Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vegna gífurlegs aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert til þess að gera efnið aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar GRÍÐARLEG þróun hefur átt sér stað í mennta- kerfinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins í mennta- málaráðuneytinu síðastliðin 12 ár. Námskrár fyrir öll skólastig hafa verið endurskoðaðar og þróunarstarf verið með miklum blóma. Uppbygging framhaldsskóla- og háskólastigsins hefur verið hröð og nú eru starfandi 7 háskólar sem heyra undir menntamálaráðuneyti auk skóla sem heyra undir landbúnaðarráðu- neyti. Upplýsingatækni hefur á þess- um árum verið tekin í þjónustu kenn- ara og nemenda og standa Íslendingar í fararbroddi í þeirri þróun. Símenntunarmiðstöðvar eru nú í öll- um landshlutum og unnið að uppbyggingu háskóla- námssetra. Komið hefur verið á nýrri skipan vísinda- og tæknimála og hrundið af stað myndarlegu átaki í fræðslumálum og starfsmenntun á vinnumarkaði. Hér eru aðeins nefnd fáein dæmi um árangur síð- ustu ára en hann má rekja til þess mikla metnaðar sem sjálfstæðismenn hafa í vísindum og mennta- málum þjóðarinnar. Uppbygging og þróunarstarf er viðvarandi verkefni sem aldrei lýkur. Því er mik- ilvægt að haldið verði áfram á sömu braut og ekkert slegið af í þeirri viðleitni að tryggja að Íslendingar séu í fararbroddi þjóða heims í menntun og vís- indum. Nýskipan vísinda- og tæknimála Síðastliðinn áratug hefur orðið hröð framþróun í efnahagslífi þjóðarinnar. Tengsl efnahagslegra fram- fara, vísinda og tækniþróunar eru náin og skiptir því miklu fyrir framtíð atvinnuveganna að ötullega sé stutt við vísindi, rannsókir og uppbyggingu tækni- legrar þekkingar. Á þessum árum hafa Íslendingar náð því markmiði sem OECD-þjóðirnar hafa sett sér og er eitt af markmiðum Evrópusambandsins að heildarframlög til vísinda, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, nái 3%. Þessu markmiði hafa ekki aðrar Evrópuþjóðir náð en Svíar og Finnar. Með lögum sem sett voru í byrjun febrúar sl. hefur verið gerð grundvallarbreyting á yfirstjórn vísinda- og tæknimála í landinu. Þrenn ný lög hafa verið sett: Lög um Vísinda- og tækniráð, lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og lög um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu at- vinnulífsins. Í þessum lögum er tekið mið af vaxandi þýðingu og umfangi vísinda- og tæknistarfseminnar. Vísinda- og tækniráð fer með yfirstjórn þessa málaflokks og starfar það undir forystu forsætisráð- herra. Auk forsætisráðherra sitja í ráðinu 4–6 ráð- herrar og 14 menn skipaðir af aðilum vinnumark- aðarins, Samstarfsnefnd háskólastigsins og ráðherrum. Átak í fræðslumálum og starfsmenntun á vinnumarkaði Ljóst er að samkeppnisstaða og aðlögunarhæfni fólks á vinnumarkaði, sem hefur aðeins grunn- skólagöngu að baki, er takmörkuð. Til þess að mæta þörfum þessa hóps hefur verið stofnuð Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins ehf. og efnt til átaks í fræðslu- málum og starfsmenntun á vinnumarkaði. Gerður hefur verið þjónustusamningur milli mennta- málaráðuneytis annars vegar og Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins hins vegar um verk- efni og fjárframlög til eflingar og endurskipulagningar á starfsfræðslu í atvinnulífinu. Þessi samningur markar þáttaskil fyrir þann hóp fólks sem lakast stendur á vinnumarkaði og mun aukin menntun hans hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild sinni. Eitt af veigameiri verkefnunum, sem Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins tekur að sér, er að aðstoða menntamálaráðuneytið við að þróa aðferðir við mat og vottun á óformlegu námi og starfsþjálfun í sam- starfi við atvinnulífið og fræðsluaðila. Vaxandi skiln- ingur er