Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 71
ÞAÐ er að moka í botnlausa tunnu að afhenda núverandi kvótaeigendum ný viðbótar 30 þúsund tonn í þorskveiði- heimildum fyrir ekki neitt eins og gera á. Ný stjórn ætti að láta leigu- tekjur af þessum 30 þúsund tonnum gera gagn með því að láta kvótaleig- una af þessum nýju 30 þúsund tonnum renna til barnanna okkar, þ.e. þeirra sjálfra. Það er alveg vonlaust verk að moka áfram peningum og gjafaþorski í nú- verandi skuldasúpu stórútgerðar. Op- inberar skýrslur segja að útgerðar- skuldin sé samtals 200 miljarðar í dag og hafi tvöfaldast á nokkrum síðustu árum. Fyrir kvótakerfi töluðu menn um „sjóðasukk“. Ýmsar útgerðir fengu þá fé úr þessum sjóðum sér til hjálpar í tapútgerð. Með gjafakvóta átti að laga þetta en í staðinn fyrir „sjóðasukk“ kom risasala á gjafakvóta og risaskuldir kvótakaup- enda eða „skuldasukk“ kaupenda. Óviðráðanlegar risaskuldir þeirra sem óðir hafa keypt síðustu árin meiri og meiri kvóta með erlendu lánsfé að mestu eru að sliga bankana. Öllu er haldið á floti með því að veðsetja svo kvótann og fiskimiðin við landið útlend- um bönkum. Útlendingar eiga því fiski- miðin orðið óbeint að miklu leyti. Það er orðið hreint brjálæði í dag að halda „skuldasukki“ kvótakaupenda áfram gangandi lengur og það verður að stoppa. Þessir 200 milljarðar hækka ár frá ári stjórnlaust og útlendum bönkum er veðsett meira og meira. Í dag eign- ast útlendingar líka húsin okkar með kaupum húsbréfa. Bandaríski dollarinn er á útsölu í Reykjavík og kostar 76 krónur vegna sölu húsbréfa til útlanda nánast daglega. Ríkisstjórnin hagar sér eins og Bakkabræður ef hún mokar þessum nýju 30 þúsund þorsktonnum í botn- lausa tunnu stórútgerðarskuldanna. Er hreint glapræði. Bréfritari leggur til að þessi 30 þús- und nýju þorsktonn verði leigð hæst- bjóðanda á kvótamarkaði. Leigutekj- urnar gengju til að bæta hlut allra barna í þjóðfélaginu og til þeirra beint. Þetta fé myndi gjörbreyta til góðs hag margra barna okkar. Þau fengju þetta sjálf í eigin nafni sem einstaklingar. Þjóðfélagið væri ekki alvont lengur. Sérstaklega myndi fátækari börn mikið muna um þetta. Þeim er sýnd virðing. Eru ekki alveg gleymd. Gætu borðað góðan mat svo sem fisk og kjöt sem kvótagróðinn borgaði fyrir þau. Börnin eiga fiskimiðin eins og ég og þú. Svo gætu þau tekið þátt í tóm- stundum sem og aðrir, t.d. íþróttum. Jafnvel farið í tónlistarnám sem allt kostar peninga. Þannig má telja áfram. Þessi nýju 30 þúsund tonn til barnanna væru besta verk þessa árs eða áratuga ef nýi kvótinn er leigður út á uppboði og tekjurnar færu í heild til að bæta hlut allra barnanna okkar. Að gefa þetta allt stórútgerð í dag upp í „skuldasukkið“ er svipað og verk Bakkabræðra þegar þeir mokuðu í botnlausu tunnuna. Betra er að börnin okkar öll njóti þessara nýju kvótapeninga af 30 þús- und tonnum en tekjunum sé ekki í þess stað í raun hent í botnlaust „lánasukk“ sem er í dag vonlaust dæmi fjárhagslega hvort sem er. LÚÐVÍK GIZURARSON, Grenimel 20,, 107 Reykjavík Börnin fái nýju 30.000 tonnin Frá Lúðvík Gizurarsyni, hrl: Lúðvík Gizurarson BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 71 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, alla daga frá kl. 10-22. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Í SJÓNVARPSÞÆTTI sem ég sá í vikunni tók Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir sig til og útskýrði fyrir við- mælendum sínum fyrningu kvóta og bar saman við fyrningu véla hjá fyr- irtæki. Ég tók ekki eftir öðru en að hún gerði þetta til að sýna fram á, að um nákvæmlega samskonar hluti væri að ræða. Ekki vildi mitt gamla bókhaldarahjarta slá í takt við þetta. Þó að „vitringarnir“ sem gerðu tillögu til sjávarútvegsráðherra um auðlindagjaldið og svokallaða fyrn- ingarleið hafi ekki hugleitt hvað orð- ið „fyrning“ merkir í því sambandi mætti ætla að fyrrum borgarstjóri í Reykjavík ruglaði þessu ekki sam- an. Að fyrna vél er bókhaldsleg að- gerð, sem þýðir að tiltekin upphæð er dregin frá upphaflegu