Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 75
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 75 GUÐJÓN Þórðarson, fyrrverandi þjálfari Stoke og íslenska lands- liðsins, segist ekki vita hvað taki við hjá sér eftir tímabilið en hefur und- anfarna mánuði verið í starfi hjá enska úrvals- deildarliðinu Aston Villa sem svokallaður „njósn- ari“. „Það hefur ekkert ver- ið ákveðið með framhald- ið hjá mér hvað þetta varðar. Aston Villa leitaði til mín og bað mig að hjálpa sér og ég hef verið að skoða leikmenn fyrir félagið á nokkrum stöð- um í Evrópu eins og í Hol- landi, Þýskalandi og Belgíu og Danmörku. Ég hef leitað að ákveðnum mönnum í ákveðnar stöð- ur og svo er bara spurn- ing hvort hægt sé að nálgast þá,“ sagði Guðjón í samtali við Morgun- blaðið. Guðjón, sem var sem kunnugt er sagt upp störfum hjá Stoke síðast- liðið sumar, segist ekki hafa fengið nein tilboð um að þjálfa upp á borð hjá sér. „Þetta er bara mjög erfiður og grimmur markaður og þá sérstak- lega í Englandi um þessar mundir,“ segir Guðjón. Guðjón í hlutverki „njósnara“ ABE Pollin, eigandi NBA- liðsins Washington Wizards, fundaði í fyrradag með Mich- ael Jordan og á þeim fundi fékk Jordan þær fregnir að hann fengi ekki að starfa áfram hjá félaginu. Jordan keypti hlut í Wiz- ards fyrir þremur og hálfu ári, og í kjölfarið tók hann við starfi sem framkvæmda- stjóri leikmannamála hjá fé- laginu. Jordan hóf að leika með liðinu árið 2001 og þurfti að selja sinn hlut í fé- laginu. Í fréttatilkynningu sem Jordan sendi frá sér í gær segir hann m.a. að ákvörðun Pollins hafi komið sér á óvart því hann hafi gef- ið mikið af sér fyrir félagið sem leikmaður undanfarin tvö ár. „Ég vil þakka stuðn- ingsmönnum liðsins fyrir stuðninginn og ég mun aldr- ei gleyma þeim hlýhug sem ég upplifði hér sem leik- maður,“ segir Jordan. Hann er nú nefndur til sögunnar sem meðeigandi í liði sem sett verður á laggirnar í Charlotte á næstu misserum. Fjölmiðlar vestanhafs eru undrandi á ákvörðun Pollins þar sem Wizards var lítt þekkt lið áður en Jordan kom til sögunnar og er því spáð að liðið muni falla í sama farið á næstu miss- erum. Jordan mun ekki starfa hjá Wizards Það var greinilegt strax í byrjunleiksins að Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, hafði talað hressilega við sína menn fyrir leik- inn og gert þeim skýra grein fyrir því hvað tap að þessu sinni myndi þýða, baráttan um Íslandsmeistaratitilinn væri nær því sem töpuð. Allt annað var að sjá til leikmanna ÍR, sem börðust sem ljón frá upphafi til enda, báru enga virðingu fyrir andstæð- ingum sínum og tóku fast á þeim í framliggjandi vörn. Ólíkt síðasta leik, gekk leikmönnum Hauka verr að brjóta vörn ÍR á bak aftur og kom það aðallega til af því að varnarmenn ÍR voru mun hreyfanlegri en í fyrri leiknum, voru á tánum allan tímann, fljótir að loka hlaupaleiðum sóknar- manna Hauka. Leikurinn í Austurbergi var ekki besti handboltaleikur leiktíðarinnar enda var það sennilega ekki ætlun leikmanna. Baráttan var í algleym- ingi enda var að duga eða drepast fyrir leikmenn ÍR. Þeir höfðu frum- kvæðið lengst af fyrri hálfleiks en Haukar fylgdu þeim sem skugginn og náðu nokkru sinnum að jafna og loks að komast yfir, 12:11, áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleik, eins og þann fyrri, af miklum eldmóð og baráttugleði. