Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 57 UNDANFARNA mánuði og vikur hafa fréttir af fátækt á Ís- landi verið umfangsmiklar í ís- lenskum fjöl- miðlum. Umfjöllun sem því miður hef- ur helgast af því að stjórnmálamenn og/ eða annað fólk í þjóðfélaginu mata fjölmiðlana á ein- hverjum upplýsingum sem eru svo notaðar nánast hráar af fjölmiðl- unum. Engin gagnrýni er sett í þá umfjöllun sem sett er fram. Hvort þetta er af vankunnáttu fjölmiðlamanna í þessum efnum eða vegna þess að þeir nenna ekki að leggja vinnu í rannsóknir veit ég ekki. Þetta hefur hins vegar truflað umræðuna og menn jafnvel sakaðir um að vera „óvinir“ litla mannsins af þeim sökum. Þessi umræða er ekki af hinu góða, hvorki fyrir þá fátæku né þá sem eru að reyna að sýna fram á hvar vandamálin liggja. Ástæða þessara skrifa minna nú er frétt sem birtist á sumardaginn fyrsta undir heitinu „Borga fyrst og borða svo“. Þar er lýst rauna- sögu ungrar konu í Reykjavík, sem skv. greininni lifir við sára fá- tækt. Fyrir leikmann má skilja af greininni að konan hafi aðeins 100.000 kr. laun (sjá 1. dálk í töflu) og mikla greiðslubyrði, sem gerir það að verkum að eftir mán- uðinn vantar uppundir 40.000 kr. til að endar nái saman. Mér fannst skrýtið að konan skyldi hvergi minnast á barnabætur eða meðlag, en allir einstæðir foreldrar fá meðlag og flestir barnabætur. Ég fæ að minnsta kosti hvort tveggja, þrátt fyrir að hafa hærri laun en hún. Ég notaði tölurnar hjá konunni til þess að reikna út hvað hún á að vera með skv. því velferðarkerfi sem við Íslendingar höfum í dag og varð niðurstaðan þessi. Ég setti sem forsendu að hún væri með 100.000 kr. í laun fyrir skatta. Önnur forsenda sem ég gaf mér, sem ekki er víst að sé rétt, er að hún sé í leiguhúsnæði. Skv. mínum útreikningum eru nettótekjur konunnar kr. 177.002 kr. miðað við þær forsendur sem hún gefur (sjá dálk 1). Þessi tala er nokkuð miklu hærri en 100.000 kr., eða 77,44% hærri, þrátt fyrir að hún sé ekkert há. Það gleymist nefnilega í greininni að benda á að konan fær ýmsar bætur fyrir það eitt að vera einstæð móðir, þ.e. hærri ráðstöfunartekjur. T.d. fær hún meðlag með báðum börnum upp á 15.558 kr. hvort barn. Einn- ig vantaði að greina frá því að hún fær barnabætur upp á um 30.000 kr. á mánuði. Ekkert er minnst á mæðralaun, sem eru 4.532 kr. á mánuði, eða húsaleigubætur (eða vaxtabætur ef hún á íbúðina), sem eru allt að 20.000 kr. á mánuði (í hennar tilfelli) m.v. reglur um húsaleigubætur. Hvernig á almenningur að skilja vanda þessa fólks ef ekki eru sett- ar fram réttar upplýsingar um hagi þess? Það sem mér finnst verra fyrir þessa konu er að ef það er rétt að hana vanti um 40.000 kr. um hver mánaðamót, þá þýðir það að hún þarf að hafa að minnsta kosti 217.000 kr. í nettótekjur á mánuði. Til að ná því takmarki þarf hún að hækka um 80.000 kr. á mánuði í launum (sjá dálk 3). Þar er í raun um stórt vandamál að ræða og raunverulega efni í aðra grein. Ég þekki fátækt, bæði af eigin raun og einnig í gegnum reynslu annarra. Sjálfur var ég atvinnu- laus um tíma, í kringum áramótin 1997–1998. Hafði þá um 60.000 kr. að lifa af eins og ég lýsti sjálfur á þeim tíma. Gleymdi sjálfur alltaf að telja með meðlagið og barna- bæturnar, en sé það í dag að án þeirra hefði þetta aldrei gengið upp. Einnig þekki ég fátækt í gegn- um starf mitt sem gjaldkeri stjórnar Geðhjálpar. Þar hef ég bæði hitt og heyrt af því fólki sem býr við raunverulega fátækt. Fá- tækt, sem ekki er einvörðungu af fjárhagsaðstæðum, heldur einnig fátækt vegna félagslegrar ein- angrunar. Þessu fólki hef ég mikla samúð með. Ég hef því miður ekki lesið skýrslu Hörpu Njáls um fátækt en ætla mér að gera það. Ég vona að hún nálgist málefnið með ofan- greinum hætti, þ.e. að skoða hvernig mismunandi bætur breyta stöðu mismunandi hópa. Fjölmiðlar verða að minnsta kosti að fara að vanda sig betur og gleypa ekki við hverju sem er. Það er ekki gott fyrir þjóðarsál- ina, ekki heldur fyrir trúverð- ugleika fjölmiðlanna og bitnar á þeim sem síst skyldi. Ég á von á því að fjölmiðlar eigi eftir að bæta sig í þessum efnum og að í fram- tíðinni lesum við réttar tölur í svona greinum. Fréttir af fátækum Eftir Ingimund K. Guðmundsson Höfundur starfar sem kerfisstjóri. 1 2 3 Laun 100000 100000 180000 Orlofs/desemb 0 4783 4783 Barnabætur 0 33954 28578 Meðlag 0 31116 31116 Mæðralaun 0 4532 4532 Húsaleigubætur* 0 20000 18925 100000 194385 267934 Gjöld Skattur 0 12144 41750 Lífeyrissjóður 0 4191 7391 Stéttarfélag 0 1048 1848 0 17383 50989 Nettótekjur 100000 177002 216945 * Húsaleigubætur gætu verið vaxtabætur. Ef svo er eru útreikningar aðeins öðruvísi. SKATTAR á Íslandi lækka á meðan skattar í útlöndum hækka. Davíð Oddsson for- sætisráðherra vill að skattar lækki enn. Tekjuskattur þannig að venjulegt fólk hafi afgang, eignaskattur svo eldra fólk fái frið, virðisaukaskattur svo matur kosti minna. Þessi verður kjarabót þeirra sem minna mega sín. Þess vegna styð ég Davíð. Jón Gunnar Hannesson Skattar Höfundur er læknir. S Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni fyrirtaeki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.