Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 74
ÍÞRÓTTIR 74 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRUCE Bowen, leikmaður San Antonio Spurs, var allt í öllu hjá lið- inu í 114:95 sigurleik gegn Los Angeles Lakers í undanúrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik aðfaranótt fimmtudags. Staðan í einvíginu er 2:0 og hefur meist- aralið þriggja síðustu ára ekki lent í þessari stöðu frá því að Spurs vann einvígi liðanna í úrslitum vest- urstrandarinnar árið 1999. „Við er- um á hættulegri braut en það er ekki upplausnarástand í okkar liði. Örlög okkar sem liðs eru enn í okk- ar höndum,“ sagði O’Neal eftir leik- inn. Þjálfari ársins í NBA-deildinni, Gregg Popovich hjá San Antonio Spurs, sagði að varnarleikur liðsins væri lykillinn að árangri þess. „Mér er alveg sama hvernig sóknarleik- urinn gengur, ef við skorum bara fleiri stig en þeir,“ sagði Popovich. Það ár sigraði San Antonio í deildinni í fyrsta sinn. Shaquille O’Neal og Kobe Bryant skoruðu 27 stig hvor fyrir Lakers en Bruce Owen skoraði 27 stig fyrir Spurs, Emmanuel Ginobili 17 stig og Tony Parker 16. Nets með gott tak á Celtic New Jersey Nets lék til úrslita um NBA-titilinn gegn Lakers fyrir ári og er Nets nú með mjög góða stöðu gegn Boston Celtics. Nets hefur unnið báðar viðureignir lið- ana en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslit austurstrand- arinnar. Meistarar Lakers í slæmum málum FORRÁÐAMENN norska liðs- ins Lilleström telja góðar líkur á því að Ríkharður Daðason verði klár í slaginn eftir um 4 vikur en hann hefur ekkert leikið með liðinu frá því á síð- ustu leiktíð vegna meiðsla í hné. Hallvar Thoresen aðstoðar- þjálfari liðsins segir við TV2 að ekki verði settur neinn þrýstingur á Ríkharð um að hann taki áhættu vegna meiðsla sinna, en markmiðið sé að Ríkharður verði leikfær í byrjun júní. Leikmaðurinn hefur sagt sjálfur að nái hann sér ekki á strik í sumar sé allt eins líklegt að hann hætti að leika knattspyrnu. Framlína liðsins átti að vera sterkasti hlekkur þess en Uwe Rösler greindist með krabba- mein á dögunum og því er fátt um fína drætti í sóknarleik liðsins. Ríkharður skoraði fjögur mörk í sjö leikjum með Lille- ström á síðustu leiktíð en áður hafði hann skorað 48 mörk í 69 leikjum fyrir Viking frá Stavanger. Ríkharður á batavegi var allan tímann í járnum og aldrei mörg mörk sem skildu liðin að. Það var því mikilvægt að missa þá ekki framúr eins og við gerðum í síðasta leik með því að spila illa í tuttugu mínútur, sem skilaði þeim yfirhönd- inni. Við ætluðum að sýna að þeir myndu ekki vinna þrjá leiki í röð, eins og margir tala um en það er líka ljóst að ef við ætlum að taka þennan titil verðum við að vinna að Ásvöll- um. Það hafði engin áhrif að þeim væri spáð sigri í þremur leikjum, frekar að það efldi okkur að fá þá umræðu. Auk þess var mikill hugur í öllum sem standa á bak við okkur, stjórninni og stuðningsmönnum, sem hafa trú á okkur. Við förum í næsta leik til að sigra og með sama sjálfstraust og var í þessum leik,“ sagði Finnbogi og kvaðst hafa búist við því að Birki Ívari Guðmundssyni markverði Hauka, sem stóð sig vel á milli stanganna í fyrsta leiknum, yrði skipt út fyrir Bjarna Frostason. „Við Júlíus áttum von á því að þeir myndu skipta um markvörð og jafnvel klókt Mér fannst skipta sköpum í þess-um leik, sérstaklega ef miðað er við fyrri leikinn, að það var meira sjálfstraust í okkar liði ásamt meira áræði og sigurvilja.