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og komust yfir á ný, 14:12. Eftir það var forystan þeirra í þrígang þrjú mörk, 16:13, 17:14 og 22:19. Haukar voru alltaf að elta ÍR-inga, sóknarleikurinn gekk brösulega og ekki bætti úr skák að dómarar leiks- ins voru á tíðum dómharðari í garð Hauka en ÍR-inga með þeim afleið- ingum að Haukar voru oft einum færri. Þegar 20 mínútur voru til leiksloka fékk Robertas Pauzuolis sína þriðju brottvísun og kom því ekki meira við sögu í leiknum sem svo sannarlega kom niður á leik gestanna það sem eftir lifði leiks. Tíu mínútum fyrir leikslok voru ÍR-ingar þremur mörkum yfir, 22:19. Þá hertu Haukar róðurinn, Bjarni varði allt hvað af tók í mark- inu og með þremur mörkum gegn einu á sex mínútna kafla munaði ekki nema einu marki, 23:22, ÍR í vil. Sóknarleikur ÍR var stirðbusalegur og svo virtist sem taugar leikmanna væru að bila. Andri Stefán jafnaði metin fyrir Hauka, 23:23, þegar 1,25 mínútur var eftir. ÍR-ingar komust yfir á ný 25 sekúndum fyrir leikslok með marki Bjarna Fritzsonar úr vítakasti sem hann vann sjálfur. Haukar tóku leikhlé og skipulögðu sóknarleik sinn, en allt kom fyrir ekki, sóknin endaði í hægra horninu þar sem Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut en Hallgrímur varði eitt átján skota sinna og við tók stríðsdans á gólfi íþróttahússins í Austurbergi. Sóknarleikur ÍR var mun skárri en í fyrri leiknum, fleiri leikfléttum brá fyrir og allir sóknarmenn liðsins voru virkir, en á móti kom að mörg opin færi, þar á meðal fjögur víta- köst, fóru í súginn í hjá heimaliðinu. Haukar léku ágæta vörn lengst af, bæði sína hefðbundnu 6/0 vörn og eins um tíma 5/1. En líkt og hjá ÍR fóru mörg góð færi forgörðum og eins tókst þeim lítt að nota sitt skæð- asta vopn, hraðaupphlaupin. Sóknar- leikur Hauka var einnig ekki eins skarpur og oft áður og kom það m.a. til af baráttugleði ÍR-inga í vörninn. Eftir að hafa átt stórleik í fyrstu viðureigninni þá sat Birkir Ívar Guð- mundsson, markvörður á bekknum að þessu sinni og Bjarni Frostason stóð vaktina. Bjarni byrjaði vel, en dalaði síðan og átti góða spretti af og til. ÍR flaut áfram á gríðarlegri bár- áttu, leikmenn gáfust aldrei upp, ólíkt því sem var í fyrri leiknum. Fremstur jafningja fór Júlíus þjálf- ari sem sló hvergi af og var sínum mönnum svo sannarlega sú fyrir- mynd sem þeir þurftu á að halda. Hallgrímur var hetja á ögurstund Morgunblaðið/Kristinn Robertas Pauzuolis nær skoti á mark ÍR þrátt fyrir góða varn- artilburði hjá Einari Hólmgeirssyni og Bjarna Fritzsyni. „ÉG vissi að Ásgeir myndi skjóta fast og því var bara málið að standa í fæturna og bíða eftir skotinu og það kom þar sem gamli karlinn stóð, flóknara var það nú ekki,“ sagði hetja ÍR- inga, Hallgrímur Jónasson, markvörður eftir að hann hafði varið síðasta skot Hauka og komið þar með í veg fyrir að þeir jöfnuðu leikinn á síðustu sek- úndu leiksins. ÍR-ingar fögnuðu sigri, 24:23, á heimavelli í Aust- urbergi eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 12:11. ÍR inn- siglaði þar með fyrsta sigur sinn í kapphlaupi liðanna um Ís- landsmeistaratitilinn. Sig- urmarkið skoraði Bjarni Fritz- son úr vítakasti þegar tæp hálf mínúta var til leiksloka. Þar með hafa liðin unnið einn leik hvort.     A !  9 +$$B $ 9   , < $ 2$! 1 0 % 0 4 4 % 0 ' ' 0 ' % < $ 2$! 1 9 ? 0A A/ 4 / 4 (B )(B    01 A/ 44 /& 42 7               Ívar Benediktsson skrifar  ANDRI Berg Haraldsson, hand- knattleiksmaður, hefur ákveðið að leika með Víkingi á næstu leiktíð. Andri er 20 ára gamall og hefur leik- ið með FH. Áður hafði Reynir Þór Reynisson, markvörður, gengið til liðs við Víking frá Aftureldingu. Víkingar hafa ráðið Gunnar Magn- ússon sem þjálfara.  