verði og af- gangurinn færður til eignar á efna- hagsreikningi. Ekki er tekinn burtu úr fyrirtækinu sá hluti vélarinnar sem fyrndur var, heldur er verið að mæta sliti og afföllum vegna notk- unar og færa eignina til sannara verðs. Þegar svokölluð fyrning afla- heimilda er gerð er það ekki fyrning í sama skilningi og með vélina, held- ur er um brottnám að ræða, tiltek- inn hundraðshluti er tekinn frá fyr- irtækinu og fluttur annað. Þannig virðist mér túlkun stjórnmálaflokka vera á svokallaðri fyrningarleið. Þetta er meira en málvilla, þetta er algjör kórvilla og barnalegur út- úrsnúningur, sem stjórnmálamenn ættu líka að skilja og vara sig á. MARTEINN FRIÐRIKSSON, Naustahlein 26, Garðabæ. Fyrning og fyrning Frá Marteini Friðrikssyni: UNDANFARIÐ höfum við almenn- ir þegnar þessa lands fylgst með deilum forsætisráðherrans og for- vígismanna Baugs. Þar hafa stór orð fallið sem ekki verða rakin hér. Mig langar aðeins að vekja athygli á einni hlið hins íslenska veruleika sem við íslenskir launamenn þurfum að etja við. Það er hátt matvælaverð á Íslandi og hverjir hafa komið til móts við þær þarfir að lækka það? Þannig er það nefnilega að mat- vælaverð hér á þessu blessaða landi hefur lengi verið með því hærra sem þekkist í Vestur-Evrópu. Það er held ég engu logið um þau mál. Heildsalaklíkan hefur séð til þess. Fyrir rúmum áratug eða svo kom svo fram á sjónarsviðið verslunin Bónus og þar voru Jóhannes Jóns- son kaupmaður og sonur hans Jóns Ásgeir á ferðinni. Þeir, með dugnaði og útsjónarsemi, byggðu sitt fyr- irtæki upp. Sönnuðu að einkafram- takið og einstaklingsfrelsið getur vel virkað. Þetta einstaklingsfrelsi sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð lengi vel fyrir en gerir ekki lengur. Þessir feðgar, sem forsætisráð- herrann okkar hefur kallað opinber- lega spillta og þaðan af verra. Hann hefur á opinberum vettvangi talað um þá eins og glæpamenn og vænt þá um glæpsamlegt athæfi, t.d. sagt að þeir hafi boðið sér fé, með öðrum orðum mútað sér. Hann má vart vatni halda af vandlætingu yfir að til séu menn sem bjóða honum birg- inn og hefur úthrópað þá sem spillta. Nú er það svo að við, venjulegur almúginn, höfum þurft síðari ár að búa við þá erfiðu staðreynd að bilið milli rástöfunartekna og útgjalda heimilisins hefur verið að vaxa, þar á ég við allt hækkar hraðar en kaupið. Þar inni glímum við óbreytt- ir almennir borgarar við ýmiss kon- ar „mafíur“, t.d. tryggingafélögin, sem passa sig á því að vera alltaf samstiga um verðlagningu. Flest þekkjum við hvernig búið er að okk- ur bíleigendum, við getum ekkert farið til að fá betri kjör á bílatrygg- ingum, því að munurinn á milli fé- laganna er enginn. Ekki tekur betra við ef við víkjum að bensínverðinu, þar er samkeppnin engin og ríkið kemur þar til skjalanna, með sín 70% álögð vegargjöld af hverjum bensínlítra. Ekki eru valdsmenn þessa lands að huga að því að rekst- ur bifreiðar sé hluti af lífskjörum. Nei, þeir skamma bara Baugsfeðga. En við lifum á því að borða er það ekki? Jú, og til þess að borða verð- um við að kaupa inn matvæli og þá verðum við að hafa efni á að greiða fyrir þau. Engin verslun hefur kom- ið meira til móts við okkur lands- menn í lágu matarverði en Bónus, það vitna margar og síendurteknar verðkannanir um. Það er ekki of- mælt að Bónus hafi fært hundruð- um og þúsundum Íslendinga kjara- bætur með lágu vöruverði, en hvað hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gert til að verja neytendur gegn okri og fákeppni? Jú, þeir hafa skammað Baugsmenn og lýst því yf- ir að þeir séu að misnota markaðs- ráðandi stöðu sína. En hvað með ol- íufélögin og tryggingafélögin? Ekkert, ekki orð um þau, en samt skaða þau lífskjör okkar neytenda margfalt, margfalt meira en nokk- urn tíma Baugur og Bónus. Svo reyna þessir sömu menn að slá ryki í augu okkar kjósenda með mál- skrúði og loðnum loforðum um skattalækkanir í fjarlægri framtíð. Ef málum er stillt upp á einfaldan hátt; og spurt hvort Baugsfeðgar eða ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi bætt lífskjör mín og margra annarra meira, þá er ekki hik í huga mínum að svarið er Baugsfeðgar, þeir hafa fært okkur lægra vöru- verð meðan Davíð Oddsson og rík- isstjórn hans hefur ekkert gert til að stuðla að heilbrigðari viðskipta- háttum hér. Í skjóli valdsins vex einokunin eins og illgresi í bakgarði. Þegar við völd sitja menn sem markvisst vinna gegn lífsafkomu venjulegs launafólks með okri og bruðli í ríkisrekstri, þá er orðið illt í efni. Þá er vissulega orðin þörf á að kjósa til breytinga. Ef ég mætti kjósa Baugsfeðga í næstu ríkis- stjórn frekar en Davíð Oddsson í næstu kosningum er ekki til vafi í huga mér. Ég myndi kjósa Baugs- feðga. DANÍEL SIGURBJÖRNSSON, Kársnesbraut 135, 200 Kópavogur. Hverjir færa almenningi kjarabætur og hverjir ekki? Frá Daníel Sigurbjörnssyni: Morgunblaðið/Brynjar Gauti MÉR er ánægja að svara fyrirspurn Jóns Sigurðssonar á Hánefsstöðum í bréfi til blaðsins sl. miðvikudag, en Jón spyr vegna þess að í viðtali við mig í útvarpinu var talað um sauð- trygga og upplýsta kjósendur. Í stjórnmálafræði er gjarnan talað um fjóra hópa kjósenda. Í einum þessara hópa eru kjósendur sem hafa bæði áhuga og þekkingu á stjórnmálum og fylgja einum stjórn- málaflokki. Um þennan hóp kjós- enda er notað enska orðið cognitive partisans og ég hef stundum kallað upplýsta flokksmenn. Í öðrum hópn- um eru þeir sem hvorki hafa áhuga né þekkingu á stjórnmálum, en styðja samt flokkinn sinn ár eftir ár. Um þá er notað hugtakið ritual part- isans, sem kalla mætti (óupplýsta) flokksmenn venjunnar eða tryggðar- innar, en ég hef stundum kallað sauðtrygga kjósendur og þóst vera að tala mannamál. Í þriðja hópnum eru þeir sem hafa bæði þekkingu og áhuga á stjórnmálum en styðja eng- an flokk, upplýstir flokksleysingar (apartisans). Fjórða flokknum til- heyra svo þeir sem hvorki hafa þekk- ingu né áhuga á stjórnmálum og styðja heldur ekki neinn flokk (apoliticals), sem kalla mætti óupp- lýsta flokksleysingja. Þessi flokkun (sem auðvitað er einföldun) felur í sér að sumir trygg- ir flokksmenn eru upplýstir og sumir eru óupplýstir. Sumir flokksleys- ingjar eru upplýstir og sumir eru óupplýstir. Víða á Vesturlöndum hefur kjós- endum í öðrum flokki (sauðtryggum kjósendum), fækkað undanfarna áratugi, en kjósendum í þriðja flokki (upplýstum flokksleysingjum) fjölg- að. Þessi breyting er ein undirrót þess að sveiflur í kosningum hafa aukist í mörgum löndum. Til þessa var ég að vísa í viðtalinu. ÓLAFUR Þ. HARÐARSON, prófessor í stjórnmála- fræði við HÍ Um „sauðtrygga“ og „upplýsta“ kjósendur Frá Ólafi Þ. Harðarsyni: Í SUNNUDAGSÚTGÁFU Morg- unblaðsins rak ég augun í heilsíðu- auglýsingu Sjálfstæðisflokksins. Þar er falleg mynd af brosandi ungri konu sem býður á kosningahátíð. Og þar eru í boði veitingar og alls konar barnaskemmtun. Eins og þetta skipti máli! Skyldi virkilega vera hægt að kaupa sér atkvæði með slíkum uppákomum? Er hægt að kaupa fjölda Íslendinga með ein- hverju húllumhæi rétt fyrir kosn- ingadaginn? Er þjóðin búin að gleyma öllum hneykslismálum sem núverandi ríkisstjórn var flækt í? Er hún búin að gleyma umdeildum ákvörðunum sem ráðamennirnir tóku án þess að spyrja? Trúa menn virkilega öllum röngum fullyrðing- unum um bætt lífskjör sem núver- andi ríkisstjórn ætlar að monta sig með? Ríkisstjórn sem hefur í sinni valdatíð rústað velferðarkerfinu, sett heilbrigðiskerfið á annan end- ann og gert efnahagslífið háð er- lendum stóriðjufyrirtækjum? Við viljum ekki nammi og blöðrur. Við viljum ekki falleg loforð fyrir eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hefðu getað gert fyrir löngu að raunveruleika. Valdatíð þeirra var nógu löng og skilyrði voru góð til að bæta hag almenn- ings. Ég skora á alla hugsandi landsmenn að gefa þessum mönnum frí frá stjórn landsins, þeir eiga ekki skilið að sitja áfram. ÚRSÚLA JÜNEMANN, kennari Pylsur og hoppukastali Frá Úrsúlu Jünemann: Skólavörðustíg 8 Sími/fax 511 3555 Myndlistarsýning Bjarni Ragnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.