“ Mikið mæddi á Júlíusi Jónassyni þjálfara og Finnboga því það var verðugt verkefni að ná spennunni úr leikmönnum ÍR, sem margir eru að spila fyrsta sinn í úrslitakeppni. „Það eru flestir að taka þátt í svona í fyrsta skipti og fyrri leikur- inn var þrungin spennu þegar við vorum alltaf að elta Haukana en nú er léttara yfir liðinu og þetta var eins og hver annar leikur. Ég hugsaði ekki út í hvort það kæmi slakur kafli auk þess að það var stórkostlegt að spila fyrir allt þetta fólk. Það þurfti að létta aðeins á spennunni og við vorum með létta og skemmtilega æf- ingu í gær og það var lykilatriði að gera mönnum grein fyrir því að nú væri hrollurinn kominn úr mönnum. Nú værum við komnir í laugina og þyrftum að fara synda. Leikurinn hjá þjálfara þeirra en við ræddum það ekkert við strákana.“ Bjarni Frostason, sem stóð á milli stanganna hjá Haukum, var ekki eins ánægður með sína menn. „Í heildina spiluðum við illa. Það vant- aði yfirvegun, til dæmis síðustu sendingu þegar menn voru komnir í færi. Við héngum þó í þessu og átt- um möguleika en eigum mjög mikið inni því það spiluðu alltof margir illa. Við misstum Pauzuolis útaf í snemma í fyrri hálfleik með rautt spjald og vorum einum færri næst- um allan seinni hálfleikinn en áttum samt möguleika. Við gátum jafnað og komist yfir en gerðum þá eitthvað heimskulegt í sókninni. Þessir leikir velta mikið á hvernig liðin koma stemmd í leikinn. Þetta eru úrslita- leikir og ef menn gefa sig alla í þá er uppskeran eftir því. Það vantaði löngun til að gera út af við ÍR-ingana og það var of mikið,“ sagði Bjarni gefur ekki mikið fyrir spá sem gekk út á að Haukar ynnu þrjá leiki í röð. „Það er nóg af sérfræðingum og ef maður ætlar sér að fara hlusta á þá getur maður hætt þessu. Sigur í næsta leik veltur eins og venjulega á góðri vörn og markvörslu auk þess að spila skynsamlega. Við erum ekki vanir að tapa heima á Ásvöllum og förum ekki að byrja á því núna.“ Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Sigurjónsson, ÍR-ingurinn knái, reynir að brjótast í gegnum vörn Hauka, en Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hall- grímsson eru fastir fyrir og sameinast um að stöðva hann. „ÉG held að þetta hafi verið verðskuldaður sigur. Við náðum frum- kvæði í seinni hálfleik þegar við vorum sex á móti fjórum, nýttum það mjög vel og eftir það var virkilega gott sjálfstraust í liðinu,“ sagði Finnbogi Sigurbjörnsson aðstoðarþjálfari ÍR við Morg- unblaðið eftir sigur á Haukum í Austurberginu í gærkvöld. Stefán Stefánsson skrifar Meira áræði KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla, úrslitaleikur: Valbjarnarvöllur: Keflavík - ÍA ................18 Deildabikarkeppni kvenna, neðri deild: Egilshöll: Þróttur/Haukar - Fjölnir ....18.30 Í KVÖLD HANDKNATTLEIKUR ÍR – Haukar 24:23 Austurberg, Reykjavík, annar leikur um Ís- landsmeistaratitil karla, fimmtudaginn 8. maí 2003. Gangur leiksins: 0:1, 1:2, 3:2, 6:4, 8:6, 9:7, 9:9, 10:11, 11:12, 14:12, 16:13, 17:14, 17:16, 19:16, 19:18, 20:19, 22:19, 22:21, 23:23, 24:23. Mörk ÍR: Bjarni Fritzson 6/2, Sturla Ás- geirsson 5, Einar Hólmgeirsson 4, Ingi- mundur Ingimundarson 4, Ólafur Sigurjóns- son 2, Fannar Þorbjörnsson 1, Guðlaugur Hauksson 1, Kristinn Björgúlfsson 1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Hauka: Ásgeir Hallgrímsson 7, Hall- dór Ingólfsson 3/2, Robertas Pauzuolis 3, Vignir Svavarsson 3, Aliaksandr Shamkuts 2, Jón K. Björnsson 2, Þorkell Magnúss. 