á því að margvísleg reynsla og færni, sem menn öðlast t.d. í störfum sínum, getur verið góður grunnur fyrir formlega skólamenntun eða beinlínis nýst sem hluti hennar. Mat á óformlegu námi er því mjög mikilvægt atriði þegar litið er til þeirrar áherslu að einstaklingarnir haldi áfram að menntast allt lífið og geti þannig betur aðlagast breyttum kröfum og aðstæðum. Tæknileg framtíðarsýn Á síðustu árum hefur náðst góður árangur í að innleiða upplýsingatækni í skólastarf á Íslandi. Þar hafa kennarar, skólastjórnendur og menntayfirvöld sameinast um að taka til hendinni. Mörg árangursrík þróunar- og tilraunaverkefni hafa verið unnin og lögð áhersla á að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem áunnist hefur. Menntamálaráðuneytið setti fyrir þremur árum fram stefnu um notkun upplýsingatækni í mennta- kerfinu þar sem lögð var áhersla á fjarnám og þróun dreifmenntunar á öllum skólastigum. Sem dæmi um framkvæmd þeirrar stefnu má nefna að á Vestfjörðum er hafið verkefni um dreif- menntun á grunnskólastigi þar sem grunnskólar í Vesturbyggð og á Tálknafirði verða tengdir saman og kennsluhættir þróaðir með samkennslu milli skóla. Á grunnskólastigi hefur slíkt fyrirkomulag mikið gildi fyrir byggðalög þar sem búseta er dreifð og óhægt er um vik með skólaakstur vegna vega- lengda og færðar. Einnig má nefna að tekin hefur verið ákvörðun um uppbyggingu framhaldsskóla á Snæfellsnesi. Lögð er áhersla á að þar verði leitað nýrra leiða í skólastarfi framhaldsskóla og byggt á þeirri reynslu sem fengist hefur í þróunarverkefni sem unnið var á Grund- arfirði. Fyrirhugað er að nýi framhaldsskólinn á Snæfellsnesi nýti fjarkennslu frá öðrum skólum til þess að auka fjölbreytni í námsframboði en jafnframt byggja upp kjarnastarfsemi á Grundarfirði. Menntamálaráðuneytið hefur beitt sér fyrir upp- byggingu ákveðinnar tæknilegrar grunnþjónustu og leitast við að veita skólum svigrúm til þess að móta sitt innra starf. Jafnframt hefur verið unnið að því að virkja einkafyrirtæki til þess að veita þjónustu fyrir menntakerfið. Hér eru nefnd nýleg dæmi um verkefni sem menntamálaráðuneytið hefur ýtt úr vör: § Byggð hafa verið upp ný upplýsingakerfi sem notuð eru í framhaldsskólum landsins og bjóða upp á nýja og betri þjónustu við nemendur, kennara og skólastjórnendur. § Unnið er að nýjum vef sem gagnast mun öllu menntakerfinu og nefndur hefur verið Menntagátt. Þar verður samstarfs- og þjónustuvettvangur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Þannig er stuðl- að að samstarfi opinberra aðila og einkaaðila og opnað fyrir nýjar leiðir í þjónustu fyrir mennta- kerfið. § Nýtt háhraðanet fyrir framhaldsskóla og sí- menntunarmiðstöðvar var nýlega tekið í notkun. Það tengir saman framhaldsskóla og símenntunarmið- stöðvar, samtals yfir 60 staði um land allt. Með nýja háhraðanetinu bjóðast öflugar tengingar og mynd- fundir gegn föstu verði sem er óháð notkun. Flutn- ingsgeta tenginga skóla margfaldast og hægt verður að sækja upplýsingar og gögn á mun hraðvirkari hátt en áður. § Menntamálaráðuneytið, fyrir hönd ríkissjóðs, og um 40 sveitarfélög hafa tekið höndum saman um að kaupa og reka glæsilegt bókasafnskerfi fyrir öll helstu bókasöfn landsins. Efling símenntunarmiðstöðva og uppbygging háskólanámssetra Það hefur vakið athygli og ánægju hversu mikill áhugi er á fjarnámi. Skýringin er m.a. sú að framboð á námi sem hægt er að stunda í fjarnámi hefur auk- ist hratt bæði á framhalds- og háskólastigi. Símenntunarmiðstöðvar eru starfræktar í öllum landshlutum. Hlutverk þeirra er að efla símenntun með því að miðla námskeiðum og auka samstarf at- vinnulífs og skóla til að tryggja samkeppnishæfni byggðarlaga. Símenntunarmiðstöðvar gegna mik- ilvægu hlutverki í að veita stoðþjónustu við nem- endur og aðstöðu