RAGNAR Hauksson, knatt- spyrnumaður, getur ekki leikið með Víkingunum í 1. deildinni í sumar. Heimasíða Víkings greinir frá því að Ragnar þurfi vegna fjölskyldu- ástæðna að flytjast norður í land og geti því ekki leikið með Víkingi. Ragnar, sem gekk til liðs við Víking í vetur, er Siglfirðingur sem lék með KS á síðustu leiktíð og varð marka- kóngur 2. deildarinnar, en þar áður var hann í herbúðum ÍA.  HREINN Hringsson, helsti markaskorari KA í knattspyrnunni, hefur samið við félagið til tveggja ára. Hreinn var samningslaus og á tímabili leit útfyrir að hann myndi ekki leika með Akureyrarliðinu í sumar.  PATRICK Kluivert segist aldrei samþykkja launalækkun hjá Barce- lona þótt forvígismönnum félagsins sé heimilt að gera það samkvæmt samningi. Ný stjórn Barcelona verð- ur kjörin á næstunni og er reiknað með að hún freisti þess að draga nokkuð úr kostnaði hjá félaginu.  KLUIVERT hefur um hálfan millj- arð í laun á ári og getur félagið lækk- að laun hans um helming en um leið opnast fyrir ákvæði í samningi hans við félagið þess efnis að hann geti leitað sér að öðru félagi til að leika með. Kluivert segist engan áhuga hafa á að fara frá Barcelona, heldur standa við samning sinn við félagið sem gildir í tvö ár til viðbótar, hann vilji hins vegar halda óbreyttum launum út samningstímann.  STEVE Finnan, varnarmaður Fulham, verður sennilega fyrsti leik- maðurinn sem Liverpool kaupir þeg- ar opnað verður á ný fyrir kaup og sölu á leikmönnum í Englandi eftir að leiktíðinni lýkur. Talið er að Liv- erpool borgi um 450 milljónir króna fyrir Finnan.  ÞÁ er fullvíst talið að Liverpool og Manchester United berjist hart í sumar um að klófesta Damien Duff frá Blackburn.  GIORGI Kinkladze hefur leikið sinn síðasta leik með Derby. Hann hefur afþakkað boð félagsins um nýj- an tveggja ára samning. Kinkladze, sem á árum áður lék með Manchest- er City og Ajax, segist ekki vita með hvaða liði hann leiki á næstu leiktíð, en hann viti af áhuga margra félaga og því verði hann vart á flæðiskeri staddur þegar næsta keppnistímabil hefst. FÓLK GERÐUR Beta Jó- hannsdóttir hand- knattleikskona er gengin til liðs við Val á nýjan leik og hefur skrifað undir tveggja ára samning við fé- lagið. Gerður Beta, sem er 27 ára gömul, rétthent skytta, hefur leikið með Víkingi undanfarin þrjú ár. Hún var annar markahæsti leik- maður liðsins í vetur, skoraði 105 mörk í 26 leikjum í 1. deild- inni. Gerður Beta aft- ur í ValBJARNI Guðjónsson var í gær leystur undan samningi sínum við enska knatt- spyrnufélagið Stoke City, eftir að hafa leikið þar í ríflega þrjú ár. Stjórn Stoke tilkynnti í gær að fimm leikmönnum yrði ekki boðinn nýr samningur við félagið en auk Bjarna voru það fyrirliðinn Peter Handyside, markvörðurinn Steve Banks og þeir Lee Mills og Mark Williams, sem komu til félagsins frá Coventry og Wimbledon í vetur. Brynjar Björn Gunnarsson hefur hins- vegar fengið boð um nýjan samning, sem og þeir James O’Connor, Clive Clarke, Peter Hoekstra, Marcus Hall og Brian Wilson. Vangaveltur voru í fjölmiðlum í Stoke í gær um að Pétri Marteinssyni yrði boðinn starfslokasamningur en hann er samningsbundinn félaginu út næsta tíma- bil. Bjarni laus frá Stoke City
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.