2. Utan vallar: 16 mínútur, þar af fékk Rober- tas Pauzuolis rautt spjald vegna þriðju brottvísunnar á 40. mínútu. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifs- son, leystu erfitt verkefni lengst af vel. Áhorfendur: 1.800. Þannig vörðu þeir: Hallgrímur Jónasson, ÍR 18 (þar af fóru 10 aftur til mótherja). 9 (4) langskot, 3 (3) gegn- umbrot, 1 hraðaupphlaup, 3 (2) af línu, 2 (1) horn. Bjarni Frostason, Haukum, 17/3 (þar af fóru 10/2 aftur til mótherja). 5 (2) langskot, 4 (2) gegnumbrot, 1 (1) af línu, 4 (2) horn, 3 (2) vítaskot. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslitakeppnin, átta liða úrslit: Austurdeild: New Jersey – Boston.............................104:95  New Jersey er yfir 2:0. Vesturdeild: San Antonio – LA Lakers .....................114:95  San Antonio er yfir 2:0. KNATTSPYRNA Danmörk Bikarkeppnin, undanúrslit, síðari leikir: AaB – Bröndby............................................ 1:3  Bröndby í úrslit, 4:1 samanlagt. Midtjylland – Viborg .................................. 3:2  Midtjylland í úrslit, 3:2 samanlagt. ÚRSLIT FÓLK  ÞRÍR heiðursmenn voru heiðurs- gestir á leik ÍR og Hauka í Breiðholt- inu í gærkvöldi. Það voru Ingólfur Steinsson, Sigurgísli Sigurðsson og Finnbjörn Þorvaldsson, sem allir léku með ÍR-liðinu sem vann Hauka í úrslitum Íslandsmótsins 1946 - eina skiptið sem ÍR hefur unnið þann titil. Fyrir leikinn kynnti Hólmgeir Ein- arsson formaður handknattleiksdeild ÍR þá fyrir leikmönnum.  LYFJAEFTIRLIT ÍSÍ tók fjögur lyfjapróf eftir leik ÍR og Hauka. Það voru Tryggvi Haraldsson og Sturla Ásgeirsson úr ÍR en frá Haukum Jas- on Ólafsson og Aron Kristjánsson.  ENSK dagblöð hafa heimildir fyrir því að forráðamenn Manchester Unit- ed muni ekki bjóða David Beckham launahækkun í næstu samningavið- ræðum en samningur hans við rennur út í lok ársins 2005. Peter Kenyon stjórnarformaður félagsins segir að laun leikmanna séu nú þegar í hæstu hæðum og verði ekki hækkuð á næstu misserum. Beckham er tekjuhæsti knattspyrnumaður heimsins og fær um 12 millj. kr. á viku frá Man. Utd.  MIKIÐ hefur verið rætt um að Beckham sé á leið til Real Madrid á Spáni og fregnir herma að honum standi til boða allt að 15 millj. kr. á viku hjá Evrópumeistaraliði sl. árs hafi hann áhuga á því. JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sagði við dagblaðið Birmingham Evening Post í gær að stuðningsmenn Aston Villa ættu eftir að sjá sínar bestu hliðar næsta vetur ef félagið kaupi hann af Real Betis. „Eftir þá reynslu sem ég hef fengið í vetur og með þátttöku í undirbúningstímabili með liðinu get ég farið að spila af fullum styrkleika. Ég þrái að fá tækifæri til að spila áfram með Villa,“ sagði Jó- hannes Karl. Jóhannes lofar meiru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.