fyrir kennslu. Þessi uppbygging er gríðarlega mikilvæg til að jafna aðgengi landsmanna að námi. Menntamálaráðuneytið hefur að undanförnu unnið að því í samstarfi við heimamenn að þróa hugmyndir um háskólanámssetur á Austurlandi og koma þeim í framkvæmd. Með háskólanámssetri verður þjónusta og stuðningur við nemendur í fjarnámi stóraukinn. Háskólanámssetrið mun tengjast rannsóknastarfsemi sem stunduð er á viðkomandi svæði og leita eftir samstarfi við háskóla í landinu. Verið er að vinna að svipaðri uppbyggingu á Vestfjörðum og á Húsavík. Hér er um farsæla þróun að ræða sem byggist á þeim grunni sem fyrir hendi er á hinum ólíku stöð- um. Fyrirsjáanlegt er að setrin muni auðga starfsemi sína með virkum tengslum við innlenda og erlenda háskóla og rannsóknastofnanir. Hér opnast mörg ný tækifæri. Menntamála- og iðnaðarráðuneyti hafa gert með sér samkomulag um átak í uppbyggingu menntunar og menningar á landsbyggðinni. Í því samkomulagi hafa verið skilgreind verkefni í samræmi við byggðaáætlun 2002–2005 þar sem lögð er áhersla á tengsl menntunar og menningar við þróun atvinnu- lífs í dreifðum byggðum. Upplýsingatækni verður markvisst nýtt til að efla símenntun og starfs- menntun á landsbyggðinni og stuðla að auknu náms- framboði á öllum skólastigum. Einnig verður unnið að því að auka aðgengi að menningarefni frá ólíkum landssvæðum. Metnaður í menntun og vísindum Eftir Tómas Inga Olrich Höfundur er mennta- málaráðherra. Á STJÓRNMÁLAFUNDI í Vest- mannaeyjum 1. maí virtist formaður Sjálfstæðisflokksins nýja hafa gert uppgötvun í fisk- veiðistjórnarmálum eftir að hafa farið með æðstu stjórn þeirra mála í 12 ár. Honum mæltist á þessa leið samkv. Morgunblaðinu: „Við megum ekki vera klosslokuð fyrir gagnrýni á kvótakerfið. Það kemur til álita að velta því fyrir sér hvort ekki megi gera ákvæðið um forkaupsrétt virkara. Framsalið er fyrir hendi en það er nauðsynlegt að varnagli sé fyrir byggðirnar. Við hljótum að skoða gaumgæfilega hvaða kostir eru fyrir hendi.“ Það „…kemur…“ sem sé „…til álita að velta því fyrir sér…“ Þessum ákveðnu ummælum og einskæru fyrirheitum sér bæj- arstjóri vestur á Ísafirði ástæðu til að fagna sérstaklega. Skyldi þeim stagkálfi hafa dottið í hug að for- sætisráðherrann myndi leiða hug- ann að því að „…velta því fyrir sér…“ að slík ákvæði yrðu gerð aft- urvirk og kvóta „Guggunnar“ sem loginn var af Ísfirðingum um árið yrði skilað aftur? Forsætisráðherra tilkynnti fyrir skemmstu af rausn sinni að hann myndi auka þorskkvótann um 30 þús. tonn á næsta ári ef hann héldi völdum. Einhverjum græningja hugkvæmdist að nú myndi formaður Sjálfstæðisflokksins nýja grípa tækifærið og gefa á garðann hjá línuveiðimönnum, sbr. tillögu sem samþykkt var á landsfundi flokksins, í óþökk hans að vísu. Nei, því var nú ekki að heilsa. Af þessum 30 þús. tonnum á Eimskip að fá rúm 3 þús. tonn, sömuleiðis Samherji og Grandi og afgangurinn til þeirra sem áður höfðu fengið gjaf- irnar úr hendi hæstráðanda, enda flokkssjóðurinn alltaf jafnþurfandi. Þeim, sem leggja eyru við slíku „snakki“ eins og Davíð Oddsson lét sér um munn fara í Vestmanna- eyjum, er hollt að rifja upp stóru „bombuna“ hans frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins nýja sem hald- inn var í marz 1999, í aðdraganda al- þingiskosninganna þá. Þá gerði for- maðurinn sig heiðarlegan í framan og lýsti yfir að í fiskveiðistjórn- armálum ríkti ósætti með þjóðinni sem ráða þyrfti bót á. Og höfðinginn kvaðst mundu beita sér fyrir þjóð- arsátt í málinu. Hann skipaði auð- lindanefnd, þar sem allir þrír þing- menn Samfylkingarinnar voru hafðir að ginningarfíflum. Í fram- haldi af því sáttanefnd, en að því búnu sett lög um málamyndaauð- lindagjald sem forsætisráðherra kallar nú að hafi verið sátt í málinu en enginn