stóðust ekki prófin sem lífið lagði fyrir þær með nægum „glæsi- brag“. Hún talar af yfirlæti til þeirra sem ruddu brautina fyrir hana. Hún kallar það móðgun við konur að kona sem jafnréttisbaráttan hefur skilað í fremstu röð íslenskra stjórn- málamanna sé boðin fram til for- sætisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherra Samfylkingin braut blað þegar hún ákvað að gera Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur að forsætisráð- herraefni flokksins. Ingibjörg Sól- rún er sá einstaklingur sem kannanir hafa sýnt að flestir treysti til að leiða ríkisstjórn farsællega. Atgervi hennar er augljóst. Hún er okkar glæsilegasti kostur. Breytum gangi Íslandssögunnar með atkvæði okkar í kosningunum 10. maí. Eflum lýðræðið og greiðum konum götuna til valda. Gerum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að forsætisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherra Eftir Steinunni Jóhannesdóttur Höfundur er rithöfundur. Á ÞESSU ári kemur til fram- kvæmda lækkun eignarskatt- sprósentu úr 1,2% í 0,6% og sér- stakur eignarskattur 0,25% er felldur nið- ur. Hér er á ferðinni mikið réttlætismál sem sjálfstæðismenn hafa framkvæmt í góðu samstarfi við félag eldri sjálfstæð- ismanna. Dæmi um þá breytingu eign- arskatts sem verður við álagningu 2003 vegna eigna í árslok 2002. Tek- ið er dæmi af 14 milljón kr. skuld- lausri eign, annars vegar hjóna og hinsvegar einstaklings (sjá töflu 1). Greiddur eignarskattur við álagn- ingu 2002 vegna eigna í árslok 2001 nam tæplega 3,5 milljörðum, hér er því um mikið hagsmunamál að ræða fyrir íbúðaeigendur. Nánar er hér skipt upp greið- endum eftir aldri (sjá töflu 2). Sem fyrr segir hefur eignarskatt- urinn verið lækkaður um helming. Fái Sjálfstæðisflokkurinn góða kosningu og umboð frá kjósendum til áframhaldandi verka í ríkisstjórn verður eignarskatturinn felldur nið- ur á næsta kjörtímabili. Eignarskattur lækkar um helming Eftir Guðmund Hallvarðsson Höfundur er alþingismaður og skipar 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík suður. E $   5     1#%  "! $ 8 2  "!! '2 $ )! '2 "! $  5 ? 4 &) &  & ! $ ! .!0D >>  >> BDDDDDD >> >> D!4D >>  >> BDDDDDD >> >> "! $ "! $ '2 >? 3AB0D ?> 0B14D 4 &) > & ! $> >, D $  ! $ >??> > D $  ! $ D $  ! $ '2   $ " > ?>?= 32DBD 0B14D "! $  ! $ ! ...14D 3342D >??> >> 4 &) > & ! $> >, D $  ! $ ./.B3D $  ! $    .1D313 3342D 5   $ )!  ! $ ! 5    4 &) & >>  .ADDDDDD >> >> >>  .ADDDDDD >> >> 5  >     0DD0   0DD. 4 )!  "! $  "! $ G7 >$ > H ! &  &  ) !      >? > =? ?>= ?>> Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.