annar kannast við. Allan tímann síðan sáttaræðan mikla var haldin 1999 hefir rík- isstjórn Davíðs Oddssonar ekkert annað aðhafst í fiskveiðimálum en að halda áfram að skara eld að kökum lénsherranna, en skerða á hinn bóg- inn kjör þeirra sem utan gripdeild- arkerfisins standa. Það verður hverjum list er hann leikur. Forsætisráðherra Íslands kemur helzt aldrei til dyranna eins og sannleikurinn býður, heldur ber kápu blekkinga á báðum öxlum. Og nú, sem aldrei fyrr, leikur þessi aft- urgengni Pótemkín blekking- arskjöldum sínum í von um að enn einu sinni endist það honum til valdanna. Í valdabaráttunni verður ekkert til sparað, enda kvótamenn ósparir á fjármagn. Því fastar verður róðurinn sóttur sem ekkert skiptir Davíð Oddsson máli nema eigin völd. Og í þeirri baráttu helgar tilgangurinn meðalið, og raunar öll meðul. Pótemkín afturgenginn Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. ÁRIÐ 1983 ákvað sjávarútvegs- ráðherrann og framsóknarmað- urinn Halldór Ásgrímsson að gefa fiskinn í sjónum. Fiskurinn er sam- kvæmt stjórn- arskránni sameig- inleg auðlind okkar allra og því rétt að allir njóti arðs af honum. Þrátt fyrir það misnotaði Halldór aðstöðu sína og gaf kvótann okkar til fárra einstaklinga og þar á meðal sjálfs sín. Ráðherrar hafa þurft að segja af sér fyrir minni sakir en Halldór situr sem fastast. Í hvert sinn sem minnst er á það í fjölmiðlum að Halldór hafi úthlutað sér og sinni fjölskyldu kvóta fyrir hundruð milljónir þá verður allt vitlaust. Framsóknarmenn hlaupa upp til handa og fóta og verja sínar gjörðir með lygum ef annað geng- ur ekki. Þarna er búið að búa til hóp ríks fólks á kosnað okkar hinna og enginn kann að skamm- ast sín. Í umræðunni þessar vik- urnar er einungis hæðst að þeim fyrningartillögum sem stjórn- arandstöðuflokkarnir leggja til en aldrei er minnst á að þeir sem gáfu kvótann og hafa með því valdið sundrung meðal þjóð- arinnar þurfi að svara fyrir þessar misgjörðir sínar. Ég spyr þig, kjósandi góður; finnst þér ekki ástæða til að refsa framsókn- armönnum vegna kvótaúthlut- unar? Gjafakvóti Halldórs Ásgrímssonar Eftir Valdimar Leó Friðriksson Höfundur er í 6. sæti hjá Samfylk- ingunni í Suðvesturkjördæmi. Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM fyrirfinnst enginn lengur sem vogar sér að andmæla formanninum. Gagnrýni á orð hans og gjörðir þykir óviðeig- andi. Formaðurinn er líka forsætisráðherra þjóðarinnar og gagnrýni á framgöngu hans í embætti hefur í sama anda verið úrskurðuð ómálefnalegar dylgjur af ráðherranum sjálfum og leiðarahöfundum Morgunblaðsins. Virðist engu breyta þótt gagnrýnin sé rökstudd með alþekktum dæmum. Leiðarahöfundar mættu athuga að þrátt fyrir óttablandna aðdáun flokksmanna á formanni sínum er hann samkvæmt könnunum óvinsælasti og ómálefnalegasti stjórnmálamað- ur landsins. Fyrir því eru gildar ástæður. Má lagfæra Það er óheppilegt að fréttamenn megi ekki orðinu halla án þess að for- sætisráðherra missi stjórn á skapi sínu. Vanstilling hans er embættinu til minnkunar. Hótanir ráðherra í garð embættismanna og virðingarleysi í tali um Hæstarétt Íslands eru líka til skammar. Þá er ólíðandi að forsætis- ráðherra segi þjóðinni ósatt líkt og gerðist í bolludagsleikriti hans, en sannað var, þvert á orð ráðherrans, að Hreinn Loftsson ræddi úrsögn sína úr einkavæðingarnefnd á fundi þeirra í London. Ummæli ráðherra um fá- tækt eru einnig svívirðileg. Fólk sem stendur við dyr hjálparstofnana hef- ur áður þurft að stíga mörg þungbær skref. Hrakyrði formanns Sjálfstæð- isflokksins í þess garð sýna að hann er of lítill fyrir embætti forsætisráðherra. Það má lagfæra 10. maí. Passar ekki í embættið Eftir Hjört Hjartarson Höfundur er kynningarstjóri og kjósandi í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.